Vísir - 06.08.1918, Page 3
K*a*5
Sænskt timbur
allskonar -- gott og tallegt
unnið og ónnnið
T. d. allskonar
trjávið, planka, borðvið o. fl. o. fl.
selur
Nic. Bjarnason.
peir ri rannsókn er lokið get eg
-ek kert fullyrt um, hvort hér séu
bei n Jóns biskups 'og þeirra
íeðg a, en það er mér óhætt að
segja, að líkurnar fyrir þvi eru
töluvert miklar, meðal annars af
því að engin fundust þar önnur
Ibein í kring, enda er það almæli
þar nyrðra, að á þessu svæði
hafi aldrei verið grafið í garðin-
um. Eins er það að höfuðskelin
af miðmanninum lá sem svaraði
því við hliðina á honum, en
foeinin í fætinum lágu í náttúr-
legum stellingum og því illskilj-
anlegt hvernig hún væri þangað
komið, nema hún hefði legið þar
frá upphafi. En sem sagt er
ekkert hægt að segja af eða á
fyrri en rannsókninni er alveg
lokið.
Á annan árangur af ferð
rninni, sem almenningi gæti þótt
fróðlegur. skal eg benda. — Á
Öunnsteinsstöðum í Langadal
fann eg elstu kirkju og yfir höf-
uð elsta hús á landinu. Hún er
nú skemma og var jafnvel orðin
það 1813. Um aldur hennar
©r ekkert hægt að segja ákveðið
©n óyggjandi rök liggja til þess
að hún sé frá því fyrir siða-
skiftin. Hún er eftir atvikum
aæmilega við lýði, svo að vel
væri hægt að gera hana upp á
saý. Þetta þyrfti landsstjórnin
að láta gera og taka hana að
«>llu undir sina umsjá. Elsta hús
sem áður þektist á landinu var
skálinn á Keldum og er hann
nú undir opinberri umsjá.
Á öðrum árangri af rannsókn-
um mínum að þessu sinni getur
varla vaknað almenn athygli.
Skothriðin i París.
Það er ekki gert mikið úr því
tjóni, sem skothríð Þjóðverja
með langdrægu fallbyssunum,
hafi valdið í París. Og nú er
alllangt orðið síðan þess hefir
verið getið, að skotið hafi verið
á borgina.
Franskur þingmaður einn, An-
dré Lefevre skrifaði nýlega grein
í blaðið „Petit Parisien" undir
fyrirsögninni: „Það má ekki gera
of mikið úr hættunni, sem staf-
ar af skothríðinni á Paris“. Hann
segir að það geti vel verið að
skothríðin verði hafin á ný, en
vekur þó athygli á þvi, að þessi
fallbyssuferlíki gangi fljótt úr
sér. „Úr þessum þrem byssum,
sem menn vita um að settar
hafa verið upp, heiir ekki verið
skotið 300 skotum", segir hann,
„og kúlurnar sem fallið hafa
niður innan endimarka borgar-
innar, eru ekki 250. Þó nú að
Þjóðverjar hefðu 30 slikar byss-
ur, sem ekki nær nokkurri átt,
þá gætu þeir skotið aðeins þrjú
þúsund skotum með þeim. En
þó að það tjón, sem borginni
hefir þegar verið unnið með þess-
ari skothríð, væri tólffaldað, þá
færi því þó fjarri að Paris væri
neitt nálægt eyðileggingu. Það
er sennilegt, að óvinirnir taki
aftur að nota byssurnar, og af
meiri ákafa en áður, ef þeir hefja
stórsókn á ný, í því skyni
að lama oss. Ef þeir skjóta
einni kúlu á hverri mínútu, þá
stendur skothríðin yfir einn dag,
en þá verður hún lika á enda.
Nokkurt tjón verður að henni,
en engin andleg lömun mun af
henni stafa. Og eyðilegging
Parisar — það er bara spaug“.
Jafnaðarmennirnir
frðnskn.
Fré því var sagt í símskeyti
nýlega, að franski jafnaðarmanna-
flokkurinn hefði klofnað, að meiri
hluti hans fylgdi stjórninni ein-
dregið að málum, en minni hlut-
inn krefðist þess að friður yrði
saminn þegar í stað.
Það var nú kunnugt áður, að
skoðanir voru skiftar í flokknum
um ófriðarmálin. Og í útlendum
blöðum frá þvi um næstsíðustu
mánaðamót, er sagt frá því, að
flokkurinn hafi þá verið klofn-
aður. í meiri hlutanum er 41
maður og þar á meðal Albert
Thomas, sem verið hefir fulltrúi
jafnaðarmanna i ráðuneytinu og
aðalforingi þeirra. En svo virð-
ist sem minni hlutinn hafi um-
ráð yfir aðalblaði flokksins „Lr
Humanité“, því að meiri hlutinn
er farinn að gefa út nýtt blað,
sem heitir „La France Libre“.
i Lýsir það blað yfir eindregnu
fylgi við stjómina og vill ekki
láta semja frið fyr en fullnaðar-
sigur er unninn.
