Vísir - 21.05.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 21.05.1918, Blaðsíða 2
yísiR Baldurshagi, hið alþekta greiðasöluhús við Rauðavatn, er til leigu frá þess- um tíma. Um sölu gæti einnig verið að ræða, ef óskað er. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðars Gfslasonar næstu daga kl. 10—12 og 2—4. Sími 281. Stranglega bönnuð er öll óþarfa umferð um Stóraselstún. Jóhannes Magnússon. ÍOOO tunnur af dönskum kartöfium get eg selt með mjög góðu verði’sé samið við mig nú þegar. Þorsteinn J. Signrðsson. Sími 529. Rakarastofa min er flatt í Pósthnsstræti 11 í enda rauða hússins fyrir sunnan hús Nathan. & Olsenu Inngangur úr Pósthússtræti. Ejyjölfur Jönssön. Bann. Hér með er stranglega bannað; að ganga yfir leigufcún. vor, svokailaðan „Skellu og Norðurmýrarblett. Yér munum. leita réttar okkar samkvæmt lögum ef bann þefcíia er brotið'. Sigurður Bjaltesteð, Gnnnar &nnnarsson« bakari. kaupm. VlSlR. A i g r e i i e 1 a blsliias i Áðalitrnt 14, opin írá k>. 8—8 á hvfrium degi, Skri&tofi á sama stað. Simi 400. P. 0. Box 867. RitstjðrinB til yiðtaln frá kl. 2—3. Prantsmiðjan & Laugaveg 4 eími 133. AuglýiÍEgum veitt mðttaka i Lande etjömunai aftir kl. 8 ft kvBldin. Auglýsingaveið: 50 aur. hver em dálki i itærri augl. 5 aura oiði. i emáacglýeinguH mefi ðbmyttu letri. Frá Alþingi. Fossanefndin. Á laugardaginn var fundur i Nd. óslitinn frá kl. 1—6- Vörutollsfrumvarpið var af- greitt til Ed. og frv. um launa- hækkun yfirdómara og skrif- stoíustjóra hleypt til 3. umræðu og sömuleiðis frv. um hækbun læknataxtans, en búist er við því að þeim verði báðum slátrað. Ejórða málið, sem til umræðu kom, var fyrirspurn til stjórnar- innar um afrek fossanefndarinn- ar, og urðu um það löng xæðu- höld, en fátt verður af þeim sagt hér. Gísli Sveinsson hafði orð fyrir fyrirspyrjendum og kvað hann svo hafa verið ráð fyrir gert, er ákveðið var að skipa nefnd þessa, að störfum hennar yrði lokið fyrir næsta þing og það skýrt tekið fram í þingsályktuninni um nefndarskipunina. Síðan hefði ebkert frá nefndinni heyrst, annað en að hún hefði hirt laun ;sín og hefði hún nú hafið úr landssjóði kr. 11752.42, og „mér er sem eg sjái reikninginn", sagði þingmaðurinn, þegar nefnd- in er búin að sitja á rökstólum árum saman og ferðast út um lönd, eins og heyrst hefir að í ráði sé. Þá þótti honum skip- un nefndarinnar ekki hafa tekist sem best, því að að eins einn nefndarmanna mundi hæfur til að vinna nefndarstarfið, en einn nefndarmaðurinn skjddari einum ráðherranum en svo, að vel gæti farið á því að setja hann í nefnd- ina og yfirleitt farið meira eftir flokksfylgi mannanna en hæíi- leikum. AtvinDumálaráðherrann svar- aði fyrirspurninni á þá leið, að neíndin hafi ekbi enn lokið etörfum sínum og vitnaði um það í bréf frá henni. Yar það á honum að heyra, að hann teldi nefndarmennina alla vel til starfs- ins fallna og um Svein Olafsson sagði hann, að hann hefði til að bera „mjög mikla vísindalega þekkingu í rafmagnsfræði". Að fengnu svari ráðherrans, vildi Gl. Sv. láta vísa málinu til stjórnarinuar með þeim ummæl- um, að þess væri óskað að stjórn- in sæi um að nefndin