Vísir - 25.09.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 25.09.1918, Blaðsíða 3
SUÍI* lendingur, er kannast vill við að hafa sótt um innfiutningeieyfi fyrir þennan skanka, og kvaða meining er af innflutningsnefnd- inni að leyfa undir nokkrum kringumstæðum innflutning á þess- konar dönskum glys- og óþarfa- varningi, jafnvel þó það flyttist hingað á dönsku skipi. Nei, hór þarf að skerpa eftiriitið, og hafi þessi innflutningur átt sér stað með leyfi og vilja innflutnings- nefndarinnar, þá ætti mildast tal- að að hrópa hana af. Þá er og eitt, sem er öldungis ófyrirgefanlegt, og það er, að alþjóð skuli ekki vera gert opinberlega viðvart, þegar von er á svona eælgæti, svo hægt hefði verið að taka á móti því með viðeigandi fagurgaia! Treystandi útflutningsnefnd- inni, til að stuðla að og sjá um að ekkert tálmi því, að hægt verði að koma þessum „Lim“ sem fyrst af landi burt, og þá auðvitað þangað er hann kom frá, þar eð það gæti tvímælalaust aidrei orðið nema íslandi ógagn og jafnvel hlotist verra af, ef við í heimildarleysi sendum til annara landa, svona „Limi“, sem alstaðar er of aukið. Mér fanst með þessu síðasta skeytingarleysi keyrasvo langt úr hófi fram, að eg gat ekki stilt mig um að benda aimenningi á þetta opinberlega, og vona að margir sóu mér sammála um, að hér sé ekki ofmikið sagt. Hafnarfirði 22. sept. 1918 6. V. Davíðsson. lundur í Ivenfél Iríkirkjunnar fiintudaginn 26. þ. m. kl. 5 síðdegis í Príkirkj- nnni. Áríðandi mál ádagskrá. Konur fjölmennið. Stjórnin. í gær andaðist að heimili sínu, Bjóluhjáleigu í Ása- hreppi, bændaöldungurinn Jón Eirlksson. Þetta til- kynnist vinum og vanda- mönnum nær og fjær. E.s. GULLFOSS fer liéðan á mánudag 29. september síð- degis beiut tii New-York. % Farseðlar verða að feaupast á skrifst. vorri. t.f. limskipafélag Islands. herbergi með sérinngangi og hús- gögnum (borði, sófa og stólum og olíuofni). Tilboð merkt „411 leggist á afgreiðslu. Stúlka getur fengið vetrarvist hálfan eða allan daginn nú þegar. Verð- ur að sofa heima. Frú Bjerg, Austurstræti I. Slnlka. Þakkarávarp. Hjartanlegt þakklæti vil eg votta öllum þeim, er á einn eða annan hátt sýndu mór hluttekn- ingu og velvild við fráfall og jarðarför mannsins míns sáluga Stefáns Jónssonar. Einkum vil eg þó þakka hr. verslunarm. Jóhannesi Magaússyni fyrir þá miklu rausn, er hann sýndi. Bið eg svo góðan guð að launahon- um og þeim öllum af ríkdómi sinnar náðar. Reykjavík 20. sept. 1918 Kristín Jóhannsdóttir Verlsunarmaður óskar eftir þægilegu herbergifrá 1. okt. helst nálægt miðbænum. A. v. á. Stúlka óskast í vetrarvist nú þegar eða 1. október. Gott kaup i boði. Björn Jónason skipstj. Ánanaustum Herbergi með húsgögnum óskast fyrir ein- hleypan reglusaman karlmann frá 1. okt. A. v. á. óskast í vist. Uppl. á Vesturgötu 54- sem er barngóð og hreinleg ósk- ast nú þegar. Þyrfti helst að vera úr sveit. A. v. á. Bifreið fer austur að Garðsauka á morg- un kl. 7—8 f. m. 26. sept. Nokkr- ir menn geta fengið far. Uppl. í síma 547. 