Vísir - 03.09.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 03.09.1918, Blaðsíða 3
 M.s. ULFUR fer til í s a f j a r ð a r eftir 4—5 daga. Tekur flutning og farþega. Menn snúi sér á skrifstofu Ó. G. Eyjölfssonar. bjuggu, er 03S ekki kunnugt þegar þetta er ritað, að öðru en því, sem fyr segir. En það er því tilfinnanlegra, sem húsnæðis- ekla yar áður mjög mikil í bæn- um. Stærra húsið yar yátrygt fyrir tæpum 39 þúsundum, en hið minna fyrir tæpum níu þúsund- um. Þar af bera eigendur ’/« Muta skaðano, en vátryggingar- félagið um 13 þúsundir króna Hitt fellur á fólag það, sem end- urtryggir. Innanstokksmunir voru að sögn vátrygðir að mestu. Ný bök. Ú t i 1 e g a, Handbók útilegumanns. Útgef- andí Bók þessi er nýútkomin og íæðir um alveg nýtt efni. Um það efni hefir fátt verið skrifað á íslensku, og er því vel farið að hafist var handa og komið á framfæri hér málefni þessu, sem nú grefur mjög um sig erlendis í bókinni eru ýmsar gagnlegar leiðbeiningar, sem mönnum er aauðsynlegt að vita á ferðalagi fjarri bygð. Þar er sagt hvern- ig menn eigi að útbúa sig og ferðast eftir áttavita og korti, og hvernig hægt sé að finna áttirn- ar eftir sólinni, með úri sínu. En eg saknaði að ekki var getið i þessu sambandi, um eitt alþekt áttamerki íslenskt og það er að á mosagrónum þúfum og steinum er mosinn altaf meiri norðan í móti. í útlöndum er mikið gefið út af slíkum bókum. Það eina, sem um þetta efni hefir áður verið ritað á íslensku, mun vera grein í Lögbergi. fyrir nokkrum árum „Um tjaldstaði drengja“. Þessu máli eykst fylgi með ári hverju bæði í Englandi * og Ameríku. Sýnir það Ijóslega að hér er ekki um að ræða neinar öfgar eða skamsýnisstefnu, heldur er mál þettabygt á heilbrigðum ogþrosk- uðum skilningi manpa á nytsemi lofts og sólar. Menn eru farnir að finna og viðurkenna heilla- áhrif þan er stafa frá náttúrunni Menn eru farnir að sjá að loftið og lifið í borgunum dregur úr þroska þeirra, en eykur ekki. Þessi litla bók, sem hér er um að ræða, er skrifuð til að fá menn til að leita náttúrunnar og ferð- ast sér til skemtuuar. „Menn kynnast landinu“, segir höfund- urinn í eftirmálanum, „og það vekur hjá þeim ást til ættjarðar- innar. Þeir mannast og þrosk- ast. Þeir verða fyrir heilbrigðum °g göfgandi áhritum. Þau áhrif koma frá hinni þróttmiklu og fögru náttúru landsins, ogmunu betur duga íslendingum til gagns en aðkomandi ákrif, er sist miða til manndóms eða viðhalds þjóð- legu skapferli“. Menn ættu að kynnast bók þessari, en láta samt ekki þar við lenda. Þegar jörðin grænk- ar næsta ár, ættu þeir að slást í hóp útilegu-manna. Það miðar til gagns. G-öngu-maður. Bretland og Bandarikin. Vaxandi vináttá og samúð. Begar Bandaríki Norður Am- eríku brutust undan yfirráðum Bretlands, varð fjandskapur með þessum frændþjóðum, eins og vænta mátti. En smátt og smitt jafnaðist það við mörg og mikil verslunarviðskifti, þó að tæplega hafi gróið um heilt fyr en Banda- ríkin gengu í ófriðinn, og þó einkanlega í sumar. Frelsisdagur Bandaríkjanna er 4. júlí og er hann haldinn mjög hátíðlegur ár hvert. í sumar var þessa dags hátíðlega minst víða um breska veldið og Wilson for- seta send heillaskeyti þaðan. — Þetta hefir ekki áður tiðkast, en sjá má af svörum forseta, að bæði hann og þjóðin öll hefir glaðst ákaflega yíir þessari sæmd og samúð Breta. Á læknaþingi, sem haldið var í Chioago í fyrra mánuði, var breskum læknum fagnað með svo hjartanlegri alúð, að blaðið Times telur það vott nýrra tímamóta um vaxandi skilning og samúð milli frændþjóðanna. Því næst talar blaðið um, hve mikið hvor þjóðin geti lært af annari í læknisfræði og hvetur til meiri samvinnu milli land- anna í öllum efnum og þó eink- um í vísindum. Þess er þar og getið, að Þjóð- verjar hafi réttilega kunnað að meta framfarir Bandarikjanna og sent þangað námsmenn á ári hverju og hænt námsmenn að vestan að háskólum sinum, og hafi þetta orðið Þýskalandi til ómetanlegs gagns. ji jÚr þessu' ætla Bretar sér að gefa meiri gaum en áður að vís- indaframförum Bandaríkjanna og stofna til náinnar samvinnu í hvers konar friðsamlegum störf- um og vænta sér ekki minna af því en hernaðarsamvinnunni. 