Vísir - 25.07.1918, Blaðsíða 4
KlStl
Frá SiglnfirðL
Símskeyti frá fréttarita Vísis.
24. júlá.
Tiðin mjög köld. Engin sild-
veiði enn þá, en fjöldi skipa er
uti að reyna.
Fjöldi fólks er hingað kominn
Sunnlendingar vænta pósts með
Heru.
Vélbáturinn Snorri á að fara
til Jan Mayen til að sækja timbur.
Bandaríkjamenn á
vfgvellinum.
Á frelsisdegi Bandaríkjanna, 4.
júlí, birti Wilson forseti bréf frá
hermálaráðherranum þar sem
hann skýrir frá þvi að 1.019.115
hermenn hafi þá verið fluttir frá
Bandarikjunum, til Frakklands.
Af öllum þessum fjölda hafa að
eins 291 maður farist á leiðinni
(af völdum kafbátanna).
Páíinn og Kina.
Kína hefir ekki haft neinn fulí-
irúa eða sendiherra hjá páfanum
i Róm, en hefir nú farið fram á
að fá að senda mann þangað.
Hefir páfinn tjáð sig fúsann til
að taka við sendiherra frá Kína,
og verður það fyrverandi sendi-
herra Kínverja á Spáni, Tai-Che-
Tcheng-Sing, sem verður fyrsti
fulltrúi þeirra í Vatikanum. Síð-
ar verður skipaður sendiherra
fyrir páfann í Peking.
Edesd myst.
Kh. »/7 Bank. Pósth
Sterl.pd. 15,20 15,50 15,70
Frc. 56 50 69,00 69,00
Doll. 3,21 3,35 3,60
Viðnreign
við kafbát.
Frá því er sagt í ensku blaði,
að sir Erie Geddes flotamálaráð-
herra Breta, hafi skýrt frá því í
í ræðu, að þýskur kafbátur hafi
nýlega ráðist á 10 enska botn-
vörpunga, Bem voru á fiskiveið-
um við strendur íslands.
Kafbáturinn hafði tvær stórar
fallbyssur og skaut als 100 3kot-
um á botnvörpungana. En botn-
vörpungaflotinn, sem var undir
stjórn sjóliðsforingja, bjóst þegar
til varnar og stóð orustan yfir
í eina klukkustund. Loks tókst
Bretunum að hitta aðra fallbyssu
kafbátsins og brátt komu þeir
öðru skoti á hann og fór hann
við svo búið í kaf og sást ekki
síðan.
||* BæjarfpéttÍFr^jj
Afmseli í dag.
Eggert Briem, yfirdómari.
Guðrún Gunnlaugsdóttir, versl.st.
Helga Jónatansdóttir ekkja.
Helgi Zoega, kaupm.
Jón Daníelsson, verkam.
Júlíus Árnason, kaupm.
Sigurður Guðmundsson, prestur.
Botnia
fór héðan í gærkveldi á 8. tím-
anum. Farþegar voru um 60 og
þar á meðal: Fossanefndarmenn-
irnir fjórir: Bjarni Jónsson, Guðm.
Björnson, Guðm. Eggerz og Sveinn
Ólafsson; Klemens Jónsson land-
ritari og kona hans, C. Zimsen
konsúll, Gunnar Gunnarsson skáld,
Sveinn Björnsson yfirdómslögmað-
ur, Júlíus Guðmundsson fulltrúi,
Sveinn M. Sveinsson framkvæmd-
arstjóri, Páll Jónsson verslunar-
stjóri, Reynir Gíslason, Þorvaldur
Pálsson læknir, Sigfús Blöndal
bókavörður, Svenn Poulsen, Bjarni
Jónsson frá Galtafelli og kona
hans, Jensen-Bjerg kaupmaður og
kona hans, Halldór Sigurðsson
úrsmiður, Karl Sigvaldason búfr.,
Servaes prestur, A. Schiött bak-
ari á Akureyri, Ágúst Olgeirsson
kand. phil., ungfrúrnar Emilía
Indriðadóttir, Soffía Thorsteinsson,
Sigríður Erlendsdóttir, Schjött og
Sörensen (frá Vífilsstöðum), frúrn-
ar Flora Zimsen, Wetlesen, Jóns-
son, Thora Frederiksen og Guð-
rún Thorsteinsson, G. E. J. Guð-
mundsson bryggjusmiður og kona
hans, Eirikur Símonarson brugg-
ari, Hannes Arnórsson stúdent,
Ágúst Jóhannesson bakari.
Gnðm. Magnússon
rithöfundur kom í gær úr ferða-
lagi um Borgarfjörð. Fór hann
þar víða um og alt til fjalla og
gekk upp á Eiríksjökul. Af Ei-
riksjökli er sagt fegurst útsýni,
sem menn þekkja hér á landi, en
ekki naut þess nú sem best- Var
þoka viða yfir landinu og skein
sólin á hana ofan.
