Vísir - 24.05.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1918, Blaðsíða 3
Hann kvað nú vera á leið hingað. Allflestir hafa heyrt hans og Austur-Asíufélagsins danska get- íð, og mestur er hann talinn fjárgróðamaður með Dönum. Hingað til hefir Andersen og félagið lagt mikla rækt við Síam, konungsríki i Asíu, sem Mongól- ar byggja, og hafa baft auð fjár upp úr þeirri alúð. Það er vitanlega gott og bless- að frá sjónarmiða sjálfs hans og Dana, að Andersen hefir skóflað upp peningum. En engar sögur hafa borist af því, hvað Síams- búum hefir virst. Eeyndar eru þeir varla á svo háu stigi menn- ingar — þrátt fyrir mentandi áhrif Dana — að neitt sérstak- lega gætilega þurfi að fara að því að „taka þá við nefið“, eins og Danir segja, án þess að þá gruni-. En nú hefir styrjöldin bundið enda á sæludaga Andersens í Eden Síamsríkis — og hann er á leið hingað. Sjálfsagt er að bjóða hann kurteislega velkommn, en spurn er mönnum hvað valdi því að hann gerir landi voru þá æru að hvarfla liingað. Ekki þarf að bera neinn kvíð- boga fyrir því, að hann ætli að komast hér til vegs og valda, með því að gjöia sér óskírlífi manna að f'jórplógi, eins og sumir dönsku mentafrömuðirnir kváðu hafa gert í Síam. Hitt væri sanni nær, að ætla að hann með einhverju öðru móti ætlaði Innilegar þakkir til allra er sýnt hafa hluttekningu við fráfall og jarðarför drengsins okkar, Hafliða Björns- sonar. Guðrún Pálsdóttir. Björn Erlendsson. Alúðarfylstu þakkir, öllum þeim sem á einn eða annau hátt, sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför ekkjunnar Kristínar sálugu Jónsdóttur. Aðstandendur hinnar látnu. Peningar að þéna fyrir þann sem getur útvegað 1—2 herbergi og eldhús handa ungum hjónum með 1 barn. Telefon 313. Fjórhjólaður vagn, til vöruflutninga, ásamt aktýgjum er t:il sölu. Upplýsiugar í síma 321. sér að græða fé á oss eða landi voru, þvi ekki er kunnugt að hann hafi lagt aðrar listir á gjörva hönd. Degar forsætisráðherrann síð- astliðinn vetur tók bin alkunnu lán í Danmörku með þeim fá- heyrðustu afarkostum, voru menn bæði hissa og reiðir. Allirsáu hví- lík fjarstæða það var, í sömu andránni að gjóta hýru horn- auga til frelsis og fána og ganga undir nýtt fjárhagslegt þrælsok hjá Dönum. Undan átti að fara enn ekki undir. Eitt af þessum lánum var tek- ið hjá Stóra norræna ritsímafé- laginu, sem, eins og Andersen, hefir stórviðskifti í Asíu. Og Andersen þessi er mjcfg bendl- aður við einmitt þetta félag! Er nokkurt samband hér á milli? Ekki væri það alveg óhugsan- legt. Því var nýskeð dróttað að Andersen i dönskum blöðum, að Austur-Asíufélagið ætlaði að víkja af sér einhverju hér á landi. Hann þvertók opinberlega fyrir og — er nú þó á leið hingað. Hvernig víkur nú þessu öllu við; hingað komu Andersens og láninu hjá stóra norræna? Manni getur farið að detta margt í hug jafnvel þó vel geti verið að ekk- ert sé á seiði. Vill nú ekki einhver góðgjarn þingmaður spyrjast fyrir hjá stjórninni um það: hvort, lienni sem lieild eða einstaklingum úr henni ann- að hvort sem embœttismönn- um eða sem privat mönnum sé nokkuð kunnugt um það, hvað, Andersen vilji hingað P Hver veit nema stjórnin viti eitthvað? Kannske veit hún líka ekki neitt, eu spurningin sakar aldrei. En ætli Andersen að veita dönsku starfsfó inn í landið, eða eitthvað þess háttar, verður þar til að segja, að öllum hér á landi var ijóst, að ef vel ætti að fara yrðu lánin frá í' vetur að vera síðasta danska fóð sem hingað kæmi, nema sjálfsagðar greiðslur Dana upp í skuldir þeirra við landið. Sakni Andersen Mongólanna 129 þrír, en sá sem eg benti á ypti aö eins öxlum og brosti góölátlega. „Þér eruö alveg viss um ati þér hafiö mætt honum?