Vísir - 21.11.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 21.11.1918, Blaðsíða 2
VISIR .att&r Og í fjölbreyttu örvali hjá Egill Jacobsen Sðumleikurinn Hér með tilkyanist vinuta og vandamönnum, að mín ástkæra eiginkona, Ingigerður Sigurðardóttir, andaðist þ. 20. þ. m. að heimiií okkar, Vesturgötu 46. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Ágúst öuðmundsson. Jarðarför Ingibjargar Jónsdóttur, fer fram frá dómkirkj- unni, föstudaginn 22. þ. m kl. 2 siðdegis. Fyrir hönd aðstandenda Fjóla Stefáns. um kjötsöluna. Menn hafa nú átt ko3t á því, að kynna sér skýrslu útflutn- ÍDgsnefndarinnar um kjötsölumál- ið, en sú skýrsla staðfestir í öll- um aðalatriðum það, sem Vísir sagði um málið í síðasta mánuði Fyrst og fremst skal bent á það, að skýrslan steðfestir það óbeinlínis, að sáralítið eða ekkert hefir verið gert til þess að koma kjötinu í verð. Að vísu segist nefndin hafa átyktað, „að rétt væri, að afla sér sem flestra til- boða í kjötið, ef til kæmi að bandamenn afsöluðu sér forkaups- rétti“, enþrátt fyrir það, var engra tiíboða aflað og ekkert gert ann- að en að bjóða NorSmönnum kjötið og leyfa h.f. Carl Höepfner að gera boð í það, samkvæmt beiðni þess. í skýrslunni er fleiri tilboða ekki getið, og þó hefi Vísir ábyggilegar heimildir fyrir því, að fleiri tilboð hafa komið fram. íyrir miðjan septembermánuð var það kunnugt orðið, að banda- menn ætluðu ekki að nota for- kaupsrétt sinn. Hvers vegna var þá ekki þegar undið að þvi að afla tilboða í kjötið? Svarið við þeirri spurningu má lesa milli línanna í skýrslunni. Nefndin segir, að forsætisráðherra hafi (frá upphafi) haldið því fram, að það væri „óhoppilegt og gæti haft alvarlegar afleiðingar, að selja öðrum en Norðmönnum kjötið“. Hann hefir eftir þvi, að öllum líkindum frá upphafi, lagt á móti því, að nokkuð væri gert til þess að afla tilboða í kjötið, enda hefir því verið hald- ið fram, og því ekki verið mót- mælt, að amast hafi verið við því, að einstakir menn gerðu tilboð í það, þrátt fyrir það þó að nefndin teldi það æskílegt að afla sem flestra tilboða,. Grýlu forsætisráðherrans, um afstöðuna til annara ríkja, reyn- ir nefndin á engan hátt að rétt- læta, enda er henni það óskylt. Hún hefir það að eius eftir for- sætisráðherranum, að „það væri augljóslega til þess ætlast af bandamönnum“, að kjötið færi til Noregs. Hérmeð tilkynuist vinum og vandamönnum, að stúlkau Þórunn Stefánsdóttir frá Fiatey, andaðist að heimili okkar, Nýlendugötu 19, 20. þ. m. Messiana Gnðmundsdóttir. Einar Sveinbjörnsson. I Það tilkynnist hér með, að jarðaríör ásfckæra mannsins mlns, Hjálmtýs Sumarliðasonar, sem andaðisfc 13. þ. m., fer fram föstudaginn 22. þ. m. kl. 12, frá heimili okkar, Seljalandi. Guðrún B. Daníelsdóttir. Hér með tilkynnist vinum on vandamönnum, að jarð- arför okkar ;hjartkæru móður, Vilborgar Rögnvaldsdóttur, fer fram frá heimili^hinnar látnu, Brekkustíg 17, föstudag- inn 22. þ. m. kl. 9 f. h. Börn hinnar látnu. Jarðarför mannsins mlns sáluga, Magnúsar Árnasonar fer fram þriðjudaginn 26, þ. m. Húskveðja hefst kl. 1 á Nýlendugötu 11. Guðrún Þorsteiusdóttir. • 100 tonna flutning r getnr mótorskonnorta tekið, sem fer til Isa- fjarðar á Langardaginn kernur. Tylkynnist í síðasta lagi á morgun. Reykjavik 21. nóv. 1918. O. Etlingsen. JBÍUO.Í OOS 397. V ISIR. Atgroiðila bUSsíss í AðaCtttraat 54, opín íiL kl. 8—8 S kveíjaiH dsgi, Skriístc.ía £ sams stað. Sixni 400. P. O. Bos SS7, Bitstjörfas tii hrfe ki. B—8. Aaglýsís$am veítt œ&ttskn S Íífcsa*. stjðrnnsBÍ sfte ki. 8 ft Bvöiáia. Aagifsiagaveíð: 73 íoí. itvar tea. íiálki > itærrí aagL 7 »ar» ovð.t «»fesEgJýsingnst meS öbesyttn latíi. Já, hann hefir nóg að*gera, blessaður forsæfcisráðherrann, ef hann telur það skyldu sína, að grafa það upp, til hvers banda- menn ætlast í einu og öðru, sem þeir hafa ekkert látið uppi um. Almenningi finst nú fullhart, að þurfa að vetða við öllum bein- um og ótviræðum kröfum banda- manna, og jafnvel fullhæpið af stjórninni, að ganga skilmála- laust að þeim öllum. En þá keyrir undirlægjuhátturinn þó úr hóíi, ef stjórnir hlutlausra þjóða telja það skyldn sína, að bera hag sinna þjóða algerlega fyrir borð, heliur en að eiga það á hættu, að brjóta í bág við það, sem bandamenn kunna ef til vill að ætlast til. Og ekki hafa bandamenn verið • svo feimnir hingað til, að þeir háfi ekki get- að komið orðum að því, sem þeir hafa ætlast tii af hlutlaus- um þjóðum. En látum svo vera, að banda- menn hafi ætlast til þess, að kjötið færi til Noregs. Setjum svo, að það hefði getað haft mjög alvarlegar afleiðingar, að selja öðrum en Norðmönnum kjötið. Var þó þess vegna nokk- ur ástæða til að selja þeim það fyrir lægra verð en unt var að fá annarsstaðar? Ef Norðmenn hefðu vitað það frá upphafi, að kjötið yrði boðið út, þá er sennilegt, að þeir hefðu verið betur á verði og gert hærra boð en þeir gerðu. Væntanlega hefðj þeir þá að minsta kosti gefið umboðsmanni sínum fuíl- komið umboð, til þess að gera boð í kjötið eða til að ganga inn á hæðsta boð. JÞeir gátu með engu móti ætlast til þess, að ís- lendingar seldu þeim kjöfcið fýr- ir l/2 eða ?/s verðs. Við njótum engra þeira ívilnana í viðskiftum við þá, að slík krafa eigi nokk- urn rétt á sór. Þakklátir hefðu þeir mátt vera, ef þeim hefði verið gerður kost- ur á því, að ganga inn á hæ3ta boð, og með því hefði fullbom- ið tillit verið tebið til“ afstöðu landsins gagnvart erlendnm ribj- um“. Það liggur í augum uppi, og útflutningsnelndiuni hefir verið það fullkomlega Ijóst, að þegar bandamenn höfðu tilkyut, að þeir ætluðu ekki að nota for- kaupsrétt sinn, þá. átti þsgar að reyna að afla sem flestra tilboða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.