Vísir - 24.05.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 24.05.1918, Blaðsíða 2
VIS í R VISIR. ÁlgreiíB'a blftifiaa I Áðai*tr»( 14, opin frá kl. 8—8 á hverjum dagi, Skrifetofa £ sama stsð. Simi 400. P. 0. Box 867. Bitatjðriua til viðtali frá kl. 2—3. Prentsmiðjan á Lang«V8g i simi 133. Anglýifegan vaitt mðttska i Land: stjöninKöi effir kl. 8 á kvtldin. Anglfsin^avetð: 50 anr. hver eas dálks 1 ateiri angi, 5 anra orð* i s*á»nglýfliBsnM msð ðbrayttn letii. Frá Alþingi. Tjörneshueykslið útrætt. í gær urðu enn langar umræður um Tjörnesnámuna í Nd. Fyrstur tók til máls Þorleifur Jónsson og taldi hann dagskrár- tillögu Péturs Jónssonar ótæka, vegna þess að með henni væru stjórninni engin takmörk sett fyrir því með hve miklum halla námuna mætti reka. Tillögu fjárhagsnefndar gat hann heldur ekki felt sig við, af því að hún væri líka of óákveðin í þessu efni og bar hann því fram nýja tillögu til rökstuddrar dagskrár á þá leið að námurekstrinum skyldi haldið áfram undir stjórn vegamálastjóra í sumar, en ef það kæmi í ljós að náman yrði ekki rekin landssjóði alveg að skaðlausu, þá treysti deiidin stjórn- inni til að taka það ráð að hætta rekstrinum í haust. Enn tóku margir þingmenn til máls. Bíra Sigurður Stefáns- son flutti gagnorða hugvekju um frammistöðu stjórnarinnar í þessu máli og endaði ræðu sína með þeirri spurningu til búand-manna i deildinni, hvernig þeir myndu taka siíkri ráðsmensku af hálfu þeirra manna, sem þeir hefðu falið bústjóru fyrir sig, og taldi lítinn vafa á því, að slíkir ráðs- menn myndu tafarlaust reknir úr vistinni. Magnús Pétursson tók ræðu forsætisráðharra og útreikninga, sem sagt var frá í blaðinu i gær, til athugunar og hrakti.Iíð fyrir lið, og var það að vísu létt verk. Endurtók hann svo þá staðhæf- ingu sina frá því daginn áður, að stjórnin hefði drýgt þessar þrjár höfuðsyndir í sambandi við rekstur xiámunnar: Stofnað land- inu í þá hættu, að innlent elds- neyti yrði af skornum skamti, vegna þess að menn yrðu tregari og hræddari viö að lejgga í inn lent kolanám vegna reynslunnar á þessum námurekstri landssjóðs, aukið dýrtíðina með því að borga óhæfilega hátt kaup og sprengja þannig upp kaupgjald hjá öðr- um 'atvinnurekendum í landinu og iarið gálauslega með fé lands- ins með hirðuleysi, ráðleysi og eftirlitsleysi. Breytingartillögu fiutti hann við dagskrártillögu Þ. J. og vildi fella úr henni orðið trey stir. Enn töluðu Einar Arnórsson, Bened. Sveinsson, atvinnumála- Lestrarsalur Landsbókasafnsins • / verður opinn til afnota fyrir almenning á vaialegum tíma, frá 22. þ. m. og mun verða svo framvegis, meðan vært er þar fyrir kulda. Landsbókasafninu 21. maídag 1918. Jón Jaootoson. Nýr mótorbátur mjög vandaður, fæst keyptur með öllu tilheyrandi, þar sem hann er í Frederiksund í Danmörku. Stærð 43 smálestir, lengd um 60 fet, breidd um 15 fet. Mótor 48 hk. Alpha-vél. — Frekari upplýsingar hjá Ö. Beujammssyni. Sími 166. Duglegur háseti sem einnig getur verið mótormaður, getur fengið stöðu á mótorskonnortunni „Mevenklint“ nú þegar. Finnið í dag 0. Ellingsen. 8 tonna mótorbátur í góðu standi, bygður úr eik, með nýrri 14 hesta Alfavél, er tl 1 SÖlU. nú þegar. — Bátnum fylgja öll nauðsynleg áhöld til sjóferða. Ennfremur eru til sölu legufæri, ef óskað er. Allar nauðsyn- legar upplýsingar, sölunni viðvíkjandi, gefur Olafur V. Ofeigsson Keflavík. Piltur frá 14-18 ára getur fengið atvinnu við búðarstörf hór í bænum. A. v. á. 70 tonn af góóum mó, heimflutt að Ingólfshvoli (Hafnarstræti 14), verða keypt. Tilboð með tilgreindu verði og hvaðan mórinn sé, óskast send Einari kaupmanni Árnasyni, Aðalstræti 8, fynr 30. þ. m. Góður véiameistari og matsveinn geta fengið góða atvinnu á m.k. „Faxa“. Upplýsingar gefur. Sigurjóu Péturssoa Hafnarstræti 18. Góðlr „ Kven- I IióDmllarsolLkar svartir, 0.98. |EgiilJacobsen SRSfSRS! Atvinna. Nokkra duglega fiskimenn ræð eg yfir lengri tíma. Góð kjör. Eirikur Eiriksson, skipstjóri, Framnesveg 3. ráðh,, forsætisráðherra og G. Sv og |varð fundarhlé um miðjan daginn. Um kl. 6 kom fram til- laga um að slíta umræðum og var hún samþykt og síðan geng- ið til atkvæða. Allir stuðningsmenn stjórnar- innar höfðu verið sammála um það, að ekki mætti samþykkja þingsál.till. fjárhagsnefndarinnar vegna þess að þá væri girt iyrir það, að námurekstrinum yrði haldið áfram og lögðu eumir áherslu á það að námurekstrin- um yrði að halda áfram nærri því hvað sem það kostaði. En þeg- ar búið var að fella dagskrá Péturs Jónssonar, sem gaf stjórn- inni algerlega frjálsar hendur, og því hefði mátt skoða sem traustsyfirlýsingu, þá tóku þeir það ráð, að samþykkja dagskrá Þorleifs Jónssonar, þrátt fyrir það. að í henni er kraíist, að námurekstrinum verði hætt, ef nokkur halli verði á honum. í>að vildu þeir vinna fyrir það að fá einbert orðatraust á etjórninni samþykt. Málið, sem þeir þótt- ust vera að berjast fyrir, varð að lúta í lægra haldi. Tillaga P. J. var feld með 12 : 11 atkv. Breyt.till. M. P. við dagskrá í>. J. með 15 : 8 og dagskráin samþ. með 14 : 9, alt að viðhöfðu nafnakalli. For- ssetisráðb.. og B. Kr. greiddu ekki atkv., eu B. R. St. var fjarverandi. UtaB aí Iandi. Símfregn. Bíldudal í fyrradag. Fiskafii er hér góður. Fiski- skipin hafa afiað 8—12 þús. á hálfsmánaðartíma, en fiskurinn er smár. Saltbirgðir endast 4—5 vikur. Sterling kom hingað í gær- kveldi og fór aftur um miðnætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.