Vísir


Vísir - 05.01.1921, Qupperneq 3

Vísir - 05.01.1921, Qupperneq 3
I VfSIR Afnám herbnnaðar. MeSal hinna mörgu símskeyta, sem birst hafa undanfarna daga, er eitt einkanlega eftirtektavert. paS er skeytiS um viSleitni Hardings, forsetaefnis, til aS draga úr vígbún- aSi Bandaríkjanna. Fjárhagur flestra ófriSar]?jó8a er mjög bágborinn og hefir lítiS batnaS síSan friSur komst á, — jafnvel versnaS til muna í sumum löndum, svo aö hann hefir aldrei veriS verri en nú. A styrjaldarár- unum söfnuSu herþjóSirnar afskap- legum skuldum og nú er komiS a3 skuldadögunum. En ef jafnframt }?arf aS halda ugjri öflugum her á sjó og landi, þá er ekki fyrirsjáan- legt, aS þjóöirnar fái risiS undir }?eim bvrSum. pví er ]?a5, aS Harding hefir nú hafiS baráttu þá, sem fyrr var nefnd, og eru Bandaríkjamenn þó vafalaust sú þjóS, sem yfir mestum auði raeSur í svip. Ef honum yrSi eitthvaS ágengt, má ganga aS þ\í vísu, aS aSrar þjóðir fari fúslega aS dæmi Bandaríkjanna, eins og nú standa sakir, enda er ]?ess getiS i skeytunum, að þessum fregnum hafi veriS vel tekið í Bretlandi og Japan, en í þeim löndum hefir verið iagt mikiS kapp á vígbúnað und- anfarin ár, og þau'eiga stærsta her- skipaflota, með Bandaríkjunúm, sem kunnugt er. pegar alþjóðabandalagiS var stofnað, var það fyrst og fremst gert til þess, að reyna aS afstýra styrj- öldum, og æSsta takmark þess er, og hlýtur aS vera, aS láta afnema allan vígbúnað. En slík breyting kemst ekki á í einu vetfangi og bandalaginu hefir ekki áunnist mik- ið í því efni enn, sem ekki er von. VígbúnaSur verður að leggjast nið- ur, smátt og smátt og samtímis í öllum löndum, en ekki getur úr því orSið meSan tvær öflugar hernað- arþjóðir eru utan bandalagsins, sem sé Rússland og Bandaríkin. Lloyd George flutti mjög eftir- tektaverða ræSu í London 22. f. m. í veislu, sem gerð var í móti þeim erindrekum úr nýlendum Breta, sem sátu á ráðstefnu al- þjóðabandalagsins í Genf. Vildi hann leyfa pjóðverjum upptöku í bandalagið og lagði mikla áherslu á, að draga yrði úr þeirri sam- keppni, sem nú væri þjóða á milli í vígbúnaði. Fórust honum meðal annars orð á þessa leiS: ,,pað fær mér mikillar gleSi. aS tilraun var hafin til þess, á ráðstefnunni í Genf, aS fá fyrrverandi óvinaþjóSir til að ganga í bandalagið. Eg er örugg- ur um það, að enginn mundi vilja tálma pýskalandi að ganga í bandalagið, ef þaS vildi láta í ljós skýran vilja sinn í því, að full- nægja ákvæðum friSarskilmálanna, og léti þann vilja koma berlega fram í verki. Vér væntum þess vongóSir, að Bandaríkin muni sjá sér fært að ganga í bandalagið. paS er stór- mikilsvert, að úr því verði, þegar af einni ástæðu. Eitt viðfangsefni bandalagsins virðist lítinn sem engan H]erar. Nokkur stykki hjera seljum vér með mjög Ugu verði. Pautið trax því lítið er til. Eanpfélag ReyhTikinga Laugaveg 22. Sími 7 2 8. i framgang hafa haft. Og eg byst ekki við, aS um framgang geti verið að ræða í því efni, nema allar þjóðir gangi í bandalagið, og er hér þó um að ræða mjög mikils- varðandi viðfangsefni, þar sem er afnám herbúnaðar. pað kemst aldrei sannur friSur á, þjóða í milli — og það er þarflaust aS gera sér vonir um það — meSan samkepni helst í vígbúnaði. | En áður en herbúnaður leggiSt I niSur, verða allar þjóSir að ganga ! í bandalagið. Engin þjóð getur | hætt á að leggja niður vígbúnað, 1 nema hún viti, að aðrar þjóðir geri slíkt hiS sama. Vér getum gert það í sameiningu. Vér getum gert það með samningi. pað verður að ger- ast svo, að öllum sé það kunnugt, svo að þjóSirnar geti ekki gengið frá samningunum, þegar þeir eru gerðir. pó að pjóSabandalagiS megi sín lítils í þessu efni enn, þá er þó svo komiS, að tilvera þess er hin helsta trygging þess, að ekki komi þegar upp ný heimsstyrjöld. pað er sennilegt, að enn eigi það mikla baráttu fyrir höndum, áður en það nái æSsta takmarki sínu: — af- námi herbúnaðar. En þrent hefir þaS þegar gert til að hindra styrj- aldir í stórum stíl. Með þjóðasátt- málanum hefir þaS sett ákvæði um gerðardóma og samninga-umleitan- ir. I öSru lagi hefir það lagt til, að stofnaður verði alþjóða-dómstóll — Court of International Justice — og mun hann bráðlega komast á stofn, samkvæmt tillögum ráð- stefnunnar í Genf, og í þriSja lagi ' er sú ákvörðun, sem felst að nokkru leyti í framanskráðum atriSum, að allir samningar milli þjóða verði framvegis' birtir. En það telja marg- ir eina höfuðorsök styrjaldarinnar, aS þá vóru í gildi margir samn- ingar milli stórveldanna, sem hald- ið var