Vísir - 03.04.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1919, Blaðsíða 3
hafnamaður um alí það,- er að , verklegu laut, var hanu eigi síð- ur vel að sér í bóklegum fræð- um. Að sönnu hafði hann minst j at þekkingu sinni þegið á skóla- j bekkjmn, en hann hafði af eigin dug og dáð aflað sér mikils fróð- •leiks í ýmsum greinum. Um aldamótin stofnuðu nokkrir ungir námsmenn með sér málfundafélag hér i bænum. — Félag þelta liét „Vísir“, og ! hafði samnefnt blað, er gekk | (skrifað) milli félagsmanna. Mér er það i minni, hvað Guðm. heitinn var þar áhugarikur og nýtur félagsmaður. — Hann rit- aði mikið i blað félagsins, og báru greinar hans jafnan vott um góða greind, skarpsýni i mál- efnum og liæfileika til ritstarfa. Á félagsfundum var hann meðal hinna málsnjöllustu. Eftir að nefnt félag var leyst j upp, árið 1905, var það vísl ein- j lægur vil ji Guðm., að stofna nýtt j /élag, er starfaði á líkum grund- yelli og hið fyrra. pó varð aldrei úr framkvæmdum í þessa álf, vegna þess hvað aðrar óumflýj- I anlegar annir drógu hann til sín. j Hugur hans stefndi út á hafið, ■ og loks fluttist hann af landi j brott.' — Guðm. var einlægur trúmaður og var meðlimur í Iv. F. U. M. Hamnvar og Good- templar, og hafði mikinn áhuga fyrir bindindismálinu. — Eftir að hann kom til Noregs mun hann hafa brugðið fyrir sig að rita i norsk hlöð. Einnig flutti hann þar innan félaga fyrirlestra um ísland, er miðuðu að því að kynna fólki land vort og þjóðlif. Eg véit að Guðm. mun hafa farist það vel úr hendi rins og annað, því að hann var y í s i r góður íslendingur. —; pað var sárt og sviplegt, að þessi ungi, efnilegi maður skyldi deyja svo fljótt, — áður en hann liafði séð ýmsar sínar björtustu vonir ræt- ast, — áður honum auðnaðist að hverfa heim til fósturjarðar sinnar, og sjá þar ástkæra aldr- aða móður, og aðra ættingja og vini. Allir, sem kyntnst Guðmundi lieitnum, báru mikið traust til hans. pess vegna finst okkur svo mikið með honum mist. 1 marz 1919. Pétur Pálsson. ihA.tL >1« -»U. Bæjarfréttir. || Hús Einars Jónssonar. í gær var vakið máls á þvi i Yisi, að nú þyrfti að fullgera lms það, sem á að geyma lista- verk Einars Jónssonar. Stjórn- arráðið hefir verið Yisi alveg samdóma, þvi að í dag lætur það taka til vinnu við húsið og verð- ur þá vonandi ekki hætt við það, fvr en húsið er fullgert. Prestskosning verður í Stykkishólmi n. k. sunnudag. Umsækendur sira Ás- geir Ásgeirsson í Hvannni og cand theol. Sig. ó. Lárusson. Lagarfoss fer héðan í dag áleiðis til New- York. F.ngir fai’þegar. Borg kom i morgun úr hringferð. Síra porsteinn Briem er kominn hingað til bæjar- ins með fjölskyldu sína, eins ög getið var í Vísi i gær, en fer þó norður aftur snögga ferð. Hann hefir fengið veiting fyrir Mos- felli i Grimsnesi og ætlar að bregða sér austur einhvern næstu daga. Franskur botnvörpungur kom hingað i gær til að fá sér kol. Allir skipverjar heilbrigðir. Margir mótorbátar komu liingað i gær og nótt, allir með ágætan afla. Síra Björn Jónsson,. prestur á Miklabæ, er hér staddur. Veðrið. Hægviðri um land alt i morg- un. Hiti 1,8 st. hér og 2,1 í Vest- mannaeyjum, en frost 2,3 st. á Isafirði, (i st. á Akureyri, 3,8 á Grímsstöðum og 4,5 á Seyðis- firði. Meðal farþega á Lagarfossi hingað, aulc þeirra er áður voru taldir, voru: Jón Bergsveinsson síldarmats- máður, Anton Jónsson útgerðar. maður, Pétur Róasson frá Reyð- arfirði. Nýr botnvörpungur, sem Jes Zimsen o. fl. hafa keypt í Englandi, lagði af stað þaðan í gær áleiðis hingað. — Hann heitir „Belgum“. Suniar- og fermingarkort, með ágætis islenskum erind- u m, og fermingar-bókakort ó- vanaíega skrautleg, fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúsinu. Sölatarninn opiim 8—11. ^ími 526. Annast sendiferðir o. fl. The í pökkum smáum og stórum fœsk nú ftftur í verslun Jóns irá Vaðnesi. Snltotau (Premier) Imt í versluc Jóns frá Vaðnesi Snkkulaði fleiri teguadir, mjög ódýrt. Verslnn Jóns frá VaðnesL Gengi erlendra víxla. Khöfn 1. api’il. Steriingspund ........... 