Vísir - 05.04.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1918, Blaðsíða 2
VxSiR VÍSIR. Aígroiéfila blaéalus li Aðalitrat 14, opin írft ki. 8—8 í. hverjum degri. Skrifstofa á sama Bt&ð. Sími 400. P. 0. Box 367. Ritstjörinn til viðtalg frá kl. 2—3. Prentsmiðjaa & Laugaveg « eimi 188. Auglýiisgum vðitt möttaka i Landi BtjðrnuBBi cftir kl. 8 ft kvðidin. Auglýsingsveið: 50 aur. hver em dftlki i itserri augl. 5 aura orðið i BM&auglýsingnm meé öbreytta letri. Samningsleysið. Þá eru „sendiherrarnir" loks skipaðir og farnir til Englands, en 'lengi stóð á því. Þeir áttu að vera komnir til Englands fyrir áramót, því að lengur giltu ekki samningar okkar við Breta, Og ómögulegt er að segja hvert tjón landinu hefir orðið að drætt- inum. Menn vita, að öll útgerð- in var í óvissu vegna samnings- leysisins, og furðulegt að nokkur útgerðarmaður skuli hafa ráðist í að gera út skip sín, án þess að hafa hugmynd um hvaða verð mundi fást fyrir fiskinn. Það er því ekki stjórninni að þakka, þó að útgerðin hafi ekki stöðvast algerlega, en miklar líkur til þess að hún eigi sök á því að botn- vörpungamir voru ekki allir gerðir út vorvertíðina, vegna örðugleikanna á þvi að fá kol i Englandi. Og það er nú fleira en menn hyggja, sem samningsleysið hefir haft áhrif á. T. d. er ekki nokk- ur vafi á því, að það hefir haft áhrif á vöruflutningana frá Banda- ríkjunum, þvi að um þá gætu Bretar ráðið miklu, ef þeir vildu. Er þá ekki alt i góðu lagi nú? munu menn spyrja, af því að Gullfoss hefir nú loks fengið út- fiutningsleyii. En einmitt af því, hvernig það komst í kring, vita menn að útflutningsleyfi frá Bandaríkjunum hafa beinlínis strandað á samningsleysinu við Breta. Og loks fekst útfiutn- ingsleyfið handa Gullfossi fyrir milligöngu Breta, af því að öðr- um kosti hefði orðið að senda Lagarfoss til New York með vörur þær, sem hér liggja undir skemdum, og hefði hann þá ekki getað flutt kjötið til Noregs. — En Bretum er um það hugað, að Norðmenn fái kjötið, því að annars verða þeir að kaupa það sjálfir; en þó að kjötlitlir séu, vilja Bretar sem allra minst af saltkjötinu okkar. En, þegar um það var að ræða, að fá bresku stjórnina til þess að útvega frekara útflutn- ingsleyfi frá Bandaríkjunum, þá gáfu þeir það svar, að um það mætti tala, þegar farið yrði að semja um verð á afurðum okkar. Með öðrum orðum: tregða sú sem verið hefir á útflutningsleyf- Gullfoss. Borgarinnar vandaðasta og fullkomnasta úrval af léreftum úr hör og baðmull, borðdúkum, serviett- um, ágætum handklæðum og haudklæðadreglum, hör- og tyllblúndum, bróderingum, pifiiTn (hvítum og svörtum, smekklegum að vanda), óvenjulega fallegum dömukrögum, vasaklútum, teygju- böndum, að einlitix, haldgóðu stúfasirtsi ógleymdu. — Gullfalleg morgunkjólatau, drengjabuxur, og saumnálarnar viðurkendu mætti líka nefna, ásamt mörgu fleira, er hér yrði of langt upp að telja. — Sparið tlma og peninga á meðan birgðir endast. Mnnlö sima 599. Kvenna- Karla- Barna- Regn- hlífar nýkomnar Egill Jacobnea um frá Bandaríkjunnm, og að líkindum einnig krafa Bandarikj- anna um lán á skipum okkar til flutninga, stafar algerlega af þessum óþarfa og óskiljanlega drætti stjórnarinnar okkar á því að koma „sendiherrunum11 af stað. Og það er enn óséð, hvert ógagn okkur getur enn stafað af þessari vanrækslu stjórnarinnar. Eftir því sem lengra líður og það kemur betur í Ijós, að mat- vælaskortur er yfirvofandt í Bandarikjunum, verður vafalaust enn örðugra að fá matvæli það- an. — f Omögulegt er að leiða neinum getum að því, hvað valdið bafi f þessum drætti. Omögulegt að sjá neina skynsamlega ástæðu til þess að fresta samningunum. — Ekkert annað en framkvæmda- leysi og hugsunarleysi stjómar- innar og alment getuleysi á að koma nokkru í verk sem þörf er á. Hún virðist hafa varið öllum tíma sínum í það hið mikla, og að vísu þarfa verk, að losa sig við alla ábyrgð á landsverslun- inni, og hefir svo haldið að hún væri þar með orðin algerlega ábyrgðarlaus á allri annari stjórn landsins. Má jafnvel vel vera, að landsverslunarforstjórnin hafi að lokum verið látin skipa „sendiherrana11. Ein stoia og litið svefnherbergi óskast til leigu 14. maí íán húsgagna), helst sem næst miðbænum. Fyrirfram borgun. Tilboð merkt „888“ leggist inn. á afgr. Vísis. viö fiskverkim geta nokkrar dugiegar stúlkur fengið á Kirkjusandi hjá Th« Thorsteinsson. Nánari upplýsingar hjá Ingimnnði Jðnssyni eða i LiverpooL leykisYÍnnnst. ijarna iónssonar Hverfisgötu 30 smíðar alt sem að beykisiðn lýtur, eftir pöntun svo sem: Lýsistunnur. Kjöttunnur, Síldartunnur. Tekur að sér uppsetningu á kjöt- og síldartunnum úr tilbúnu efni. — Hefir á lager bala og kúta; sömuleiðis nokkur hundruð nýar síldartunnur. Vöndnð vinna. Lágt verð. Fljótt og vel af hendi leyst. Virðingarfylst Bjarni Jónsson, beykir, liðurjofnunarskrá leykjavíkuF liggur frammi á bæjarþingstofunni almenningí til sýnis frá 8—18. þ. m. Kærur sendist formanni niðurjöfnunarnefndar fyrir 2. maí n. k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 2. apríl 1918.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.