Vísir - 02.05.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1921, Blaðsíða 2
yisis Höfum fyrirliggjandi Regnkápur á karla og konur Vatnskápur á fulloröna og börn Karlmannsfrakka — þunna — Vinnuföt úr bláu nankini þetta ern sýnishorn sem seljast aiar ðdýrt. Biíreiðadekk 32 x höftim við fyrirliggjandi. Jöh. Olafsson & Co. Indriði Einarsson sjötugur. Eins og áður hefir veriö minst á hér 5 bla'ðinu, átti Indriöi Einars- son revisor sjötugsafmæli á laug- ardaginn. Fór svo sem vera bar, aö menn létu ekki slíkt tækifæri hjá líöa án þess að sýna honum I ýmsan vott virSingar og hollustu. Margir heimsóttu skáldið og heilla- skeyti drifu að úr öllum áttum. Nokkru eftir hádegið kom nefnd xnanna er í voru Einar H. Kvaran rithöf., Guðm. Finnbogason próf., frú Ásta Hallgrímsson, Pétur Hall- dórsson bóksali og dr. Alexander Jóhannesson og afhentu afmælis- baminu veski með áletruðu nafni hans og peningagjöf í. Lét Einar H. Kvaran íylgja þar með nokkur valin orð. JÞess þarf ckki að geta, þótt vér gerum það, að Indriði Einarsson lék á als oddi og vorti hvergi elli- mörk að sjá. Enda er hann með fullu lífsfjöri, sem best má sjá af því, að þennan sama dag kemur út I eftir hann nýtt leikrit, „Dansinn í Hruna“. Þessa bók höfum vér ekki enn þá lesið, en kunnugir menn segja það vera bestu bók Indriða, fjörugt rit og þróttmikið. Auk þess sem þjóðin þegar fyr- ir löngu hefir skipað Indriða Ein- arssyni á bekk með helstu rithöf- undum sínum, eins mun hún altaf fús að færa honum þakkir fyrir starf hans í þarfir bindindisins. En Reykjavíkurbær sem befir hans nánust kynni, þakkar bonum og fjölskyldu hans langt og mikið atarf í þjónustu leiklistarinnar jafnframt því sem þess skal altaf minst, að hann hefir jafnan verið órvandi kraftur og hrókur fagn- aðar í félags- og samkvæmislífi borgarinnar. Loks muna vinir hans honum, konu hans og börnum marga ánægjustund á heimili þeirra, sem einlægt var jafn opið og ástúðlegt, og vona að æfidagar «ndist því fólki öllu vel og lengi. Orænland Island í suinar eru liðin 200 ár siðan Hans Egede, aðaltrúboði Græn- lendinga, steig fyrst fæti á land á Grænlandi. 1 tilefni af því ætla Danir að hafa hátíðahöld mikil. Hafa borist hingað fregnir um það, að þeir ætli að halda sýn- ingu í Khöfn, þar sem sýna á framfarir þær, sem Grænlend- ingar liafa tekið undir stjóm Dana; cinnig er sagt, að lconung- ur Dana muni heimsækja Græn- land í sumar, Grænlendingum lil vegsauka og ánægju. Vér Is- lendingar liöfum lítið hugsað um Grænland og ekkert fyrir það gert. Voru það þó Islending- ar, sem fyrstir fimdu landið og fyrstir stofnuðu þar nýlendur, settu þar þing og ísíensk lög, og þó þetla yrði ekki til frambúð- ar, eru margir, sem álita að Grænland eigi fremur að fylgja íslandi en Danmörku ef skilnað- ur yrði. Um stjórn Dana á Grælandi vitum vér íslendingar nær ekk- ert. J>að er að eins eitt, sem hún er orðin heimskmin fyrir, og það er, að hún heldur enn þá fast rið það versl.fyrirkomulag, sem kallað er „einokunarversl- un . Enginn maður má versla við Grænlendinga, hversu góð og hagkvæm kjör sem hann hefir að bjóða þeim. Enginn má versla þar nema danska rikið. Græn- lendingar mega ekkert kaupa af öðrum en danska ríkinu og eng- um selja afurðir sínar nema því, livað sem þeim annars mætti takast að fá fyrir þær og liversu ódýrt sem þeir gætu fengið að- keyplu vörumar fyrir. Danska ríkið eitt ræður öllu verði og vprugæðum og fyrir því vakir fyrst og fremst, að liagnaður verði á versluninni og í öðru lagi að versl. verði sem mest beinlínis og óbeinlinis Dönum í hag, með þvi að útfluttar og að- fluttar vörur lendi sem mest á dönskum höndum, þó auðskilið sé, að það hlýíur að vera mjög' óhagstætt Grænlendingum, bæði vegna fjarlægða landanna og ai’ ! þvi Danir eru að eins óþarfa milliliðir og það alldýrir, er selja skal eða kaupa vörur fyrirGræn- lendinga. Einokunarversl. Dana þekkjum vér íslendingar