105 bættu hanu. Hún var nú farin að hressast svo að hún gat hugsað tttn Pétur Voss án þess að tárast. I hvert skifti sent Dodd kom, gerði hann alt sent hann gat henni til þæginda. Hún játaði það líka fyrir sjálfri sér, að hann væri reglulegur heiðursmaður. pegar ltann i fimta skifti kom til Fal- moulh fékk hann að lokum þolinmæði sína launaða, þvi að nú var hásetinn af „Queen“ kominn aftur. í þetta skifti leitaði Dodd ekki hjálpav til lögreglunnar. Hann klæddi sig sjó- mannsfötum sínum, settist við borð há- setans þar sem hann liitti hann i veitinga- krá, og bauð honum Wisky. Á þann hátt komst hann brátt að því, að þeir á „Queen“ höfðu bjargað Pétri Voss og að hann hafði siðan verið tekinn til fanga sem smyglari. Dodd vissi nú það sem hann þurfti. Nú var um að gera að finna feril Péturs Voss i St. Malo og' fylgja honum svo eftir. Dodd -ílíitt það ekki í hug, að Pétur, sem var al- veg saklaus af tollsvikunum, sæti enn þá í fangelsi. An þess að láta Polly vita, fór nú Dodd enn á ný til St. Malo og beina leið til yfir- fangavarðarins. „Hvað get eg gert fyrir yður?“ spurði hann kurtéislega. 106 „Er Penfold skipstjóri frá Falmoulh hér?“ „Já, hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir tollsvik,“ sagði yfirfanga- vörðurinn. „Viljið þér tala við hann?“ „Nei!“ svaraði Dodd. „það skiftir engu með hann, heldur um manninn, sem hann bjargaði fyrir utan Plymouth.“' „Ha-hæ!“ hrópaði yfirfangavörðurhm upprifinn og fékk Dodd blaðagrein, sem vinur hans Jæknirinn, hafði skrifað um manninn sem misti minnið. ,„J?ér hafið lík- lega lesið þessa grein?“ Dodd tók við blaðinu með sinni venju- legu kurteisi og rendi augunum yfir grein- ina. „Mjög fróðlegt,“ sagði hann að lokuni. „það er leitt að maðurinn skuli eigi vera hér lengur.“ „Hann er hér!“ hrópaði hinn sigri hrós- andi. „Viljið þér sjá hann?“ Dodd lét sér hvergi bregða við þetta. Hann taldi það raunar víst, að þcssi minn- islausi maður væri enginn annar en Pétur Voss, en hann gat engar sönnur fært á það, og ekki gat liann heldur treyst því, að Polly mundi hjálpa sér, heldur neita því, að þetta væri Pétur. „Ójá — það er best að eg fái aö sjá hann,“ svaraði hann dræmt. „En eg vil ó- 107 gjarnan að hann komi auga á mig, því að það kann að gera hann órólegan. pað er auðséð á öllu, að maðurinn er eitt- hvað geggjaður og væri best kominn á geðveikrahæli.“ „Jæja, komið þér þá með mér,“ sagði fangavörðurinn. „J?að er gægjugat á hurð- inni, en annars líður honum ágætiega hérna og eg er hreykinn af þvi, að svona einkennilegur fangi skuli vera geymdur hérna.“ „pér haldið honum þá hjá yður af vís- indalegum ástæðum ?“ spurði Dodd meðan þeir gengu um fangelsisgarðinn, „og það er þá ólíklegt, að hann verði dæmdur til lengri fangelsisvistar en hásetinn." „J?að er alls ekki búið að dæma hann,“ svaraði farigavörður. „Rétturinn hyggur, að hann sé stórglæpamaður og geri sér því „pp minnisleysið, en það er ckki ann- að en hrcinasta fjarstæða. J?að væri siáif- sagt búið að láta hann lausan ef " 'u hefði sótt um það, en slíka umsókn getiu* hann ekki samið fyrst að hann man ekki hvað hann heitir. Hins vegar hefi eg enga ásta'ðu til að krefjast þcss, að hann sé látinn laus og vil auk þess ógjarnan að vís- indin missi af svona merkilegum manni. Nú-nú og hvað á líka minnislaus maður að gera úl i veröldina? Iiann fer hara

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.