Vísir - 09.03.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1919, Blaðsíða 2
 LEREFT bleikjað verð: 1^5-1,50 pr.mtr. Smjörlér. 0,50 mtr. „ Egi8 Jacobsen ^ Tmuntollnr. Stjómin hefir gefið út bráöa- birgöalög, sem ákveöa aö leggja toll á tómar sildartunnur, sem fluttar veröa til landsins á þessu ári. Tollurinn nemur 5 kr. á hverja tunnu. Sú orsök liggur einkum til þess- arar ráöstöfunar, aö hérlendir út- geröarmenn eiga mikið af tómum síidartuonum frá fyrri árum, og hafa þær veríð keyptar dýru verði. Nú em likur til, að fá megi mun ódýrari tunnur frá útlöndum næsta sumar, og ef svo yrði, stand- ast útgerðarmenn hér ekki sam- kepni við þá, sem flytja inn nýjar tunnur. Tollur þessi er þess vegna ekki að eins lagður á til þess að afla landssjóöi tekna, heldur til þess að tryggja íslenzkum útgerö- armönnum, að þeir geti staðist samkepni á síldarmarkaöinum við þá, sem að eins hafa nýjar tunn- ur og ódýrari en þær, sem nú eru til í landinu. Eins og nú standa sakir, verö- ur ekki sagt, hvort útlendingar muni fjölmenna hingaö til síld- veiða að sumri, en ólíklegt er það ekld, og gæti tollur þessi þá orð- ið landssjóði álitleg tekjugrein. „Vatasráns"- kenningarnar. (Úr fossalögunum frá 22. nóv. 1907). „7. gr. Nú er kona eigandi foss eða afnota hans .... 8. gr. Nú erfir maður eignar- eða aínotarétt á íbssi- 10. gr. Hver sá maður, heimilis- fastur erlendis, er foss á á íslandi 12. gr. Hvar maður er skyldur til, gegn fullum skaðabótum, að láta af hendi fossa sína, ár og læki og jarðir þær, er þar að liggja eða réttindi, sem hann hefir yfir þeim, þegar almenningsheill krefst þess, til mannvirkja í þarfir lands- ins eða sveitarfélaga." :— Og „Tíminn" lætur sem hann sé hróðugur yfir. En þó skín það í gegnum, að „tengdasonur Titans" mundi hafa kosið ábyggilegri laga- grundvöll til að byggja á vatns- kenningar einstakljnganna. Því neitar auðvitað enginn, að í þessum lögum, fossalögunum frá 22. nóv. 1907, er gert ráð fyrir því, að einstakir menn eigi fossa og ár, eða geti átt eða eignast. En þó að ráð sé gert fyrir sliku þar, þá er það alveg gagnslaust ef eignarréttur einstaklinganna helgast ekki af öðrum lögum. Þo að eitthvert þing imyndi sér, að einstakir menn eigi árnar í landnu, og setji lög samkvæmt þeirri ímyndun, þá öðlast einstaklingarn- ( ir í landi'nu engan rétt við það eitt. Eldri lög viðurkenna alls ekki eignarrétt einstaklinganna, heldur þvert á móti; þau gera að eins ráð fyrir afnotarétti, og honum svo takmörkuðum, að ósamrýmanlegt er eignarréttij sbr. t. d. takmark- anir á veiðiréttindum. Það getur nú hæglega komið fyrir, (og hefir komið fyrir), að þingið semji lög, sem bygð eru á röngum skilningi á eldri lögum. En þar fyrir nær sá rangi laga- skilningur auðvitað ekki lagagildi! Og þó að það væri alveg tvímæla- laust og augljóst, að þingið 1907 hafi staðið í þeirri trú, að menn ættu ár og fossa, þá næði sá-mis- skilningur ekki lagagildi fyrir það eitt, að komist er svo að orði í fossalögunum, eins og að framan greinir: „Nú er kona eigandi foss. .... Nú erfir maður eignar- eða afnotarétt á fossi......Hver sá „Tíminn“ hefir brugðið