Vísir - 10.08.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 10.08.1918, Blaðsíða 2
v ist æ BagagaæsBagss^gBagaæiæi §1 ss iös j-r n Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir. 3.65 og 3.65. illJacobsen iH Háseta vantar á kútter Hafstein nú þegar, Upplýsingar hjá Geir Zoéga. Gullfoss að koma. í gær kl. 2 náði lofskeytastöð- in fyrst loftskeytasambandi við Uullfoss og var giskað á að hann væri þá 1 um 250 mílna fjarlægð héðan. Hafði ferðin gengið vel og öllum leið vel á skipinu. Á 7. timanum barst Eimskipa- félaginu aftur skeyti frá skip- stjóranum og í því stóð, að meðal farþega væru heildsalarnir Carl Olsen og Garðar Gríslason, Vil- helm Knudsen, verslunarfulltrúi, Axel Kristjánsson frá Sauðár- króki og UDgfrú Helga Q-uð- mundsdóttir. Skipið er fullfermt. Hvass- viðri og regn var í hafi, þar sem það var. Búist er við þvi hing- að í fyrramálið. Síldveiðarnar. Símfregnir. Allnr síldaratlimm am 55 þús. tunnnr. Siglufirði 9. ágúst. Síldveiði er hér litil og mis- jöfn enn og stormar síðan fyrir siðustu helgi. Vélbáturinn „Snorri" er kom- inn aftur frá Jan Mayen, hlað- inn rekaviði. Ferðin gekk ágæt- lega. Hjalteyri í »gær. Stöðugir stormar og kalt í veðri alstaðar hér nyrðra. Síldveiðin mjög lítil enn. Á Siglufirði eru komnar um 20 þús. tunnur á land og við Eyjafjörð 4—5 þús- und tunnur, þar af um 1600 tunnur hér og 2400 á Svalbarðs- eyri. Á ísafirði er sagt að séu komn- ar um 20 þús. tunnur á land, og má þá gera ráð fyrir því, að als sé síldaraflinn orðinn í mesta agi um 55 þús. tunnur. 1 tásmiðafélag legkjaYikur Fundur verður haldinn sunnudaginn 11. ágúst á Spitalast. 9 kl. 2 e. h., mjög áriðandi ad allir mæti. Ákvörðun tekin um skemtiför. Skipstjðraskiftin á Villemoe;. Júlíus Júliníusson, sem áður var skipstjóri á Gðafossi og sið- ar á Borg, er nú orðinn skip- stjóri á Villemoes. En Þórólfur Bech, sem til bráðabirgða hafði verið falin skipstórn á Willemoes, verður fyrsti stýrimaður á Gull- fossi. Hafði honum (Þ. B.) áð- ur verið gefinn kostur á því, að verða skipstjóri á Borg, í stað Júlíusar; það vildi hann ekki, en tók því aftur á móti mjög vei, að verða stýrimaður á Gull- fossi. Það er kunnugt, að Július Júliníusson hefir verið lagður mjög í einelti af ýmsum mönn- um, og það áður en Goðafoss strandaði. En þó aS ekki hafi tekist rétt vel fyrir þeim að koma aðalsökinni á Goðafoss-strandinu á hann, þá lótti það þó mjög róðurinn gegn honum. Er því skiljanlegt, að mönnunum sárni,er þðir sjá nú fram á það, að allur róðurinn ætlar að verða árang- urslaus, enda eru þeir farnir að spyrja sjálfa sig „hvar róður þessi eigi að enda“! Þeir höfðu tiltölulega hljótt um sig, þegar Júlíus varð skip- stjóri á Borg. Englandsferðirn- ar þóttu ekki neitt keppikefli um það leyti. Nú hefir hann farið einar 4—6 ferðir tir Englands og reynst, eins og áður, hinn öt- ulasti skipstjóri og getið sér á- gætan orðstýr hjá undirmönnum sínum, sem allir bera honam hið besta orð. Þegar hann tók við skipinu, var það í megnustu ó- hirðu, og munu allir, sem um borð komu, hafa tekið eftir því, hver munur var þar á umgengni allri eftir að Júlíus tók við stjórninni. Emii Nielsen, framkvæmdar- stjóriEimskipafélagsins, ermanna kunnugastur skipstjórahæfileikum Júlíusar. Það eitt, að hann vill ekki láta hann gjalda Goðafoss- strandsins um aldur og æfi, held- ur veita honum uppreisn, með því að fela honum skipstjórn á Villemoes, ætti að nægja mönn- um sem sönnun þess, að eitthvað se í manninn varið. En svo er heift þessara manna til Júlíusar uiögnuð, að þó að öllum komi saman um, að Nielsen hafi að öllu leyti farist stjórn Eimskipa- félagsins afbragðsvel úr hendi, þá er nú helst svo að sjá, sem nú eigi að fara að beina „róðr- inum“ gegn honum, af því að hann gerðist svo djarfur að veita Júlíusi skípstjórastöðuna á Ville- moes. Fjnrst var ritstjóri „Frónsins“ látinn riða á vaðið með grein- um þetta óheyrða