Vísir - 04.04.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1921, Blaðsíða 2
VÍSIR Höfum fyrirliggjaudi: Fiskbnrsta, Stráliústa Þalpappa, Blackvarois CyiináeraUn, Rapid Dampcylinðerolin Primnsa - Baiins. Sfmskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn 2. apríl. Kolaverkfallið í Englandi. Frá London er síma'ð á þessa leið: Verkamenn lög'ðu niSur vinnu í allflestum námum í nótt. Hafa hinir róttækari verkainanna- foringjar tekið forustu námuverka- manna í sínar hendur. VerkfalliS hefir á sér byltingarblæ, en stjórn- in virðist standa vel að vígi ög vera mjög föst í sessi. — Standa Rretar nú augliti til auglitis við mestu vandræðin, sem nokkurn tima hafa verið í iðnaðarmálum j>ar í landi. Allur útflutningur eldsneytis úr landinu cr bannaður, nema þvt að eins. að sérstakt leyfi sé gefið til. Hefir stjórnin gefið út bráða- birgðalög, sem veita hnnni heimild til víðtækra ráðstafana. Valdasókn Karls konungs. Frá Berlin cr símað: Það er í almæli i Vín, að stjórn Ungverja- latids hafi verið nifv Karli kon- ungi í ráðabruggi hans um ríkis- töku í Ungverjalandi. Hervaldi hefir verið lýst yfir í Vestur-Ung- vérjalandi og helmingur hersins gengið i lið með konunginum. í skeyti frá Vín er sagt frá bvi, eö Horthy ríkisstjóri hafi slept til- .kalli sínu til embættis og í síðara skeyti, að Karl konungur ætli að fara til Sviss aftur bg að ung- A'erska stjórnin hafi beiöst farar- leyfis honum til handa. Agence Tiavas segir að Horthv hafi fengið Karli konungi völdin í hendur og hafi hann verið hyltur af lýðnum og hernuni. F.nn fremur að Andrass) grei fi hafi verið út- néfndur forsætisráðherra í Ung- verjalaudi. Khöfn 2. apríl. Verkfailið í Bretlandi. Margar kolanámur eru þegar orðnar fullar af vatni og koma ekki að nokkru gagni fyrst um sinn. Meira en tvær miljónir manna hafa mist atvinnu. Ungverjar og Karl konungur. Þjóðþingið í Búdapest hefir samþykt í einu hljóði, að Karl kon- uiigur liafi fvrirgert rétti sínum til konungdóms er hann flýði úr landi 1918, og leitun hans'.eftir konung- dónti brjóti bág við gildandi rétt- arfar. Er skorað á stjórnina, að flytja hann þegar úr landi. Kon- ungur hefir skrifað ríkisstjóranum cg segir þar, að hann fari því úr landi, að hagsmunum ríkisius sé svo hest borgið, en kveðst vera löglegur konungur Ungverjalands cg áskilja sér rétt til að hverfa þangað, hvenær sem vera skal. írar fá sjálfstjórn. Talbot lávarður, .hinn kaþólski, er prðinn Iandstjóri í írlandi. Sam- kvæmt nýju sjálfstjóraarlögunum, verður fyrsta verk hans að kveðja til fundar þingin í Suður-írlandi og Norður-írlandi. Sinn Feinar hafa lýst yfir, að þeir ætli að taka þátt í atkvæðagreiðslunni við þing- kosningar. Ráðherra-skifti. Sir Robért Horne er orðinn f jár- málaráðherra eftir Austen Cham- berlain. Síldveiðar Svía við ísland. Sænska stjórnin hefir borið fram tillögu um að veita fjórum hringnótafélögum í Bóhús-léni too þúsund króna styrk til síldveiða við fsland næsta sumar. Er ráö- gert, að 50 menn stundi veiðarnar og áætlaður afli er 20 þúsund tunn- ur. Sú ástæða er færð fram fyrir þessari fjárveitingu, aö fiskimönn- um í Bóhúsléni gangi misjafnlega að selja hina ófeitari síld sem þeir veiða; ennfremur er það talið þióðþrifaráð að styrkja síldveiðar, því að árin 1909 til 1918 var flutt til Svíþjóðar íslensk síld frá Nor- egi fvrir 13 miljónir króna á ári og fyrir 32 miljónir króna 1918. Talið er, að selja megi um T50 þúsund tunnur af islenkri síld í Svíþjóð ár- lega og þykir æskilegast, að Svíar veiði sem mest af henni sjálfir. (Sumar þessar tölur virðast mis- ritaðar). Gengi erl. myntar. Khöfn 2. apríl. roo kr. sænskar........ kr. 127,85 100 kr. norskar........ — 88,25 100 mörk, þýsk.........— 8.90 too frankar, fr........— 38.50 100 frankar, svissn. ... — 95.09 100 lírar, ítal........— 22.50 too pesetar, spánv.....— 76.50 too gvllini, boll......