Vísir - 18.11.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 18.11.1918, Blaðsíða 4
Infíuensan erlendis. Inflúenzan geisar enn.um all- an heim og er nú alstaðar miklu magnaðri en áður. í enskum blöðum, sem nú eru nýkomin hingað, er sagt frá þvi, að 4000 manns hafi dáið úr veik- inni í Lundúnum á skömmum tima. Er ástandið þar hið versta, vegna þess að sjúkrahúsinu eru full af hermönnum og hjúkrun- arlið fáment heima. pað er alt á vigvellinum. í Bandaríkjunum hefir veikin cinnig náð að breiðast nokkuð út, en þar hafa verið gerðar öfl- ugar ráðstafanir lil þcss að hefta útbreiðslu hennar og sagt er að það hafi tekist. Sögúr ganga um það, að í New York hafi verið opnaðir aftur vínveitingastaðir margir, sem lokað hafði verið af ófriðar- ástæðum. Á það að hafa verið gerl til þess að gefa mönnum kost á að verjast inflúenzunni með vindrykkju. Barnahæli hefir nú verið opnað í Barna- skólanum og er þar rúm fyrir 20 börn. Herberginú eru tvö, hvort fyrir 10 born, og er allur útbún aður þar ágætur. í gær voru sendar út 11 bif- reiðar, til að sækja börn á hælið, cn að eins tvö voru send. Er helst svo að sjá, að foreldrarnir þori ckki að senda börnin þangað, en það er áreiðanlega óþörf liræðsla. Enginn vafi er á því, að miklu betur getur farið um börnin á barnahælinuen á fátækum heim- ilum, þar sem allir eru meira og minna veikir. Druknun. Útlendur skipstjóri af ein- hverju skipinu hérna á höfninni hafði fundist örendur í flæðar- malinu í morgun. Hann var flutlur suður í líkhúsið í kirkju- garðinum. „Gullfoss“ fer héðan kl. 7 í kvöJd. „Geýsir“ liggur aðgerðaiaus á.ísafirði, vegna inflúenzunnar. Yfirsetukonur vantar í Brunastöðina. Góð borgun. — Bíll. uln Hjúkrunarnefndin. Matur fæst ókcypis í eldhúsi Barnaskólans (hafra- seyði). ulu Hjúkrunarnefndin. Steiuolia fæst i Steinoliuféiagsskúrnum við Amtmannsstig. 14/j, Hj úkrunarnefndin. Bæjars minn er opinn á nóttunni. 15/n Hjákrunarnefndin. Hjúkrasarnefadia Sími 530: Neíndin. —- 225: Skríístofan. Fast hjúkmnarfólk sérstaklega kvenfólk, óskast. Borgun: 5—6 kr. á dag, auk fæðis. lrt/u. Hjúkrunarnefndin. Brunastöðin. Síni 530. Barnahæli fyrir umhirðulaus börn verður opnað í Barnaskólanum með máuudagsmorgni 18. þ. m. Forstöðukona ungfrú Sigur- borg Jónsdóttir. Ráðsmaður, stórkaupmaður Fenger. 17/u Hjúkrunarnefndin Ráðsmenn hjúkrunarnefndar í Ba’-naskól- anum: Sjúkradeildin niðri: Ágást Jósepsson bæjarfulltrúi. Sjúkradeildin nppi: Einar Pétursson, verslunarstjóri. Bainahælið nppi: Fenger, stórkaupraaður. Eldhúsið í k jallaranum: G-arð- ar Gís'ason kauptnaður. 17/u Hjúkrunarnefndin. Kol afgreiðir Landsvcrsln^"' í dag kl. 12-4. 18/lX Hjúkrunarnefndin. í Barna skólaiiDm reiðubúið að taka við 20 um- hirðulausum börnum. 17/xl síðd. Hjúkrunarnefndm, Nætnrlæknir er í Brnnastöðinni frá 10 að kyeldi til 8 að morgni. 1+/ii Hjúkrunarnefndin. Mannhjálp karla og sérstaklega kvenna óskast, Borgun ef krafist er. ulu Hjúkrunarnefndin. Hvar er ósjúka skólafólkið?? 1+/i i Hj ú k r u n a r n efn d i n. Daglæknir er í Brunastöðinni. 14/n Hjúkrunarnefndin. Prímusviðgerðir eru ábyggi- legastar á Laufásveg 4. 46 Prímusviðgerðir eru ábyggi- legastar á Laufásveg 4. 