18,36 Dollar ................... 4,00 pýzk mörk (100) ......... 36,75 Sænskar krónur (100) . 107,00 Norskar krónur (100) .. 102,70 London. Danskar krónur ....... 18,30 Dollarar (-100 pd. sterl.) 458,00 (Frá verslunarráðinu). ,,já, en þ'ér vilduö ekki gegna mér,“ sagöi nin og andvarpaöi. „Nei, eg trúöi því ekki, aö þeir heföu hug- rekki til aö ráöast á mig,“ sagöi hann, „en þér voruö framsýnni. Hvar fenguö þér fram- svni ])á, sem hefir gert yöur vitari en hina vitrustu menn?“ „Þér megiö ekki tala svona mikiö,“ sag'öi hún í ávítunarfóm. „LofiS mér aö skifla um umbúöirnar, og svo er kominn tínii til aö þér takiö inn metSölin vöir.“ XIV. KAPÍTULI Játningin. Mína héll glasinu upp aö vörum hans, og blíölegu augun hennar hvíldu á andliti hans jþangað ti) aö hann leit á liana, þá leit hún niöur fyrir sig. Svo t'éll hann í einskonar •dvala og lá ]>annig um stund. Þetta var um þaö léyti dags. sem kyrlátast var í Bensons- sundi og steinhljóö i húsinu. Eina hljóöiö, sem barst utan aö, var tístiö i spörfuglunum á þök- nnum og saman viö ]>aö blandaöist ómurinn af orgeltónum frá húsi einu i aæsta stræti. Sama kyröin og ríkti i húsinu, ríkti einnig í sál Mínu, þar sem hún sat og hlustaöi á andar- 'drátt Ctives og horföi á andlit hans. Alt í 259 einu leil liann upp og snart handlegg hennar. „Mig langar til aö biöja yöur aö syngja fyrir mig, Mína,“ sagði hann. „Heilinn i mér er ekki i góöu standi. — Eg get ekkert hugs- aö, — eg þarf aö reyna, aö vera ekki aö þvi, — þér skiljiö? Syngiö fyrir mig, ef þér vilj- iö gera svo vel. — Syngiö söngirin, sem þér sunguö nóttiria, sem viö hittumst íyrst, mun- iö ]>ér hver hann var?“ „já. eg man það,“ sagöi hún meö mjög lágri rödd, og svo fór liún aö syngja örveikt. svo veikt aö varla heyrðist. Clive lá meö aftur augun; hrukkurnar á enni hans og i munnvikjunum hurfu, friöur og ró íæröist yfir andlit hans. „Meö þessari rödd yöar mætti reka sjötiu og sjö djöfla út af manni, Mína,“ sagöi hann. „Hún er svo blíð og hrein og slcær. — Hve oft liefi eg ekki heyrt hana þegar þér voruíj hvergi nærri! Syngiö eitthvað fleira fyrir mig syngið ,Ave María'. Hún söng lagiö og sál liennar kom til móts við hann í söngnum : — hann huldi andlitiö í höndum sér. ,.Ó, ]>etta er fallegt,“ sagöi hann. „Gæti eg aö eins hlustaö á þessa rödd altaí!“ „Þér munduö veröa leiður á henni,“ sagöi hún og brosti. ,.Eg held ekki. sumar raddir og andlit eru þannig. að þau verða manni kærari og hjart- fólgnavi þvi oftar sem manni yitrast þatt — 260 Húu roönaöi, svo fölnaði hún og stóö fljótlega á fætur. „Eg ætla að ná i meiri is,“ sagöi hún og röddin titraöi. Augu lians fylgdu hinni grannvöxnu, jmd- islegu mey, þar sem hún gekk yfir í næsta herbergi, og um leiö stundi hann ])ungaí. — \’ar þaö vegna þess, aö hann var svo veik- ur, aö honum fanst fjarvera hennar, þótt ekki væri nema fáeinar mínútur, þung byröi ? Svo brosti hann þegar Mína kom aftur. „Eg hélt, aö þér ætluðuð aldrei að koipa aftur." sagöi hann; „svona hefi eg skemst af eftirlæti yðar! Eg er orðinn eins og eftir- lætis-krakki. Hvaö verður úr mér þegar eg er farinn héöan, þegar eg hefi mist yöur fvrir fult og alt, Mína?“ Hann brosti enn um leið og hann sagði þ.etta, en þaö var alvöruhreimur í málrómn- um og um leiö og hún beygöi sig ofan yfir hann, til þess aö laga koddann hans, sá hann aö augu hennar voru full af tárum. Hann reis upp viö olnboga og horföi á vndislega and- litiö hennar, ákafur á svip. „Mína,“ hvíslaði hann. „Þaö mundi hryggja yður! Ó. gerið þetta ekki!“ Hún hafði látiö fallast á kné og faldi andlitiö í höndum sér, brjóst hennar gekk upp og niöur af ekka. „Er þaö virkilega svo, að yöur standi ekki á sama, hvort eg er kyr eöa fer- Helduröu,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.