Vísir


Vísir - 12.05.1921, Qupperneq 2

Vísir - 12.05.1921, Qupperneq 2
VISIR Florylln — þurger — Ág»tt brauöager Z” Qerpúlver — til kökugerftar — Símskeyti frá fréttaritara Vfsi*. Khöfn 11. maí. pjóðverjar ganga aö úrslitakostum bandamanna. — Stjórnarskifti• Beriínarfregn segir svo: Hinn nýi ríkiskanslari, Wirth, fyrrum fjár- málaráðherra og miðflokksmaður. átti fyrsla fund ásamt hinu nýja ráðuneyti kl. 9 í gærkvöldi í þing- salnum og var þar saman komið hið í mesta fjölmenni. Dauðakyrð var í | þingsalnum meðan hann talaði. — Skýrði hann svo að nú væri út- runninn frestur sá, sem ]7jóðverjum hefði verið veittur til andsvara úr- slitakröfum bandamanna og yrði tafarlaust að svara þeim játandi eða neitandi. „Ef vér játum,“ mælti hann, „verðum vér að bera þungar byrðar fjárhagslega svo að árum skiftir. Ef vér neitum, verðum vér að láta af hendi öll tæki vor til iðnaðar og fyrirgera með Öllu fjár- hag ríkisins.“ Eftir stuttar umræður kom fram svoiátandi tillaga frá stuðningsmönnum nýju stjórnarinn- ar: Ríkisdagurinn skorar á stjórn- ina að senda stjórnum bandamanna yfirlýsingu þá, sem krafist er í orð- sendingunni frá 5. maí. Var hún samþ. með 271 atkv. (socialdemo- krata, demokrata og miðflokks- manna) gegn 175 atkv. annara flokka. Cengi erl. myntar. Khöfn 11. maí. i00 kr. sænskar .... kr. 131.85 100 kr. norskar ....-----90.25 100 mörk .......... —- 8.95 100 fr. fr............— 47.25 100 fr. svissn........— 100.50 100 lírur ........... — 27.75 100 pesetar........ — 77.59 100 gyllini ..........— 200.00 Sterlingspund ........— 22.32 Dollar .............. — 5.59 (Frá Versl.ráðinu). Taugaveikis-yarnir. —o--- Viðtal við hv. Stcfán Jnjisson docent. 1'augaveiki þykir jafnan hinn mesti vágestur hér á landi, jafnt til sveita sem i bœjurn. Hún er þaulsætin, þar sem hún kemur upj>, mjög næm og ilt við henni að sjú á allar lundir. Hún gaus hér upp í Austur-bænum seint i marsmánuði og sýktust margir, en að þessu sinni voru reyndar varn- ir með bólusetningu, sem ekki hafa [áður verið tíðkaðar hér á landi, og hefir Vísir hitt Stefán docent Jónsson að máli, til þess að spyrjast fyrir um þessar til- raunir, því að hann hefir útvegað bólusetningarefnið og unnið að rannsókn sýkinnar i samvinnu við héraðslækni. Spurðist blaðið jafnframt fyrir um útbreiðslu veik- innar hér á landi og skýrði lækn- irinn svo frá: „Taugaveiki má heita mjög al- geng hér á landi og miklu tíðari hér en á öðrum Norðurlöndum. Þeir hafa skift hundruðum, stund- um jafnvei mörgum hundruðum, sem sýkst hafa árlega, undanfarin ár. Hennar heíir víða orðið vart i vetur, hæði norðan lands og vestan og hér í Reykjavík. Henn. ar verður að jafnaði vart hér í bænum allan ársins liring. — einn og einn maður sýkist hér og þar um bæinn, en auk þess grípur hún um sig við og við og sýkjast þá margir á skönimum tíma. — Seinast i nmrs kom hún upp í Austurbænum og var óvenjulega þung og illkynjaðri en hún er vön að vera, og þá lögðust margir. Það þykir fullsannað af ran- sóknum, seni eg hefi gert í sam- ráði við héraðslækni, hvar veikin haíi átt upptök sín, að þessu sinni. I húsi einu hefir fundist gerlaberi, sem telja má, að orðið hafi valdandi að upptökunum. — Sumt fólk, einkanlega þó kvenfólk, gelur borið í sér sýkingargerilinn ár eftir ár, án þess að sýkjast sjálft, en sýkir hvervetna frá sér. Hefir stundum mátt rekja feril þess bæ frá bæ, veikin alstaðar komið upj>, þar sem það hefir gist. Ein slík kona var