Vísir - 11.07.1919, Síða 3

Vísir - 11.07.1919, Síða 3
vitja æskustöðva sinna, eftir langa útivist. ))íslendingur“ fór i morgun norður á Reykjar- fjörtS til síldveiða. ögmundur Sigurðsson, skólastjóri í Hafnarfirði, átti sextugsafmæli í gær. Pimtugur er SigurSur skólastjóri Þórólfs- son í dag. Dráttarvélin var reynd hér í mýrunum sunn- ijm viö bæinn í gær og dró þar tvo plóga. Tilraunin tókst ekki sem best, því að mýrin- var lieldur blaut. en í góöum jarðvegi má bú- ast viö aö dráttarvélin reynist- vel, og líklega veröa fleiri tilraumr geröar á hentugri stöðum. Hjónaband. t gær voru gefin saman i borg- aralegt hjónaband ungfrú Bjarn- þóra Benediktsdóttir og Stcfán Ólafsson, skákkonungur tslands. Engin breyting *fer enn orðin á sendingum sim- skeyta héðan til útlanda, eða var ekki i morgun, þegar Vísir átti tal viö landssímastjóra. Hvort sem þess verður langt eöa skanrt að bíða, verður það tafarlaust til- kynt, þegar að þvi kemur. Keisarinn. Þýskir herforingjar hafa sent bænarskrá til hollensku stjórnar- ! innar, um aö framselja ekki keis- arann i hehdur bandamanna. í ann- an stað hefir Bethmann-Hollweg, fyrverandi kanslari, skrifaö stjórn Frakka og beiðst þess, aö hann veröi ákæröur i staö keisarans, ])ví að hann segist bera alla ábyrgö á geröum hans, meöan þeir störf- uðu saman. Ekki er búist.yið að þessi beiöni kanslarans fái mikla áheyrn, en bandamenn eru hræddir um, aö reynt verði til að ná keisaranum og koma honum á einhvern leynd- an stað. Þess vegna hefir varðliðið verið aukiö umhverfis kastalann, sem keisari hefst við í. Elsti sonur keisarans hefir verið í Holandi síðan í nóvember í haust, en er nú horfinn þaöan fyrir skömmu. Vita menn ekki, hvar hann er niður kominn, en ensk blöð telja líklegt, að hann hafi farið til Þýskalands og hafist þar við á laun. Skipnm sðkt. Herskipafloti sá, scm Þjóöverjar afhentu Englendingum, ]>egar vopnahlé var á komiö, var fluttur norður i Scapaflóa í ()rkneyjum og lagt þar, en Þjóðverjar látnii gæta skipanna undir yfirstjórn breska flotans, sem þai- hefir bæki- stöð sína. Á hinum stærri skipum voru 150 —200 manns, en 12—-60 á hinum smærri. Bar þar ekkert til tíðinda, fyr en Þjóðverjar fórtt aö mála skipin fyrri hluta júntmánaðar, og hentu Bretar gáman að því, og sögðu, að Þjóðverjar mundu von- ast til að geta siglt flotanum heim, þegar friður kæmist á, en síðar þótti augljóst, aö þeir hefðu gert þetta til að blekkja Breta. Laugardaginn 21. júni, (þegat ráðgert var að undirrita friðar- samningana), söktu Þjóðverjar mestum hluta flotans, með því að opna allar lokur skipanna undir sjávarmáli. — 1 loftskeytum var vikiö aö þessum atburði fyrir* nokkru, en í nýkomnum blööum segir sjónarvottur svo frá þessum eftirminnilega atburði. Scapaflói hefi'r veriö ein aöal- bækistöö breska flotaiis síöastliðin ár, og þar var þýska flotanum lagl, er hann gafst upp í nóvembermán- uði s. 1., og í dag (21. júní) hefir þar gerst einhver mikilfenglegasti sjónleikur, sem sögur fara af. Þeir senr hafa mátt sjá og skoöa alt, sem hér hefir gerst undanfarin ár, hat’a litiö margt mikilfenglegt, en alt varö það eins og barnaglingur i samanburöi viö þann hrikaleik, sem nú hefir gerst. Fyrri hluti dagsins var tiöinda- laus. Þaö var glaðasólskin og eng- ann gat órað fyrir þeim óskopum, sem fram áttu aö koma, og vart tók aö veröa upp úr hádegi. Um það leyti var tilkvnt, að eitt Jiýska herskipið væri aö sökkva, og nálega á samri stundu drógu öll þýsku skipin upp fána sina á stór- möstrin, en sum drógu og upp rauðan fána. Skipshafnirnar fóru þegar ao flýja skipin, á smábátum, og þaö var fljótlega auðsætt, að hér var um samantekin ráö að ræða. Auöséö var á skipunum sjálfum, aö sjávarlokurnar höfðu veriö opn- aðar, og á ótfúlega skömmum tíma tóku skipin að síga i sjó, bæði stór og smá. Herforingjar vorir neyttu allra ráða, til að draga skipin að landi, og varö þeim talsvert ágengt um hin minni skip. Þvi verður ekki meö oröum lýst, sem fyrir augu bar um kl. 1. Stundu áður hafði ]>arna veri’5 glæsilegur floti, senrvarla hreyfð- ist fyrir akkerunum, en nú var alt komið á ringulreið, ,sk ipin riðuöu og hölluðust og örlög þeirra voru auðsæ og óumflýjanleg. Hér sást léttiskip hverfa i stórum gufu- rnekki: þar var orustuskip að steypast hinsta sinni meö