Vísir - 14.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 14.10.1918, Blaðsíða 2
Kötlug osið. Síðnstu fregnir af gosinn. í morgun átti Yísir aftur tal ;við símastöðina í Vík í Mýrdal til að fé fregnir af gosinu, og hefir það ná verið athugað eítir því sem föng eru á Jökulhlaupið hefir ekki gengið lengra vestur en í Múlakvísl, 8em rennur austan við Höfða- brekku. Hefir verið gengið þang- að úr Vík og var vatnið fjarað út en jakahrönnin um allan sand- inn. Virðist aðalhlaupið hafa fallið um Hjörleifshöfða og ekki sást að það hefði gengið iengra austur á sandinn en að Hafurs- ey, en vissa er þó engin fyrir því, því að skygni var ekki gott. Gtosinu er ekki lokið enn, og sáust miklar eldingar í nótt þar eystra og mökkur í lofti og byijaði aska að falla í Mýrdaln- nm í morgun. Vindstaðan þann- ig áöur, að engin aska féli þar, en dreifðist meira vestur á bóg- inn. í Eangárvallasýslu var t. d_ svo mikið öskufall í gær, að þar varð að láta loga ljós allan dag- inn, Aska féll einnig nokkurhér í bænum í gær, og sést vel á götumun, en þó meiri hér suður um. í Hafnarfirði var talsvert öskufall í gær og urðu menn kolbrúnir af ösku, sem fóru milii bæjanna. Þó að jökulhlaupið sé nú stöðv- að í bráð eystra, þá má búast. við þvi að það hefjist á ný. En líkur eru til, að það valdi ekki miklu tjóni, eftir því sem ráðið verðurjaf fyrri hlaupum, að öðru leyti en því, að öskufallið getur gert skemdir á jörðum, ef það er mikið. Manntjón vona menn að ekki hafi orðið af klaupinu og vita Víkurbúar ekki til þess að menn hafi verið á sandinum. En til- viljun var það, þvi að um þetta leyti eru fjárrekstrar venjulega reknir austan yfir til Víkur. En þar var nú tunnulaust orðið og höfðu rekstrar því verið stöðv- aðir eystra og ósennilegt að menn hafi verið á ferð. Vart varð við gosið víða um land af eldingunum. Hafa fregn- ir komið af því, að þær hafi sést frá Hólmavík og fyrir Vestfjörð- um. í Vestmannaeyjum sáust eldingarnar mjög vel og drun- urnar heyrðust. Þar varð lika ókyrð nokkur á höfninni af flóð- öldu. Eldri afrek Kötlu. Katla er gjá noröaustan í Mýr- dalsjökli og dregur nafn sitt, aö þvi er þjóösagan segir, af ker- Jingu, er Katla hét. Katla þessi var bústýra hjá ábóta einum i Þykkva- bæjarklaustri; hún var fom í skapi og ill vitSureignar. Hún átti Lrók eina, sem haföi þá náttúru, aö sá þreyttist aldrei á hlaupum, sem í henni var. Eitt sinn, er Katla vai í kirkjuferö, tók sauöamaðurinn á staðnum brókina traustataki og notaði hana i fjárleit. Uann fann alt féö, en Katla komst aö því, aö hann hafði stoliö brókinni, og reiddist svo, aö hún drekti sauða- manninum í sýrukeri. En er sýran þvarr í kerinu og Katla sá a'ð upp mundi komast, hljóp hún á jökulinn og steypti sér í gjána, sem síöan heitir Kötlugjá. Litlu síöar kom vatnsflóö úr jöklinum, sem stefndi á Álftaveriö, og var þaö trú manna síöan, aö hlaupin væru áö kenna fjölkyngi Kö' Framundan Mýrdalsjökli aus; anveröum liggur Mýrdalssandur. Hann er 5 mílur á lengd og 4J4 á breidd. Hann var áöur allur engi og skógi vaxinn og allmikil bygð á lionum, en Katla hefir eytt því öllu. Auk þess hefir hún eytt hygö- arlagi því, er Tólfahringur nefnd- ist, en þaö voru 12 hæir fyrir noröan Skaftártungu, og skemt margar jaröir svo, aö þær hafa lagst í eyöi um lengri eöa skemri tima. En einnig hefir hún aukiö sandinn talsvert í sjó fram, t. d. er þar nú fjörusandur, sem skip lágu áður á 20 faðma dýpi. Á land- námstiö var fjöröUr inn meö Hjör- leifshöfða