fljótt við og farið að ráðum Vísis og reynt að finna einhvern lagabók- staf, til þess að styðja „vatnsráns- kenningar" sínar við. Væntanlega hefir hann aflað sér upplýsinga hjá einhverjum af þessum „langsam- lega flestu" lögfræðingum, sem hann segir að hallist að kenningu minnihluta fossanefndarinnar, og verður að gera ráð fyrir því, að lagagreinar þær, úr fossalögunum frá 22. nóv. 1907 (ekki T7), sem hann vitriar í 5. þ. m., séu að þeirra dómi helstu eignarheimildir ein- stakra manna á vatnnu i landinu. Þessar lagatilvitnanir „Tímans“, sem hann tmir til, „handa Vísi að glíma viö“, eru þannig: maður .... er foss á .... o. s. frv. Til þess hefðu lögin þurft að kveða svo að orði, að jarðeigend- ur ættu alt vatn, ár og læki, sem á jörðum þeirra væri. En það er hvergi sagt. Lögin gera að eins ráð fyrir, að svo geti verið eða orðið. ( Og hér við bætist það, sém „Tíminn“ auðvitað leiðir hjá sér að geta um, að því fer mjög fjarri, að þingið 1907 hafi „slegið föst- um“ þeim skilningi (eða öllu held- ur misskilningi), að ár og lækir séu eign jarðeigenda, því að sama þing heimilaði Reykjavíkurbæ með (öðrum) lögum, að taka vatn til bæjarvatnsveitunnar, hvar sem væri og án als endurgjalds til þeirra einstaklinga, sem vatnið kynnu að eiga. Og í yngri lögum um vatnsveitur kauptúna, er einn- ig gengið fram hjá þessum ímyna- aða eignarrétti jarðeigenda, því að öllum kaupstöðum er heimilað að taka vatn til vatnsveitu hvar sem er, og án endurgjalds. — Væri það skýlaust brot á stjórnarskránni, ef um eignarrétt einstaklinga á vatn- inu væri að ræða, og einnig færi það í bág við fossalögin frá 1907, sem gera ráð fyrir „fullkomnum skaðabótum" (sbr. tilv. hér að framan) fyrir slíka vatnstöku úr ám, sem einstakir menn kynnu au eiga. Fossalögin frá 1907 sanna því hvorki frá né til um eignarréttinn á vatnsaflinu. Þau sanna að eins að þingið hefir hvorki vitað „upp né niður“ i málinu. í öðru orðinu gera þau ráð fyrir því, að jarð- eigendur eigi vatnið, en í hinu, að þeir eigi það ekki. Það rétta verð- ur því ekki leitt í ljós, nema með rannsókn á eldri lögum. Og þing- ið 1917 vissi, að slíkrar rannsókn- ar var þörf, því að það skoraði á stjórnina að láta hana fara fram, sérstaklega að því er snerti ár á afréttum. Stjórnin fól fyrv. land- ritara Kl. Jónssyni þá rannsókn, en hann hætti við hálfnað verk, og hefir enga skýrslu viljað gefa, vegna þess að hann var þá kominn í stjórn fossafélagsins „Tit<ans“. Nú hefir fossanefndin rannsakað þetta ítarlega og meirihluti henri- ar komist að þeirri niðurstöðu, að ríkið eigi alt vatnsafl á landinu. Það er sú eina rannsókn á lögum, er að þessu lúta, sem nokkuð mark er takandi á, og á þeirri rannsókn og niðurstöðu hennar verður land- ið (ríkið), að byggja réttarkröfu sína. Vísir efast ekki um, hvoru meg- in rétturinn sé. „Vatnsránskenn- ingarnar“ eru kenningar þeirra manna, sem ætla að ræna ríkið eignarréttinum. „Bolshvíkingar" verða þeir ekki kallaðir. Þeir eru nánast „öfugir bolshvíkingar“! Þeir fylgja fram römmustu eigin- hagsmuna-politik einstaklinganna, gegn hagsmunum heildarinnar. Og „Tíminn“ er þar fremstur í