ógurl.eg- um boöaföllum. Eitt seig á skut- inn, annað hallaðist á hliöina, ]iangaö til kjölurinn kom upp. — Derfflinger, Hindenburg, von der Tann, Moltke og Seidlitz. prýði þýska flotans, sukku livert hjá| öðru. Hið síðasttalda valt við og sér á kjöl þess i vatnsskorpunni. Það var krögt af smábátum um allan Scapaflóa og allir voru þeir t'ullir aí þeim mönnum, sem ráöið höföu svo skvndilega til lykta ör- lögum ])ýska flotans. Þegar fyrsti bálurinn var dreginn aö hlið breska herskipsins Victorious, skip- aöi þýski foringinn mönnurn sín- um að hrópa gleðióp, en þeir tóku þegar undir, og hrópuöu þrisvar: Hoch ! Hoch ! Ho.ch ! Alls konar dráttarskip dróu bátana sem óðast aö Victorious og þar var Þjóðverj- um safnaö saman, og leið ekki á löngu, áður en varla varö þverfót- aö á þilfarinu fyrir nninnum og farangri, Einn foringjanna sagöi: „Við erurn ekki bolshvíkingar. Friður j var saminn i dag. Við hölöum fyr- 390 „Ó, góði, látlu ekki hugfallast. Eg get borið all nema það. Við skulum bæði mæta dauðanum eins og þú mundir hafa mætt honum einn. og hefðir ekki verið að á- saka þig fyrir, að geta ekki bjargað mér.“ „Engin kona í.heiminum er eins og þú, Míná,“ sagði bann, „svo bngrökk, svo göfug og svo elskuleg. Já, þú gafst mér dæmi og eg skal reyna að breyta eftir þvi. Gæti eg að eins kyst þig, að eins snortið hönd þína!“ , „Jhið gerði dauðann sætann,“ vinur minn; en við ernm alveg bvort hjá öðru og fylgjumst að inn á landið hinu megin,“ sagði hún og varp öndinni. „pey, það er einbver að koma!“ ‘ XXXIII. KAPITULI. Sara hrósar sigri. Clive hlustaði, en hjartað barðist svo í brjósti hans, að bann lieyrði ekkert; svo sagði bann: „Vertu róleg, Mína! Eg béyri það. það er Uvcnmanns fótatak. Mina, við erum ,K’Jlpin!“ Ibtim lieyrði hana stynja í örvæntingu. »];>að er konan — Hindúakonan fóstra liníúf'ú Edithar hún kom til min - 391 og hefði bétur sagt þér það hún ógn- aði mér og þér. pað er hún, sem hefir lagl ráðin á um þelta með Roshki og hjálpað homun. Hún cr að koma lil að fullkdmna verk sitt.“ Clive beit saman vörunum og hvíslaði: „Ligðu grafkyr og láttu bana halda, að þú sért dauð.“ Sjálfur lokaði liann augunnm og hrærði hvorki legg né lið. pað var Sara, sem var á ferðinni. Hún læddist hægt áfram eftir fúmnn bjálkunum og hálum stoin- unum. Hún lók lugtina, som Roshki hafði skil- ið eftir, gekk að Mínu, og lýsti framan í liana. Clive liorfði á hana með þeim til- finningum, sem ómögulegt er að lýsa. — Hann sá bana taka fram langan, indversk. ■an kníf úr fellingunum á kjöl sinum, og honnm varð dauðilt, er hann sá*' hana brogða knífnum. Hún liélt knífnum á lofli dálitlta slund, svo stakk hún honum aft- ur í bclti sér, ánægð á svip yl'ir því, að fórnardýr sitt væri þegar dautt og ef lil- vil! fyrir varúðarsakir; knifsstungan befði getað ot'ðið hættulegt vitni gegn henni siðar moir. Svo gekk lnin að Clive. Hjart- sláftur hans var svo veikur, og hann sjálf- ur svo líkur dauðum manni, að það var cngin fur'oa, þó Sara léti blekkjast. Hún 392 lók ekki upp knífinn, en setíisl á staur við hlið bans og krosslagði lianleggina á brjóstinu, og borfði á hann með djöful- legt glott á vörunum. „Ligðu nú þarna, fallegi grísinn minn,“ gargaði bún. „Sara er komin til að sjá, bvort þú sefur vel, syngja þér dálítil vögguljóð, vögguljóð sem Hindúakonurn- ar gala yfi þjöfnum, svikaranum, þegar maðurinn með stóra ljáinn híðnr eftir hoúum. Já, þú ort þjöfur,-þú.s'alst lijarta húsmóður minnar, hjarta sölardrotning- arinnar, liljunnár minnar og s1, - iksl liana vegna úrþvættisins, som þarna liggur. - Hoimskinginn þcssi! Sara aðvaraðé hana, on lnin vildi ekki hlýða. ]?oss vegna ligg- ur hún nú þarna oins og dauður hræfugl á bölckum hins hoilaga Gangesfljóts. Og oftir dálitinn tíma telcur fljötið luma með sér og þig lika, minn fagri sahib. pvi færð að fara með bonni. - Eg vildi bara, að þú værir ekki dauður!“ Hún sparkaði í bann fætinum og hló hatursloga. „Eg vildi, að þú heyrðir og sæir, hvern- jg Sara liéfir bofnt fyrir brjóstmylking sinn. Grísirnir bal'a unnið verk sitt of vel; þeir hefðu átt að lofa svo miklu lífi að vera eflir i þér, að Sara hefði fengið þá ánægju, að sjá þig deyja. Gorir ekkerl til, Sara getur horfl á flóðið taka þig. /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.