leyndum, og jók það mjög á tortrygni og fjandskap út í frá. HvaS sem upp kann að koma af þessum samningatilraunum, þá virðast allgóðar horfur á því, að nú geti dregið til fullkomins friðar í heiminum, einkanlega ef tilraunír Hardings ganga honum að óskum. ■Einþvl(l(a stúlþan 51 Svo mikil var alvaran. svo þung •áhyggjan í þessari spurningu, að Philijjpa kendi sárrar iðrunar vegna hinnar meinlausu og hugsun- arlausu ertni sinnar. „Góða barn! Hvaða spurningar eru þetta! Eins 'Og Neville lávarður sé þess háttar imaSur! Auðvitað líst honum vel á þig, af því aS þú ert fögur; flest- •um karlmönnum líst betur á fríðar stúlkur en ófríðar — og viS meg- um vita það, vesalingarnir, sem •ekki er gefinn fríðleikurinn, — en þú mátt treysta því, að hann gengst ekki fyrir fríðleikanum einum sam- an.“ -— „Mér þykir vænt um, aS þú heldur það,“ sagði Carrie og stundi ofurlítið við, eins og létti af henni, „mér ]?ætti ekki skemtileg tilhugs- un ....“ ,,Hvað?“ „Að það væri fríðleikurinn einn, sem hann gengist fyrir, því að ef svo væri, þá gæti hann mjög auð- veldlega — hitt aðra fegri og þá i— Philippa!" og hún greip snögt um handlegg systur sinnar. „Líttu á, hvað eg er breytt! Ástin gerir mig kvíðandi og hrædda, eg verS eins og svipur hjá sjón.“ „pað orsakast af of mikilli ham- ingju og of miklu ímyndunarafli. En, dettur mér í hug, Carrie, þeg- ar eg minnist á ímyndunarafl, bráðum tekst þér að ráða gátuna um það, hvað var í símskeytinu, sem þú gerðir þér í hugarlund. að fengið hefði mikið á Neville lá- Jr (i varð. Carrie hló. „Já, símskeytið! pað er satt, Cecil mintist á þaS í kvöld. eSa það var eg, —; eg man það ekki.“ „SagSi hann þér ekki, hvað í því var?“ spurði Philippa í hugs- unarleysi. „Gerir ekkert. pú getur nú spurt hann að því, án þess að gera þér samvisku af.“ „Mig langar ekki til aS vita um það. Mér stendur á sama,“ svaraði Carrie blíðlega og dreymandi. „Góða nótt, — lafði Neville,“ sagði Philippa, þegar hún sleit sig loksins frá henni og kysti hana systurlegum alúðarkossi. t Fimtándi bapítuli Næsta morgun. — nei sama morgun, en seinna, — kom Carrie ofán, föl eins og lilja, en hvorki „skinin né skorpin", lotleg né þreytuleg. pá hafði veriS borið á borð og Philippa horfði hugsandi á glóðarbakað brauð, sem var á borðinu. Carrie gekk feimnislega inn í borðstofuna og læddist til hennar. Philippu varS hverft viS og leit upp. „Komin? Eg bjóst ekki við þér svona fljótt, ekki fyrr en eftir nokkrar klukkstundir.“ „Ekki það?“ svaraði Carrie brosandi, án þess að líta framan í hana. „ Hvað er þá klukkan orðin?“ „Ekki nema tíu. Hvernig svafst þú? pú ert ekki mjög eftir þig, að sjá; ef til vill heldur fölari en þú átt að þér.“ „Eg hefi alls ekkert sofið,“. svar- aði Carrie. „Nei! pað var óhyggilegt! En eg býst við, að þú hafir ekki get- að gert við því. pað er ekkert und arlegt. Carrie! Hann hefir gengið hér út og inn í morgun og verið að spyrja eftir þér, og hann vildi að eg færi upp, til að vita, hvernig þér liði, en eg færðist undan að gera þér ónæði, svo að hann er nú farinn inn í herbergi sitt, ,til að skrifa bréf', eins og hann sagði. Eg held eg geti giskað á, hverjum hann ætlaði að skrifa." „pað er svo! —- Nei, ekkert til að eta. Gefðu mér þá kaffibolla og mikla mjólk út í. — Jæja, hverj- um þá?“ „Jarlinum, föður sínum,“ hvísl- aði Philippa í trúnaði. „Hann ætl- ar auðvitað að láta ættingja sína - vita, að hann hafi fundið konuefm, sem sé við hans hæfi.“ Carrie hló ofur lítið. „Hann hefir ekki haft neitt ilt af dansleiknum,“ sagði Philippa glaðlega. „Hann var eins og blómi í eggi í morgun og kátur eins og fugl á kvisti. Mér skilst að hann hafi talað við pabba í gærkvöldi, því að hann hefir verið að minnast á það við mig í morgun. Eg vissi ' ekki að pabbi væri svona metnað- argjarn. Hann fór nú í fyrsta sinni á æfinni að tala um ætt sína Harin virðist hugsa, að jarlinn mundi ekki ....“. Hún þagnaði. „Haltu áfram," sagði Carrie stillilega. „Mundi ef til vill ekki fallast á þetta strax. en gefa samþykki sitt til þess að lokum. O, Carrie, hver heldur þú að hafi komið hér í morgun?" „Eg veit ekki.“ „Vesalings Willie. Hann spth^ðí eftir þér, en eg sagði honum, að þú værir ekki komin ofan og hann sagðist ætla að líta inn seinna. pað var engu líkara en dansleikurinn hefði alveg lamað hann\ „}?að er svo,“ svaraði Carric stuttlega. „Vesalings Willie,“ endurtók Philippa og stundi við. „petta verð- ur honum hræðilega þungbært! Eg

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.