Vísir - 09.03.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1919, Blaðsíða 3
hafinn. En það virðist þó ekki ó- hugsandi úr þessu, a'S einhverjar niálsbætur geti fundist svo aö því veröi þó ekki neitaö, a'ö Þjóöverjar geti talist meöal siöaöra þjóöa, þó að sekt þeira sé mikil. — En þaö hafa fá blöð bandamanna, og því færri stjórnmálamenn þeirra vilj- aö viöurkenna. Hálkan. „Góöur, betri, bestur, burtu voru reknir; illur, verri, verstur, voru aftur teknir.“ Það er ekki nýtt, aö bæjarstjorn- in og auövitað allar stjórnir, sem lengri eða skemri tíma sitja að völdum, fái hnútur og séu skamm- aðar, og þaö oft ekki aö sekju- lausu. Þegar nýir menn eru kosn- ir, verða þeir fljótt gamlir, og fram á sjónarsviðiö koma enn ný- ir menn, sem af eldmóði miklum skamma þá gömlu fyrir afglöp og ófyrirgefanlega skammsýni. Þetta gengur koll af kolli, og aldrei virð- ast nýtir menn vera til, nema utan við öll völd. Á hverjum einasta vetri hefir bæjarstjórn Rvíkur verið vitt fyr- ir aðgerðaleysi sitt í þvi, að sjá um að sandur sé borinn á göturnar þegar hált er, og á hverjum vetri koma fyrir eitt eða fleiri tilfelli, að menn detta og brjóta limi sína, af þessum ástæðum, en aldrei viröist þessari blessaðri bæjarstjórn skilj- ast það, að eitthvað þurfi að gera til þess, að stemma stigu fyrlr þessu. Gamlar hafa farið og nýj- ar komið í staðinn en — ekkert batnar. — Mundi ekki gerlegt að koma upp nokkurskonar forða- búri fyrir sand handa bænum. Það ætti ekki að þurfa að kosta nein ósköp, en gæti orðið til þess, að spara mörgum manninum limlest- ingu. Eg hafði hugsað mér t. d., að bærinn léti aka sandi til geymslu á einhvern góðan stað, má líka nota ösku, ef ekki næst í sand, og séð um, að hann ekki þrjóti. Tel eg þá vafalaust, að margur mundi ! kaupa smá „slatta“ til að strá í kringum hús sín, og mundi þar með nást eitthvað upp í kostnað- inn. j Þessu vildi eg skjóta að okkar núverandi bæjarstjórn til yfirveg- unar, og ef mögulegt er, til eftir- breytni. 5-—3—’19- V. H. «. 1 3 Bæjarfréttir. SeglskipiS „Salus“ er nýfarið héðan áleiðis til Vest- mannaeyja með saltfarm. Duus-kúttararnir eru nú allir komnir inn úr fyrstu veiðiför sinni á vertíðinnt og einn þeirra, „Valtýr", er lagð- ur út i þrðja sinn. Hann lagöi íyrstur út og aflaði 12 þús. í fyrstu ferð og í annari 17, á viku- tíma. „Ása“ fekk 14 þús., „Há- kon“ 12, „Keflavíkin“ 15, „Milly“ 12 og „Sigurfari" n, og eru þessi 5 skip öll lögð út í annað sinn. „Björgvin“ aflaði 14þúsund, „Seagull" 14 og „Sæborg“ 1514, og eru þau þrjú nú hér í höfn. Gjafir til Samverjans. Peningar: í. P. 5 kr., frá skemtisjóði verka- mannafél. „Dagsbrún" 75 kr., áheit frá E. E. 5 kr., áheit V. 15 kr., S. Guðmundsson áheit 10 kr., nemendur Vélstjóraskólans 36 kr., Eggert ristjánsson (Söðlas.búð- in) 75 kr., áheit frá sjómanni 10 kr., S. og M. 10 kr., Kaffigestir 3 kr. Vörur: Mínerva 1 kassi kökur, Guðrún Jónsd. mjólk kr. 2,80, D. Bernhöft 200 bollur, Bergsteinn Magnússon 150 bollur, Sig. Gunnlaugsson 115 bollur, Eggert Jónsson 60 1. mjólk, Heildsali 1 sk. kartöflumjöl, 1 sk. haframjöl, 1 sk. kartöflur, 1 pk. saltfiskur, 2 ostar. Beztu þakkir 1 Reykjavík, 8. marz 1919. Júl. Ámason. Á dausleik fþróttamanna í Iðnó í gær- kveldi var alt öðruvísi umhorfs en menn eiga þar að venjast. Anddyrið að vestanverðu var ijaldað og prýtt svo smekklega, að slíkt heör aldrei sést hér, og eins var danssalnrinn. — Raf- magnsstöð var komið upp við búsið fyrir þetta eina kvöld, og allavega litir rafmagnslampar lýstu upp danssalinn og hliðar- erbergin. Koaa mönnum sam- m um, að fþróttamönnum hefði í-ldrei tekist betur að sýna iþrótt- ir sinar. Og dansleikurinn fór irýðilega fram, og að lokum öng kvartett nokkur lög. Kútter Hafsteínn kom inn í gær. Toinaísósa Fisksósa Soja Pickles Agarkur Cnpcrs Edik — Kjötkraftur ódýrast í Liverpool. Laus til íbúðar fyrir kaupendur nokkur hús með góðu verði og borgunarskilmál- um. Oísarok var hér fyrrihluta dagsins í gær, og óttuðust menn um tíma, að vandræði mundu af hljótast hér á höfninni. En litið varð þó úr því. Að eins höfðu tveir vélbátar, sem voru við hafnar- bakkann, laskast eitthvað lítils- háttar; það voru „Skaftteilingur“ og „Faxi“. 