Vísir


Vísir - 28.10.1918, Qupperneq 2

Vísir - 28.10.1918, Qupperneq 2
VÍSIR Etfýhomid Barnahðfuðfðt, Hattar og Húfur, Barnatreyjur, Borðdúkar, Servfettur, Krystalstúttur, Flauelisbönd á upphlnti, Silki í svuntur og slifsi, Silki í kjóla, Silkibönd, Silki i upphluti, Siikitvinui fjöldi lita, Hanskar úr uU Hanskar úr skinni, Saumnálar, Smellur, Hnappar. Verslunin Gullfoss Hafnarstræti 15. Ilmvötn og* Sápur frá öolgfate, Hárgreidur, Hárnet, Hárnálar, Höfudkambar, Handklædi, Handklæðadregfili, Handtöskur, Fen- ingfabuddur, Bróderadar blnndur, Tyllblnndur, Iiífstykki, Dömu nndirföt, Heg'nkápur, Dömnkragar, öardinntan, Húmteppi, Moll Iiérept einbreid og tvibreid, Kreptau, Flonel hvít og* mislit og* m. 11. Einlyndi og margiyndi. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar. Reykjavík, 1918—’i9. I. Hannes Arnason batt styrkinn aE sjóSi sínum „til eflingar heim- spekilegum vísindum á íslandi“ því skilyrði me'Sal annara, aS styrkþegi skyldi aS lokinni utanför sinni dvelja vetrarlangt í Reykjavík og halda þar opinbera fyrirlestra. Þessa fyrirlestra ætla jeg nú a8 byrja mánudaginn 28. okt., kl. 9 síödegis í Bárubúö, og halda þeim síöan áfram vikulega á sama staö og tíma, og er þaö ein- lægur vilji minn, aö þeir mættu veröa sem samboönastir tilgangi Hannesar Árnasonar og Reykvík- ingum til sem mestrar andlegrar hressingar og þrifa. Til þess hefur líka sjóöurinn aflað sjer stærsta húsnæöis bæjarins, aö menn þurfi ekki frá að hverfa fyrir rúmleysi. Og þar sem fyrirlestrarnir eru ó- keypis fyrir hvern mann, er þess vænst, aö því fólki, sem vill leita sjer mentunar og þroska, muni ekki þykja tíma sínum illa varið til þess aö hlýöa á þá. Væntan- legum áheyrendum til hægöarauka hef jeg líka gert yfirlit þaö, sem hjer fer á eftir. Jeg get ekki nóg- samlega brýnt fyrir mönnum, aö þessir fyrirlestrar eru h e i 1 d, þar sem hver býr í hendur öörum, all- ir stefna aö einu marki, og álykt- anir veröa dregnar af öllu, sem sagt hefur veriö í síöustu fyrir- lestrunum, svo aö menn geta að eins vænst að hafa þeirra full not, ef þeir sækja þá alla. Yfirlitið ætti: 1) aö geta sýnt mönnum fyrirfram, hvort þeir eiga þangaö nokkurt erindi, svo aö þeir komi ckki á fyrstu fyrirlestrana út í blá- inn, og sjálfum sjer hvorki aö gamni nje gagni, en taki þar rúm þeirra, sem betur eiga þar heima. — 2) aö hjálpa þeirn, sem fyrir- lestrana sækja, að skilja þá sem heild og skipa hverjum hlut í rjett samhengi, þó aö þaö gefi aö skilja, hve erfitt er aö semja yfirlit ytir 20 fyrirlestra í svo stuttu máli. — 3) aö hjálpa þeim að rifja efnið upp fyrir sjer, sem það vilja, því vafasamt er, að mjer endist nokk- urn tíma tóm til þess aö gera bók úr fyrirlestrunum, og þess verður a. m. k. langt að bíöa. II. Einlyndi og marglyndi eru fyrst og fremst tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns, þar sem öllum er eölilegt á víxl aö stefna að því aö viða nýju efni x sálar- lífiö og koma á það kerfun og skipulagi, að vera á víxl opnir viö nxargs konar áhrifum og beina at- hygli og orku aö einu marki, aö vera á vixl eins og hljóöfæri í hendi lífsins eöa ráöa sjálfir leikn- um. Sumir menn hallast þó fyrir eölisfar eöa uppeldi svo greinilega