Vísir - 27.11.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 27.11.1918, Blaðsíða 2
V IS I R og liiiiskrait í í fjöibreyttu úrva'i hjá Egíli Jacobseu Lok óíriðarins. Hræðslan við stjórnleysið. Þegar Báigaría gafst upp, sáu menn að skamt mundi að bíða ófriðarioka, enda gáfust hin- ir bandamenn Þjóðverja upp skömmu síðar og eftir 6 vikur voru Þjóðverjar einir eftir. Búlgarar gengu í ófriðinn 1. okt. 1915, en sömdu vopnahló 80. sept. 1918 og hafa því átfc í ófriði í rétt þrjú ár. Tyrkir gengu í ófriðinn 6. nóv. 1914, en sömdu vopnahló 31. ■okt. 1918. Austurríkismenn hófu ófriðinn 28.—29 júlí 1914, en sömdu vopna- hlé 4. nóv. 1918. Vopnahléssamningarnir við Austurríkismenn voru þannig, að bandamenn gátu komist með her suðaustan að Þýskalandi og til þess höfðu þeir á að skipa öllum her ítala, einni miljón manna, Balkan-hernum og auk þess hefðu Checko-Slavar, Jugo-Slavar og Rúmenar veitt bandamönnum lið, ef á hefði þurft að halda. Fyrir 8—4 mánuðurn hóldu Þjóðverjar og bandamenn þeirra s.ð þeir ættu sigurinn visann. Herstjórnin þýska fullvissaði þjóð- irnar um, að sigurinn yrði unn- inn í úrslitasókn Þjóðverja á vesturvfgstöðvunum, sem hafin var í mars. Þjóðirnar voru all- ar að þrotum komnar og sigur- vonin ein hélt þeim uppi. All- ar börðust þær meðan þær gátu, en þegar sigurvonin var úti og veturinn fyrir dyrum og hung- ursneyðin yfirvofandi, þá gáfust þær upp. Og þá lögðu stjórn- irnar árar í bát og þjóðhöfðingj- arnir hrökluðust allir frá völdum, en hörmungar skrílsræðis og borg- arastyrjaldar vofa ybr löndun- um. Vonbrigðin kynda undir hatri alþýðunnar til þeirra, sem með völdin hafa farið og hungrið virð- ir eif'narréfctinn að vettugi. Stjórn- leysingjarnir hugsa sér til hreyf- ings, að hrifsa völdin í sínar hendur og æsa menn til ofbeldis- verka í nafni jafnróttis og mann- réttinda. Og það er ekki að eins í lönd- um hinna sigruðu þjóða, sem stjórnleysið teygir angana fram. I Svíþjóð kvíða menn allmikið byltingartilraunum af hálfu öfga- Hjartans þökk frá mér og börnum minum, fyrir auð- sýndan kærleika og hluttekningu við dauða og greftrun konunnar minnar, Gróu Bjarnadóttur. Sigurbjörn Þorkelsson. Hérxr.eð tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðar- för míns ástkæra eiginmanns, Guðmundar Björnssonar, skip- stjóra, sem andaðist 15. þ. m., fer fram frá heimili hins látna, Hverfisgötu 66 A. fimtudaginn 28. þ. m. kl. 2l/2 e. hád. Guðrún Helgadóttir. Jarðarför bróðurdóttur minnar, Bergljótar konslukonu Lárusdóttur frá Presthólum, sem andaðist á Landakotsspítala 17. þ. m., fer fram frá Dómkirkjunm fimtudag 28. nóvem- ber kl. 3 síðd. Jóh Jóhannesson. For den ved Poul Posenkildes Begravelse udviste Del- tagelse bringes herved en bjertelig Tak. Paa Forældres og Söskendes Vegne. Hans Venner. Reykjavík d. 25. Nóvbr. 1918. manna meðal jafnaðarmannanna svokölluðu, þar róa maximalist- ar í Rússlandi undir, og sagt er að þeir leggi sænsku æsinga- mönnunum til té. Og talað hef- ir verið um að skipa þar verka- mannaráð í rússneskum stíl. í Noregi hefir einnig bólað á þe3S- ari hreyfingu, en þar er það varla alvarlegraen „syndikalista-“fálm- ið í Danmörku. Svo ramt kveður að hræðsl- unni við þennan byltingar- og stjórnleysisanda, sem kviknað hef- ir af ófriðnum, að jafnvel í Eng- landi þykjast menn ehki ugglaus- ir. Þar eiga kosningar að fara fram í næsta mánuði, en í sum- um blöðum er stjórninni legið á hálsi fyrir það, að stofna til kosninga á þessum tímum og hleypa þannig að óþörfu æsÍDgu í lýðinn, því að enginn geti vit- að fyrir, hverjar afleiðingar það geti haft. Það þarf þó varla að óttast, að byltingamennirnir fái mikla áheyrn meðal alþýðunnar í lönd- um sigurvegaranna. Þar er fögn- uðurinn svo ákafur og vegur stjórnendanna svo mikill um þass- ar mundir, að allri alþýðu mun það mjög fjarri skapi að sparka þeim frá völdum. mmaaammm Jarðarför mannsins míns sál., Guðmundar Póturssonar, fer fram föstudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. frá dómkirkjunni. Hús- kveðja kl. 12‘/2 e. h. á heimili okkar, Litla-Melstað á Bráðræðish. Valgerður G. Pálmadóttir. I Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðar- arför minnar hjartkæru dóttur, Þóru M. Hallgrimsdóttnr, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 29. þ. m. kl, 10 f. h. Þuríður Magnúsdóttir. 1 I I Hór með tilkynuist vinum og vandamönnum, að jarðarför mannsins míns, sem andaðist 14. þ. m., fer fram frá heimili hins látna, Hraungerði við Hafnarfjörð, nmtud. 28. þ. m. Guðlaug Óláfsdóttir. Duglegan og áreiðanlegan bilstjðra vantar nú þegar til að aka Over- land-bifreið. Uppl. í Utan af landi. Inflúensan heldur áfram að breiðast út, en. fer þó heldur hægt, enda reyna menn að verjast henni í þeim. héruðum, sem ráðrúm fekst til að gera.slíkar ráðstafanir. Af Vestfjörðum eru fregnir ó- greinilegar af veikinni. í Dala- sýslu er hún ekki komin og ekki í Stykkishólmshérað, nema í Stykkishólm. Breiðafjarðareyj- ar á að reyna að verja. í Húnavatnssýslu er veikin komin á nokkra bæi í Miðfirð- inum og einn bæ i Víðidal. Þar er reynt að gæta allrar varúðar og þess vegna breiðist veikin. mjög hægt út þar. Er mikið unnið við það, þó að ekki tak- ist að hefta útbreiðsluna alger- lega. Nú mun { ráði að reyna að stöðva hana við Gljúfurá og Hópið og verja austursýsluna. í Árnes- og Rangárvallasýslum geisar veikin, en lengra austur hefir hún ekki komist og í Eyja- fjallasveitunum mun hún ekki vera orðin mjög útbreidd enn. \ með öllu tilheyrandi. Véiin aðeins notuð nm 4ra mánaða tíma i lanði og er sem ný. VesamMasK.rlfstofan. Túngötu 20. Sími 626. Önðveyistið er um land alt og hefir verið sið- ustu dagana, eins og indælasta vortíð. Frá Hnausum í Húna- vatnssýslu var sagt frá því ný- lega i símtali, að þar væru sól- eyjar að sprÍDga út þessa dag- ana. Væri mikil bót að því, ef slík tíð héldist, meðan mflú— ensan er að Ijúka sér af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.