Vísir - 09.06.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR. Aigrciiila bklsins i Aðalitrwi 14, opin írá kl. 8—8 á hverjnm degi, Skrifetoía á B&ma sts,«. Sími 400. P. 0. Boi 887. Sitíitjórina ti! viðtaía írá ki. 8—8. Prentimiðjan á Lau*«veg í eími 133. Aaglýiiagma veitt möttaka i Lan& stjörauaai aftir kl. 8 á kvöldia. Anglýsingaverí: 50 auí. hver oœ dálki 1 itærri acgl, 5 anra oi-n. i SM&anglýsingam mei öbreytts íetri. Eimskipafélagið. Ársreikningurinn fyrir árið 1917 lagður fram. Tekjnafgangnr kr. 758,351,81 Ársreikningur Eimskipafélags íslands hefir nú verið lagður fram og sýnir hann að félagið hefir grætt kr. 758,351,81 eða rúmlega 8/i miijón á árinu 1917. Innborgað hlutafé er talið kr. 1678,351,53, svo að gróðinn svar- ar til 45°/c af því og verður það að teljast glæsileg útkoma. Árið 1916 varð tekjuafgangurinn að- eins 831 þús. kr. Af gróðanum koma 390 þús. í hlut Gullfoss en 315 þús í hlut Lagarfoss. Landssjóðsstyrk hefir félagið haft að upphæð 40 þús. kr. og 12350 kr. hefir það feng- ið fyrir útgerðarstjórn landssjóðs- skipanna. Öll farmgjöld skipanna hafa orðið rúml. 1773 þús. krónur; Gullfoss 935 þús. og Lagarfoss 838 þús. Inneign félagsins í bönkum og handbært fó var um áramót- in- kr. 1207,877,81. Gfarðræktin á Glarðskaganuin. Landsstjórnin réðist í það í vor, að stofna til garðræktar í stórum stií suður á Garðskaga. Og það lán fylgai því fyrirtæki, að stjórninni hugkvæmdist að fela einmitt þeim manni fram- kvæmdirnar, sem til þess var sjálfkjörinn. En maðurinn er Einar Helgason, garðræktarráðu- nautur. Hefir nú verið unnið þar syð- ra af miklu kappi í vor. Yerk- stjóri er þar G-uðmundur Jóns- son frá Skeljabrekku, afkasta- maður mikill við vinnu og helj- armenni að burðum. Hann smal- -aði fólki til vinnunnar um allan y:si;i Ekkert hitunarábald jafnast við lofthitunarvélarnar amerisku -— það játa allir er til þekkja. Mó og brúnkolum brenna þær með besta árangri, svo að enginn móofn getur gert það eins vel. Þær fást nú á ótrúlega lágu verði, svo að svarar til 4 aura á rúm- fet bvert er þær hita, hér komnar með öllum kostnaði álögðum. Pantið nú í tíma! Nánari uppl. veitir Stefán B. «Fónsson. Atvinna. Nokkrir karlmenn óskast til róðra á Bakkafirði í sumar. Asæt lijör. Sigurgeir Halldórsson, Lindargötu 36. Heima kl. 12—2 og 6—8. Góð atvinna. Tveir karlmenn og tvær stúlkur geta fengið ágæta atvinnu eystra í sumar. Eólkið þarf að fara með Sterling. Fær fría ferð. A. v. á. lonungshúsið á i>ingvöllum verðnr opnað þann 15. jnní. Yirðingarfyllst. Guðrún Jónsdóttir. AAtvirma. Eg hefi verið beðinn að ráða 2 Q C3L U, gleg Háseta og í góðan mat- S "KT © Í ~n til síldveiða í sumar. Lysthafendur gefi sig fram sem fyrst. Guðleifur Hjörleií'sson, Bræðraborgarstíg 4. ikrifstofuherbergi til leigu. Tvö góð herbergi í Miðbænum eru til leigu fyrir skrifstofu i'rá 1. júlí þ, á. — Tilboð merkt „A 317“ óskast sent afgr. Vísis. Stúlka óskast nú þegar í elðhnsið á Skjalðbreið. Borgarfjörð og er nú hérumbil búinn að rífa sundur allan Garð- skagann. Hafa kartöflur þegar verið settar niður í 31 dagslátt- ur, en auk þess hafa 16 dag- sláttur lands verið plægðar til næsta vors. Undrast menn þar um slóðir mjög hamfarir þessar, og finst það ekki líkt því að menskir menn hafi verið þar einir að verki og engin stjórnar- handbrögð sjást þar á neinu. En nú er eftir að vita, hvað náttúran vill gera fyrir þetta þarfa fyrirtæki. Yerða menn að vona hið besta í því efni, úr því að svo langt er komið án þess að skakkafallafylgja stjórnarinnar haíi náð til þess. I Silki- | Golftreyjur, stórn úrvarli jEgiiiJacobsenj Lloyd George fastur f sessi. Um eitt skeið var haldið að Lloyd George mundi vera valtur í forsætisráðherrasætinu hjá Bret- um. Fyrst var það út af því að hann hafði fallist á að fela Foeh hershöfðingja Frakka yfirsfjórn alls bandamannahersins í Frakk- landi, en síðan kom ósanninda- áburður Mauriee hershöfðingja, sem í öðrum löndum var búist við að mundi riða honum að fullu, enda var það þá vitanlegt. að Asquith fyrv. forsætisráðherra ætlaði nú að beita sér á móti honum, en áður hafði hann látið hann hlutlausan. Mauriee þessi sakaði þá tvo ráðherrana, Bonar Law og Lloyd George um að hafa gefið þinginu rangar skýrslur, bæði um her- afla Breta á vesturvígetöðvunum og í Mesopotamíu og um ákvarð- anir sambandsherráðsins í Ver- sailles. Þegar þessi áburður hans var fyrst gerður að umtalsefni í þingiuu, var L. G. ekki viðstadd- ur, en Bonar Law kvað málið þannig vaxið, að það væri ekkí hægt að ræða það opinberlega, en stjórnin mundi vilja ganga að því, að tveir dómarar yrðu látnir skoða skjöl þau er málið snerti og skera úr því, hvort ráðherrarnir hefðu vitandi gefið rangar skýrslur. Á þetta vildi Asquith ekki fallast. Sagði hann að slík mál ættu að sjálfsögðu að úrskurðast af þinginu sjálfu, þvi það væri þingið sem yrði að fullvissa sig um að ekkert óhreint væri í því og rétti sínum til þess að fram- kvæma rannsóknina mætti það ekki sleppa úr höndum sér. — Gerði hann það því að tillögu sinni, að þriggja manna þing- nefnd yrði skipuð til þess að rannsaka málið. Sú tillaga kom til umræðu nokkrum dögum síðar, eu nú kom Lloyd George sjálfur til skjalanna og var úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu, enda vissu allir, að stjórnarskifti yrðu að fara fram, ef tillaga Asquiths yrði samþykt, því að breskum ráðlierrum þykir ]>að ekki virð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.