Vísir - 01.08.1918, Síða 3
V í S l R
Kringlumýrin.
!FídaguF YGPslunarmanna.
Kringlumýrin verður ekki lengi
aðalmóland bæjarins. Það eru
jafnvel ekki miklar líkur til þess
að mór verði tekinn þar nema
eitt ár enn. Það sem þá verður
eftir af mýrinni er talið mjög
lélegt móland, en það er suður-
hluti bennar. En þegar mótekj-
unni þar or lokið, þá byrjar fyrst
saga Kringlumýrar og því er
spáð, að hún eigi þá framtíð fyr-
ir höndum að verða „aldingarð-
uru Keykjavíkur.
Borgarstjóri hefirþegar ákveð-
ið að láta jafna jarðveginn í
mýrinni, þar sem mórinn hefir
verið tekinn í vor og í fyrra,
og „sá í hann að vori“. Ekki
veit Vísir hverju sáð verður fyrst,
en í því verður vafalaust farið
eftir tillögum jarðræktarmanna.
Það má heita að einu gildi
hverju sáð verður, bænum kem-
ur alt jafnvel. En vér lifum nú
á sannkallaðri kartöfluöld. Kar-
töflur eru og hafa verið aðalfæða
heilla þjóða síðan ófriðurinn hófst,
og það er enginn vafi á þvi, að
bænum yrði mest gagn að því í
framtíðinni, að gerðir yrðu kar-
töfluakrar í Kringlumýri. Mjólk-
urvandræðin eru mikil í bænum,
en það er lítt hugsanlegt að úr
þeim verði bætt svo að dugi,
með því að koma upp kúabúum
í bænum sjálfum. Að visu er
mikið land umhverfis bæinn, sem
gera má að túnum, en hvergi
nærri nóg. Og þó aö svo væri,
þá vita allir að sumarhagarnir
eru alveg ónýtir. Kýrnar gera
því ekki hálft gagn á sumrin
og mjólkin verður því margfalt
Þeir sem ekki hafa enn vitjað pantaðra farseðla sinna, verða
að sækja þá fyrii' kl. 5 i dag’, annars verða þeir seldir öðrum.
Ennþá eru nokkrir farseðlar óseldir.
BKemtinefnciiii.
Reyktur LAX
er auövitaö bestur í
matarverslun
Tömasar Jónssonar.
Syltutau og Hunang
í g-lösrim og lausri vígt i
verzlua Einars Arnasonar.
Bifreið fer til Ægisíðu
á morgun eða laugardag. 2-3 menn geta fengið
far. Uppl. hjá Ágúst - Jón & Co., E»ingholts-
stræti 23. Sími 243.
dýrari. EE það yrði nú samt úr,
að bærinn kæmi sér upp kúabúi,
þá væri þó ekkert vit í því að
hafa það kúabú í bænum sjálf-
um, heldur ætti hann þá að kaupa
jörð sem hentug væri fyrir kúa-
bú, hér nærlendis eða Iengra í
burtu, eftir því sem samgöngu-
tækin verða.
Kringlumýrina og annað land,
sem bærinn lætur rækta innan
sinna landamerkja, ætti því að
undirbúa til kartöfíuræktar og
annara jarðarávaxta, því að lítið
vit er í því að kaupa land til
slíks í fjarlægð, þó að það hafi,
illu heilli, verið gert nú.
r
Askoruo.
Þar eð áskorun i „Fróttum8
til höfundar greinar um Mógils-
árhneykslið suunud. 14. júlí s. 1.
ekki hefir af hans hendi enn
verið sinnt, þá biðjum við Vísi
hór með að færa honum aðra
áskoruu um, að hann birti nöfn
þeirra, er því hneyksli komu á
stað. Geti hann það ekki, þá
verður að taka söguna sem
skáldsaga sé, eu fjöldi saklausra
manna má ekki líða fyrir, þótt
einstakir menn skemti sér við
samsetning slíbra frásagna.
Er her verið að ljúga vísvit-
andi á bæjarmenn Reykjavikur
eða hver er meining áburðar-
ins?
Nokkrir af þeim sem vom
á Mógilsárlóðinni áður-
nefndan dag,
303
„En þér hafið séð hann síðan þér flýöuS
frá Genúa ?“
„Við hittumst i Schöhbrunnhölliiini fjórum
dögmn siðar. Eg var þar stödd hjá keisar-
(i •
anum.