46 Yetrarstúlka ósbast. Upplýs- ingar á Laugaveg 8. [74> Prímusviðgerðir eru bestar á Laugaveg 30. [195* Vökustúiku vantar að Yífilb- stöðum nú þegar, Uppl. bjá yfir- hjúkrunarkonunni. Sími 101. [627 Stúlku vantar til hjalparíeld' húsið á Vifilstöðum strax. Uppl. gefur ráðskonan. Sími 101. [4% Hverfisgötu 64 A gjört við prímusa, olíuofna o. fl. [21 Húsvön stúlka óskast í vist. Uppl. Laugaveg 42. (22 Vanur jarðyrkjumaður óskar eftir samningsvinnu svo sem við lobræsa og skurðagerð. ‘A. v. á, Kaupféiag Verkamanna selur Allehaande og Piparv. Leguíæri svo sem keðjur 4/2—l1/* þumL og akkeri stór og smá til sölu, Hjörtur A.Fjeldsteðsími674. [481 Smáofn eða kabys a óskast tii kaups strax. Uppl. Rauðarárstig 1 uppi. (76 Easka, danska og iiraðritun kend á Frakkastíg 12, II. hæð,.. Heima 1—3 og 7—8. [675> Eitt eða 2 herbergi með hxí: - gögnum óskast nú þegar. Uppl. hjá Audersen & Lautb. (82 Einhleyp stúlka óskar eftir að fá leigt herbergi strax. Fyrirfram - borgun ef vill. A. v. á. [7k Fé 1 a gs pr e n 1 s m i ð j n n. Bæjarfréttir. Afniæll í dag Páll Zophoníasson, kennari. Stefán Runólfsson, verslni. Gúojoií’ Égilsson, bakari. Kolbcinn porsteinsson. Helgi Gu'ðmundsson, trésm. H. S;, Hanson, kaupin. Máginis Ólafsson, trésmi'öur. Loffskeyti hafa engin verið lekin hér á loftskeytastöðinni undanfarna tvo daga. „Borg“ koni að noj’ðan fyrir helgina. Meðal farþega yoru stúdentaarn- ir Snorri Halldórsson,Slefán Ste- fánsson frá Eagraskógi, pórhall- ur Arnason og Guðm. Einarsson. „Botnia“ haFði farið frá Khöfn 14. þ, m. Hún hefir engan póst meðferðis að sögn. „Lagarfoss“ er kominn til Akureyrar og liggui' þar aðgerðarlaus á höfn- inni. Hafa Akureyringar neitað að afgreiða skipið fyr en fuil vissa er fengin fyrir því, að in- fluenzusýkingar hættu stafi ekki af. Dánarfregn. Agúst Benediklsson, bryti á Lagarfossi lést úr inflúenzu á skipinu á leiðinni frá Ameríku. „Islands Falk“ kom hingað frá Seyðisfirði í gær, en þangað var hann nýkom- inn lrá Færovjum. Yfirsetukvennaleysi btífir verið tilfinnanlegt, síðan inflúenzan tók að breiðast iit. Margar konur bafa alið börn þessa dagana án allrar aðstoðar lækna . eða yfirsetukvenna og' sumar beðið bana af. Hf. „Kveldúlfur“ ætlar að senda botnvörpiing á fiskiveiðar fyrir bæinn og láta aka fiskinúm ,um göturnar. Hef- ir bærinn verið fisldaus síðusiu dagana. Læknarnir í bænum hafa átt erfiða daga síðan inflúeuzan byrjaði að geísa. Um 2000 læknabeiðnum hefir verið beinl lil Iijúkrunar- nefndarinnar, síðan hún tók til starfa og öllum’sint, auk allra læknavitjana, sem fram bjá liennii hafa farið. Suinir Jækn- arnir hafa svo að segja vakað dag og nótt, en einkum hafa þeir Malthías Einarsson og pófður Thoroddsen verið önnuin kafn- ir. Síðustu dagana hafa lækna- nemár háskólans unnið að lækn- isstörfum í bænum og hefir mik- il hjálp orðið að því. Ýms meðöl sem notuð hafa verið við in- flúenzunni, eru sögð alveg þrotiu í lyfjabúðinni. Matgjafirnar. Hjúkrimarncfndin hefir tmd- anfarna daga útbýtt mat til bág- staddra, en auk þcss befir Tóm- as Jónsson kaupmaður útbýtt mat í búð sinni á Laugaveg 2, ótilkvaddur af hjúkrunarnefnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.