Vísir - 07.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1918, Blaðsíða 2
yisis Tilkynning. Háttvirtum viðskiftavinum mínum tilkynnist hér með að herra O. J. Lauth, er um mörg undanfarin ár hefir starfað við klæða- verslun mína, er orðinn meðeigandi í versluninni, og verður hán eftirleiðis rekin af okkur i félagi undir firmanafninu Andersen £c. Lauth. Jafnframt þakka eg mínum mörgu viðskiftavinum góð viðskifti og leyfi mér að vænta þess að verslunin njóti sama trausts hér eftir sem áður. Reykjavik 1. júli 1918. L. Andersen. í samræmi við ofanritað viljum við geta þess, að við munum á allan hátt kosta kapps um að gera viðskiftamönnum okkar til hæfis, svo að verslunin verði hér eftir, eigi síður en hingað til, makleg þeirrar miklu velvildar er hán hefir notið. Andersen & Lauth. Atvinna. Nokkrir duglegir sjómenn, vanir síidveiðum, geta fengið skiprúm á m.s. Þórði Kakala, frá ísa- firði. Upplýsingar hjá Magnúsi Jóhannssyni, Bjarg- arstíg 6, heima kl. 6—7 e. m. Blýantsyddarar, 3 tegnndir einkar hentugir fyrir skrifstofur og aðra sem mikið nota blýanta, eru nýkomnir í Pappirs- & Rittangaverslunma, Langaveg 19. Góðar kýr og gððir reiðhesfar eru tll sölu. Opplýsingar á Hverfisgötu 60. Guðjón Jónsson Sjmi 737 B. VfSlR. Afgríilfsl® bl&eslM i Aðalittftl 14, opin ís& kl. 8—8 á hverjum dsgi, Skrifstoía á sama stað. Simi 400 P. 0. Boe 867, Eitstjðrins til viðtals írá kl. 2—8. Prcntsasiíjan i Langav8g i sími 188. Anglýringnm veitt möttaka í Landte stjömaani sftir ki. 8 á kvöidin. Anflfsingaverí: 50 anr. hver ens. dálki í itærri angl. 5 anra orð>. i smáangiýBÍngnM meS ðbíeytta ietri. Árásirnar á stjórnina. Stjórnarblöðin og einstakir 3tjómardindlar hér í bænum eru að reyna að telja mönnum trú um það, að árásir á stjórnina hljóti að spilla fyrir því að sam- komulag náist um sambandsmál- ið eða fánann við Dani. Og þvi er jafnvel haldið fram, aö Visir hafi birt greinarnar eftir X nm forsætisráðherrann, í þeim á- kveðna tilgangi. Og svo vaða menn elginn um „Fróða-frið“ og annan slíkan þvætting, rétt eins og þeir haldi það í fullri alvöru, að þeir segi satt. En vera má líka, að einstaka mað- ur sé svo heimskur, að hann trúi þessu. Nú er svo ástatt, að alveg ný- lega hefir vaknað grunur um það, að forsætisráðherra hafi átt i einhverju leynimakki við ein- hverja danska menn um hagnýt- ingu fossaafleins hér á landi. Þetta makk virðist hafa haldið áfram eftir að þingið í fyrra skip- aði milliþinganefnd til að athuga hvaða stefna skyldi upp tekin í þeim málum, hvort heldur skyldi reka allan slíkaD iðnað fyrir landsins reikning eða leyfa ein- stökum mönnum og félögum að starfrækja fossana í landinu. Hér er lun stórmerkilegt stefnumál að ræða, sem þingið hefir ekki að svo stöddu viljs.ð taka afstöðu í. En meðan svo stendur, þá er það algerlega óverjandi og stjórn- arfarslegt ódæði af stjórninni, að vinna að því að fossaiðnaður- inn komist í hendur einstakra manna. En það virtist koma fram í yfirlýsingu H. N. Ander- sens, sem hingað var símuð frá Ritzau-fréttastofu, að forsætisráð- herrann hefði einmitt Wrið að vinna að þessu í síðustu utanför sinni. Vísir leit svo á, að þetta mál ætti að upplýsast áður en þingi yrði slitið, svo að þingið gæti sannfært sig um það, hvort grun- ur sá, sem á forsætisráðherrann hafði fallið, væri á fullum rökum bygður, og þá hagað sér eftir þvi gagnvart honum. Því fer þess vegna svo fjarri, að Vísir gæti áfelt sig fyrir það, að birta umræddar greinar um viðskitti þeirra H. N. A. og forsætisráð- herrans, að hann lítur einmitt svo á, að það hefði verið skylda sín að birta þær. Ef rangar sak- ir væru þar bornar á ráðherr- ann, þá