flokki. Blaðið sem altaf er að dekra við „jafnaðarmennina“ og hugsjónir þeirra, og sjálft hefir þóst hallast að kenningum Henry George. Það vill nú gefa einstakl- ingunum það, sem þeir eiga ekk- ert tilkall til, og heildinni vært fyrir bestu, að ríkið eitt hefði um- ráð yfir, svo sem nú er viðurkent um allan heim, nema þá af römm-' ustu íhaldsmönnum. Og svo áfjáður er „Tíminn" í þetta vatnsrán, að hann, vitandi hvorki upp né niður í málinu, ræðst þegar á móti kenningum meirihluta fossanefndarinnar, áð- ur en skýrsla hennar er birt og án þess að hafa hugmynd um, á hvaða rökum þær kenningar eru bygðar, en svíkúr hiklaust þá stefnu, sem hann þykist sjálfur fylgja, að eins vegna þess, að hann á erfitt með að „samræma" hana réttlausum hagsmunum einhverra örfárra manna, sem honum eru nákomnir. Og svo blygðunarlaus er hann, að hann segir berum orðum, að þetta mál eigi ekki að ræða á þeim grundvelli, hvað almenningi sé heillavænlegast, blaðrar um „hvað séu lög í landi hér“(!), en verður svo við fyrsta tækifæri uppvís að því, að vita hvorki upp né niður i því, hvað eru lög og hvað ekki. Ofstækin ekki einvöld. Fregnir þær, sem borist hafa af undirbúnngs frðarráðstefnu bandamanna, hafa verið á þá leið, að ekki virtist ugglaust um, að ofstækin hefði þar of mikil ráð og að lítillar sanngirni mundi það- an að vænta í garð óvinanna. — Fregnir þessar hafa ef til vill ver- ið litaðar af ofstæki blaða þeirra, í löndum bandamanna, sem þær hafa birt, og ef til vill er meiri sanngirni að vænta af bandamonn- um en ráðið verður af' þeim. 1 þá átt bendir símfregn sú, sem birtist hér í blaðinu í dag, um nið- urstöðu nefndar þeirrar, sem bandamenn skipuðu til að rann- saka það, hveriir sök hafi átt á upptökum ófriðarins. Fyrst eftir að ófriðnum lauk, var mikið um það rætt í blöðum bandamanna, að þess yrði að krefjast, að Vilhjálmur keisari yrði fi-amseldur og honum hegnt, fyrir þá sök, að hann hafi verið aðalupphafsmaður ófriðarins. Því hann einn hafi haft vald til þess í Þýzkalandi, að slíta friðnum, samkvæmt stjórnskipunarlögum ríkisins, og að það hafi því ver- ið hans persónulegi vilji, sem hafi ráðið því, að það var gert. Slikar lögskýringar voru hafð- ar eftir frægustu lögfræðingum bandamanna, og svo virtist helzt, sem dómur væri kveðinn upp í máli keisarans þegar áður en það var rannsakað. Og enginn mælti honum bót. En þrátt fyrir það, hefir dómnefndin komist að þeirri niðurstöðu, að honum verði ekki gefin sök á upptökum ófriðarins og engum einstökum þjóðhöfð- ingja öðrum. Nefndin hefir ekki einblínt á lagabókstafinn, en komist að þeirri niðurstöðu, að enginn einn mað- ur hafi getað hrundið ófriðnum af stað, hvað mikil völd sem hon- um hafi verið gefin. Þessi niðurstaða kemur sjálf- sagt mörgum á óvart. Alla rétt- sýna menn mun hún gleðia, því að hún sýnir, að þjóðahatrið hef- ir ekki með öllu upprætt réttlæt- istilfinningu ójriðarjjjóðanna. Þess er þó ekki að vænta, að nokkur dómstóll bandamanna komist nokkru sinni að þeirri nið- urstöðu, að Þjóðverjar eigi ekki einir sök á því, að ófriðurinn var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.