tiltæki Eim- skipafélags stjórnarinnar. En þegar svo Nielseu skýrði mál- ið frá sínu sjónarmiði í blaðinu og tók á sig alla ábyrgð á skip- stjóravalinu, þá mun það blaa ekki hafa treyst sér til þess að halda „róðrinum" áfram. En þar með var þó ekki málið látið nið- ur falla, heldur ræðst nú eiuhver nafnlaus höfundur (S. Þ. S.) fram á völlinn í „Fréttum“ þ. 6. þ. m. og beinir skeytunum beint til Nielsens. Höfundur þessi byrjar á þvi, að spyrja, „hvar róður þessi muni enda“, en fer síðan að segja frá því, að þeir hafi hróp- að hæst, er Eimskipafélagið var stofnað, er minst lögðu af mörk- um. Er mönnum þvi meiri for- vitni á að vita, hver höfundur þessi er, svo mjög sem hann nú „grenjar“ ejálfur, og hefir það víst verið ósmátt, sem hann hefir lagt fram til Eimskipafé- lagsins. Síðan bregður hann sér til Ameríku og krossar sig yfir frámferði fólagsins „Fáfnis“ og Stefáns Stefánssonar, og verður ekkert bumbult af því að endur- taka það, að Stefán hafi þar ver ið með leynd mikillí að kaupa upp hlutabréf Eimskipa- félagsins, þó að alkunnugt sé, að hann auglýsti það rækílega þar i blöðunum. Loks kemst svo maðurinn að aðalefninu, sem samkvæmt fyrirsögn grainarinn- ar átti að vera: skipstjóraskiftin á Villemoes. Og ef menn hafa ekki þegar í upphafi greinarinn- ar séð, aS höfundurinn mundi þykjast eiga ekki alllítið undir sér og rúsína nokkur mundi vera geymd í „pylsuendanum“, þá þarf nú ekki lengur að efast um það. En „rúsínan11 er sú, að danska blaðið „Politiken“ hafi það eftir Nielsen framkvæmda- stjóra sjálfum, að Júlíus Júliní- usson ætti aldrei að fá skip- stjórastöðu hjá Eimskipafi'laginu, því að maður sem bannaði stýri- mönnum að nota gufupipuna og fyndist ekki í skipinu þegar íans væri leitað, væri óhæfur skipstjóri. Þessi ummæli hafa löngum reynst vel í launróðrinum gegn Júlíusi, en greinarhöfundinn hef- ir ekki grunað það, að þau myndu reyDast alveg ónýt í jlaðagrein. En Nielsen lét sem sé jafnharðan birta yfirlýsingu, skýra og ótvíræða, um að hann íefði aldrei talað þessi orð. Yfirlýsing sú er á þessa leið: „Undirritaður lýsir hér með yfir upp á æru og samvisku, að eg hefi aldrei nokkurn tíma sagt við blaðið „Politiken“ að Júlíus Júliníusson skipstjóri ætti aldrei framar að stjórna skipi hjá Eim- skipafólagi íslands, og að eg hefi ekki heldur sagt neitt af hinu, sem tekið er upp í greininni. Út af grein sem kom í „Ekstra- bladet", spurðist „Politiken" fyr- ir um. hvort Júlíus Júliníusson ætti að vera skipstjóri á hinu nýja skipi félagsins, og sagði eg nei við því, og er blaðið spurði ' hvort honum yrði refsað með nokkru, svaraði eg að honum yrði refsað með eins árs útilok- un“. Reykjavík 7. ágúst 1918. Emil Nielsen. Þeir, sem af sanngirni viljá dæma um Goðafossstrandið, verða víst sammála um það, að sú refs- ing, sem hór er um að ræða, só fullhörð. Og allir vita, að Júlí- us er einhver duglegasti skip- stjórinn, sem hér er völ á, hag- sýnn fyrír hönd skipseigandans °g reglusamur. Það væri því lítil sanngirni í því að taka ann- an mann óreyndan fram yfir hann, þó að hann hafi hent þetta slys, enda væri það gagn- stætt öllum reglum, eins og Ni- elsen sýndi fram á í grein sinni í Fróninu. En Júlíus erelstur skipstjóri allra þeirra sem hér geta komið til greina. Þessi atlaga herra S. Þ. S. hefir þannig algerlega mistekist. Og ekki rætist heldur spádómur hans og þeirra félaga, um að skips- höfnin mundi ganga af Willemo- es, ef Júlíus ætti að verða skip- stjóri. Enda eru sögur þær, sem sagðar hafa verið af fólsku Júí- íusar við undirmenn sína kvik- sögur einar. Það ber því alt að sama brunni um þennan „róður“. Hann er nú orðinn versti barningur, sem brátt er séð fyrir endann á og væri þeim, seu hófu hann, vafa- laust best að hætta honum í kyr- þei og svo að enginn viti hverj- ir þeir eru. Sjálfir munu þeir minstan sóma af honum hafa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.