— t8q.oo Sterlingspund ......... — 23.43 Dollar................... — 5.49 (Frá Verslunarráðinu). Khöfn 3. apríl. ). Járnbrauta og flutningaVerkamenn styðja kolaverkfallsmenn. f Lundúnafregn. segir, að búist sé “við, að járnbrautamenn og flutn- ingamenn standi sem einn maður með kolaverkfallsmönnum. Bandaríkin vilja sitt. Hardings-stjórnin í Bandaríkj- unum hefir samþykt að gefa ekki bandamönnum einn eyri eftir af skuldum þeini, sem þeir standa í við Bandaríkin. Friðvænlegra í Þýskalandi. Berlínarfregn segir frið á kom- inn í borgum og bæjum Mið- Þýskalands, en óaldarflokkar kommunista fara rænandi víða um sveitir. Grikkir hefja styrjöld. Grískar hersveitir hafa sótt inn yfir landamæri Búlgaríu norð- vestan við Adrianópel. Aþenu- fregn segir, að foringjar frá 1901 til 1913 hafi verið kvaddir til her- þjónustu. Konungur þeirra er íar- inn til landamæranna. Gunaris er orðinn forsætisráðherra en Kilo- geropoulos fjármálaráðherra. Frá Alþingi. Á laugárdaginn lauk 2. umr. um fjáraukalögin 1920—21 í n. d. Var það þriðji dagur þeirrar umræðu. Allflestar f járveitinga- tillögur, sem fram komu, náðu samþykki deildarinnar, enda flestar þannig vaxnar, að ekki varð hjá þvi komist. — Feld var tillaga f j árA'ei tinganefndar um launauppbót til ráðherranna (4 þús. til hvers þeirra); var nafna- kall haft um þá till. og urðu 10 með henni en 15 á móti, ráð- herrarnir tveir greiddu ekki at- kv. — Um uppbót þessa komsl einn þingm. svo að orði, að nóg- ir menn myndu fást til að gegna émbættum þessum án launavið- hótar og ómögidegt hefði reynst að „nudda“ núv, ráðherrum úr sætunum, þó að itrekaðar til- rannir hefðu verið gerðar til þess, og væri þvi ekki að sjá, að þeir væru „kvaldir“. Póstburðargjaldafrv. stjórn- ar var til annarar .umræðu og var samþ. með nokkrum hrevt- ingum eftir tillögum fjárhags- nefndar; — burðargjald fyrir alm. brcf lækkað og hækkun á blaðaburðargjaldi feld niður. f dag hefst önnur umr. um tóbaks- og vínfangaeinokunina i n. d. Hefir fjárh.nefnd klofn- að um það mál. Vijja 6 nefndar- menn láta samþ. frv., en með talsverðum breytingum. Einn nefndarmanna (Jakoh Möller) er frv. algerlega mótfallinn. Tel- ur hann fyrst og fremst tekju- von svo litla af einkasölunni, ef verðvaranno ætti elcki aðhækka. að ekki svari kostnaði að ráðast í fyrirtækið, en málið auk þess svo flausturslega undirhúið, að þegar af' þeirri ástæðu sé frá- gangssök að samþ. (W. Stjórnin Stórt og rnjðg ódýrt úr- val af vasahnífum í Járnvörud. Jes Zimsea hafði gert ráð fyrir alt að 400 þús. kr. tekjum af vínsölunni einni saman, en sú telcjuvon rýrnar svo við nánari athugun, að hún verður nálega að engu, vegna þess aðallega, að bygt hef- ir verið á miklu meiri innflutn- ingi en rétt er. )r .,tk Ur-aí*. , tJrf— Bæjarfréttir. Kólnar í veðri. Frost var um alt land í morgun, meira en lengi hefir áður verið. í Reykjavík 7,4 st., Stykkishólmi 10,8, ísafirði 11,3, Akureyri 11, Grímsstöðum 14,5, Seyðisforði 9,7, (engin skeyti frá Raufavhöfn), Þórshöfn i Færeyjum hiti 1 st.. — Loftvog Iægst fyrir austan land, ört stígandi. Snörp norðlæg átt á Norðurlandi. Horfur: Hæg norð- læg átt. Aflinn glæðist. * Skallagrímur kom af veiðum í morgun með 110 tunnur lifrar. — Leifur heppni kotn í nótt með 70 tunnur lifrar. Þilsk. Keflavík kom inn í gær með ir þúsund. Nýtt botnvörpuskip kom hingað í gær frá Þýska- landi, — heitir „Menja“ og er eign hlutafélagsins ,,Grótti“; verður gert út frá Hafnarfirði. Hjalti Jónsson er framkvæmdastjóri fé- lagsins og kom á skipinu frá Þýskalandi, en skipstjóri er Karl Guðmundsson. Slys. Á annan páskadagsfnorgun vildi það hörmulega slys til á Giljum í Mýrdal, að unglingsprltur. 17 'ára gamall, Jón Árnason að nafni. lenti í lausasnjóskáfli sem bljóp með bann ofan í g-il fyrir ofan bæinn. Hafði hann farið að gefa sauðum hey, sem haföir eru fvrir vestan bæinn en þeir sótt austur í fjalls- hlíðina þar fyrir ofan, sem er mjög grösug, og var hann að sækja þá cr slys þetta har að höndum og hann beið þana af, Hatin var ætt- að.ur frá Staðarhrauni og var efnispilfur. Tvær Tæ'ður erti nýútkomnar eftir síra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest. Heitir lun fyrri: Jesús í Dalnum, en hin: Sannleikurinn um Jesúm og sann- leikurinn um mennina. Brauð lækka ií verði frá deginum í dag, shr, augl. í blaðinu t dag. Leiðrétting frá O. Forberg, landssínia- stjóra, verður að biða næsta blaðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.