Vísir - 29.04.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1921, Blaðsíða 2
VÍSIK ( Höfum fyrirliggjandi Cocoa „Bernsdorp’s“ Te „Welrose“ „Ezportkaffl“ .,Eldspýtnr“ Kex: Lnnch Snowflake Cabin. Pappirspoka flestar stærðir. Símskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn í gær. Samningar Þjóðverja. í annari tilkynnirigu sinni til stjórnarinnar í Washington bjóð- ast Þjóðverjar til a'ð greiða 200 miljarSa marka og taka til þess lán lijá ýmsum þjó'Sum er greitt veriSi me'ö jöfnum árlegum afborgunum. Þeir kveSast strax vilja leggja fyr- ir 1 miljarð í París og ef til vill taka á sig skuldir bandamanna viS Ameríku. En aftur á móti heimta Þjóöverjar að hætt verði öllum þvingunarráðstöfúnum, aS Efrí- Schlesía verSi óskift og aö þeir fái aS njóta frjálsra viðskifta á heims- marka'ðinum. Frá París er siniaö, aö Frakkar og Belgar ' hafi algerlega neita’ð þessum skilmálum, en Bretar séu reitSubúriir að semja. Stjórnin i Washington sér eftir þetta ekki fa^rt að halda fram til- hoði Þjóðverja. Lauðhelgisgæslan. Stutt athugasemd eftir Sigurð Sigurðsson frá Amarholti. Um þetta tnál er nú búið a'S þjarka og þrefa svo mikið i blöð- unum, bæði af mér og öðrum, að þess er riaumast að vænta, að nokk•• uð nýtt eöa áður óumrætt' sé i vændum. Samt sem áður get eg ekki lát- ið hjá líða, að fara nokkrum orð- um um málið eins og nú standa sakir. Vér fslendingar höfum að undanförnu, og að miriu áliti, með réttu, gert fremur lítið úr land- helgisgæsiu Dana hér við land. Það er því sjálfsögð skylda fslend- inga’ að láta þess getið, þegar brcyting til batnaðar hefir átt sér stað i þessu efni. Og um það verður ekki deilt. Síðari varðskipið „Fylla“ hóf starfsemi sina hér við land — því miður helst til seint, hefir svomjög breyst til batnaðar frá því sem áð- ur var, að því er ekki saman að jafna. „Fylla“ hefir ekki að eins náð í all-marga sökudólga við ó- löglegar veiðar i landhelgi, og þannig fært sjóði ríkisins miklar tekjur beinlínis, heldur sýnt svo mikla árvekni og iðju í starfi sínu, að ólöglegar veiðar botnvörpunga við suðurströnd landsiris hafa gjörminkað og riú upp á síðkastið svo að segja horfið. Þetta starf ,,Fylla“ hefir borið mikinn árangur og er i alla staði ágætt. Það vita allir, að hinn mikli raótorbátafloti, sem nú stundar veiðar við suðurströnd landsins, er aðallega og einkum frá Vestmanna- eyjum. En veðurfari er þannig háttað, að langan tima vetrar eiga þessir bátar örðugt með að stunda vciðiskap sinn langt i^iafi úti, enda fiskigöngur mjög oft með strönd- um fram og þvi í landhelgi. Þess er ekki að vænta og ekk- ert vit í, að stórt og dýrt strand- varriarskip, sem ætlað er öllu land- inu, hafi tima til og geti annast hið daglega og hversdagslega strand- varnareftirlit hér á þessu takmark- aða sviði, sem þó er svo verðmætt, litið eftir veiðarfærum og aðstoðað báta þá sem hjálpar])urfa eru, nema þá í einstöku tilfellum. Þvi er það svo augljóst öllum, sem til þekkja, að ekkert getur gagnað fjárhagslégum hagsmun- úm Islendinga betur en það, að góð samvinna sé milli hins hraðskreiða og vopnaða skips „Fylla“ og „Þórs“, hjálparskips Vestmanna- eyja. Og ef gleðilegt til að vita, að enginn virðist hafa skilið betur eri skipherrann á „Fylla" hversu gagnlegt það væri fyrir fiskiveið- ar vorar að samvinna væri milli beggja skipanna. Okkar áhugamál, hér i Vest- mannaeyjum, er fyrst og fremst þetta, að hér sé að starfi skip, hin- um haffærara, til hjálpar í neyð, til eftirlits með veiðarfærum bátarina eg siðan en ekki ^síst til eftirlits með ólöglegum veiðum botnvörp- unga i landhelgi. Ekkert væri íslendingum hag- feldara, eins og nú standa