Vísir - 04.01.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1921, Blaðsíða 2
ftlSIR höfum fyrirliggjandi: RísgrjóB Kartöflumjöl Sagomjöl Sagogrjón Heilbaunir Hálfbaunir. Bikin verkfallinn lokið. Bakarar fá hveiti og sykur til kökugerðar eftir þörfum! Bakaravérkfallinu er lokiö, og var vinná hafin aítur i öllum brauðgerSarhúsum í nótt. — Þaö fór, sem vænta rnátti, aö stjórnin "haföi ekki þrek til þess a'ð fylgja fram máli sínu gegn samtökum bakaranna. en félst á allar kröfur þeirra! Niöurstaöan varö þvi sú, að bak- arar fá sykur og hveiti til köku- geröar alveg ótakmarkaö, en skömtun helst á matbrauöi og sykri til heimilisþarfa, eins og áö- ur var ákveöiö. Skðmtnnin. Mönnum dylst það ekki, a8 sú ákvörðun bakara hér í bænum, að hætta algerlega allri bökun, fyrst um sinn, sökum skömtunarinnar á J sykri og hveiti, hljóti að hafahaft við nokkur rök að.styðjast. — Og nú hafa menn alment þá skoðun, að skömtunin sé í raun og veru ekk- ert annað en fálm, sem stjórnin muni ekki treystast að halda áfram, ef alvarleg mótspyrna verði á móti því, og verður þá ekki annað sagt. en að bökurum sé það vorkunnar- mál, þó að þeir vildu gera sitt tiþ. þess að koma því til leiðar, að sem bráðast yrði frá því horfið. A hinn bóginn verður því ekki neitað, að þetta er örþrifaráð En um það, að til þess var gripið, verð- ur engum öðrum kent, eJ einmitt landsstjórninni. Vísir hélt ]?ví fram þegar í upp- hafi, er innflutningshömlurnar voru lagðar á, að slíkar hömlur hlytu að verða gagnslausar, að því er snerti nauðsynjavörur, svo sem t. d. hveiti og sykur, ef ekki fylgdi skömtun. pessari staðhæfingu Vísis var mót- mælt úr ýmsum áttum, og auðvitað lét stjórnin hana eins og vind um eyrun þjóta. En nú er þó stjórnin loks komin að þeirri niðurstöðu, að Vísir hafi haft rétt fyrir sér í þessu. Hún hefir nú játaS það í verk- inu, að þessar innflutningshömlur, sem hún hefir verið að braska með síðustu 8 mánuðina, hafi ekk'i verið ncitt annaS en fálm, af því að ekk- ert var jafnframt gert til þess að draga úr eyðslunni í landinu. En með þessu 8 mánaða fálmi sínu. hefir hún einmitt vakið hina megn- ustu andstöðu gegn öllum þessum ráðstöfunum, og staðfest þá trú manna, að frá henni sé ekki neins að vænta nema fálms, í þá átt að greiða fram úr viðskiftaörðugleik- unum. Ef stjórnin hefði látið inn- flutningshömlurnar og skömtunina fylgjast að, þá hefði verið litið alt öðrum augum á alt þetta. og þá hefðu menfi að mmsta kosti getað talið sér trú um það, að einhvers árangurs mætti vænta af þessu. Nú eru menn orðnir svo sannfærðir um það, af undangenginni reynslu, að allar þessar ráðstafanir hljóti að. verða til þess eins, að gera ilt verra, að það er að vonum, að skömtun- inni á hveiti og sykri sé nú illa tekið. En þar við bætist, að þessi skömtun er þannig framkvæmd, að menn hljóta að komast að þeirri niðurstöðu, að ekki sé til þess ætl- *ast, að hún komi að nokkrú gagni. pað er gert með því, að auglýsu skömtunina með tveggja mánaða fyrirvara, þannig að allir, sem nokkur peningaráð hafa, geti birgt sig upp. Og þetta gerir skömtunina enn þá óvinsælh af almenningi, vegna þess, að svo lítur út, sem hér sé verið að níðast á fátækling*- unum einum. — Stjórnin hefir farið þannig að í þessu máli, að víða annarstaðar mundi af því leiða al- varlegar óspektir. Og enn verður ekki um það sagt, hvað hér kann að leiða af þ ví. pað er algerlega rangt, og furð- anlega fávíslega talað, sem Iands- verslunarforstjórinn sagði á borg- Qctago n-þvottasápan er besta þvottasápa »em fáanleg er. Báin til af hinu heimifræga firma Colgate & Co. er hlotið hefir fyrstu verðlaun fyrir vörugæði á öllum iðnsýningum. ODTA.GON er ni sem stendur miklu ódýrari en aðrar þvottasápur. Húsmæður! Biðjið kaupmennina er þér verslið vi5 um OCTAGON og sparið