Branting, jafnaðarmannafor-
inginn sænski, var nýlega á ferð
i Frakklandi, og hafa folöðin það
eftir honum (4. júli), að í raun
og veru sé ágreiningurinn milli
frönsku jafnaðarmannanna óvera-
legur; þeir séu sammála um að-
alatriðið, vörn landsins. Ennfr.
sagði Branting, að ómögulegt
væri að ræða um frið að svo
stöddu, fyrst yrði að sjá lýð-
stjórnarstefnUDni borgið, en fyrir
henni berðust bandamenn. Þá
3í8
Eg náöi mér í leiguvagn og ók heim til
stórhertogans, en stór og mikill þjónn í ein-
kennisbúningi tók þar viS mér og sagöi mér
aö hans keisaralega tign hefði einnig lagt
skyndilega af staö til Austurríkis og dóttir
foans meS honum.
Eg tók þá saman pjönkur mínar hryggur i
fouga og sneri aftur til Lundúna seinni part
dagsins. Þegar eg var kominn heim til mín
‘í hina dimmu og drungalegu Argyllgötu,
skrifaöi eg Xeníu enn á ný og sendi bréfiö til
hallaf fööur hennar í Vínarborg. Baö eg hana
aö veita mér viðtal og kvaðst reiðubúinn að
f^ra til Austurrikis tafarlaust, ef hún yröi
við bón minni.
Viö og viö varö mér litið á hús frú Eýna-
ston út um gluggann minn, en gluggatjöldin
þar voru dregin niöur og húsiö harölokaö
og læst enn einu sinni. Mér var ákvöröun
.sú minnisstæö, sem samsærismennirnir höföu
tekiö um sjálfan mig og bar ])ví alt af á mér
lilaðna skammbyssu nú oröiö, enda óaöi mig
undarlega fyrir jeinhverjum óheilla-atburöi.
Var þaö ekki svo ólíklegt í sjálfu sér, aö
mér yröi veitt atganga á laun af þessum
mönnum, sem Mordacq haföi lýst svo, aö þeir
væru til alls búnir og víluðu ekkert fyrir sér.
Öll þessi leyndarmálaflækja var búin aö
gera mig hálfsturlaðan.
En eitt var þó áreiðanlegt og víst, sem sé
Wflliam le Queux: Leynifélagið.
3i9
þaö, að við Xenía unnum hvort öðru —
elskuöum hvort annað svo heitt og innilega,
að sliks höfðu engin daemi áður verið á þessari
jörð! Alt annaö virtist vera sveipað einhverri
hulu og ráögáturnar sí og æ að fjölga og
veröa margfalt dularfyllri og óskilajnlegri.
Svo leiö hver dagurinn af öörum, að ekki
fékk eg neitt svar frá ástmey minni og varði
eg þá tímanum til þess að spyrjast betur fyrir
um Gregory greifa. Komst eg þá að því, aö
hann hafði stundað nám í tvö ár við svo-
nefndan Krists skóla i Cambridge og verið
þar í miklum metum. En síðan hvarf hann
frá námi sínu og sneri heim aftur til föður-
húsanna þegar faðir hans var sviftur eigmun
sínum, en það kom til af því, eins og áður
er sagt, að Austurríki, þvert á móti vilja
stórveldanna, rauf Berlínarsamninginn og
innlimaði Bosníu og Herzegóvínu, án þess
aö taka nokkurt tillit til óska og eftirlöng-
unar hins óháða landslýðs. Hin fljúgandi
svala, sem mörkuð var á steinhring unga
mannsins, var mér sagt að væri skjaldar-
merki Gregory-ættarinnar.
Þannig sat eg tímum saman í borðstofn
minni, skýldi mér bak við gluggatjölidn og
gaf hverjum manni gætur, sem um götuna
fór, þvi aö alt aí var eg aö skygnast eftir
Chiquard og félögum hans. Sömuleiðis hafði
eg verið varáður við Gyðingastúlkunni, Car-
320
lottu Ferrí, og reyndi því að gæta mín sem
best. Þá var eg einnig í dauðans angist vegna
Xeniu sjálfrar, því aö það virtist enginn vafi
leika á því, að hún yrði elt til Austurríkis,
fyrst að þrælmenni ]>essi höfðu komið sér
saman um að láta nú einskis ófreistað til að
koma fram fyrirætlunum sínum.
Eg skrifaði Xeníu enn á ný og bað hana
að vera vara um sig, og loksins eftir hálfan
mánuð fékk eg stutt bréf frá henni og skrif-
að í mesta flýti, að því er virtist, en í bréfinu
stóð að eg skyldi vera alls óhræddur um hana
og að við mundum hittast aftur þegar tæki-
færi gæfist. Bréf þetta var skrifað i Gleichen-
berg-höllinni og endaði á þessum orðum:
„Yðar ógæfusama Xenía.“
Á þennan hátt neyddist eg til að draga fratn
lifið allan mars- og aprilmánuð í hinni dimmu
og dauflegu Argyllgötu, og var alt af aS
vonast eftir að eitthvað bæri til tíöinda og
síþráándi að fá að lita aftur yndislegu stúlk-
una, -em allar framtiðarvonir núnar studdust
við.
Og- alt af var eg að velta öllum þessum
leyndarmálum fyrir mér og reyna að sjá
einhverja leið út úr þeim.,Hvers vegna hafði
Xenia, i sömu andránni sem elskhugi hennar
var ráðinn af dögum, leitað skjóls og hælis
hjá mér, bráðökunnugum manni? Ekki var