Vísir - 04.05.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1918, Blaðsíða 2
Silkisvimtuefni frá kr. 10,45. Silkilangsjöl frá kr, 5,45. Misl. Sumarhanskar frá kr. 1.95. Hvítt og misl. Gardínutau frá kr. 0,65 m. Flauel misl. 2,95 m. Kjólatau ullar 5,85 m. Kvenna og barna Stráhattar nýk. Fiðurhelt Léreft 1,48 pr. m. Dúnléreft 100 cm. br., 1,65 m. Kven-bómullarsokkar 0,98. Sokkabandateygja frá 0.32 m. Bródergarn hv. 0.15. Misl. flauels Molskinn 5,95 m. Bl. Léreft 36 teg. frá 0,68 m. Tvíbr. Lakaléreft frá 2,35 m. Þríbr. Lakaléreft frá 1,98 m. Saumavélar með hraðhljóli 58,00. islensk flögg, allar stærðir. JACOBSEN. Frá Alþingi. í efri deild var að eins eitt mál á dagskrá í gær; það var frumv. um mjólkursölu á ísafirði. Það var til 8. umræðu $g afgr. til Nd. í Nd. voru tvö mál á dagskrá: írv. um viðauka við lög um sam- þyktir um lokunartíma sölubúða, var afgreitt til Ed., og frv. um Jheimild handa landsstjórninni til þess að verja fó úr landssjóði til viðhalds á Ölfusárbrúnni, sem var til 1. umræðu og var vísað til nefndar til athugunar. Ný frumvörp. 3 lagafrumvörp ný eru fram komin frá þingmönnum: 1. Um hafnsögu í Eeykjavik, er mælir svo fyrir að hafnarnefnd Eeykjavíkur skuli hafa á hendi yfirumsjónhafnsögumálaíEeykja- vik og skipa hafnsögumenn, svo marga sem þurfa þykir, og ákveða laun þeirra. Launin greiðast úr hafnarsjóði og hafnarnefnd sem- ur reglugerð um hafnsöguna og öll gjöld fyrir hafnsögu renna í hafnarsjóð. — Frumv. flytur Jörundur Brynjólfsson að tilhlut- un bæjarstjórnarinnar. 2. Um breyting á fræðslulög- um, frá mentamálanefnd Nd. og á það frv. að koma í stað stjórn- anfrumvarpsins um sama etni. Fer frv. fram á nokkra launa- hækkun handa kennurum og þó «kki eins mikla og stjórnarfrum- varpið, enda er lögunum ekki ætlað' að gilda lengur en til 1. júlí 1921. 3. Um veðurathugunarstöð í Evík. Það er frumvarpið, sem Ben. Sv. o. fi.. fiuttu á síðasta bingi, en þá dagaði uppi milli deilda, og hefir mentamálanefnd Jíd. nú tekið það upp. Tilkynning. Hér með leyfi eg mér að tilkynna heiðruðum almenningi, að eg hefi nú opnað lyfjabúð í Hafnarfirði og mun jaínan kappkosta að hafa þar á boðstólum allar þær vörur, sem lyfjabúðum tilheyra. Yirðingarfylst Sören Kampmann, AUGLYSING um tollgreiðslu. Hér með er skorað á alla þá, sem toll eða vörutoll eiga að greiða, að gera það tafarlaust er þeim berast tollreikningar frá lög- reglustjóra. Að öðrum kosti mega þeir búast við þvi að fá fram- vegis ekki afhentar vörur sinar nema þeir greiði tollinn áður. Lögreglustjórinn i Eeykjavík, 3. maí 1918. Jóu Hermannsson. N ýkomið: GiiiiiTrii-stí v él, Gmxiiiii-s kór, Karinanris-skólilifar. B. Sleíánsson & Bjarnar Laugaveg 17. — Sími 628. Skemtun. Kvöldskemtuo á að halda á morgun í ISnó og er hún auglýst hér í blaðinu. — Verður það tæp- ast sagt, að það sé neitt nýtt eða sjaldgæft. Skemtun þessi er hald- in í því skyni, að hjálpa bág- stöddum. Það er heldur ekki sjaldgæft hér í bæ. Bæjarbúar eru vanir að bregðast vel við slíku, og það væri því heldur ekki neitt óvenjulegt, þó að húsið yrði troðfult, þó að ekki stæði svo sér- staklega á, að það er veikt barn sem verið er að hjálpa. Það, sem einkum er óvenjulegt við þessa skemtun, er það, að þar gefst mönnum kostur á að heyra hinn unga og þó fræga rithöfund, Gunnar Gunnarsson, lesa nýja skáldsögu eftir sig. Frægur rithöfundur getur hann kallast, því að rit hans eru ekki aðeins þekt um öll Norðurlönd og rómuð mjög, heldur víðar. Og talinn er hann einn af hinum efnilegustu yngri rithöfundum nor- rænum. Annars er óþarft að kynna hann íslendingum, því að varla er hér nokkur maður, sem ekki hefir lesið eitthvað eftir hann, þó að fátt hafi enn verið gefið út á íslensku af ritum hans. Enginn vafi er á því, að það eitt, að menn eiga von á að heyra Gunnar lesa, niundi nægja til þess, að fá bæjarbúa til að fylla Iðnaðarmannahúsið mörgum sinn- um. En auk þess verður þar sýndur sjónleikur, „Litli hermað- urinn“, sem þau leika: frú Guð- rún Ind.riðadóttir, Emelía systir hennar, Helgi Helgason og Jón Vigfússon. Hefir leikur þessi ver- ið sýndur hér áður, og litli her- maðurinn hennar frú Guðrúnar tók bæinn herskildi þegar í fyrstu atlögu. Þá fá menn líka að heyra tvo hina bestu og vinsælustu söng- menn bæjarins syngja „tvísöng* að fornum sið, og ioks að sjá ungar blómarósir stíga dans. Það er því fyrirsjáanlegt, að vissara er að hraða sér að ná f aðgöngumiða, þvi að þeir eru margir, sem vita hvenær þeir eiga að flýta sér, og það er þeg- ar þeir „geta gert vel, og hitt sjálfa sig fyrir". Þisgyísa. 24.—4.—’18. Pallarill við hnos og hnuðl heyrir þá með fjárhags kuðl Sigurð haml og Bjarna bruðl; bágt er það að melta hruðl. Palla-Gestur. vísír iif útbniddcuúe. bklilS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.