Vísir - 25.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1918, Blaðsíða 2
Vút 3 V I 81 R. Af(jr*ifi»la blaiaiat i Áðaiatxat 14, opín frá fel. 8—8 á h'rerjTUE öagi. Skrifetofa 4 sama stað. Sirci 400. P. 0. Box 8S7. Ritstjórins til viðtsk írá kl S—8. Prenísmiðjan 4 Langareg i simi 138. Angljilsg m vaitt mðttaka i Lanói- atjörnnnai sftir kl. 8 & kvölðin. Anglýsingavðri: 50 anr. hvet ea dálki I stærri acgi. 5 anra osð. i BMánnglýsingnn með öbreytta letri. Kafbátarnir. Það leynir sér ekki i nýjustu enskum blöðum, sem bingað hafa borist, að Bretar þykjast nú hafa náð yfirhöndinni í viðureign- inni við kafbátana. Nýlegasagði sir Eric Geddes flotamálaráðherra* að nú væru það ekki kafbátarnir sem eltu, heldur væru þeir eltir. Einnig má sjá það á fregnum þeim, sem um kafbátahernaðinn berast frá Þýskalandi, að Þjóð- verjum þykir ekki blása byrlega fyrir kafbátunum um þessar mundir. Er það haft eftir einu blaðinu, að menn megi ekki ör- vænta um árangurinn af kafbáta- hernaðinum; Capelle flotamála- ráðherra hafi sagt í ræðu 6. júli, að það gæti komið fyrir við og við, þegar kringumstæðurnar væru sérstaklega hagstæðar óvinunum, að fieiri kafbátum yrði grandað en venjulega. „En þó að fleiri kafbátum sé sökt en bygðir eru, á einum einstökum mánuði“, segir blaðið, „þá er það svo sjald- gæft, að engin ástæða er til að örvænta um úrslitin þess vegna". JÞað er að víau satt, segir blað- ið enn fremur, að stjórnin hefir verið of bjartsýn, þegar hún var upphaflega að gera áætlun um það, hvenær Bretar myndu verða að gefast upp. En af því má ekki draga þá ályktun, að tak- marki kafbátahernaðarins verði aldrei náð. Það dregst auðvitað lengur vegna þess hve óstjóm- legt kapp óvinirnir leggja áþað að byggja ný skip. En vér get- um verið alveg öruggir um end- anleg úrslit kafbátahemaðarins. Bannlög i Kína. Með árinu 1917 gengu þau lög í gildi í Kína að ópíurr. skyldi Isannað og öllum ópíumsreykinga- búðum lokað. Strax hefir þó borið á því, að ekki hefir verið fyrir alt girt með þessu. Nú nota Kínverjar morfín í staðinn, en morfín er eitt af þeim mörgu svefnlyfjum, sem vinna má úr ópium og er miklu áhrifameira eu ópíum sjálft. Morfínið fá þeir að mestu leyti beint frá Bretlandi, t. d. 16000 kíló árið 1916 (i stað að eins Þorsteinn Gíslason ritstjóri, Þingholtsstræti 17 gegnir vátryggingastörfum fyrir mína hönd í fjarveru minni. Þorvaldur Pálssoa læknir. Sjúklingiim míimin gefst til vitundar, að eg verð fjarverandi um tima. Þorvaldnr Pálsson, læknir. 1 verslixn Arna Eirikssonar Hörtvinni, Beiníingurbjargir, Barnasokkar, Barna- bolir, Stúfa-sirtsi, Stúfa-fiónel, Barnakragar, Sund- buxur, Kústasköft, Götusópar, Salernisblöð, Hand- sápur, Sunlight-sápa, Rúmteppi hvít, Vefjargarn hvítt og mislitt, Gluggatjaldadúkar, Vasaklútar mislitir og margt fleira. — — Sanmavéiar, stignar og handsnúnar, með hraðhjóli og 10 ára verksmiðjnábyrgð. Stúlka getur fengið bókhaldarastöðu hjá IVathan & Olsen, Yerður að vera vel fær í tvöfaldri bókfærslu. Eiginhandar umsókn, ásamt meðmælum, leggist inn á afgr. þessa blaðs fyrir 1. ágúst. til að aka hestvagni, vantar í Gosdrykkjaverksmiðjima MlMI. Sími 280 eða 421. Lítið loítherberg’i til leigu í Þórshamri frá 1. ágúst. Lysthafendur snúi sér til J. Fenger. Lestagjöld af bátum, 7500 kíló 1912). En auk þess er smyglað inn ensku morfíni . frá Japau undir öðrum nöfnum eins og „hvíta duftið", „draum- lyf“ o. fl. í fátækrahverfunum, þar sem kinverski verkalýðurinn býr (kuli- arnir), ganga morfínbyrlararnir á milli manna með grugguga morfínblöndu og innspýtinga- dælu úr gleri eða bambus til að stinga þeim svefnþorn er óska. Þótt þetta varði tveggja ára fangelsi er ekki horft í þá hættu, Enskur læknir, dr. Tuff, sem er kunnugur þar eystra, segir enn fremur, að á flestum tugt- húsföngum og beiningamönnum sjáist ör á handleggjum eftir morfíninnspýtingar, og segir hann að morfín-notkunin breiðist óð- fluga út og sé verri en ópíums- brúkuniu. — Fyrirspurn. til ritstjóra Þjóðólfs.1) GetiS þér ekki, hr. ritstjóri, sagt mér, útaf viðaukagrein yðar vi8 „tillögu" hr. Eggerts Briems, er birtist i síöasta blaði yðar, og þar sem þér teljið það óviSkunnan- legt að kaupmenn ákveði sór sjálf- ir hag af vöru sinni, hvort yður finnist þá ekki einnig óviðkunn- anlegt að t. d. bændur ákveði hvaða hag þeir hafi á smjöri sínu? [Eða að t. d. Sláturfélag Suðurlands selji landsmönnum kjöt með hærra verði en það get- ur fengið til útflutnings. Einnig væri fróðlegt að vita hvort yður, sem einlægum föður- landsvini, finnist það ekki hálf ó- tilhlýðilegt, að þingbændur hafi sig alla við til að sporna við því að verðleg sé sett á landafurðir, og geri í þoini tilgangi tilraun til að afnema verðlagsnefndina okk- ar? Teljið þér ekki ósæmilegt, að bændur, á þessum vandræðatím- um, og það ekki síður en kaupmenn og aðrir sem vörur hafa til sölu, noti sér neyðará- standið til að halda afurðum sín- um í ósæmilega háu verði, og finst yður ekki sjálfsagt að láta einnig setja verðlag á íslenskar afurðir sem erlendar? Með því væri óneitanlega öllum gert jafnt undir höfði, og haldið þér ekki að með því væri einnig bygt fyrir þann leiöinlega misskilning hjá sjávarsíðunni að bændur tæki ó- þarflega mikinn hag af afurðum sinum? Pési. sem greiðasfc átfcu þanu 1. þ. m., en ógreidd verða um næstu mán- aðamófc, verða eftir 1. ágúsfc innheimt á kosfcnað báfcaeigenda með lögtaki. Reykjavík. 22. júlí 1918. Hafnarstjórinn í Reykjavík Þóp. Kristjánsson. *) Þar sem eg býst við að tor- velt gangi að fá ritstjóra „Þjóð- ólfs“ til að taka þessa ,fyrirspurn‘, þá birtist hún í „Vísi“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.