Vísir - 07.03.1919, Blaðsíða 3
ft
íslendingar eru seinir til að
taka upp erlendar nýjungar og
liggja til þess margar orsakir.
Lengi höfðu bifreiðar verið not-
aðar utanlands, áður en þær
fiuttust hingað. Nú vilja menn
ekki án þeirra vera, og vísl er
um það, að ómetanlegt gagn
varð að þeim í veikindunum í
vetur, livað sem öðru líður.
Nii eru flugvélar orðnar ó-
missandi samgöngutæki í mörg-
um löndum og þær verða næsta
samgöngutækið, sem hingað
kemur, verða á undan eimreið-
um og rafniagnsvögnum.
Styrjöldin mikla hefir flýtt
mjög fyrir framförum i fluglist
og fiugvélagerð.
f upphafi styrjaldarinnar áttu
Bretar t. d. 166 flugvélar, en
21000 þegar vopnahléð var sam-
ið. Árið 1914 áttu þeir 45 sjó-
flugvélar, en 1300 i nóv. s. 1. —
Flugvélarnar áttu mikinn þátt í
úrslitum ófriðarins og er talið,
að Bretar eigi nú stærstan flug-
vélastól og segjast þeir framveg-
is ætla að verða öndvegisþjóð í
þeirri grein, eins og í siglingum.
í ráði er að freista að flúga yf-
ir Atlantshafið á þessu ári. Búist
■ei' við að Englendingar, Banda-
ríkjamenn og Frakkar keppi þar
hverir við aðra.
Síðan vopnaviðskiftum lauk,
hafa flugvélar verið notaðar til
póstflutninga og farþegaflutn-
iuga í nrörgum löndum og marg-
ar langferðir flognar.
Tveir Frakkar flugu nýlega yf-
ir Miðjarðarhaf, frá Marseilles til
Algier, um 500 enskar milur, og
voru 5 stundir á leiðinni. pó var
veður þá svo vont, að gufuskip
komust ekki hindrunarlaust leið-
ar sinnar þar í milli þann dag.
Frá Belfast á írlandi var ný-
, lega flogið til Sheffield á 2%
kl.st. pað eru 194 enskar milur.
Flugvélin var knúin með 350
hesta mótor og bar 12 smálestir,
þar á íneðal 7 farþega. Er það
mesti þungi, sem fluttur hefir
verið i flugvél milli þessara
landa. Farþegar neyttu máltíðar
á leiðinni og létu hið besta yfir
förinnni.
Loks hefir verið flogið frá
Bretlandi til Indlands, en sú för
tókst þó ekki sem greiðlegast,
því að flugvélin bilaði á leiðinni,
en þó komst hún alla leið að
lokum.
Vegna margra og merkilegra
uppgötvana og endurbóta, mega
flugferðir nú orðið heita mjög
hættulitlar á friðartímum.
Hér í bænum hefir verið stofn-
að til flugvélafélags, en sennilegt
er, að nokkur hið verði á fram-
kvæmdum þess.
En ekki er loku fyrir það skot-
ið, að hingað kunni að slæðast
einhver flugmaður að sumri,
sem vildi leita sér frægðar í þvi
að verða fyrstur til að fljúga yfir
„íslands-ála“ Fm.
Bæjarfréttir.
I. O. O. F. 107379 — O.
A
Afmæli í dag.
Ingvar Sigurðsson.
Guðríöur Jónsdóttir, hjúkr.kona.
Anna Hjaltested, ungfrú.
Holger Debeil, forstj.
Sig. Sigurðsson, kenn., ísaf.
Carl L. A. Trolle.
Böðvar Gíslason, trésm.
Ottó J. Ólafsson, verslm.
Steinolía
sú, sem nú er verið að skipa í
land, verður að nokkru leyti geymd
á íþróttavellinum og græðist í-
þróttasambandinu þar nokkurt fé,
sem notað verður til að endurbæta
völlimi.
i
Dansleik
ætlar íþróttafélag Rvíkur að
halda í Iðnó annað kveld, og er
sagt, að húsið verði raflýst það
eina kveld, í tilefni af skemtun-
inni.
Aðalfundur
íþróttasambands Reykjavíkur
var haldinn í fyrrakveld. — Þrír
menn gengu úr stjórn, og skoruð-
ust tveir þeirra undan endurkosn-
ing, Jón Þorláksson og Magnús
Kjaran, og voru kosnir i þeirra
stað Gunnar Thorsteinsson og
Erlendur Pétursson, en Sigurjón
Pétursson var endurkosinn. Hagtir
sambandsins má heita góður; tekj-
ur aldrei meiri en nú; útgjöld að
visu niikil, en tekjuafgangur þó.
V í S I R.
Aígreiðsla blaðsins í Aðalstraetí 14,
opin kl. 8—8 á hverjum degi.
Skrifstofa á sama stað.
Sími 400. — P. O. Box 367.
Auglýsingaverð: 80 aur. hver cm.
dálks í stærri auglýsi:;gu:n. d aura orðiS
í smáauglýsingum með óbreyttu letri.
ísl. smjör
pr. */» kr. 3,35
fæst i versl.
Ámunda Árnasonar HverfÍBg. 37
„Geir«,
björgunarskipið, hefir verið að
brjóta skipum leið um höfnina í
daS' i #1
Tveir franskir
botnvörpungar liggja hér áhöfn-
inni.