ætti honum að vera auð- velt að hreinsa sig af þeim, og hefði hann þá mátt vera blaðinu þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess. — En það er nú eitthvað a. aað en að hann só Vísi þakk- látur fyrir greinarnar, og vænt- anlega er það vegna þess, að hann hefir ekki getað hreinsað sig af því, sem á hann var bor- ið. Það eina, sem forsætisráðherr- ann hefir mótmælt í greinunum er það, að bann hafi tekið lán hjá „Stóra Norræna". En það er. ofur lítilf jörlegt aukaatriði í þessu máli, hver lánveitandinn var. Vísir vakti athygli höfundarins á þessu, en hann þóttist þess fullviss, að St. N. ætti sinn þátt í lánunum, sem tekin voru í Danmörku í vetur, og var því engin athugaaemd ^gerð yið grein- ina um þetta. í»að heldur þvi núvæntanlega enginn fram, að helst hefði átt að þegja þetta mál í hel. En ef ekki átti að gera það, þá varð það að koma fram nú. Því varð ekki frestað þangað til samning- unum við Dani yrði lokið, því þeim verður ef til vill ekki lok- ið áður en þingi verður slitið. Og það er búist við því, að þingi verði slitið bráðlega. Vísir hefir gert það sem í hans valdi stendur til þess að fá mál þetta upplýst. Forsætis- ráðherrann vill sýnilega helst koma sér hjá því að gefa nokkr- ar upplýsingar. En það er á valdi þingsins að knýja þær fram. En ef til vill er alt þingið, að fossa- nefndarmönnunum meðtöldum, horfið að því ráði, að bjóða út fossaróttindin í Danmörku, og þarf þá ergan að furða, þó að það telji óþarft að ónáða for- sætisráðherrann. En þá ætti líka ráðherranum að vera óhætt að segja opinberlega frá öllum að- gerðum sínum 1 þessu máli, og þá þyrfti væntanlega ekki að óttast neina sundrungu í þinginu út af því. Ný verólagsneind. Nú er svo komið, að lands- verslunin hefir tekið algerlega í sínar hendur innflutning á flestum útlendum matvörum og líta margir svo á, að þess vegna beri að gera einhverja breyt- ingu á skipun verðlagsnefndar- innar. Frumvarp var komið fram á þingi um að ráða hana alveg af dögum, en ekki veit Vísir hvað um það frumvarp hefir orðið. Nú er komið fram annað frumvarp, trá bjargráða- nefnd neðri deildar, um að heimila stjórnarráðinu eftir til- lögum bæjarstjórna að skipa nefndir til að ákveða verðlag á utlendri og innlendri vöru og er gtjórnarráðinu ætlað að ákveða etarfsvið þeirra nánar með reglu- gerð, en laun sin eiga þessar verðlagsnefndir að fá úr bæjar- sjóðum. Bjargráðanefndin kveðst hafa kynt sér í stórum drattum störf verðlagsnefndarinnar árið 1917 til 19 f. m. og hafi hún á þeim tíma felt 10 úrskurði um verð- lag en auk þess haft mörg mál til meðferðar. Verkefni nefndar- innar hafi verið mikið og vanda- samt, aðstaðan afarörðug, eink- um gangnvart aðfiuttum vörum, vegna þess hve breytilegt verð- ið er á úflenda markaðinum, úhrifa skipaleigu, vátrygginga o. s. frv. „Nefndin beitti störfum sínum því meira er á leið í þá átt að hafa áhrif á útsöluverð kaupmanna, með ósk um mður- færslu á verði, er ástæða þótti til, svo til úrskurðar þyrfti ekkí að koma, og vann nokkuð é, á þann hátt,u segir í nefndarálit- inu. Og ennfremur segir þar: „Yfir höfuð verður eigi annað sagt en að nefndin hafi haft mikið að starfa, þótt árangurinn, vegna aðstöðunnar, hafi eigi getað orðið mjög mikill“. Nú telur bjargráðanefndin ástæðuna til þess að hafa verðlagsnefnd í þjónustu landsins að miklu leyti fallna burtu, vegna þess að landsstjórnin geti framvegis ráðið verði á helstu útlendu nauðsynja- vörunum. En þótt nefndin sé þeirrar skoðunar, að að litlu gagni mundi koma að hafa verð- lagsnefndir, eins og hér hagar til, þá telur hún þó varhuga-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.