skilaði áliti sínu um tvö atriði málsins. á næstu vikum,. að hún forðað- ist langsetur og óþörf ferðalög og fái sæmileg verkalaun. Sigurður SteSánsson furðaði sig ekki svo mjög á því hvernig nefndin var skipuð, þvi að það væri nú orðinn siðmr að skifta bitunum og sopunum á nnlli nánustu vina og vandamanna þeirra, sem með völdin færu. Vænti hann lítiis árangura af starfi nefndarinnar og þegar hann sá Bjarna Jónsson hampa nefndar-prótokollinum, minti hann á það að mætir menn heiði séð eftir pappírnum i slik- ar bækur. Ekki gerði hann sér þó neinar vonir um að nefndin lyki störfum sínum fyr en svo, að álifc hennar gæti komið fyr- ir næsta reglulegt þiug, einkum ef nefndarmennirnir ætluðu að ferðast um allar heimsálfur til að skoða fossa. Nú tók Bjarni Jónsson til máls og sagði margt ófagurb um Val- týskuna og hveraig Yaltýiiigar hefðu farið með. völdin. — En þeir hafa, svo s&m kunnugt er, aldrei með völdin farið héu á landi. Fjármálaráðherranum fanst mikiði til um það, hve gálauslega væri talað u.m svo mibilsvert mál. og það fullyrti harui, að á sínum tíma myndi sannast, að bróðir sinn hefði átt eins mikið erindi í fossanefndina og þing- maður Norður-ísfirðinga. (En þm. N.-ísf. upplýsti þá, að hap.n yæri alls ekki í nefndinni). Þorst. M. J ónsson sagði aö það mundi hafa reynst mjög óheppi- legt að skipa eintóma verkfræð- inga í nefndina, því að þá hefði þingið ekki orðið nokkru nær og eugan botn getað fundið í nefnd- arálitinu. Þá komust þeir S. St. og fjár- málaráðherrann í hár saman út af einhverjum nagla, og heyrði Yísir það síðast af þeirri deilu, að ráðherrann bar það undir íshússins „Herðubreið® við’ Frikirkjuveg er nr. 6 78. deildina, hvort hann hefði ekkí haft rétt’ til að koma fyrst með naglann, en þá gaf Vigurklerkur sig og játaði það rétt vera,. svg að ekki þurfti úrsburð deildar- innar. Forsætisráðherrann sagði að það væri almannarómur um heim allan, að milliþinganefndir gerðu aldrei neitt gagn, og skildu menn það svo, að hann áliti að það væri ebki mikill skaði skeður, þó að álit fossanefndarinnar kæmi. aldrei fram, En þýðingarlaust kvað hann að vísa málinu til stjórnarinnar, því þá félli það bara niður þar með. G. Sv. hélfc þó fasfc við tillögu. sina, en fjármálaráðherrann spurði þá, hvorfc miljónirnar væri að kalla, en G. Sv. hélt að ráð- herra sá mætti vera þakklátur ©f nokkrar miljónir vildu kalla i hann! Loks var þó gengið til atkvæða j um tillögu GL Sv. um að vísa málinu til stjórnarinnar, og var hiín s&mþykt með 13 samhljóða atkvæðnm. Bæjarréttmdi Sigluíjarðar í efri deild var frumv. um bæjaretjórn á Siglufirði afgreitt sem lög firá Alþingi og Siglfirð- ijagnm þegar 4 eftir símuð þau. gleðitíðindi. Olag á vegagjörð. Það virðist svo sem oss íslend- ingum ætli seint að lærast að gjöra vegi svo að þeir sóu sæmi- lega færir og ekki ónýtari en þeir þurfa að vera. Nú eru þó liðnir nokkrir ára- tugir siðan er vegagjörð hófst hér á landi, og enn sést engin framför, ekki einu sinni í sjálfu vinnulaginu. Enn eru menn látnir vinna með sömu tækjum og áður og hvergi sjást notaðar vegapressur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.