Vísir - 25.06.1918, Blaðsíða 3
V 1S I K
Síldarsöltun.
I þessari viku ræður H.f. KVELDÚLFUR stúlkur til síldarvinnu á Sigluíirði
Uppl. daglega frá kl. 4—6 á skrifstofu félagsins.
H.í. Kvelclúlíi ir-.
J?að þarf að verða hlífðarlaus |
krafa íslenskra kvenna, að menn
sem veita þjóðmálum afskifti,
ati sig ekki svo út, að ekki sé
komandi nálægt þeim. Þær verða
að læra að fyrirlíta allan rang-
fenginn gróða, alla óverðskuld-
aða upphefð, allar lánaöar fjaðr-
ir og allan uppskafningshátt.
Með því móti geta kvenmenn-
irnir snúið taflinu.
Þær hafa vald til þess, ef þær
hafa hafa vit og vilja til að
foeita því!
Því að ekkert er slíkt brenni-
mark á enni karlmanns sem
réttmæt fyrirlitning kvenmanns!
Leiðr éttiag á fleipri
í hinu mikilsmetna bannsnata-
blaði „Fréttum“ stendur 24. júni
smágrein um 50 tunnur af vín-
anda, er blaðið segir að e g hafi
fengið nýlega frá Kaupmanna-
höfn og lögreglan „auðvitað
þegar í stað lagt hald á“.
Með því að grein þessi mun
auðsjáanlega samin í þeim tii-
gangi, að telja mönnum trú um
*ð eg hafi ætlað að flytja t i 1
m í n umræddar 50 tunnur og
gera má ráð fyrir að hugsunar-
lausir lesendur trúi því að svo
sé, skal hér stuttlega gerð grein
fyrir afskiftum mínum af mál-
inu.
Er þá fyrst að geta þess, að
síðastliðin tvö ár hefir tæplega
verið hægt að fá neitt af vín-
anda frá Danmörku, hvorki suðu-
spritt eða hreinan vínanda, sem
t. d. er notaður af öllum lyfja-
búðum landsins til meðaiagjörð-
ar. Var svo naumur aðflutn-
ingur af vörum þessum um eitt
skeið, að til stórvandræða horfði
og stórvandræði hefðu úr orðið,
ef ekki hefðu fengist smásend-
ingar öðru hvoru frá Ameríku.
En sá var hængur á með vín-
anda þann, er þaðau kom, að
hann er mun lakari en danskur
vínandi (tilbúinn úr öðrum efn-
um), og hafa lyfsalar sagt mér,
að varla væri hægt að nota hann
nema í neyð.
Var því mjög lagt að mér af
þeim, er þessar vörur nota til
iénaðar og annars, að útvega
vínanda frá sambandi mínu í
Kaupmannahöfn, sem er stærsta
verksmiðja Norðurlanda í sinni
röð, og varð niðurstaðan sú, að
meðan eg dvaldi í Höfn í síðast-
liðnum febrúarmánuði, gerði eg
í samráði við verksmiðjuna ráð-
stafanir til að fá útflutnings leyfi
á 50 tunnum af spritti, — þar
af 2Ö tn. suðuspiritus og 30 tn.
hreins vínanda —, sem fara áttu
til þeirra, er þessar vörur höfðu
pantað frá fyrnefndu sambandi
mínu í Höfn fyrir milligöngu
mína og umsjónarmanns áfengis-
kaupa, hr. J. Á. Egilson. Fyrir-
höfn hafði eg mikla í Höfn til
að fá leyfið, því þá hafði um
lengri tíma ekki verið veitt neitt
útflutningsleyfi fyrir vínanda frá
Danmörku, en þó fór svo, að
leyfið fekst og tunnur þessar
voru sendar hingað með „Botniu"
í síðastliðnum aprílmánuði, til
umsjónarmanns áfengiskaupa,
r
svo sem venjulegt er. Utbýtti
hann svo suðusprittinu til kaup-
manna ýmsra eftir fyrirsögn
minni, en hreina vínandanum til
lyfsala og þeirra iðnrekenda, sem
leyfi hafa til að fá þessa tegund
vínanda.
Þess skal getið, að af þeim 20
tn. af suðuspritti er þá komu,
voru 10 blandaðar í Khöfn, og
10 voru nr.4 spritt óblandað, sem
blanda varð lér. Spritt þetta
er af lökustu tegund og mun
allsendis óhæft til drykkjar þótt
óblandað sé, sökum trjávínanda
er það inniheldur og nánar má
lesa um í ritgerð er hr. augn-
læknir A. Fjeldsted reit í Lækna-
blaðið fyrir skömrnu.
Þegar eg svo hafði selt send-
ingu þessa hér, gerði eg — eins
og eg hafði umtalað við sam-
* band mitt í Khöfn í febrúarmán-
uði — verksmiðjunni simleiðis
aðvart um að síðasta sending
væri seld og bað hana gera ráð-
stafanir til að senda hingað með
fyrstu ferð 30 tunnur af suðu-
spritti (nr. 4 spritti er blanda
átti hér, með því að blöndunax-
efni það er nota skal er ófáan-
legt nú sem stendur í Dan-
mörku), og 20 tunnur af hrein-
um vínanda, er selja átti lyfsöl-
um og öðrum er hann hafa leyfi
til að fá. Var svo um talað við
verksmiðjuna þá er eg dvaldi í
Höfn, að hún símleiðis tilkynti
mér hvort frekari útflutningsleyfi
fengjust, svo eg — að þvi er
kemur til hins hreina vínanda —
strax eftir að hafa fengið vitn-
eskju frá henni um hversu mik-
ið væri hægt að senda, gæti gert
ráðstafanir til að selja í löglega
staði og um léið gefið umsjónar-
manni áfengiskaupa upp pantan-
ir svo sem lög fyrirskipa. Hvort
verksmiðjan hefir látið hjá líða
að slma mér, eða símskeyti henn-
ar um þessar 60 tunnur hefir
verið stöðvað, svo sem oft er um
skeyti frá íslandi og til um þess-
ar mundir, skal eg láta ósagt.
