Vísir - 01.08.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1918, Blaðsíða 2
V í 5 i ft Norskur ímugustur á sambandssamnmganum. Eftirfarandi símskeyti barst Yísi í gær frá Lundúnum, ódag- sett.: Það yrði sigur tyrir yöxt og viðgang þýskra áhrifa á Norð- urlöndum, ef það verður úr, að ísland verði framvegis í sambandi við Danmörku und- ir dönskum yflrráðum, ogum leið verður það Noregi til tjóns. Ella Anker. * * * Sendandi skeytisins, ungfrú Ella Anker, er norsk kona af merkri norsk-danskri ætt, mest þekt fyrir skrif sín um andatrú, en auk þess hefir bún skrifað talsvert í norsk blöð um ýms önnur málefni. Hún hefir dval- ið langvistum í Englandi og var mikill vinur Steads ritstjóra. Það, sem við er átt í skeyt- inu mun vera það, að Danmörk og Sviþjóð muni í framtiðinni verða svo háð Þýskalandi að Norðurlöndum muni veitast erfitt að verjast gagnsýringu þýskra áhrifa eða jafnvel fullkominni yfirdrotnun Þjóðverja. Ef ísland verði undir yfirstjórn Dana, þá muni Noregur verða eina ríkið í sambandi Norðurlanda, sem gegn þeim áhrifum megni að spyrna, og verða þó að lúta í lægra haldi fyrir hinum tveimur. Hjer skal ekkert um það sagt, hver ástæða só til þessa ímu- gusts. En samkvæmt anda sam- bandslagafrumvarpsins, þá ætti ísland að njóta fulls jafnréttis í hinu fyrirhugaða bandalagi Norðurlanda sem sjálfstætt ríki, en ekki að verða undir neinum dönskum yfirráðum í þeim sam- bandsmálum. Og í samningum við önnur ríki hefir það fult neitunarvald, þó að Danir fari með stjórn utanríkismál- anna. Að öðru leyti skal það tekið fram, að óvist er hve mjög þarf að óttast þessi þýsku áhrif, sem um ræðir í skeytinu. — Frá ensku og e. t. v. norsku sjónarmiði mun það algerlega undir úrslitum ó- friðarins komið. Þá tók prófessor Finnur Jóns- son til máls og rakti framþróun- arsögu íslendinga frá dögum Jóns Sjgurðssonar og fram til þessa tíma, er þeir gengju glaðir að samningum við Dani. Lauk hann ræðu sinni með árnaðaróskum til Zahle-stjórnarinnar. Loks tók forseti þjóðþingsins, Pedersen-Nyskov, til máls og kvað meiri hluta dönsku þjóðar- innar fúslega og skilmálalaust fallast á samningana. Og ræðu sinni lauk hann með þessum orð- um: „Lengi lifi hið frjálsa og óháða ísland! “ ifóp sfofa með húsgögnum til leigu um lengri eða skemri tima í Veltu- sundi 1. K.T.U.1L Jarðræktarvinna í kvöld kl 8Va Fjölmennið! Agætt Smjörlíki og Hveiti fæst nú hjá Jes Zimsen. Danir og sambandsmálið. Símskeytí frá fréttaritara Vísis. Zahle forsætisráðherra hélt sendinefndinni og íslandsmála- nefndum þingsins veislu. Var þangað boðið nokkrum íslend- ingum, þar á meðal Finni Jóns- syni prófessor. Forsætisráðherra hélt ræðu og bauð sendinefndina velkomna heim og samgladdist henni fyrir það að henni hefði tekist að varð- veita hagsmuni Danmerkur, ís- lands og Norðurlanda yfirleitt- Stjórnin hefði ávalt haft þá skoð- un, að það væri eigi nema eðli- legt og sjálfsagt, að íslendingar yrðu frjáls og óháð þjóð, þegar þeir hefðu andlegan og efnaleg- þroska til þess. Nefndin hefði starfað í sama anda og komið á fót hreinu sambandi milli íslands og Danmerkur, bygðu á frjálsum vilja beggja, og þannig frá því gengið, að enginn misskilningur gæti átt sér stað. Kvað hann það vonandi, að allir ríkisþing- flokkar tækju nú saman hönd- um til þess að ráða deilumálum þjóðanna til lykta fyrir fult og alt. Nefndarmennirnir hefðu haft mikið og veglegt starf með hönd- um og komið heim með þann áraDgur, sem styddi tilraunir þær, sem nú væri verið að gera til þess að safna öllum Norður- landaþjóðum saman og auka veldi þeirra, eigi á þann hátt að kúga neinn, heldur með því að þær tækju saman höndum í bróðerni, eins og þeim þjóðum bæri, er af sama bergi væru brotnar, og þar sem við lægju sameiginlegir hags- munir þeirra sem frjálsra og óháðra þjóða. Fyrir þetta vildi danska stjórnin þakka sendinefnd- inni af heilum huga. Hage tók því næst til máls og kvaðst eigi vera jafn bjartsýnn og forsætisráðherrann um sam- eining danskra stjórnmálaflokka. T?að væri þegar tekið að anda kalt gegn samningunum, þótt eigi sé það orðinn íshafsstorm- ur. Enginn efi er á því, að samningarnir munu standast þann mótblástur. Eru þeir tryggur grundvöllur til þess að tengja saman tvær þjóðir, Islendinga og Dani. Var ræðu bans tekið með fagn- aðarópum. TILKYNNING. Yér eigum von á steinolíufarmi ásamt bensíni meb s. s. „Fredericia" um miðjan ágústmánuð næstkomandi. — Fyrst um sinn útheimdist samþykki stjórnarráðsins til að afhenda pantanir sem kunna að koma. Þeir sem óska að fá steinoliu eða bensin af farmi þessum, eru beðnir að senda pantanir sínar bið fyrsta, og munum vér síðan leggja pantanirnar undir úrskurð stjórnarráðsins. Virðingarfyllst Hið íslenska Steiuoliohlutafélag. Overland-bifreið I ágætu standi er til sölu nú þegar með tæki- færisverði. — Líðun á einhverjum hluta and- virðisins getur komið td mála. — E.tthvað af gúmmí og bensíni getur fylgt. — Afgr. vísar á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.