nýlega i Norð- urlandi, en er nú látin. Um varnir gegn veikinni, að þessu sinni, er það að segja, að þær hafa verið þrens konar. I. ) Þeir sem veiktust, voru ein- angraðir í farsóttahúsinu / Þing- holtsstræti. II. ) Reynt heíir verið eftir mœtti að sjá um, að gerlaberinn sýkti ekki frá sér. III) Fólk heíir verið bólusett á þeim heimilum, sem veikin hef- ir komið upp á, lil þess að verja það veikinni. Þessi bólusetningaraðferð, lil að varna taugaveiki, er nokkuð gömul, en einkanlega var hún notuð nijög B. 8. A. mótorhjól, lítið notaft og i ágætu st&ndi, til sölu. Jöh. Ólafsson & Co. Sfmar: 584 & 884. mikið í styrjöldinni miklu og reynd- ist þá ágætlega. Þessi aðferð hefir ekki verið reynd hér á laiyli áður og reynsl- an er altof stutt enn, til þess að nokkuð verði að svo stöddu sagt um árangurinn, en annars staðar hefir hún reynst mjög vel, flestir sloppið' alveg, en þeir fáu. sem veikst hafa, orðið lítið veikir. Sjúkratala og dánartala taugaveik- issjúklinga hefir þess vegna mjög lækkað erlendis, þar sem bólusetn- ing hefir verið notuð. VTeikin er áreiðanlega í rénum i Austurbænum, eu þó má búast við, að hennar verði eilthvað yart a þeim slóðum enn, þvi að þeir, sem veiktust, geta hafa sýkt frá sér, utan heimilis, áður en þeir lögðust. Og auk þess getur hún vitanlega komið upp af öðrum rótum.“ Ljáblðð, Ljábryni, Klöppnr, Steikarpönnnr, Kolaansur, Glnggagier. í héildsöln — Lungódýrast i rersl. B. H. Bjarnason. Gott HarmtaiBBi íVsliRfsrt keypt. IJppl. gefur Loítor Gaðnmndssoo Sauitas. Tals. 190. iasbakaraofn meft tilheyramli gBséldfæri og guíusuðupotttar (3 samatæftir), hvorutveggja nýtt, tíi sölu meft iunkaupsverði, á Bergstaðastr. 2. t Eiiar H. Zaép. I fyrramorgún druknaði Einar H. Zoega, sonur Helga kaupmanns Zoega. Hann var farþegi á Botníu frá Kaupmannahöfn til Leith, og hefir falliS fyrir borS, en ófrétt er, hvernig þetta sviplega slys hefir at- vikast. 1 Bæjarfréttir. f Veori'd í morgun. Hiti í Rvík 7,2 st., Vestmanna- eyjum 5.8, Stykkishólmi 6,4, Isa- firði 4,5, Akureyri 5, Grímsstöðum 0,0, Seyðisfirði 3,8, pórshöfn í Fær- eyjum 7,1 st. V æringjasl(álinn. Drengir sem eru á skátaaldri, 12 — 17 ára, geta fengið að dvelja í Væringjaskála í sumarleyfi, ef þeir semja urn það við formann Vær- ingjafélagsins, cand. phil. Ársæl Gunnarsson, Hafnarsíræti 8. J?eir verða að beygja sig undir allan aga skátafélagsins og kostnaður verður sá sami og fyrir skátana sjálfa. Drengir geta enn gengið í Væi-- ingjafé'lagið. Botnia er nú í Leith; kemur hingað í fyrsta lagi annan dag hvítasunnu. Atvinaa 4 — 5 doglegir vormenn verfta teknir við Keflavfknrverslun. Semjið vift Matthlas Þórftarson, sími 5 A,, Keflavfk. Slfipafregnir. G u 11 f o s s kom til Kaupm.- hafnar 11. maí; fer þaðan 15. maí, um Leith til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Ameríku (Bayonne) 10. maí; fer þaðan 17. maí, um Halifax, til Reykjavíkur. V i 1 1 e m o e s fór frá Leith 11. maí áleiðis hingað. Fer héðan norð- ur og austur um land. S.s. Sirius fer héðan í fyrramálið, kl. 10, vestur og norður, til Noregs. Hilmk kom af veiðum í gær. Gjöf til Samverjans. Áhcit frá M. R. kr. 10. Blandaði kórinn. Samæfing kl. 8. Bifreið.astöð Re\)kjavíkur. Austurstræti, móti Lækjartorgi, símar 716 og 880. Áætlunarferðir alla daga, oft á dag, milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Til Vífils- staða frá Reykjavík kl. II Vt. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.