„En hvers vegna létuð þér niig ekkert vita ?“
spurði _ eg lágt og i ásökunarróm, um leið
og eg tók hönd hennar og horíði i augu henn-
ar. „Þér hljótið ]jó að vita, hve angistarfull-
ur eg' hefi veriö, a‘ð hugur minn er allur hjá
yður — að —
„Eg veit það!“ sagði han. „Fyrirgefið mér
þaö. að eg skrifaði yður ekki. En þögn mín
var óhjákvæmileg. Eg var hrædd um að hefnd-
Inni yrði snúið gegn yður. Síðan eg fór frá
keisaranum hefi eg dvalið í J’yrol og Gleichen-
berg, i höllum föður míns, Leopolds stprher-
toga. Eg vissi alt um feröir yðar frá Chiquard,
sem eg hitti i Innsbruch.“
„Chiquard! hrópaði eg. Hann hefir þá farið
þangað til þess aö hitta yður?“
Hún hneigði að eins höfuðið játandi.
Faðir hennar var ]>á Leopold stórhertogi í
Austurríki, bróðir hans hátignar Franz Jós-
cps keisara! Systir hennar var krónprinsessa
í Rúmeníu,
„Prinsessa," sagði eg alvarlegur og laut of-
an aö henni, „þegar eg reyndi að losa mig
ttr fjötrunum, þá vildttð þér ekki leyfa mér
204
ekki, en halda áfram að vera vinur yðar. Eg
lét að ósk yðar. Hér er eg sem vinur yðar.
Getið þér þá ekki sagt mér, hvaö veldur þess-
ari launung — hvað olli því að ungi niaóm -
inn varö að missa lífið í Argyllg-ötunni —
hvaö liggur á bak við þetta undarlega og
hryllilega samsæri?“
„Nei,“ svaraði hún einbeittlega, „eg get
það ekki. Eg — þori það ekki.“ Svo bætti
hún við mcð gráthljóð í röddinni: „Eg met
vináttu yöar svo mikils, dr. Vesey, og þess
vegna þori eg ekki að eiga það á hættu aö
rnissa hana, ef eg segði yður sannleikann.“
„Þér viljiö jrá heldur stofna lífi yðar 1
hættu og mínu líka, heldur en að gefa mér
vopn í hendur gegn óvinum okkar?“ sagði
eg í ásökunarróm.
„Eg játa það, að hættan er mikil,“ svaraði
hún stillilega. „Chiquard og félagar hans láta
sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þeir hafa
komist að þeirri njðurstöðu, að þér getiö
orðið hættulegur jjröskuldur í vegi þeirra —>
vegna þess að þeir halda að eg hafi sagt yður
frá ýmsum ráðagerðum þeirra. Kunningsskap-
ur'yðar við mig hefir leitt jressa hættu yfir
yður. Eg á alla sök á j>ví. öll ógæfa yöar
stafar frá mér,“ hrópaði hún og fagra andlitið
hennar var orðið náfölt og tekið, „og nú
vofir hættan stöðugt yfir höfði yðar.“
„Og einnig yðar, prinsessa,“ sagöi cv. ..En
205
hvers vegna má eg ekki segja Lundúnalög-
reglunni alt sem eg veit? Það er óskaplegt,
að þessir rnenn skuli fá að frernja glæpi sína
og brugga launráð sín svo að segja undir
handarjaðri yfirvaldanna, án þess að við, sem
vitum um það, segjum frá því!“
„Nei, nei!“ sagði hún rneð ákefð. „Þér meg-
iö ekki minnast á slíkt. Ef þér gerðuð það,
mundi keisaraætt vorri voði búinn. Sannleik-
urinn má aldrei vitnast. Þegar eg kom frá
Genúa, bað eg keisarann að veita samþykki
sitt til jress aö þér mættuð skýra lögreglunni
í Englandi frá málavöxtum. En hann þvertók
íyrir þaö — þó að hann eigi sjálfur mikið á
hættu “
„En hans hátign getur þó ekki látiö jrað
viðgangast, aö jrér. bróðurdóttir hans, verðið
fórn jtessara morðvarga!“
„Hann sagði að Mordacq yrði að ráða fram
úr jiessu öllu.“
„Sögðuö þér honum ekki í hverri hættu
J)ér væruð stödd.“
„Nei. Sumum atrðium málsins hefi eg hald-
ið algerlega leyndum fyrir honmn — þeim
atriðum, senr sérstaklega snerta leyndarmál
mitt,“ sagði htiu undarlega hörkulega, en augu
hennar fyltust af tárum. Eg tók aftur um
litlu höndina hennar og ósjálfrátt bar eg haná
lirærður að vörum mínttm og kysti hana með
ákefö.