Vísir - 09.03.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1918, Blaðsíða 3
V i SI - Fiskiveiðafól.Haukur selur: Vatnsveitan. botnvörpur, trawlgarn o. fl. Menn snúi sér til Jóns Magnússonar Holtsgötu 16. Vegna viðgerðar verður vatnsveitan lokuð é dag og á morgun frá kl. 12 á hádegi og til kL. 9 síðdegis. Borgarstjórinn í Eeykjavík, 9, mars 1918. K. Zimsen. Afmæli á morgun. Hilma Anderson, ungfrú. Martha Strand, húsfrú. Guðmundur Egilsson, kaupm. Steinunn Briem, húsfrú. Guðm. Guðmundsson, íshúsv. Sjúkrasamlagið helir ekki getað fengið neinn fastan lækni og þannig ekki upp- fylt skilyrði það, sem bæjar- etjórn setti því fyrir styrkveit- veitingu, og getið var um hér í blaðinu í vetur, og því farið þess á leit við bæjarstjórnina, að skii- yrðið verði felt niður. Samþykti bæjarstj. það á siðasta fundi sínum, en von er um að sam- lagið komist að hagkvæmari samningum við læknafjelagið en áður. Vatnssala til skipa. Bæjarstjórnin hefir ákveðið að taka vatnssöluna til skipa á höfn- inni í sínar hendur. Verður vatn leitt í pípum niður á hafn- ■arbakkann, þegar því verðurvið komið, en í ráði er að kaupa nú þegar vatnssölutæki Jes Zimsens ef san.ningar geta tekist um kaupin. Ýmir og Víðir, Hafnarfjarðarbotnvörpungarnir eru nú að týgja sig til fiskiveiða. I>eir munu báðir eiga að salta aflann. Landsstjórnin hefir að sögn lofað 100 smál. af kolum til útgerðarinnar, en bæjarstjórn Hafnarfj. ábyrgist hallans er verða kann á útgerðinni eins og áður er sagt. Einar Þorgilsson kaupmaður var flutningsmaður þeirrar tillögu. Frá Vestmannaeyjuin var símað í gær, að þar hafi verið stöðugar ógæftir síðan um síðustu helgi, austanrok á hverj- um degi. Á bátunum sem fór- ust úr Eyjunuúi voru 9 menn. „Akorn“ fiskiskipi Þórarins Egilsonar í Hafnarfirði o. fl. hafði lagt út á þriðjudaginn var, en kom inn af ur í gær; hafði ekkert getað aðhafst fyrir illviðri. „Pollux“ vélbáturinn. sem rætt var um að vantaði, hafði hleypt inn til Hafnarfjarðar um miðja vikuna og lá þar þangað til í gær. Bátur, ljettur og þægilegur tilhrogn- kelsaveiða, með árum og seglum i ágætu standi, til sölu nú þegar af sérstökum ástæðum. A. v. á. Lítið hús óskast til kaupst laust til íbúðar 14. maí. Tilboð merkt „Lítið hús“ legg- ist inn á afgr. Vísis fyrir 12. þ. m. Veðrið í dag Kaldara en í gær um alt land. í morgun var þó hvergi frost nema á Grímsstöðum, 2 st. Ann- arsstaðar 1—3 st. hiti. í nótt var frost nokkurt hér í Reykja- vík og sjálfsagt víðar, Áttin alstaðar sunnan og austan. U. M. F. Iðunn Fundur á morgun (suunudag) kl. 4 e. m. í lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Bögglauppboð á eftir, Allir ungmennafél. velkomnir* N e f n d i n. Mmilö aS skósmiðavinnustofan hans FerfliBaiifls a EiríKssiar er á Hverflsgötu 43. Nóturl Nótur! Mikið úrval af nýtísku og klassiskri Masik. Vel við eigandi tækifærisgjöL Nótnaskrár ókeypis. Hljóðfærahús Rvíkur Opið frá 10—7. 344 drengur góður, og þess vegna sá eg svo um, ■ a'ð þér voruö ekki ráðinn af dögum í nótt sem leið.“ „Þetta er áreiöanlega málrómur Kroppin- baks,“ sagbi Chaverny við sjálfan sig, „en hvað er hann að tala um, að eg yrði ráðinn af dögum. Hver dirfist að ávarpa mig slíkum torðum?