Vísir - 19.10.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1919, Blaðsíða 3
yism Hamskifti Jóns Magnússonar. mannaefni. Fulltrúaráöiö hefir fariö út fyrir verksvi'S sitf, án þess aö leita til þess samþykkis félags- Wyllie, Barr & Ross, ms. Nú er þaö þá afráöiö, aö Jón Magnússon forsætisráöherra veröi hér i kjöri viö ’næstu kosningar. En m'eö framkomu sinni allri og ó- heilindum, gagnvart væntanlegum kjósendum sínum, hefir honum tekist aö lýsa sjálfum sér betur á þessum stutta tíma, siöan i þing- lok, heldur en unt væri aö gera i löngum blaöagreinum. í þinglok lýsti hann því yfir, .,meö óvenjuíega ákveðnum orð- um“, segja þingmenn, aö hann ætl- aöi ekki aö bjóða sig fram aftur. En eftirtektarvert er það, hvfer þessi „óvenjulega á k v e ö n u orð“ voru. Þau höfðu verið eitt- hvað á þessa leið: Þegar næsta þing kemur saman, býst eg ekki viö að eiga þar sæti sem þingmað- ur! Þessi „óvenjulega ákveðnu orð“ voru af öllum skilin á eina leið, að forsætisráðherrann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur, enda hafði hann staðfest þann skilning í viötali við einstaka þingmenn. Sínum nánustu fylgismönnum hér i bænum mun hann þó bráðlega hata gefið aðra útskýringm á þessu „goðsvari“ sínu i þingmannaveisl- unni, því að nokkru áður en framboðsfresturinn var útrunninn, lét „Lögrétta" það á sér skilja, að ráðherrann mundi ekla alveg ótil- léiðanlegur að gefa kost á sér aft- ur, ef bæjarbúar hefðu samtök um að skora á hann svo aö segja í einu hljóði, þannig að hann gæti átt kosningu vísa!! Nú þóttust menn sjá, til hvers refarnir heföu verið skornir! Yfir- lýsing forsætisráöherrans í þing- mannaveislunni var til þess eins ætluö, aö koma í veg fyrir það, að þegar i stað yrði farið að undir- búa kosningarnar og fá þing- mannaefni til aö keppa við hann, en þegar framboösfresturinn væri senn á enda, þá átti að „smeygja honum inn“ og hamra kosningu hans fram með ofstopa. Þess var heldur ekki langt að bíða, að þessi' grunur manna rættist. Hér í bænum var stofnað félag sem „Sjálfstjórn“ heitir, fyrir tæp- um tveim árum. Sú félagsstofnun er bygð á því, að gömlu stjórn- málaflokkarnir, „heimastjórnar“- og „sjálfstæðis", rynnu saman, en tilgang'ur félagsins eingöngu sá, að vinna á móti jafnaðarmönnum hér í bænum, og að eins í bæjar- málum. Þetta félag tókst þó að lok- um þann vanda á herðar, að velja þingmannaefni fyrir bæinn í þetta sinn. Þó var félagið alt ekki hvatt þar til ráða, heldur eirigöngu full- trúa'ráð þess, og af fulltrúunum tnunu ekki hafa komið á fundinn uema rúmur helmingur. Vitanlega er félagið á engan riátt bundið við samþyktir þær, sem fulltrúaráðið kann að hafa gert í þessu efni, ekki síst vegna þess, að fulltrúaráðið hefir farið nlgerlega á bak við félagið, enda haföi það ekkert umboð frá félag- 1I1U til þess að velja því þing- Þegar á fyrsta fundi fulltrúa- ráðsins, sem haldinn var um þetta, kom fram — ekki tillaga, heldur bein k r a f a um það, að Jón Magnússon yrði hafður i kjöri við þingkosningarnar af hálfu félags- ins. Þessi krafa var fram bonn af örfáum, 4—5 mönnum, sem enn láta stjórnast meira af gömlum flokksþráa en af hyggindum. Kröfu þeirra var harðlega mót- mælt, þegar í byrjun, eins og áður hefir verið sagt frá hér i blaðinu, en að lokum urðu aridstæðingar Jóns að láta undan ofstopa hinna, sem höfðu í hótunum að sprengja félagið. Það varð þvi úr, að full trúaráðið samþyki (með 35 atkv. gegn 15) að styðja Jón Magnús- son til kosninga. Höfou þá verið haldnir margir fundir, 'hvern dag- inn eftir annan, og Jón aldrei náð fylgi helmings fundarmanna fyr. Það er nú öllum augljóst, að þessir örfáu fylgismenn Jóns hafa í þessu beitt fulltrúaráðið og sjálft félagið fullkomnu ofbeldi, ogmeira ráðið hjá þeim kapp en forsjá. Það er sem sé alkunnugt, að hr. Jón Magnússon er gersamlega fylgislaus hér x bænum, og það litla fylgi, sem hann kann að hafa haft, er nú algerlega „gufað upp“. Þetta hafa nú jafnvel þráustu fylgifiskar hans sannfærst um. Þeir hafa þrammað um bæinn í | öngum sínum undanfarna daga og leitað að fylgismönnum, en á móti hverjum einum af sínu sauða- húsi, hafa þeir rekist á tíu harð- vítuga andstæðinga. Þess vegna var líka, svo að segja á siðustu stundu, afráðið að hann skyldi draga sig i hlé, og þegar valinn annar nxaður í hans stað. En það var þó því skilyrði bundið, að unt yrði að útvega honurn annað kjör- dæmi. Og um txma virtust miklar líkur til þess, að það rnundi