Vísir - 02.05.1921, Blaðsíða 3
VfSIK
leildsala — ImboðsYerslun
FyTlrllKgJandl=
8iikibönd — feikna úrral
Körfuvörur alak.
Handkörfur
IPappírsliöríur
Brófakörfur
Saumakörfur
Teppamnskínur (ágætar).
Mais.
Heilan mafs, ágætt hænsnafó&ur höfum [vér fengið. Þessi
vara hefur lækkað mikið í verði.
Kaopfélag Reykvikinga
Laug av[eg 22. 7 2 8.
Simons beiðist lausnar.
Sigiús Slöndahl & Go.
Sími 7 20.
stæla viö greinarhöf., get jeg ekki
látiö hjá líSa, að minnast líti'S eitt
á einstök atriði í umræddri grein.
J. J. harmar injög mikið þá
haekkun, sem gerð hefur verið á
launum prestsins og telur kirkju-
gjöldin vera alt of há. En mestan
harminn ber J. J. einungis vegna
J>ess, að Útgerðarmaður er í safn-
aðarstjórninni, og að hann skuli
Jesa Visí.
Hvað launhækkun prestsins við-
vikur, er það eitt að segja. að hann
á hana fyllilega skilið.
Öll þau störf, sem síra Ólaíur
innir af hendi, eru mikil og stór og
útheimta mikinn tíma, og hefir síra
ólafur í ÖIIu, sináu sem stóru, sýnt
framúrskarandi dugnað og leyst
störf sín vel og rækilega af hendi.
— Munu fáir þar eftir leika.
Ef nú síra Ólafur færi að oröum
Alþ .bl. og segði af sér —1 sem eg
vona að hann geri ekki — þá er
frikirkjusöfnuðurinn í Reykjavík
búinn að vera. Margir sem i frí-
kirkjunni eru, mundu tafarlaust
ganga úr henrii. Því vandfundinn
mun verða maður til að fylla upp
jþað skarð sem verður ef síra Ólafs
missir við. — Vöxtur og viðgang-
ur safnaðarins er aö mestu að
þakka prestinum. sem eðlilegt er,
enda er síra Ólafur einn allra
skörulegasti prestur þessa lands.
Að ýmsu leyti eru all-undarlegar
þær fullyrðingar sem Alþbl. hefir
í frammi. í vetur, þegar til mála
kom, að síra Ól. Ólafsson yrði í
kjöri við Alþingiskosningarnar hér
í hæ, fór Alþýðublaðið að brýna
fyrir fríkirkjusöfnuðinum hve mik-
il hætta stafaði af því ef hann misti
prestinn á þing. Og blaðið, eða
„fríkirkjumaður" sem í það skrif-
aði þá, sagðist ekki telja eftir sér
þótt lattn prestsins liækkuðu, bara
ef hann færi ekki. En nú legst al-
þýðumaðurimi algerlega á móti
launahækkun; vill að presturinn
fari. -
Við, sem í fríkirkjunni erum,
teljum ekki eftir okkur nokkrar
ki'ónur. Við viljurn halda okkar
ágæta presti og gera hann ánægð-
an, því það er okkur fyrir bestu.
Reykjavík, 26. apríl 1921.
Fríkirkjumaður.
Símskeyt!
frá fréttarítara Vísi*.
Khöfn 30. apríl.
Skaðabætumar.
Frá Paris er sírnað, að skaða-
bótanefnd bandamanna hafi nú
komist að endanlcgri niðurstöðu
um upphæð skaðabóta þeirra, er
Þjóðverjar eigi að greiða, og var
þýsku stjórnmni tilkynt niðurstað-
an í síðustu viku. Er talið til skuld-
ar hjá Þjóðverjum um 132 miljarða
marka, sem þeim er gert aö grei'öa
á 30 árurn með samtals 270 miljörð -
um marka, en síðasta áætlun var
226 miljarðar.
Frá London er símað, að forsæt-
isráðherrar allra bandamaimaþjóð-
anna séu þar saman komnir á fund
með sérfróðum ráðunautum sinurn
til þess að ráðgast um þvingunar-
ráðstafanir,' sent koma á i fram-
kvæmd á rnorgun. Sendiherra
Breta í Berlin er á fundinum, og
hafði hann meðferðis síðustu miðl-
unartillögur Þjóðverja, scnt samd-
ar hafa verið í samráði við Breta.
1— Lloyd George krefst þess, að
Þjóðverjum verði gerð síðustu
sáttaboð, áður en bandamenn leggi
Ruhrhéraðið undir sig.
Wolffs fréttastofa tilkynnir, að
Simons, utanríkisráðherra Þjóð-
verja, hafi beiðst lausnar frá emr
bætti, en Ebert forseti hafi ekki
viljað verða við þeirri beiðni hans.
af því að stjórn og þing hafi i öll
um atriðum fallist á tillögur ha.ns
I
og samþykt gerðir hans í samn-
ingunum við bandamenn.
Sjómannaverkfall
í Bandaríkjunum.
Frá New York er símað, að alls-
herjar sjómamiavérkfall verði baf-
ið í Bandaríkjunum 1. maí.
Gengi erl. myntar.
Khöfn 30. apríl.
