Vísir - 23.02.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1921, Blaðsíða 2
ViSiM Eligum ennþá, óseldan: Saltíisk úrg&ngs-stórfhk. og Símskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn 22. febr. Ráðstefna. Frá London er símað, aö þar hefjist í dag allsherjar fulltrúaráð- stefna, fyrst einkastefna milli Lloyd Georges, Briands og Sforza, en síðan opinber ráðstefna meS 52 fulltrúum af ýmsum löndum. Mál- efni Griklclands verða þar rædd fyrst og fremst. Kosningar í Prússlandi. SímaS er frá Berlín, að prúss- nesku kosningarnar hafi gengiS í- haldsmönnum mjög i vil.'Kosnir voru samtals 212 andstæðingar jafnaðarmanna, en 99 meirihluta- jafnaðarmenn, 24 óháSir og 27 kommunistar. Erlend mynt. 100 kr. sænskar....... kr. 124,65 100 kr. norskar.......— 97,25 100 mörk þýsk.........— 9,30 100 gyllini hollensk ... — 191,00 Sterlingspund ......... — 21,58 ’Dollar .............. — 5,54 (Frá Verslunarrá’ðinu). Firn mikil. Þaö eru í ráun og veru „firn mikil,“ sem gerðust í efri deild Al- þingis í gær, að frumvarpinu um einkasölu á kornvöru skyldi vera vísað til landbúnaðarnefndar. — Þa’ð var stjórnin, sem vildi svo vera láta, og lýsti hún með því þeirri skoðun sinni, að þetta mál varðaði í raUn og veru að eins land- ■búnaðinn. Það er nú fyrst við þetta að at- hugá, að þó að stjórnin beri það fyrir sig, að frv. þetta sé fram komið í því skyni aðallega, að tryggja kornforða í sveitum, til varriár gegn fellis-hættunni, þá varðar þetta mál einnig svo mjög aðra landsmenn en bændur, að það nær ekki nokkurri átt, að telja það hreint landbúnaðarmáþ Fyrst og fremst ber auðvitað að athuga hina ’hagfræðilegu hlið málsins. Þó að aðalátriðið sé að tryggja bændum kornforða til skepnufóð- urs, þá eru auðvitað fleiri leiðir hugsanlegar til þess en sú, að lög- leiða kornvörueinokun. og ber þá auðvitað fyrst að rannsaka, hver leiðin sé fjárhagslega heppilegust. Þó að stjórnin sé sannfærð um það. að einokunin sé einmitt heppileg- asta leiðin, þá á þingið auðvitað ; að leggja sjálfstæðan dóm á það. | og sú nefnd þingsins, sem um slík | mál á að fjalla, er auðvitað fjár- ! liagsnefndin. Landbúnaðarnefndin | á eingöng-u að fjalla um þau mál, sem aðallega eða eingöngu snerta landbúnaðinn og leggja dóm á þau fyrst og fremst með hag land- búnaðarins fyrir augum. Með því, að láta vísa þessu máli til landbúnaðarnefndar, hefir stjórnín þá úrskurðað, að hagur þjóðarheildarinnar eigi algerlega að Iúta hag landbúnaðarins, og það alveg án tillits til þess, hvort ekki væri únt að sjá hag landbún- aðarins borgið á annan hátt, sem þjóðarhéildinni væri hagkvæmari. En auk þess fer frv. fram á við- tækari einokun en svo, að ein- göngu geti verið um það að ræða, að tryggja bændum kornforða til skepnufóðurs. Það fer líka fram á einkasölu á öllu hveiti, og vænt- anlega er það ])ó ekki tilgangur- inn að nota hveitið líka til skepnu- fóðurs! En hvers vegna er það þá falið landbúnaðarnefnd, að skera • úr því, hvort hveitið skuli einnig | einokað? — Það er enginn vafi á þvi, að stjórnin hefir látið vísa j frumvarpi þessu til landbúnaðar- ! nefndar eingöngu af þeirri ástæðu, j að hún hefir talið likur til þess/að j sú nefnd mundi vera v i 1 h ö 11 í i málinu. En slík meðferð mála er j blátt áfram ósæmileg, og má ekki j þolast