Hefi gert fyrirspum um það og
enn ekki fengið svar. En enga
vitneskju fekk eg — og þar af
leiðandi heldur ekki umsjónar-
maður áfengiskaupa — um að
þessnr 30 tunnur af suðuspritti
og 20 af hreinum vinanda fengj-
2IÓ
I-lallaöi hann sér í hægindastólinn, spjallaði
'vib mig út um alla héinia og geima og rej'kti
vindil- sinn meS sérlegri ánægju.
Stofan,' sem við sátum í, var ekki tiltakan-
lega stór og notuð fyrir lestrar- og bókastofu,
en gluggakisturnar sýndu hve veggir kastal-
ans voru frámunalega þykkir. Fyrir dyrun-
um héngu tyrknesk dyratjöld, en eikarbitar
í loftinu voru orðnir biksvartir og sýndu
hve æfagamalt húsið hlaut aö vera.
Eg lét orð falla um þaö, hve slík forn-
: aldar híbýli væru skemtileg og sagði hann
þá og hló við:
,,Já. Þessi kastali var bygöur á elleftu öld,
af Montaldi greifa og fyrir sex öldum síðan
var hann aöalvígi hinna voldugu Vallecrosia-
greifa, sem Genúa- og Feneyjamönnum stóö
jafnmikill stuggur af. Þeir héldu alt af stjálf-
stæði sínu og voru pottur og panna í Fiesco-
samsæ'rinu 1547> sem miöaði aö þvi að sölsa
undir sig öll völd í Genúa. Margsinnis hef-ir
kastalinn yeriö umsetinn, en aldrei unninn af
óvinum. En eftir aö veldi Genúa var lokiö
og Liguriu-lýðveldið var stofnað af Napo-
leon, komst hann í vanhirðu, þangað til eg
keypti hann og lét gera við hann aö után og
innan. Aö ytra útliti er hann nú eins og hann
var -á flögum Vallecrosia-greiíanna, en hið
innra eru ýms þægindi nútímans, sem ]>eirra
líma menn þektu ekki. Ef yöur þykir gaman
William le Oueux: LeynjféWið,
217
aö skoða íorna kastala, þá hygg jeg aö þér
fáið tækifæri til þess á morgun, að sjá ýmis-
legt, sem' gæti hrifið hug yðar.
Brátt leiddi þjónn nokkur mig inn í stóran
sal með gljáandi gólfi og dýrmætum göml-
um myndum á veggjum, en það var borðsal-
urinn í kastalanuni. Á borðum voru kerta-
Ijós, en þjónn stóð við stólinn að baki mér
og beiö skipana minna.
Prinsessuna sá eg ekki aftur um kvöldið,
og ]>egar eg hafði reykt annan vindil hjá
baróninum eftir máltiðina, var eg leiddur til
svefnherbergis míns, sem var litið en nota-
legt turnherbergi og var þar upp að ganga
ekki allmörg en forn og slitin steinþrep, sem
margar kynkvíslir alvopnaðra hermanna
böfðu þrammað upp og niður.
Eg svaf fast og draumlaust ]iangað til í
dögun, en þegar eg reis úr rekkju sá eg út
uni gluggana hina fegurstu útsýn yfir fjöll og
dali, því aö hinn förni kastali gnæföi yfir
sveitirnar umhverfis í margra mílna fjar-
lægð.
Eftir aö eg hafði snætt morgunverð, var
eg einn á gangi umhverfis kastalann, að skoða
hina sterku veg'gi og turna, hin margvíslegu
útskot og kima, er snotur þjóriustustúlka kom
til min og ávarpaði mig á frönsku:
„Hennar keisaralega tign bað mig að segia
218
yður, herra, að hún mundi finna yður að
máli um hádegi.“
Eg fór því næst út fyrir ytri kastalavegg-
ina og gekk þar um í vetrarsólskninu meðan
eg beið komu hennar.
XX. KAPÍTULI.
Svikin.
Eg var staddur í gömlum trjágarði sem
einu sinni haföi verið kastalasíki. Þar óx nú.
risavaxinn Cypressviöur, og vatn rann þar >
fornri marmaraþró. Grár kastalaveggurinn
gnæfði þar yfir mér, veðurbarinn og risavax-
inn og sáust í hann margar holur, sem voru
minjar frá umsátrum övinanna, eftir kúlur
þeirra.
Alt var bert og nakiö, en sólin skein uppi
yfir á heiöum himninum. Eg heyrði fóta-
tak á stignum og þegar eg leit við, stóð eg
enn einu sinni augliti til augiítis við þessa
töfrandi, undur fögru stúlku, sem hafði á
svo undarlegan hátt hertekið hug minn og
hjarta..
„Eg vona að þér hafiö fenglð góða hvíld,
prinsessa,“ sagði eg um leið og eg laút henni
og kysti á hönd hennar. „Þér hljótið aö liafa
verið ógurlega þreytt í gærkveldi."