“ kallaði hann. „Eg er Lagardere riddari,“ svaraði röddin. „Nú, sá er í meira lagi lífseigur.“ „Vitlð þér hvar þér eruð staddur?“ spurði :röddin. Chaverny hristi höfuðið. „Þér eruð í Chatelet-fangelsinu, á annari liæð í ,Nýja turninum‘.“ Chaverny henti sér óðar á hurðina, en hrökk aftur svo búinn. „Það er sjálfsagt blessunin hann frændi minn, sern hefir komið því til leiðar,“ sagðí liann. „Munið þér nokkuð eftir því,“ spurði rödd- ín, „að þér voruð í kampavínsdrykkju við hann Kroppinbak ?“ Chaverny játti því. „Jú — en eg og Kroppinbakur erurn nú raunar sami maðurinn,“ svaraði’röddin. „Þér!“ sagði Chaverny. „Hftirik Lagardere tiddari!“ Lagardere heyrði ekki til hans og sagði ennfremur: „Gonzagua skipaði að fara burt Paul Feval: Kroppinbakur. 345 með yður, þegar þér voruð útúr fullur og láta yður hverfa, því að honum stendur ótti af yður. En metinirnir, sem báru yður út, eru mér fylgjandi og fóru því eftir mínurn fyrir- skipunum?" „Eg er yður mjög þakklátur,“ svaraði Cha- verny, „en annars finst mér þetta alt saman harla ótrúlégt.“ „Eg hefi krotað nokkur orð meö koli á böggulinn, sem eg lét detta niður,“ sagði La- gardere. „Haldið þér, að þér gætuð komiö honum til furstafrúarinnar ?“ Chaverny hristi höfuðið, en tók klútinn og stakk honum í vasa sinn. „Eg verð nú að öllum líkindum tekinn af lifi í kvöld,“ sagði Lagardere, „og þess vegna verðið þér að hafa hraðan við. En ef þér getið ekki beðið neinn fyrir sendinguna, þá er ybur best að fara að eins og eg og reyna að fá samband fyrir neðan yður.“ „Já, en með hverju á eg að gera gat á loftið?“ Lagardere gat sér víst til hvað hann væri að spyrja um, þó að hann heyrði það ekki glögt og lét sylgjuna falla niður. Greip Cha- vernjr hana á sömu stundu og byrjaði þegar að fást við gólfið. Hamaðist hann af öllum Hfs og sálar kröftum þangað til hann var búirin að koma gatinu á og gerði það miklu stærra, en þörf var á, en auðvitað hafði hann 346 sinn tilgang rneð það, og hugsaði Gonzagua þegjandi þörfina. „Þér gerið alt of mikinn hávaða,“ sagði röddin. „Þér verðið að fara gætilegar, svo alt komist ekki upp.“ „Hver fjandinn gengur á þana uppi,“ sagði Cocordasse. „Kannske það sé verið að hengja einhvern og hann sé að brjótast um,“ sagði Passepoil. Nú heyrðist brestur mikill og féll niður stykki úr loftinu og þyrlaði upp ryki. Litu þeir félagar upp, en andlitiö á Chaverny sást í gatinu. „Eruð þiö tveir þarna niðri?“ „Já, eins og þér sjáið, herra greifi.“ „Haldið þið höttunum ykkur undir gatinu meðan e'g er að stáekka það,“ sagði Chaverny og tók nú á öllu því, sem hann átti til. „Þetta er aumi grindahjallurinn,“ sagði Co- cordasse og vildu þeir félagar sem minst skifta sér af þessu, en þá datt Chaverny í hug aö nefna Lagardere á nafn. „Getið j)ér sagt okkur nokkrar fréttir a£ lionum?“ spurðu þeír. Chaverny svaraði þvi engu, en. tróð báðum fótununi gegnum gatið, en þá stóð á herðun- um, þegar að þeim kom. Rreyndi hann af öllum nrætti að komást gegnum gatið, og fór Cocordasse að skellihlæjá, þégár hann sá lrvernig lappimar dingluðu og hömuðust uppj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.