45 an farseðil og án lians komst Iiann ekki út á skipið og ckki vissi hann heldur til, að hann ætti neinn kúnningja á skipinu, sein hann gæti heimsótt, þótt það van-i að vísu eigi ólíklegt, að innan uni fjögur liundruð manns, sem skipinu tilheyrðu, kynni að leynast einhver gamalkunningi hans. Hann hreyfði sig því livergi og beið tækifæris. Rétt á eftir komu þrír jötunefldir há- setar — og sá fjórði vaggandi á eftir þeim, en fremstur þcirra fór enn ferlegri bát- stjóri og gengu þeir allir að langa kass- anum. Pétri leist undir cins mætavel á liát- stjórann. „Honum verð eg að kynnast,“ hugsaði hann með sér, gekk til hans og' heilsaði honum. „Sæll og blessaður, lagsmaður! Við er- um víst gamlir kunningjar!“ „Ekki kannast eg nú við þig. þú erl svo déskoti rauðhærður,“ sagði bátstjórinn rólega. „Gerir ekkert til,“ sagði Pctur Voss. „Komdu bara með mér lil Coney i kvöld. Ug borga.“ „Úað er alt annað mál,“ sagði bátstjór- inn og þáði boðið, „en fvrst verð eg að 46 koma þessum kassaskratta fram á skijnð. pað eru glervörur, skal eg segja þér.“ „Svona upp með bann!“ skipaði bát- stjórinn. „Farðu varlega, Móritz! Ef þú missir kassann þá skal eg brugga þér þá blöndu, að augun í þér standi eins og í beinharðri freðýsu og komist ekki í samt lag aftur fyrstu fjórar vikurnar.“ í sömu andránni kom Frank Murrel, eigandi kassans, á harða hlaupum eftir götunni.* „Varlega- pið megið ekki láta hann rek- ast í,“ öskraði hann. „Látið þið hann ofan i káctuna mina.“ „Hvaða númer er það?“ Rn farseðill Franks lá altaf á afgreiðsl- unni og kassinn var fyrst um sinn látinn hjá öðrum farþegafarangri framan til á þilfarinu. „Mér þætti gaman að vita hvort hann kemur,“ hugsaði Pétur Voss. Og sú varð raunin á, að bátstjórinn kom, fágaður og uppstrokinn. „Nú er eg til,“ sagði hann. „Vitaskuld erlu rauðhærður, en þú lítur út eins og ærlegur maður. Annars minnirðu mig á gamlan vin minn, sem cinu sinni var skips- félagi minn, og taktu vel eftir þessu, því að það er ekki siður minn, að þiggja góð- gerðir af hverjum sem er.“ 47 i Skömmu siðar voru þeir komnir í ferj- una lil Brooklyn og lentu á Coney-Island, einhverju mesta slarkarabælinu í New- York. Pétur borgaði fyrir þá báða bæði á „Jötunbjólinu" og „Fjallbrautinni“. „Nei — þetta getur gerl mann sjóveik- an,“ sagði bátstjórinn og vildi fara a'ð hypja sig í burtu, en annars skemtu þeir sér aðdáaníega. peim var hcnt út úr troð- fullum danssal, en bátstjórinn neri samau höndunum af ánægju og sagði, að „þetta væri alveg eins og heima i St. Pauli.“ En Pétur Voss misti ekki sjónar á fyrir- ætlun sinni og leiddi gest sinn að lokum inn i lítið en fjörugt vgitingahús. par drukku þeir tvímenning og festu með sér ævarandi vinátiu án þcss þó að spyrja hver annan að hciti og það lét Pétur sér nú vel lilca. Mundi hann hafa viljað Ijúga til nafns síns að bátstjóranum. En þá reis bátstjórinn skyndilega á fæt- ur og starði galopnum augum á vegginn, en þar var þjónninn einmitt að festa upp gula auglýsingu með mynd. Pétur Voss. sá það ekki því að bann sneri bakinu að. „Hvað er að tarna!“ kallaði bátstjórinn forviða. „Hefir Pétur Voss stolið tveimur miljónum? pað getur ekki borið sig.“ Pétur Voss sneri sér við. Jú-jú! parna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.