á þann hátt vinnu og peninga i dýrtíðinni. Jöh. Olafsson & Co. Símar 684 & 884, Reykjavik. Aðalumboð fyrir Island. Símnefni „Juwel“. Besta kaifið í borginni kostar nú aðeius Jirónur 3,00 pr. kg. Versl. B. H. Bjaruason • arafundinum í fyrradag: að hér sé um „smávægilegt atriði“ að ræða. — pað misrétti, sem felst í því, hvernig hveiti- og sykurskömtunin er framkvæmd, er með öllu óhæfi- legt. En hringlandaháttur stjórnar- innar, sem lýsir sér í því, að hún hefir nú þegar í byrjun aukið skamtana um einn fjórða hluta, sýnir betur, en nokkuð annað, að hún og ráðunautar hennar eru með öllu ófærir um að taka slíkar á- kvarðanir, hversu smávœgilegar sem þær kynnu að vera. —- Hvað mundi svo sem verða gert, ef skamt- arnir entust nú ekki nema hálft skömtunarlímabilið? Ef menn hefðu skömtunina alment að engu, og notuðu þessar vörutegundir eins og áður, meðan seðlarnir entust? pað er enginn vafi á því, að stjórnin yrði þá að Iáta nýja út- hlutun fara fram. Og hún mundi gera það viðstöðulítið, því að hún hefir þegar sýnt það, að hún hefir ekki þrek til þess að halda fast við ákvarðanir sínar, ef hún finnur al- varlega mótspyrnu. — J?ess vegna getur almenningur enga virðingu borið fyrir ákvörðunum hennar. pess vegna má við því búast, að að því reki, að öllum hennar ráð- stöfunum verði líkt tekið og hveiti- og sykur-skömtuninni hér í Reykja- vík, eða þær verði blátt áfram virtar að vettugi og að engu hafðar. pannig er núverandi „stjórn“.vov gersamlega að útrýma allri virðingu fyrir allri stjórn, úr landinu, og er því hin brýnasta þörf á því, að hún fari sem fyrst frá völdum. — „Góð meining enga gerir stoð.“ Hvað sem annars má um skömtun- ina segja, eða líkurnar til þess, að slíkar ráðstafanir geti orðið að gagni, ef þæi væri af viti gerðar og þeim framfylgt með þeirri festu, . sem nauðsynlegt er, þá er auðsætt, að í höndum slíkrar stjórnar. sem hér er, verða allar slíkar ráðstaf- anir gagnslausar. pessa stjórn vora brestur bæði vit og vilja til slíkra framkvæmd. Og úr því að hún er nú komin inn á þá braut, að fall- ast á kenningar Vísis í einstökum atriðum, þá ætti hún líka hið bráð- asta að fara að dæmi fornra fylgis- manna sinna, sem nú hafa látið af allri vörn, og játað það, að minsta kosti „undir væng“, að hún sé í alla staði óhæf til þess að stjórna land- ínu. Bíinaðarsýmngin. Svo er áformað, að haldin verði hér allfjölbreytt búnaðarsýning að sumri og mun hún verða opnuð 5. júlí. Undirbúningur hefir verið tals- verður af hálfu Búnaðarfélagsins með að útvega búnaðarverkfæri frá útlöndum, er líkleg þykja að hér geti komið að gagni, o. fl. Upprunalega mun að eins hafa verið ætlast til að þetta yrði að eins verkfærasýning fyrir sveitamenn, og að hún mundi fara að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá Reykvík- ingum, og lítið sem ekkert snerta bæjarfélagið hér. En það væri skaði, ef svo færi. Slíku máli sem þessu verður bæj- arfélagið að veita alvarlega athygli, enda mundi það eins dæmi, aS nokkur borg láti sig engu skifta op- inbera sýningu, sem haldin er inn- an hennar vébanda. Erlendir bæ- ir keppast um að fá að halda sýn- ingar og kappkosta að gera alt til að greiða fyrir þeim, enda þykja slík fyrirtæki öðru fremur stuðla að því að efla > menningarbrag og hleypa fjöri í viðskiftalífið. Fyrst mun hafa verið áformað að hafa búnaðarsýninguna í Gróðrar- stöðinni og nota Kennaraskólann að einhverju leyti. Onnur uppá- stunga hefir komið, og hún er sú, að hafa sýninguna á 1 þrótlavcllin- um, og virðist sú hugmynd ólíkt betri, því að þar er og á að vera aðalstöð samkomulífs bæjarins á sumvin. pað virðist vera augljóst, að all- ir málspartar græða mest á því aS búnaðarsýningin sé einmitt þar, sem fólksstraumurinn er mestur. Auk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.