Illa Iætur Guðmundur af gras-
sprettunni þar efra, tún víða nær
hvit af kali og þar sem bestar
eru h orfurnar er þó varla von um
meira en þriðjung af venjulegtr
töðufalli. T. d. sagði hann að
nýleg slétta í Kalmanstungu, sem
hnéhátt gras var á í fyrra um
þetta leyti, hafi nú varla verið
Ijóberandi.
Trúlofan.
Ungfrú Steinunn Olgeirsdóttir
og Sveinn Sigurðsson cand. theol.
hafa birt trúlofun sina.
Lagarfoss
fer nú að verða væntanlegur
hingað á hverjum degi úr þessu.
Skipið hefir meðferðis haframjöl,
hveiti og smjörlíki (100 smálestir)
til landsverslunarinnar og eitthvað
af vörum til kaupmanna.
Tiðarfarlð.
f ÁTHYGGINGAR
A. V. T u 1 i n i u s.
Brunatryggingar,
sæ- og stríðsvátryggingar,
Sæljónserindrekslur.
Bókhlöðustíg 8. — Talsími 254;
Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-2.
lanpið VisL
í bréfi úr Dalasýslu er sagt ný-
lega, að þar hafi verið kuldatíð í
alt vor og klaki þar enn í jörðu
og er að eins hálf önnur skóflu-
stunga niður á hann. Heyskajtar-
horfur alment taldar miklu verri
en sumarið 1882, eftir frostavet-
urinn mikla.
Dánarfregn.
í fyrradag andaðist á Landa-
kotsspítalanum frú Sigríur kona
Jóns Þórarinssonar fræðslumála-
stjóra, eftir langvarandi vanheilsu.
Hún var dóttir Magnúsar Step-
hensen frá Viðey.
Gullfoss
liggur í New-York og var byrjað
að ferma hann snemma í vikunni.
Hann á að flytja 400 smálestir
af hveiti, 100 smálestir af hrís-
grjónum og 400 smálestir af ýms-
um kaupmannavörum.
Villemoes
er nú í þann veginn að leggja
af stað frá Ameríku, að þvi er
sagt er í skeyti sem Eimskipafél-
agið fékk þaðan í morgun.
I TAFAÐ-FUNDIÐ
Tapast hefir frá sundlaugun-
um rauður sundbolur og hand—
klæði merkt Þ. Þ. Skilist á Vita-
stíg 8, gegn fundarlaunum. [856
Tapast hefir svartur poki með'
saumadóti í, frá Lækjarhvammi
að Tungu. Skilist á afgr. Yísis,
[866.
KADPSKAPDB^|
Kaupi nokkuð af nýjum stein-
olíufötum. Björn Guðmundsson.
Sími 384. [290
Til sölu nokkur hundruð pd. af
vel verkuðu trosi, það ódýrasta
i bænum. Helgi Guðmundsson?
Ingólfsstræti 6. [317
1/ w p selur
l\. V, 11. kailmanna-
skófatnað.
4S
Nýkomið:
Regnhlífar
og
göngu tafir
Vörutósið.
2 góð herbergi með sérinn-
gangi, helst nálægt miðbænum,
óskast nú þegar eða 1. oktober.
A. v. á. [353
Tvö til þrjú herbergi og eld-
hús óskast til leigu dú þegar.
Haraldur Sigurðsson vélstjóri
Þingholtsstr. 12 [302
Stofa með húsgögnum til leigu
á Spítalastíg 9. [222
Tvö herbergi óskast til leigu
fyrir einhleypan frá 1. október.
A. v. á. [367
Samanliggjandi stofa og lltið
herbergi með húsgögnum til leigu
fyrir ferðamann í 3—4 vikur.
A. v. á. [366
Brúkaður karlmannafatnaður
fæst keyptur á Vitastlg 8 niðri.
[364
Til sölu eru tvö samstæð rúm,
servantur, borð, stólar, kommóða,
saumaborð, alt úr eik; ruggu-
stóll, klæðaskápur, olíubrúsi 20
potta og margt fleira. Skóla-
vörðustíg 12 uppi. [362
Kaupamann vantar á gott
sveitaheimili í sumar, eina dag-
leið frá Reykjavík. Uppl. gefur
Vilhjálmur Stefánsson, Tungu,
heima 12—1 og eftir 6 síðdegis.
[349
Prímusviðgerðir bestar á Lauf-
ásveg 4. [62
Smaladreng vantar á gott heim-
ili í sveit nú þegar. A. v. á.
[368.
Þrjá kaupamenn vantar á af-
argott sveitaheimili nálægt Rvik.
Kristín J. Hagbarð Laugaveg
26 gefur upplýsingar. [361
Föt eru pressuð fyrir lágt verð
í Bárunni (bakdyr). [363
FélagsprentsmijBjan.