Vísir


Vísir - 21.02.1919, Qupperneq 3

Vísir - 21.02.1919, Qupperneq 3
&ÍSJR Rottu-gratín útrýmir rottum, er ódýrt. — Fæst í öllum verslunum. Nomalbrauðia (úr besta dönsku normalmjöli) íást nú aftur í útsölum Alþýðubrauð- gerðarinnar og aðalbúðinni á Laugavegi 61. Alþýðubrauðgerðin. Sjóvátryggingartélag isíands H.f. Austurstræti 16. Raykjavík. Pósthólf 574. Símnefni: Insurance Talsími 642. Alskonar sjé- og stríðsvátryggingar. Skrifstofutími 10—4 siðd, — laugardögum 10—2. Mótorbátar réru héðan nokkrir í gær- morgun og fengu ilt veður og voru tveir þeirra ókomnir að i morgun. Vonandi er þó að ekk- ert hafi orðið að þeim, og vel má vera að þeir liafi lagst hér úti- fyrir og ekki treyst sér til að finna höfn i dimmviðrinu. Dánarfregn. Oddur Ögmundsson, faðir Jóh. Ögm. Oddssonar kaupmanns, andaðist í nótt. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaðm’ er lasinn •eftir bifreiðarslysið í Kópavogi og hafði brákast í honum rif við fallið. Leikhúsið. þar var fult hús aftur í gær- kveldi. í þriðja sinn verða Skuggar leiknir á sunnudaginn. Frá Kaupmannahöfn er gufuskip væntanlegt hingað bráðlega með vörur. Verður far- ið að ferma það næstu daga. Sbr. augl. G. Kr. Guðmundsson- ar & Co. hér i blaðinu. öröJi Dna á striðsvátryggingnmim. í Politiken 31. jan. er sagt frá því, aiS samningar hafi þá undan- fariö staöiö yfir, milli dönsku stjórnarnnar og skipaeigenda, um, hvernig verja skuli fé því, sem græöst hefir á stríösvátrygging- um Dana. Þessi gróði nemur at> sögn 44—45 miljónum króna. Þaö hefir oröiö að samkomu- lagi, aö ríkið fái 35%, af þessari fúlgu, en skipaeigendur afgang- inn, og eiga þeir að fá hann í rík- isskuldabréfum, eöa meö öðrum oröum, lána ríkinu féö. Þaö er þeirra hluti (skipaeigendanna) í 120 miljóna ríkisláninu danska sem sagt var frá í símskeytum á dögunum. I Fisk- burstar ágætir, nýkomnir til les limsen. óskast 14. mai til eldri hjóna. Hátt kaup í boði. Tilboð merkt 102, afhendist á afgreiðslu Vísis fyrir febrúarlok. Ch 0 colade margar teg. Cac a 0 Te 1 verslnn Eiaars Araasonar. Burstar Og Kústar allskonar: Fataburstar Hárbnrstar Naglaburstar Handkústar Skrúbbnr stórt úrval hjá Jes Zin^sen Biásteinn kiló kr.: 2,00 hjá Jes Zimsen. 87 út i garðinn og einkum á laugardags- kvöldum. Svo eg segi þér eins og er, þá er þetta gata í einu mesta óþrifahverfi Lundúna, og mig langar til að sjá hana. Mér hefir verið sagt, að eg þekki ekki ó- þrifahverfi Lundúna, hafi eg ekki séð Paradísargarðinn“. Quilton kinkaði kolli. „Eg skil, það verð- ur ekki annað sagt, en að þú gangir hrein- lega til verlcs, Harvey. pú hefir auðvitað lögregluþjón með þér, eða er ekki svo?“ „Nei“, svaraði Clive. „Mig langar til að spila upp á eigin spýtur; auk þess mun lögreglan hafa nóg annað að gera, en að fylgja mannvinum á götunum“. Quilton þagði stundarkom, svo sagði hann: „Mér dettur í hug að koma með þér, ef þér stendur á sama. Eg hefi ekkert að gera í kvöld, því það er laugardagur eins og þú veizt, og mig langar í æfintýri“. Clive hikaði eitt augnablik. „pað gæti nú fai-ið svo, að æfintýrið yrði alvarlegt“, sagði hann með áherzlu. „Já, ef við hálsbrytum okkur“ — „eða eitthvað annað ven*a?“ sagði Clive góð- látlega. „Jæja, aldrei hefi eg hálsbrotið mig eim þá, — ekki alveg, að minsta kosti, og nú dauðlangar mig í eitthvað æsandi“. 88 „Gott og vel“, sagði Clive. „En þú ætt- ir að vera dálítið ver til fara en þú ert; það væri öruggara“. „Get það ekki þó eg vildi“, sagði Quil- ton og leit á jakkann sinn alþakinn tóbaks- slettum og teblettum, bættu buxurnar og óburstuðu stígvélin. Clive virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Hreinir flibbar eru bannvara í Para- dísargarðinum“, sagði hann. „Bíddu augnablik“, sagði Quilton, hljóp upp 'á herbergi sitt og kom þegar aftur með óhreinan klút um hálsinn í staðinn fyrir altof hreinan flibba. „Við skulum fá okkur hestvagn“, sagði Clive, „hann nota allir, bæði fátækir og ríkir. Eg hefi séð biskupa silja uppi á hestvagni; og eg skopaðist að einum bankastjóranum við Englandsbanka um daginn, fyrir það sama“. „Gleður mig að heyra um bankastjór- ana“, tautaði Quilton. „Eg hitti hann heima hjá föður mín- um“, sagði Clive, „hvað sem hann hefir getað verið. að gera þar; það er mér ó- skiljanlegt“, bætti hann við hreinskilnis- lega. „Enginn bankastjóri, hvað áreiðanleg- ur og vandaður sem hann væri, þyrði að 89 fara fram á lán hjá Rafborough', eða fá hann út í féglæfra“. „Gömlu víggirðingarnar hafa verið rofnar“, sagði Quilton. „Vér lifum S Jý®- valdsins öld; bóndinn fetar i fótspor að- alsmannsins, múrarinn ferðast í sporvagn- inum með miljónaeigandanum, biskupinn ekur á hestvagni með steinsmiðnum og herra Clive Harvey, — eg bið fyrirgefn- ingar, hans hágöfgi Clive Harvey, sonur jarlsins af Rafborougli, sem rekur ætt sína til kappanna, sem komu hingað til lands með Vilhjálmi sigurvegara, hann velur sér að félaga hinn lítilmótlega og ættsmáa William Henry Quilton“. „Láttu nú ckki eins og asni, Quilton“, sagði Clive. „En þú hefir rétt fyrir þér f því, að nú er lýðvaldsins öld og allur stétta- mismunur er að liverfa. Hann hefði átt að vera horfinn fyrir löngu. Hingað tO hefir ein stéttin ckki vitað um aðra, ekki vitað, við liver kjör hin hefir átt að búa. Heldurðu til dæmis, að æðri stéttimar, sem svo eru kallaðar, og það réttilega, viti um þau bágindi, þá takmarkalausu eymd, sem svo margir af samborgurum þeirra eiga við að búa, sumir jafuvel í svo aumu ástandi að skynlausar skepnurnar taka þeim fram?“ „þær hafa altaf tækifæri til að að lesa

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.