af eig- in reynslu. Vér vitum, að hún var eitt mesta og skæðasta vopn til niðurdreps andlegs og efna- legs sjálfstæðis ísl. þjóðarinnar. Fátæktin og ófrelsið, þessir dyggu fylgifiskar einokunar- innar, dróu kjark og fjör úr þjóðinni og lirintu henni niður í hyldýpi svartasta menningar- leysis og andlegs volæðis. Hin þróttmikla víkinga og höfðingja þjóð var að verða að kúguðum og þjökuðum aumingjum, sem mögíunarlaust létu Dani féfletta sig og selja sér vonda og maðk- aða vöru, aumingjum, sem voru orðnir svo kjarklitlir, að þeir þorðu varia að senda bænarskrá til konungs til að biðja hann að létta af sér farginu. Og um þaö verður eklci deilt, að einokunar- verslun Dana átti sinn drjúga þátt i þessari fádæma afturför. En okkur vildi til að vér áttum mann, sem sá hvað að var og vildi slá þetta þopn úr höndmn Dana og með elju hans og dugn- aði og þeiiTa er á eftir fylgdu tókst þetta. Maðurinn var Skúli fógeti. En þó einokuninni sé létl af oss íslendingum fyrir mörgum árum, þá er hatrið á henni enn lifandi og vér gætum vart hugs- að okkur neitt verra, sem kom- ið gæti fyrir ísl. þjóðina, en cf hún ætti aftur að fara að hfa undir verslunareinokun Dana. En ef vér, sem höfum þegar góða aðslöðu i lífsbaráttunni og allmikla menningu, leljum það þjóðarhöl og þjóðarlortímingu. ef vér ættum aftur að lara að búa undir einokunarversl. Dana, hversu miklu fremur mun það skaða Grænlendinga, sem bæði standa menningarlega okkur að baki og auk þess hafa alt fram á þennan dag áll að draga fram lífið undir liinum þungahrammi einokunarverslunarinnar. Yissu- lega eiga Grænlendingar bágt; þeir verða að laka öllu með þögn og þolinmæði; þeir eiga engan Skúla fógeta. Engan, sem getur talið kjark í grænlensku þjóð- ina og hvatt hana til að lyfta af sér þessu oki. Og vart þarf að búast við hjálp annarsstaðar frá. íslendingar virðast ánægðir þeg- ar þeir sjálfir hafa fengið versl- unarfrelsi. Hvað gerir það þá til þó Grænlendingar — þessi hálf- mentnðu Eskimóar — stynjl undir okinu? Hvað kemur það þeim við? Er ekki nóg að berj- ast fyrir því, að manni sjálfum líði vel, að maður sé sjálfur frjáls og ókúgaður, jafnvel þó maður viti, að aðrir verða að þola kúgim og þrældóm? Vissu- lega lítiu’ svo út, sem þetta sé hugsunarháttur margra, svo athafnalitlir og aðgerðalausir er- mn vér, ef vinna þarf eitthverl þarfaverk, þar sem aðrir eiga í hlut en vér sjálfir. En vel væri, að vér breyttum þeim hugsun- arhætli. Ve lværi, að vér reynd- um að gera okkur til að létta einokunarbölinu af Grænlend- ingum, með þvi að láta Alþingi íslendinya skora á Dani að gefa Grænlendingum nú i sumar lof- orð um afnám einokunai’versl- unarinnar og fult verslunar- frelsi, eins fljótt og auðið er. — Ef Danir yrðn við þessari áskorun, myndi það tryggja bet- ur vináttu og samúð Dana og íslendinga, en alt lijáróma skral og skjall. íslendingar myndu þá finna, að Danir mætu nokkurs vilja þein-a og óskir. En Dön- um myndi þetta verða til sóma og auka virðingu þeirra i aug- um annara þjóða, þvi það sýndi að þeir mætu meira velgengni og framfarir Grænlendinga en eigin framfarir. Og er það vott- ur Jiins mesta menningarþroska. Auk þess myndu Danir tryggja sér vináttu Gnenlendinga, því þeir myndu brátt sjá, að afnám einokunarverslunarinnar yrði' þeim byrjun efnalegs og menn- ingarlcgs sjálfstæðis. Ætli nú Alþingi íslendinga að hregðast vel við og samþykkja einróma áskorun til Dana, um að gefa Grænlendingum fult verslunarfrelsi í tilefni af að 200' ár eru liðin síðan Hans Egede kom til Grænlands. Myndu flest- ir íslendingar vílja styrkja Al- þingi íslendinga til þessa dreng- skaparbragðs við hið forna is- lenska land, Grænland. Örn eineygði. Frfiirkjan og prestoriu. í AlþýSablaöinu 25. apríl birtist grein meS fyrirsögninni: Nýtísku guKsþjónusta. UndirskrifuK Jón Jónsson. Án þess aö jeg ætli at> fara aö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.