takast. Eins og áður er vikið að, þá er félagið „Sjálfstjórn" stofnað til að j vinna á móti jafnaðarmönrium i bæjarmálum. í landsmálum hlýtur félagið þvi, ef það er sjálfu sér samkvæmt, að vera andvígt stefnu „Tima“-klíkunnar, sem er i banda- lagi við jafnaðarmennina. Enda er það nokkurn veginn alkunnugt, að einmitt ýmsir af helstu forkólfum „Sjálfstjórnar“ hafa lagt mikið fé fram, til að gefa út blað, sem fyrst og freinst á að berjast á rnóti stefnu „Tímans“. — Það er „mil- jónarfjórðungurinn“, sem „Tím- inn“ kallar svo. En nú ber svo kyn- lega við, að þetta nýsamþykta jxingmannsefni „Sjálfstjói'nar , forsætisráðherrann sjálfur, fer og leitar á náðir „Tima“-klikurinár, þegar hann sér að engar vonir eru um, að hann geti náð kosningu hér i bænum, og falast eftir þvi, að þingmannsefni „Timans“ í Vestur-ísafjarðarsýslu vei'ði látið vikja fyrir sér! „Tíma“-klíkan varð fúslega við þessari beiðni og símaði þangað vestur, en einhverj- Ltd. Trade Mark. Kex Kökur Fjö’di tegunda, bæði í kössum og tunnum. Heildsölubirgðir í Reykjavik. Einkasala íyrir ísland. 0. J. Havsteen, heildverslun, Reykjavik. ir aðrir munu hafa verið fengnir til þess að fá hinn frambjóðand- aun þar vestra, til að draga sig í hlé líka. Hér var það á seyði, að fá þessa tvo frambjóðendur til að aftui'- kalla framboð sín, til þess að geta smeygt hr. Jóni Magnússyni ein- urn inn í þeiri'a stað á síðustu stundu, og svikja kjördæmið | þannig i hendur honurn. Og þetta fallega athæfi er bruggað af hr. Jóni Magnússyni, þingmannsefni I „Sjálfstjórixar“, i samráði við „Tímann“, sem vitanlega vill fús- lega hafa skifti á forsætisráðherr* anurn og sínurn tryggasta óbreytta liðsmanni. — En þetta ráðabrugg mistókst. Það var tilkynt að vest- an, að forsætisráðherrann muridi ekki með neinu móti geta fengiö að verða þar einn i kjöri, en þá var heldur engin von um sigur þar, og þess vegna sleit forsætis- ráðheri'ann makkinu við „Tímann“ í bili og hallaði sér aftur að „Sjálf- stjórn“. — Og nú er til þess ætl- ast, að „Sjálfstjórn“ taki þennan pólitiska landshornamann aftur upp á sína arma. í gær var fundur haldinn i „Sjálfstjórn“. Þar átti Jón Þor- láksson verkfræðingur, (sem nú virðist vera orðinn furðu tryggur fylgismaður forsætisráðherrans) að tala um „fossamálið“. Fundur- inn var eingöngu boðaður félags- mönnum, og veit „Visir“ því ekki hvað þar hefir gerst. Ritstjóri „Vísis“ er ekki í félaginu. En hitt veit hann, að þó að hr. J. Þ. hafx prédikað þar ómengaða „opingátt- arstefnu“ á „Lögréttu" vísi, þá hefir honum ekki tekist að laða þori-a félagsmanna til fylgis við nafna sinn með þvi. Allur þorri bæjarbúa er andvígur þeirri stefnu, og ekki siður meðlimir „Sjálf- stjórnar" en aðrir. Og hvað sem á fundirium hefir gerst, þá er eitt víst, að engin von er um að koma hr. Jóni Magnússyni aftur inn á þing. Til þess þyrfti rneira en full- tingi hr. Jóns Þorlákssonar við' fimta mann. Að svo stöddu er ekki ástæða til að fara aö rekja stjórnmála- feril Jóns Magnússonar. Til þess- mun gefast tækifæri síðar. En þó- að ekkert annað væri að honum að finna en það, hve tvöfaldur og óheill hann hefir verið i þessum kosningaundirbúningi, þá ætti það citt að nægja til þess að fæla alla trá því að fylgja honum til kosn- inga. Maður, sem í sömu andránni er að viðra sig upp við svo andstæða flokka, eins og fylgismenn „Tim- ans“ og „Sjálfstjórnar", og gerir sig með því beran að þvi að sigla undir fölsku flaggi, hann á ekkert erindi á þing. Hann er annaðhvort svo lítilsiglt gauð, að hanri getur ekki mvndað sér ákveðna skoðun um nokkurt mál og þvi síður fylgt fram nokkurri stefnu eða hugsjón, eða þá blátt áfram pólitiskur lodd- ari, sem ekki hugsar um neitt ann- að en að lafa við völdin. Það vita líka allir, að hr. Jón Magnússon hefir reynst Reykvik- ingum bi'áðónýtur þingmaður, og þeim fáu hugsjónum, sem bólað hefir á í ræðum hans, innan þings og utan, hefir hann sjálfur reynst ótrúr. En það er illa gert af vinum hans, sem vafalaust hafa eitthvað gott af honurn að segja, að vera nú að ota honum út í nýja vorilausa kosningabaráttu. Ef hann hefði nú dregið sig í hlé, eins og ætla verð- ur að hann hafi haft i hyggju aö gera, þá hefðu fylgismenn hans í friði. getað knýtt honum kransa fyrir pólitísk afrek hans, sem lxann hefir þó engin unnið, en nú er fyrirsjáanlegt, að þeir ætla honum einmitt að enda stjórrimálaferil sinn á miklu óglæsilegri hátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.