Vísir - 09.10.1920, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1920, Blaðsíða 2
MfSfK bafa fyrirliggjandi: Ejól - Br. Br. - Rulla Br.Br.&Kruger Simskeyt Kaupmanahöfn 8. okt. Landamœri Póllands. Símfregn frá Riga segir, að Pól- 'Jand eigi að stækka um helming samkvæmt landamerkjasamningum við bolshvíkinga. Engin blöð í Barlín koma nú út nema blöð jafnaðar- manna (vegna prentaraverkfalls?) TímaritiÖ Ltoyd George er á móti því að írar fái nýlendu- stjórn. / Fjármál Dana. Fjárlagafrumvarp stjórnarinnar var lagt fram í«gær. Áætlaður er 7 miljóna tekjuhalli. Erlend m$ni. 100 kr. sænskar .... kr. 141.75 100 — norskar .... — 98,50 100 mörk þýsk .... — 11.50 100 mörk finsk — 20.50 100 frankar fr — 47.75 100 frankar svissn. . . — 114.50 100 frankar belgiskir — 50.50 100 gyllini holl — 221.50 Sterlingspund — 24.00 Dollar — 7.13 f Bæiarfréttir. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. 11 síra Jóh. porkelsson, kl. 5 Dr. theol. Skat Hoffmeyer. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 1 síra Ólafur Ólafsson, í fríkirkj- unni hér kl. 2 prófessor Haraldur Níelsson og kl. 5 síra Ólafur Ólafs- son. Söngskemtun G. Sveins porkelssonar var fjöl- sótt og tókst ágætlega. Klöppuðu áheyrendur söngmanninum óspart Iof í lófa og var hann marg „klapp- aður upp“. Hann endurtekur sönginn í Nýja Bíó á morgun kl. 4. Octagon þ vottasápan er besta þvottasápa sem fáanleg er. Bóin tíl af hinu heimsfrœga firma Colgate & Co. er hlotið hefir fyrstu verðlaun fyrir vörngæið á öllam iðnsýningum. OCTAGON er nú sem stendur miklu ódýrari en aðrar þvotta- sápur. Hósmæður! Biðjið kaupmennina er þér verslið við um OCTAGON og sparið á þann hátt vinnu og peninga í dýrtiðinni. Jóh. Olafsson & Co. Símar 584 & 884, Reykjavik. Slmnefni ,Jawel‘. Aðalumboð fyrir ísland. Smámynt er nú orðin hér af svo skornum skamti að mikill bagi er að. — Krónuseðlarnir eru að verða ófá- anlegir og mun það vera af því, að þeir séu sendir úr landi, og er því óhjákvæmilegt að gefa út ísl. krónuseðla, enda hefir Vísir heyrt, að von sé á þeim bráðlega. Steinolíuverðið hefir verið hækkað um 9 krón- ur tunnan. Var það gert eftir að verðlagsnefndin var skipuð, en ekki með hennar samþykki. — Vænta menn þess fastlega, að nefndin láti það ekki afskiftalaust. Leikhúsið. Sjónleikur Guðm. Kambans, „Vér morðingjar", verður leikinn annað kvöld. Veðrið í dag. Hiti í Vestmannaeyjum 8 stig, Reykjavík 10,8, ísafirði 6, Akur- eyri 13, Grímsstöðum 10,5, Seyðis- firði 7,6. — Engin skeyti frá Fær- eyjum. — Loftvog lægst fyrir SV. land og fallandi þar, en stígandi á Suðurlandi. Suðlæg átt. Horfiír svipuðu véðri. Sundlaugarnar. Ókeypis sundkenslu veitir Páll Erlingsson öllum sjómönnum og skólapiltum bæjarins, þenna mánuð og hinn næsta. Vatn er nú nægilegt í sundlauginni og aðsókn mikil þangað á degi hverjum Frl(- Inga Magnúsdóttir, skjalþýðandi, er nýskeð farin að starfa á 1. skrifstofu stjórnarráðsins og er hún fyrsta stúlkan, sem þar hefir unnið. Hún tók skjalþýð- andapróf í Kaupmannahöfn og er fyrsti íslendingur, sem tekið hefir j?að próf í ensku. Sierl'mg fer héðan á 'mánudag. Átti að fara á morgun, en brottför skipsins frestað vegna rigninga, sem seink- að hafa útskipun. Hundapesl hefir borist hingað. Dýralæknir ráðleggur sveitamönnum, sem hing- að koma, að skilja hunda sína eft- ir utanbæjar. liegukaixir og alisk;ona.r mnn faínaðir Ódýrt og vandað. Best að versla í Fatabúðinni. Hafnerstrætí 16. S í m i 2 6 9. Skjöldur fer til Borgarness kl. 10 í fyrra- málið. Gulljoss kom til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Skúli fógeti hefir hætt veiðum í svip. Svanur fór kl. 9 í gærkveldi til Breiða- fjarðar. Bending. Herra ritstjóri Vísis! Gerið svo vel að benda lesend- um blaðs yðar á, að hér í bænum fást tilbúnir skósólar úr gúmmí. sem mikill sparnaður er að nota. Sólar þessir eru negldir undir venjulegá (ógatslitna) leðursóia. peir eru þægilegir og áreiðanlega endingar- betri en leðursólar þeir, sem manni eru nú seldir dýrum dómum. Mína sóla keypti eg í skóverslun Hvann- bergsbræðra í Hafnarstræti og kostuðu þeir ánegldir kr. 4,25. par fást einnig kvensólar. En sjálfsagt fást þeir víðar. petta er ekki nema ofurlítið spor í sparnaðaráttina, en áreiðanlega þess vert, að mönnum sem vilja spara, sé á það bent. Virðingarfylst. Landi. ATH. Vísir gat um þetta sóla- efni, þegar það kom hingað fyrst í heildverslun G. Gíslasonar. ]7að er mjög mikið notað í öðrum lönd- um, t. d. á Englandi. Hver vill hjálpa? Kona nokkur öldruð og fátæk er búin að vera hér í bænum kring- um 30 ár. Hún hefir ekki legið á liði sínu um dagana, heldur bjarg- ast áfram með dugnaði, og hefir hún þó átt fyrir ómegð að sjá. — pungar raunir og ástvinamissir hafa fyrr og síðar gengið í garð hennar. Nú er þannig ástatt fyrir konu þessari, að hana vantar hús- næði. Að vísu getur hún átt kost á að fá skýli, ef hún væri svo efnum búin, að geta kostað inn- réttingu á smáskúr, sem henní stendur til boða. En vitanlega er hún ekki svo stödd, að hún geti framkvæmt þetta af eigin fjármun- um. Hún vill þess vegna leita til heiðraðra meðborgara sinna, — Reykvíkinga^ — um frjáls sam- skot til þess að henni verði auðið að láta gera 1 herbergi og lítið eldhús í áðurnefndum skúr. Von-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.