VeðriS
er með vægara móti í dag. Frost
í Rvík 6 st., á ísafirði 7, Akur-
eyri 11, Grímsstöðum 14, Seyðis-
firði 10, Vestmannaeyjum 2.6.
Frú Ragna Jónsson,
kona Þorsteins Jónssonar kaup-
manns frá Seyðisfirði, hefir heit-
ið hjálparstöðinni fyrir berlda-
veika, sem hjúkruunarfél. „Líkn“
er að koma á fót hér í bænum,
rausnarlegurn styrk. Ætlar hún að
kosta eina hjúkrunarkonu fyrir
stöðina að öllu leyti, eða leggja
fram 1200 kr. á ári.
V erkf r æSingarnir
Guðm. Hlíðdal og Th. Krabbe
hafa að sögn sagt af sér.
130
Kuldi hennar bráðnaði eins og snjórinn
bráðnar i hita' vorsólarinnar. Clive dans-
aði vel; allir, sem elska söng og eru söng-
næmir, dansa vel; með höndina i hönd
hans, með hálfaftur augum og svo nálægt
honum, að kinn hennar snart næstum því
vanga hans, leið hún með honum eftir tón-
unum frá einhverjum besta hljóðfæra-
flokknum i allri Evrópu.
I fyrsta sinn á æfinni fann ungfrú Edilh
til þess í liverju sönn hamingja er fólgin,
því þetla var fyrirboði hennar. Hjartað
barðist í brjósti hennar, henni var. þungt
um andardráttinn; einhver óumræðileg
fagnaðartilfinning gagntók liana alla. Hún
opnaði augun, og horfði framan i hann
feimin, innileg, dreýmandi.
En í augum hans var ekkerl svar að
finna. Hann horfði heint fram fyrir sig,
alvarlegur, já, næstum því hörkulegur á
svipinn; og þessi alvara og harka jók enn
meira töframagn það, sem fjötraði hug
hennar. En hann virtist ekki sjá neitt af
allri dýrðinni umhverfis þau, livorki hina
skrautlegu sali eða mannfjöldann skarl-
klæddan; í stað þess sveif fyrir hugskots-
sjónum hans fátæklegt og lítið herbergi
í Bensons-sundi, þar sem ung stúlka sat
við hljóðfæri, sem liún lék á; beinvaxni
líkaminn heygði sig ofan yfir nóturúar,
131
og í stað hins glymjandi hljóðfærasláttar
. í salnum, sem hann dansaði eftir, hljómaði
fyrir eyrum hans angurblíða lagið, sem
söngmeyjan af strætinu hafði sungið fyrir
hann, — sú sama og hann hafði heitið að
líta aldrei framar augum.
IX. kapituli.
Elisha fær stöðu.
prem dögum eftir dansleikinn hjá frú
Dalrymple, þegar Elisha gekk inn i litlu
borðstofuna, þar sem þær Tibby og Mina
sátn að morgunverði, rétti Tibby honum
bréf yfir borðið. þau voru svo óvön þvi
að fá bréf, að báðar stúlkurnar horfðu
á hann með forvitni meðan liann, hægt
og hikandi, opnaði umslagið, og þegar
hann loks leit upp úr hréfinu, með undr-
unarsvip á andlitinu, hljóp Mina til hans
til þess að fá að vita fréttirnar.
„Hvað er á seyði? Hefir einhver skilið
þér eftir arf ?‘ spurði Tibby hvatlega. „Eða
er það viðvikjandi sköttunum? Sköttun-
vun! Eins og konuugunnn geti ekki kom-
ist af án okkar aðstoðar- Ekki svo að skilja
að eg hafi nokkuð á móti honum, og eg
þori líka að segja, að það er ekki hehn-
132
ingurinn af því, sem inn er heimtað, sem
lendir í hans vasa.“
„Bréfið er frá herramanninum — herra
Clive!“ stundi Elisha um leið og hann
greip fram i fyrir henni. Hann hefir útl-
vegað mér lærisveina; hér eru nöfn þeirra
og heimilisfang, það eru tignir menn og
hefðarmeyjar, og svo á eg að hafa tíu krón-
ur um tímann! Tíu krónur, hugsið ykk-
ur!“ Hann hló og þurkaði svitann af enni
sér um leið og hann horfði ýmist á Tibby
eða Mínu, eins og hann vissi ekki hvaðan
á sig stæði veðrið.
„petta virðast nú vera of góð tiðindi
til þess, að þau geti vei*ið sönn,“ sagði
Tibby. „Svei mér ef þetta er ekki það, sem
kallað er að „gcra glettur“ og sumum
stúlkunum i verksmiðjunni þvkir svo
gaman að? pað er líka ekkert annað, þvi
hvernig átt þú að geta kent tigihbornu
fólki i þessum görmum, sem þú ert í?“"
„Hann hefir hugsað fyrir því og látið
fylgja með bréfinu ávísun upp á 40 krón-
ur, ef eg skyldi þurfa á að halda, eins og
hann kemst að orði. Hafið þið nokkurn
tíma heyrt annað eins!“
rribbv hristi höfuðið og hniklaði brým-
ar.
„Ef eg væri spurð, mundi eg svara, að
hann væri einn af þessum náungum, sem