186 loks að telja um fyrir honum. „Tibby mundi verða fokreið,“ sagði hún og fór kænlega að, til þess að vinna hann á sitt mál. „Hún vildi miklu heldur fá pening- ana sjálf.“ „Það er líklega alveg rétt Iijá þér,“ svar- aði hann hikandi, „en þú þarft að fá þér föt áður en þú ferð að ganga í skólann, Mína.“ „Nei, nei, mín föt eru ágæt,“ sagði hún fljótlega. „Eg á bæði sparikjól og hatt,“ svo bætti hún við, þegar hún sá óánægjusvipinn á honum: „en Tibby þarf að fá nýja skó, og eg vildi gjarnan eignast nýjan kraga, hanu vantar mig og ekkert annað; jú, svo þarf eg að fá mér nokkrar bækur; en eg get feng- ið þær í Bókabúðinni í Markaðsstræti, þar sem seldar eru notaðar bækur. Eg er viss um þaö, því eg hefi svo oft séð þær þar.“ „Og langað til að eignast þær,“ sagði hann dapurlega. „Mina, eg vildi geta orðið rikur og vona a'ð eg komist áfrarn og verði það, — vegna þín og Tibby.“ „Og vegna hr. Clives,“ bætti bún við í lág- um hljóðum. „Já, auðvitað líka vegna hans, því eg vildi gjarnan borga honum það, sem eg skulda honum. Það er það, sem gerir mig skelfdan. Eg titra allur, findu höndina á mér! Hvað er þctta, þú titrar líka, Mína! Það er reyndar 187 engin furða. Fjörutíu krónur á viku er ekkert emráði! Eg veit ekki hvort eg stend heldur á fótunum eða höfðinu. — Að hugsa sér hvað hann hlýtur að vera mikill maður að eiga aðra eins vini! Og samt getur hann gefið sér tóm til að hugsa um okkur líka! Þó segir strákurinn, sem er að flækjast í Hide Park á sunnudögum, að allir rikir menn séu vond- ir og eigingjarnir. Það er auðséð, að hann hefir ekki hitt annan eins mann og hann Clive okkar.“ „Auðvitað borgarðu honum penmgana síð- ar,“ sagði hún eftir stundarþögn. „Auðvitað,“ svaraði hann ákafur. „Verst af öllu er, að hann hefir ekki sent okkur utanáskrift sína; hann hefir gert það viljandi býst eg við. En hver veit nema að hann líti hingað inn, til þess að sjá hvernig okkur gengur? Heldurðu að hann geri það?“ Blóðið þaut fram í andlit henni sem snöggv- ast, og hún sneri sér undan hinu áleitna augna- ráði gamla mannsins. „Eg — veit ekki, — það getur verið,“ svaraði hún í lágum hljóð- um. Elisha átti að mæta í fyrsta sinn daginn eftir og byrja þá lcensluna, og Mína beið komu hans, úar þessari fyrstu kenslustund, með svo mikilli eftirvæntingu, að hún gat tæpast nokk- uð gert. Og þegar dyrnar opnuðust og hann þeysti inn i herbergið æstur og óðamáia, en' 188 þó með sigursvip á andlitinu, sem sagði henni að alt hefði gengið vel, þá stóð hún á fætur og hljóp á móti honum. „Ef eg ætti að reyna að segja þér alt, sem eg hefi séð og heyrt, þá mundirðu tæpast trúa mér, Mína,“ kallaði hann upp hátíðleg- ur á svip, og fleygði sér í stól og þurlcaði sér um andlitiö með fína, nýja vasaklútnum, sem Tibby hafði eindregið fært honum heim sanninn um, að væri ómissandi í hinni nýju, tignu stöðu hans. — „Hugsaðu þér bara h^r- bergi, eins og — eins og svið í sönghöll, stórri sönghöll, ekki eins og söngsviðin í veit- ingahúsunum, með hvítum veggjum og gylt- um súlum, heldur alt svo rólegt og — skraut- legt, alstaðar fult af silkifóðruðum stólum og legubekkjum, myndum og dýrgripum. Þjónn í svörtum einkennisfötum með gúll- hnöppum, — eg er viss um, að þeir voru úr ekta gulli, — fór með mig inn í þetta her- bergi, og hann var alls ekkert drembilegur, eins og þjónarnir á veitingahúsunum og leik- húsunum, heldur þvert á móti mjög þægileg- ur; hann býður mér sæti og segir mjög kurt- eislega: „Ungfrú Emily kemur bráðlega," og eg svara: „Náðug ungfrúin má ekki flýta sér mín vegna,“ því að eg kann að haga mér eins og við á, Mína, það máttu vita.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.