ómótmælt. Frá alþugi. Kornvörueinokunin í e. d. í gær fór fram 1. umræða um kornvörueinokunarfrumv. stjórn- arinnar í efri deild. Mætti frumv. þegar við þessa umræðu ákveðinni andstöðu, og . töluðu gegn því: Björn Kristjánsson, Halllór Stein- sen, Sig. Eggerz og Sig. H. Kvar- an, en atvinnumálaráðherra einn með. — Ráðh. gat ]iess, að mjög’ óvíst væri, eða öllu heldur ólik- Kanpið COLGATES haudsápnr Höfum fyrirliggjandi: m Handsápnr margar tegundir. «-í ■fc 111 P9 ss T3 Þvottasápn „Octagon". s* pr S Raksápn og Raksápndnft. m aa, •ts O 0 Ólafason & Co. Reykjavík. ^Colgates4 sápur. Niðursoðnir ávextir og kjöt- metí ínargar ág. teg. með gjaiverði, ef miðað er við verð annara. fást í versl. B H. Bjarnason. Stiftasanmnr ai öllu tagi frá %—ð” og Pappasanmnr selst á meðan birgðir eudast með 10% afslætti undir almennu verði. Versl. B. H. Bjarnason. legt, að' stjórnin notaði fyrst um sinn heimild þá, til að taka i sínar hendur einkasölu á rúgi og fiveiti, sem umræðir í frvr, það mundi að líkindum ekki komast til fram- kvæmda næstú tvö árin. Að lokuin lagði hann til, að frv. yrði visað til landbúnaiSarnefndar, en írv. er aðallega framkomið í þeirn tilgangi að tryggja það, að ávalt séu nægar kornvörubirgðir til í landinu til sképnufóðurs, til að grípa til ef á þarf að balda. — Var frv. vísað til 2. umr. með 9 atkv. gegn 3 og þáð falið landbún- aðarnefnd. ur Hagan úrsmiður, Eyjólfur Jóns- son málari og frú hans, Matthías Einarsson læknir o.g frú hans, Að- alsteinn Kristinsson verslunarm., Viggo Jensen, Hjálmtýr Sigurðs- son kaupm., Jón Árnason, Jensen vélstjóri og frú hans, Jón Björns- son kaupm. Austfirðingamót mun verða haldið á Hótel ís- land á laugardagskvöídið, svo sem auglýst hefir verið hér í blaðinu. Visir hefir verið beðinn að minna á, að það er nauðsynlegt, að rnenn segi til hluttöku og sæki aðgöngu- miða helst á rnorgun, en i allra síðasta lagi á föstudag. F ramhaldsf undur stúdentafélaganna verður hald- inn i kvöld kl. 8% stundvíslega í Iðnaðarmannahúsinu, niðri. Rætt verður um mentamál. Guðtnundur Friðjónsson talaði í Iðnaðannannahúsinu í gærkvöldi. Þar var mikið fjöl- menni saman komið, og urðu þó niargir frá að að hverfa. Ræðu- maður fékk gott hljóð. og mikið lófaklapp að lokum. Vafalaust lætur hann oftar til sín heyra, áð- ur hann fer héðan. t %i.%l.u.%l.%l,%l.lL.*l.*i.*i,%i*i Bæjarfréttir, Gullfoss fór héðan í dag áleiðis til út- landa. Meðal farþega voru: Gunn- ar Guunarsson kaupm., Ingvar Þorsteinsson skipstjóri., ungfrú Anna Bjarnadóttir, frú Guðrún Helgadóttir, frú Frederiksen, Otto Tulinius k.aupm., Guðnt. Eirikss, heildsali, Jacobsen kaupm, Hall- dór Guðmtmdsson rafmagnsfræð- ingur, frú Mafía Jónsdóttir kona Hallgrínts Kristinssonar framkv.- stjóra., frú Ása Kronika, Haraldur Jóhannesson verslunarm.. Ilafald- Germanía heldur fund kl. 8I/2 annað kvöld i lönaðarmannahúsinu. Ágúst H. Bjarnason, prófessor, byrjar fyrirlestra sína fyrir alménning um Hamlet, Faust og Manfred í dag kl. 6)4. í fyrstu kenslustofu háskólans. Bakarar munið aðalíund styrktarsjóðsins í kvöld kl. 8V2 á Hótel ísland. Dr. Páll E. Ólason hefir ritað grein uni prentsmiðju Jóns Arasonar í sænska timaritið: Nordisk Tidskrift för Bok- och ’ Biblioteksvásen'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.