Alþýðublaðið - 08.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1928, Blaðsíða 2
3» ALÞÝÐUBiáAÐIÐ Elnkasala á steinolíu. Ræða Haralds Guðmwnds- sonar á alþingi. Eins og ég sagði áðan, var seinni hluti till. í pá átt, að rík- isstjórnin skyldi samt sem áð- ur verzla með steinolíu í frjálisri samkeppni. En einn er sá mað- ur á þingi, sem gerir eindragið ráð fyiíir, að pessi hluti ti-11. sé ekkji nema formsatriði; það var þá verandá hæstv. fjrh., pú ver- andii hv. 5. Landsk. ,(J. Þ.). Hann gerfr ráð fyrir, að steinölíuverzl- un rikjssjóðs muni draga sam- an segljn og sennilega alveg hætta. 1 B-deild þingtíðindarma 1925, bls. 133, stendur þess.i klausa eft- jr hæstv. þ.á verandi fjrh.: „Þótt þess vegna að steinolíu- verzluninni kunni að verða hald- ið áfram áð einhverju leyti fyrst um sinn, af þehn ástæðum, sem tillagan gerir ráð fyrir, þá hlýtur það að minsta kosti að verða í miklu smærri stíl en núverandi e.inkasala er rekin í.“ [ Hann gerfr sýnilega ráð fyrir, að það verði ekki verulega mik- ið af því. En fáir taka undir þetta með honum þá. Aðalflm. t4.ll., Sigurjón Jónsson, tekur svo til orða: „Meining okkar er s ú, að lands- verzlunin haldi áfram fyrst um s.inn að því íeyti, sem þörf ger- ist." Og það kemur víðar fram í ræðjkim hans, að hann telur þörf á jyví, að landsverzlunin haldi áfram, meðan nokkur ugg- ur sé í landsmönraum um það, að erlendir auðhringar leggi undir s,ig verzlunina. Flutningsmenn telja það ekki tilgang sinn að greiða götu erlendra auðfélaga til þess að ná í verzlunina. Sig- urjón segir enn fremur: „Ef olíu- verzlunin ekki kemst í sæmilegt horf án þess að landsverzlun hafi hönd í bagga, þá verður hún að sjálfsögðu látin halda áfram, ef til vill tekin upp einkasala aft- ur.“ Hæstv. núver. forseti (B. Sv.) bendir á hættuna af erliendum auðfélögum; hann segir svo: „En mér v.irðist það óiskynsam- •legt að taka verzlunina alveg úr höndum rikisinjs. Mætti ph fa’x* svo, að erlent félag gerðist hér ofjarl að nýju.“ Enginn gerist þá til aö and- mæla þVí, að sjálfsagt sé að hafa þennan vamagla, annar en þá ver. djármálanáðherxa í þeim um- mæluni, sem ég áðan drap á. Ég hirði ekki að rekja þesxar um- ræður lengur, en málalokm eru öHum kunn; þáltill. var samþ. og cinkasalan afnumin eftir tæpra þriggja ára starf, í ársbyrjun 1926. Þar með eru þverbrotnar alilair þær forsendur, sem í upp- hafi voru látnar fylgja, þegar lögin 1917 vöru samþ. Það var beinlínis gert ráð fyrir, að olíu- verzlunin fengi að starfa í friði um langt tímabiil, en þetta er að engu haft. Síðan einkasalan var afnumin í ársbyrjun 1926, hefir svo lands- verzlun fram tiil síðustu áramóta haldið svo að segja allri steinolíu- verzlun í landinu eða 80—90°/o. Þarf ekki annað að tilfæra til að ósanna fullyrðingar flutnings- manna till. um það, að lands- verzlun væri ekki samkeppnisfær í olíuverzluninni. Þar með eru hrakin þau höfuðrök, sem áttu að gilda fyrir þáltill, 1925. En á síðaistliðnu ári hafa þau tíð- indi gerst, að tvö félög hafa bygt hér steinolíugéyma; flytja þau oliu inn í geymaskipum og selja út úr geymunum. Nú er það bert, að það er ómögulegt fyrir Landsverzlun að keppa viÖ þessi félög með því að reka verzlun með olíu í tunnum. Var því um tvent að gera fyrir landsverzlun: annaðhvort að leggja niður róf- una og hætta, sem hún befir gert, eða ráðast i að þyggja sér geyma og taka upp samkeppni við þessi félög með svipuðum tækjum og þau hafa, en það hefði auðvitað verið stórkostleg fjárhagsleg á- hætta nú, þegar hún hefði ekki getað fengið nema einhvern hluta af verzluninni og tvennar geymslustöðvair eru upp 'komnar. Meðal-innflutningur til landsinis á ári mun vera mn 42—45 þúsn tunnur af olíu, eða eitthvað á 7. þúsund smálesta. Aðal-kaup- éndur olíunnar eru vélbátaútgierð- armenn, og undir olíuverðinu etr afkoma útgerðarinnar að ákafliega mikl'u leyti komin. Niðurstaðan er því sú, að þráitt fyrir öll loforðin 1925 um að Landsverzl.un skyldi haldá áfram til tryggingar því ,að erlend auð- félög tækju ekki verzlunina aö öllu í sínar hendur, og fengju þar með aðstöðu til að skamta sér spæni úr öskum landsmanna, þá er hun nú hætt með öllu, og vélbátaútvegurinn upp á náð og miskunn útlendra auðfélaga kom- inn algerlega. Meira.