á aöra hvora sveifina, að oröin „einlyndur" og „mai-glyndur“ má nota sem skapgerðaidýsingar. En mörgum verður öröugt aö kjósa unx auð og samræmi, fjölbreytni og orku, breidd og dýpt, viö- kvæmni og framkvæmni. Þá verða einlyndi og marglyndi tvær sjálf- ráöar lífsstefnur, sem gei'ast mönn- um íhugunarefni og skapa vega- mót í lífp þeirrá og þroska. Eftir aö jeg hef gefiö fyrstu skýringu efnisins, sný jeg mjer aö þessum sjálfráöu lífsstefnum, 0g reyni aö ræða þær í einu frá sjónarmiöi al- mennrar sálarfræði og svo, aö varpaö sje ljósi á sum einkenni- legustu fyrirbrigöin í sálarlífi og menningu nútímans. Má búast við, aö það geti haft meira hagnýtt gildi að benda á ýmis þroskamörk og þroskaleiöir, er velja megi um, en þó aö beinar lífsreglur væi 1 lagðar. Þannig gef jeg yfirlit yfir þann auð kosta og leiða, sem blas- ir viö sálinni, og aö hve miklu leyti hún getur fært sjer hann i nyt (3. fyrirl.). Þvi fjölbreytnin á viö margar hömlur aö etja, og til þeirra allra svara vissar teg- undir einlyndis. Þar er fyrst aö gæta sjei'hæfingar og sanxhæfing- ar Jxjóöfjelagsins (verkaskifting, siöferöi, siðvenjur o. s. frv.), sem leggja svo mörg bönd á frumeðli manna, en um leið gera lífiö vanda- minna, og geta því orðið kostir kjörnir af frjálsum vilja (4. lyr- irl.). Endurtekningin getur af sjer vanann, sem er dæmdur mjög mis- jafnt frá einlyndu og mai'glyndu sjóúarmiði, en veröur þó alt af einn merkasti þátturinn í heil- brigöri lífernislist (5. fyrirl.). Þá stefnir sjálfs eöli sálarinnar aö kerfun og samhengi, samræmi og íramkvænidum. I því sambandi veröur gerö grein fyrir byggingu skapgeröarinnar, afstööu ýmissa gæfuleiöa (nautn.gleöi, hamingja), viljaþreki og sjálfsvaldi o. s. frv. (6.—7. fyrirl.). Loks er orka sálar og líkama svo takmörkuö, aö þaö eitt setur fjölbreytninni þröngvar skefjar. Og sú takmörkun í'æöur því, live langt vei'öur komist í marglyndi 0g í hvaöa myndumöfg- ar þess koma fram (8. fyrirl.). Eins og framkvæmnin er megin- rót einlyndisins, má rekja flest i marglyndinu til viökvæmninnar, því hæfileikinn að verða fyrir á- lirifum og þörfin á því vex'öa ekki að skilin. Viökvæmnin er bæði sjálfráö og ósjálfráö, fjölhæf og einhæf, frjó og ófrjó. Hún á sjer dulargervi sín og bregst í mörg líki (9.—xo. fyrirl.). Þannig getur hún koiuiö fram sem tilfinninga- þörf eöa jafnvel tilfinningasýki (11. fýrirl.), sem íhugunarþörf eöa íhygli, en hún getur aftur af sjer vafahyggjuna (12.—I3.fyrirl.). Úr öllu þessu er svo leikhyggjan ofin, þar sem maðurinn situr sem á- horfandi sjálfs sín og annara viö straum lífsins, án þess að láta hann ná tökum á sjer. En leikhyggjan (14.—15. fyrirl.) og draumalífið, lif í listum og ímynduöum heimum (16. fyrirl.), eru lífernislist marg- lyndisins á hæsta stigi. Bæöi einlyndi og marglyndi geta þurkaö upp lindir sálarinnar og endað i dáleysi, sem líka getur lagst á æskumenn, svo auöur lífs- ins opnist aldrei fyfir þeim. Um dáleysið og ráðin við því (kjör- sýni, smbr. víxlyrkjuna) fjallar 17. fyrirl. Þá verður reynt aö dæma milli listrænnar og siörænnar lífs- skoöunar og sýna tilverui'jettvand- ræöamannanna og hversu þeir eru

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.