“ spuröi sá sköllótti lágt og rólegsr og horföi beint í augu mér. „Fullkoiiiíega", svaraði eg. „En góöir háls- ar, Eg skil hvorki upp né ni'ður í þessu. Eg kom hingaö til Jtess aö hitta Janesko kap- tein, sem heföarmey nokkur haföi korniö mér í kýnni viö — heföarmey aö nafni Xenía Ed- monds, sem er fullkunnug öllum þessum mála- vöxtum. Hún Itaföi leitaö til rnín og beöist minnar ásjár þegar eftir að moröiö var fram- iö.“ „Þaö er gamla sagan,“ hvíslaöi Janeskó í eyra þess er næst honum stóð. „Hann heldur aö hann sé Vesey, læknirinn, sem til var kvaddur af lögreglunni unt nóttina, þegar morðiöi var framiö.“ „H e 1 d eg að eg sé Vesey?“, hrópaði eg með æsingu. „Hvaö eigiö þér viö? Neitið þér' því þá, að eg sévhann? Hvers vegna kallið þér mig Sebright?“ „Verið þér nú rólegur, góöurinn minn, þér hafiö alveg 'rétt að mæla,“ sagöi sá sköll- ótti, sem hinir þrír virtust viröa mjög mikils. „En saga sú, sem þér segið, er svo einkenni- leg og spennandi, að þér verðiið að fyrirgefa, þó að hún komi flatt upp á okkur.“ „En þér hafið alls ekki heyrt sögu mína enn William le Quettx: Leynifélagið. 130 þá!“ sagöi eg og undraöist mjög háttalag þeirra. „Jæja þá,“ sagöi sá renglulegi í dökltu föt- ununi, sem til þessa liafði ekki haft sig í frammi, „látiö þér okkur þá heyra hana.“ Og allir þrír stóöu þeir nú þama og horföu á mig eins og naut á nývirki, eöa eins og þeir ætluðu aö lesa hugsanir mínar. — Hvaö átti þetta að þýða? Hvaö var það sem þeir bjuggu yfir ? XII. KAPÍTULI. Óvæntir atburðir enn. Mér gramdist liáttalag þeirra. Þeir vefengdu orð mín og ávörpuöu mig með nafni, sem eg hafði aldrei heyrt áður. Eg hefi því ef til vill veriö æstari en þurft heföi, þegar eg sagði þeim frá því, sem fyrir mig heföi borið, er Xenía leitaði athvarfs hjá mér um kvöldið og eg siðan var sóttur í dularfulla húsið til þess að skoða myrta manninn. „Eg mætti yður í þokunni á Hástræti um það leyti sem morðið var framið,“ sagði eg meiS álierslu, um leið og eg sneri mér að Janeskó. „Og þess vegna, góði maður, vegna þess. i3k að þér liafiö fengið þá grillu í höfuöið, að þér hafið eitthvað veriði riöinn viö þessa sorg- legu atburöi, þá liótiö þér að drepa mig!“ „Að drepa yöur!“ hrópaði eg' sem þrumu lostinn. „Hvaö eigiö þér viö?“ „Komuö þér ekki meö skammbyssu hing- aö, og hótuöuö þér ekki fyrir tíu mínútum síöan að skjóta mig?“ „Eg sneri baki aö honum með fyrirlitningu. Hann var argasti lygari. „Það var maður drepinn i þessu húsi, myrt- ur á níðingslegan liátt — og þér vitið hver morðinginli ef!“ hrópaði eg reiðilega. „Þessi dularfulla hefðarmey, sem heimsóttr yður, hefir vafalaust sagt yöur liver þaö' var sem moröið framdi,“ sagði hann og hló viö, „við skulum alveg slepppa því.“ „Nei, þaS skulum við ekki gera!“ flýtti eg mér að segja, því að eg sá að aðkomumenn- imir þrír trúðu mér ekki. „Þér geröuð mér orð um að koma hingað til þess að hitta bróöur yðar, og i stað þess leiðið þér mig fram fyrir þessa fábjánaþrenningu.“ Þrenningin leit á mig og stundi af með- aumkun. Enginn þeirra mælti orö frá munní. „Ef sagan, sem þér hafið sagt okkur, er sönn,“ sagöi sá gráskeggjaði loks, „væri það þá ekki byggilegra, góðurinn minn, að þér reyndtiö að liugsa yður um eitt andartak og spyrja sjálfan yður, hvort þessi óþekta kona

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.