- Litill afli er við Sand nú sem stendurJ ,Skaftiellingur‘ fer á fimtud. til Vestmanna- eyja, Víkur og Skaftáróss. Erlend staskeytl. Khöfn, FB., 7. maí. Bændurnir i Rúmeniu óánægðir með einræði ihaldsins. Frá Berlín er símað: Bændur eru sáróánægðir með skattabyrð- arnar, ex einræðisstjórnin teggur þeim á herðar. I gær héldu 200 þúsundir rúmemsfcra bænda ráð- stefnu og samþyktu einróma að heimta, að einræðisistjórn íhalds- ins beiddist lausnar og bænda- foringinn Maniu myndaði stjórn. Nobile kominn til Svalbarða. Frá Kingsbay er símað: Loft- skip Nobile kom í gær. Russar og Pólverjar. Stjórn Rússa hefir skriifað stjórn Póllands í tilefni þess, að landflótta Rússi, er býr í Pól- landi hefir reynt að myrðia verzl- unarerindreka Rússa þar. Heimt- ar, Rússastjórnin strangari að- gerðir gegn landflðtta Rússum í Póllandi. Félag imgra jafnaðarmaniia stofnað a Akareyrl. Fimtudaginn 3. maí síðast lið- inn var stofnað á Akureyri Félag ungra jafnaðarmanna. — Einn af félögum F. U. J. hér í bænum fór alfarinn til Akureyrar fyrir skömmu og hófst þegar handa um félagsstofnun meðail æsku- manna þar. 1 þessu nýstofnaða félagi eru um 20 piltar og stúlk- ur á aldrinum 17—24 ára. Eru nú þrjú félög ungra jafnaðar- manna til hér á landi, en búist er við, að fleiri Slík félög verði stofnuð á þessu ári; þar af eitt í sveit. Svar við kveðju. Ég álít mig ekki þurfa að •svara öðru en því, að alls staðar í heimi er það, að vera mcðlim- 'ur í Union des Professeurs de Danse de Framoe, álitin fu-11 trygging fyrir þvi, að sá, sem er það, sé danzfræðingur (Damse- pædagog). En hvaða skjöl hefir ungfrú Hanson fyrir þyí, að hún hafi vit á nýtízku-dönsum ? Vill hún ekki birta prófskirteini sitt, en efcki fyrir sund og leikfimi frá Paul- Petersens Institut? Viggo Hartmarm, Professeur de danse. Að gefnrt tilefni vil ég láta getið: Að frú Hanson hringdi til mdn mánudjaginin 16. april og sjagði að hún hefði séð getið um hingáðkomu herra Hartmanns í „Vísi“. Spurði hún mig, hvjaða kvenm|aður ætti að danza við hann og hvort dóttir hennar, Ruth, gæti orðið meðdanzari hans við danzsýningarnar, þar eð hún vildi það gjarna. Ég svaraði, að ég vissi ekki betur en að ákveð- ið væri, að ungfrú Ásta Norð- mann ætti að danza við herra Hartmann. Gat ég þess, að það mál væri mér óviðkomandi. Spurði hún þá, hvort það myndi fastákveðið og vildi vita um heimilisfang herra Hartmanms hér í bæ. En það gat ég ekki saigt henni. Frúin :lét þess getið, að hún hefði heldur ekki getað feng- ið heimilisfang herra Hartmanns í „Iðnó“, en þar hafði hún reynt að fá það. Sagðist hún því hafa. snúið’ sér til mín. Eins og eðlilegt var, sagði ég herra Hartmann frá þessu sam- tali okkar. Datt mér ekki í hug, að þetta myndi hafa neinn ófrið í för með sér, eða að borið jtöí á, móti því, að boðin liafi verið áðstoð ungfrú Ruth Hanson, og varð ég þá ekki vör við neina andúð gegn herra Hartmann — þvert á móti. Reykjavík, 7. maí 1928. Anna Friðriksson. Frekari umræður verða ekki leyfðar um þetta mál hér í blað- inu, en að eins stutt yfirlýsing,. ef þess verður æskt. Ritstj. Bardagi við villidýr. Eftir Torgeir Björnaraa. 1 sveit einni í Andesfjöllum Suður-Amerxku bar það við, að bændum hvarf margt af fénaði sínum. Einkum voru það kindur og kálfar, sem hurfu, en þó kom það fyrir, að einnig hurfu kýr og folöld. Bændurnir sáu spor eftir óvenjustóra púmu (kugúar,. rándýr af kattakyninu) — og einstaka sinnum sáu þeir henni bregð fyrir, en ekki komust þeir í skotfæri viö hana. Ekki tókst þeim heldur að veiða hana í boga. Urðu þeir mjög leiðir yfir. búpeningsmissinum og hétu loks 2000 króna verðlaunum hverjum: þeim, er unnið gæti villidýrið. Þegar fram í sótti og pkkert iát varð á fjárhvörfunum, tóku margir að efast um, að púman væri ein að verld. ,Og ýmsir fuli- yrtu, að bér mundu þjófar á ferð- inni. Öruggastur í þeirri trú var Vilhjálmur, sonur ensks bónda, er þarna bjó. „Púmurnar yrðu að minsta kosti að vera 10—20, pf þær ættu að ’komast yfir að drepa og éta allan þann fénað, sem okkur hefir horfið,“ sagði Vilhjálmur. „Þið sjáið sjálfir, að hvergi sést hræ, — og hafið iþið pkki tekið eftir því, að púmuförin sum eru dá- Mtið einkennileg?“ Og Vilhjálmur var á ferii um nætur og hafði augun hjá sér. Lo’ks þóttist hann geta fullyrt, að kynblendingur einn ,og félagi hans væru þjófamir. JÉiann .sagði það nágrönnum isimum — og kyn- blendingurinn sór að hefna sin. Nú skuiuð þið fá að heyra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.