Steiiingspund . kr. 21.85
liollar - — 5-53
100 mörk, þýsk - — B.45
100 kr. sænskar . - 129.00
100 kr. norskar ...... • — 85.75
too frankar, fr • — 4275
100 frankar,-svissn. .. • — 97-°°
100 lírar. ítal . — 26.8=;
100 pesetar. spánv. ... • — 77-25
!°o gyllini, holl . — 194.25
(Frá Verslunarráðinu).
PV* Fermingar-skðr og stlgvél hjá Stefini Gnnnarssyni
STELLA '6
Hann gekk til hennar og kysti hana, en hún
iagði hendur um háls honum, dró hann aS sér og
leit innilega í augu honum. ,,Ó, hvaS þér er heitt,
góði, Er heitt niSri og drungalegt?“
„Já, ákaflega," svaraði hann, settist hjá henni
og stakk höndunum í vasana. „pað er ekki minsti
súgur niðn. og þo að hann væn, mundi verða
Jokað fyrir hann tafarlaust. Hér er þægilega svalt,
Lil; það er sannarlega hressandi að koma til
iþín.“
„Finst þér það?“ spurði hún af ákefð. „Svo
að þér finst það. Mér þykir vænt um, að þér
finst það. Hvað er verið að gera niðri?“
„petta gamla,“ svaraði hann, „leikið á hljóð-
fjari, sungið og spilað a spil, en flestir lata sér
dauð-Ieiðast.“
Hún brosti. „En hvað hefir þú verið að gera?“
.,Eg var að hjálpa þeim síðastnefndu,“ svcuaði
hann.
„Mér var sagt, að þú hefðir farið út,“ sagði
/ Jhún lágt.
Hann kinkaði kolli til samþykkis. „Já, eg lof-
aði þeim jarpa að spretta úr spori.“
„Og þú yfírgafát gestina fyrsta kvöldið. pað var
j>ér líkt. Ley! En kvöldið var yndislega fagurt.
F.g hefði horft á eftir þér, ef eg hefði vitað, að
j>ú ætlaðir að fara. Mér þykir gaman að sjá til
jna á þeim jarpa. Reiðst þú yfír engjamar?“
„Já, yfír engjarnar.“ Hann þagnaði um stund,
en tók svo til máls upp úr eins manns hljóði. „Lil!
Eg sá draumsjón í kvöld. pað er lang-fegursta
stúlka, sem eg hefi séð, önnur en þú.“
Hún andmælti honum ekki, en svaraði brosandi:
„Stúlku! Hvernig var hún?“
.,Eg get ekki sagt þér það. Eg rakst á hana
að óvöru. Hesturinn sá hana á undan mér og var
svo „mannlegur“, að hann stansaði við.“
„Getur þú ekki lýst henni?“
„Nei. pú mundir brosa, ef eg ætti að gera
það. Kvenfólk brosir ævinlega að þess háttar lýs-
ingum. Og þú getur ekki að því gert, þó að þú
sért kvenmaður, Lil! “
.,Var hún dökk eða ljós á yfírbragð?“
„Dökk,“ svaraði hann. „Eg vissi það ekki þá
Mér var ekki unt að gera mér grein fyrir, hvort
hún var dökk eða Ijós yfírlitum, meðan hún horfði
á mig, en egs sá það seinna. Lil, þú manst eftir
myndinni, sem eg sendi þér frá París — stúlkunni
með dökku augun og langa, silkimjúka hárið —
hún var ekki svört en brún í sólskini og langar
brár skygðu fyrir augun, en alvörublandið bros
lék um variinar."
„Eg man eftir myndinni, Ley. Var stúlkan lík
henni?“
„Já, nema lifandi! Gerðu þér í hugarlund; að
stúlkan á myndinni væri lifandi! pú getur gert
þér í hugarlund, hvernig málrómur hennar væri.
Mjúkur og sön^fagur, skær eins og klukknsihljóm-
ur, yndislega töfrandi, ýmist alvarlegur eða skemt-
andi.“ r
,Ley, Ley! Eg held þú hafir komuS til að flytja
mér skáldskap í kvöld!“
„Skáldskap! petta er sannleikur. En þú hefír á
réttu að standa. Annað eins andlit og annar eins
málrómur getur gert skáld úr hverjum, sem vera
skal, hvað harðbrjósta, sem hann er.“
„En þú ert ekki harðbrjósta, Ley. En stúlkan,
hver var hún? Hvað hét hún?“
„Hún hét .... hann hikaði augnablik og mái-
rómurinn var ósjálfrátt undursamlega hljómfagur
„hún hét Stella. Hun er bróðurdóttir gamla
Etheredges málara.“
Lilian horfði á hann stórum augum. „Segirðu
satt. Ley? Eg verð að sjá hana!“
Hann roðnaði, þegar hann leit til hennar. Hún
sá, hve rnikið honum var niðri fyrir og fölnaðL
„Nei,“ sagði hún alvarlega. „Eg astla ekki a5
sjá hana. Ley, — þú hefír gleymt henni á morg-
un. Lofaðu mér að sjá framan í þig.“ Hann leil
framan í hana, en hún horfðist í augu við hann
og tók um háls honum. „Ó, Ley! Er nú loksins
komið að því?“
„Hvað átt þu við? spurði hann þykkjulaust,
en þó vottaði fyrir alvöru í rómnum, eins og hann
kviði svari hennar.