sakir í fjármálum landsiris en þetta, að skip vort, sem vér þegar eigum, mætti starfa á sama grundvelli eins Bifreiðadekk / 32 X 4l/a höfam yið fyrirdggjandi. Jöh. Olafsson & Co. og hingað til og nú i náinni sam- vinnu við skipin, sem Dariir senda ckkur þetta ár til aðstoðar, ,,Fylla“, sem þegar er komin og starfað hefir svo ágætlega og „Is- lands Falk“, sem kemur nú á næstunni. Vor skylda er og verður æ hin sama, að þakka það; sem vel er gert i vorn garð, og væri illa farið ef vanþökk íslendinga yrði til þess að draga úr áhuga þeirra ágætu manna, sem þeir hafa sent oss og þegar hafa sýnt viljann og mátt- inn til þess að bætg. úr þvi, sem okkur þótti rniður fara. eftir P. Stefánsson frá Þverá. Frh. II. Þvi miður vanst mér ekki tími ti! að hlusta á umræður þær, er urðu um málið i neðri deild. En framsögumaður meirihlut^, hr. Þorlciíur Guðundsson, lét mér i té góðfúslega aðalkjarnann í fram- söguræðu sinni. Var það á þá leið, að hann sem ekki væri ánægð- ur með hin lágu fargjöld, sem fólk slyppi nú með að borga fyrir bílkeyrslu. teldi. ekki nema sann- gjarnt, að notendur legðu nokkuð af mörkum til rikisins. þar sem þvi ækki yrði hnekt, að það (þ. e. ríkið)~ legði bílunum til vegi. Að vísu við- tirkendi hann. sem réttilega var at- hugað. að þessir vegir senr það op- ; inbera legði til. væru raunverulega ófærir flesta tíma árs, og marga tíma alófærir, en þar sem bilskatt, ! ur tíðkaðist í öðrum löndum — j Danmörk — þá yrðum við að gera j slíkt hið sama. Að sjálfsögðu taldi hann það, að bilkeyrsla yrði dýr- ari hér, heldur en í nokkru öðru landi, vegna þess, að hinir illfæru vegir legðu svo þungan skatt á bil- I ana og vegfarendur, en liann matti þessi ágætu flutningatæki svo mik- i ið, fyrir það, hversu þægilegt með þeim væri að ferðast, og fanst, að slik þægindi væri réttmætt að skatta. Það er gleðilegt, þegar slikir ó- sérplægnir menn hittast með þjóð vorri og er þess varla von, að þjóðin kunni að meta þá eftir verð- leikum, og slíka menn geta tæp- lega önnur héruð alið en þau, sem eiga þvi likum andans kröftum til að dreifa eins og lýsa sér i um- mælum tveggja sveitunga fram- söguinannsins. Annar kvað sagt Drenglr! Komlð á rnorgan kl. 1 og seljið Skemmtiblaðið. hafa, að það væri eyðilegging fyr- ir vegina, að bamisettir bilarnir ækju altaf vinstra megiri á þeím (vegunum). Hinn hafði sagt atJ sjðan bílarnir hefðu konnð á veg- ina, hefði umferð aukist mjög mik- ið. ]>. e. a. s. gagnsemi veganna aukist, en aukin umferð orsakaði slit á vegunum. Varð honum gagn- semi veganna að áhyggjuefni bless- uðum. Sín er nú hver samvisku- semin! Frh. *V ML. .JM— W Bæjarfréttir. .k 'í I. O. O. F. Stvd. 1034298 >/2. - II. Karlakórsæfing í kvöld kl. 8 1. og 2. ten., kl. 9 1. og 2. bass. Tíðarfar Vætusamt hefir verið undanfar- ið hér sunnanlands, en nú er kom- ið sumar og blíðviðri. í simtali við Seyðisf jörð í morgun var oss sagt, að þar hefði verið alveg einstakt blíðviðri, veturinn hefði mátt heita snjólaus, enda sæist ekki meiri fenjór i fjöllum en vant er að vera um hásumar. Aflimi Egill Skallagrimsson og Apríl komu inn í gær með góðan afla. Walpole kom í morgun með 60 tunnur lifrar. Mentaskólinn. Ákveðið er að prófum skuli þar lokið og skólanum sagt upp 25. júní, vegna konungskomunnar. Stúdentaefnin fengu upplestrarí- leyfi sitt í gær. Fimtugsafmæli á Sigurgeir Einarsson kaup- maður í dag. Gullfoss er í dag á vestari höfnum Húna- flóa. Suðurland kom í nótt að vest- an og Sterlirig er væntanlegur í dag. U ngmennaf élagsfundurinn verður í Iðnó (uppi) í kvöld kl. 9 Vísir kcmur ekki út á sunnudaginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.