að vestan og sjórinn uppi undir honum aö framan, en nú er sandnr til beggja hliöa og 400 faðma framundan. Þetta verk hefir Katla unnið í 12 gosum, mcð jökulhlaupi, sand- og jakaburöi og öskufalli. Fyrsta gosið var árið 894. Þá eyddi hlaup- iö öllu graslendi milli Eyjarár og Hólmsár, og tók hæina Dynskóga, Mranastaöi, Keldur, LoÖinsvík- ur, Lattfskála og Atlaley. Annaö hlaup varð unt Mýrdalssand árið 1000 og þaö þriöja árið 1311, kall- aö Sturluhlaup og kent við Sturlu Arngrímsson hónda í Láguey, sent hjargaöist úr hlaupinu á jaka með ungbarn í fanginu, rak á bonum út á sjó og á Meðallandsfjörur eft- ir nokkra daga. Hlaup þétta tók marga bæi og fórust allir Sem i þeim voru. Það hófst sunnudaginn næstan eftir jól, en var aö renna frani að Kyndilmessu, þó hlé yrði á milli dag og dag.. Sagt er, að um vorið hafi stúlka ein veriö grafin upp úr sandinum, þar sem hæirnir voru, hafi hún veriö þar lifandi í fiskiklefa frá hænttm Latnbey. Fjóröa hlaupiö kont áriö 1416, Þaö fimta 1580 og þaö sjötta 1612, en af þeim hlauputn fara litlar sögur. Sjöunda hlaupiö varö árið 1625. Þá var öskufall svo mikiö, „að þó maöur bæri höndina upp aö andlit- oinu, sá maöur liana alls ekki“, segir Þorsteinn Magnússon þáver- andi sýslumaður í Skaftafellssýslu. sem bjó á Þykkvabæjarklaustri. Gosið og öskufallið varaði í 12 Mest úrval af Kegnkápnra og RegBJilífura er hjá ;Egill Jacobseol daga, með vatnsflói þrumum og eidingum og harst askan um alt land og alla leið til Noregs. 14 jaröir Þykkvahæjarklausturs fóru í eyði af öskufallinu. Attunda hlaupiö var áriö 1660 og hófst 3. nóv., en því var lokiö þann 12. Þaö skentdi rnargar jarö- ír,' og tók bæinn i Höfðabrekku. Niunda hlaupiö var árið 1721 og hófst 11 .maí „með stórkostlegri jakaferð. Var jakaferðin svo mikil, aö hvergi sást út yfir á sjónum; sttmir jakamir stóöu botn á 20 faöma dýpi. Hraðinn var svo mik- ill á hlaupinu, er þaö kont í sjó- inn, að bárumar gengu yfir allar fjörur t Mýrdal, þar sem Vtk í Mýrdal er nú. Sjór gekk líka á land t Vestmannaeyjum og olli þar skemdum. í þessu hlaupi tók af bæinn á Hjörleifshöfða og fjós með 10 nautgripum. Það var á sunnudegi og bóndi við kirkju. Konan var að lesa lesturinn, þegar hlauptð flóði fram af sandinum. vSattðamaður sá það og sagði frá, en konan las sent áður. Fór smala- maðtir þá út og sá að hlattpið var rétt komið að bænum. snaraðist hann inn aftur og greip barns- vöggu, sem stóð við hné konunnar og hljóp út með hana; þá hætti kerltng loks að lesa, en ekki fékk hún bjargað öðru en einum smjör- öskjum og etnum fiski út um búr- gluggann. Komust þau svo undan hlaupinu upp í helli einn ofar i höfðanum. Tún og engjar allar á Hjörleifshöfðít eyðilögðust í hlau])inu og var hann óbygður 1 30 ár á eftir. Tíunda hlaupið var árið 1755. Um það var þetta ort: Undur yfir dundu upp úr Kötlugjá, ttm himin og gvænar grundir, grátlegt var að sjá, T 755- Voöa með um vilcur þrjár varaði plágan grimtn. Öskttfall og sandur kom yfir Álftaver, Meöalland, Landhrot, Fljótshverfi, Síðu, Tungtt og Mýr- dal. Sumstaöar var sandttrinn \x/> alttar djúpr. Þruntur og eldingar voru þá tnestar í Skaftártungum og'uröu tveim mönnttm aö bana. Þrír tnenn vorti á ferð á Mýrdals- sandi með trjáflutning; þegar þeir sátt til hlattpsins, skártt þeir á sil- ana og riðu alt hvað af tók og komust á sandhól einn, en vatns- flóðið steyptist alf í kringum hól- inn. Geröi stöan tnyrkur af ösku-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.