Vísir - 13.08.1921, Page 3
yísiM
leildsala — imboðsvBPslun
FFrirllKSjandl ■
ZVtÍöIUnirbrúsar galv. 15 & 20 lítra (uýkomnir).
Aluminium vömr allak. (ódýra«tar á þas«u laudi).
Vatnsfötur 28 — 30 — 82 cm.
Emaileraðar vörixr allsk. sérlega ódýrar.
.Tárnvörur, aðrar, i milzlrt tirvali.
Sigiás Blðndihl & Co.
Siral 7 2 0. LækjargötnGB
arlög, sem nú eru svo a‘ð segja
dauðadæmjd, fjárlragslega, létu
tafarlaust álit sitt til ríkisstjórn-
arinnar í ljósi, og ef hún upp á
eigin ábyrgð, ekki vill takast á
' hendur að ganga að kröfum Spán-
verja, að hún þá þegar í stað kalli
saman aukaþing, sem að vísu
mundi kosta landið lauslega á að
giska, 50 til 60 þúsund krónur, en
á hinn bóginn sanngjarnar líkui
fyrir því, að fleiri miljónir króna
•mundu græðast, ef þetta lífsspurs-
mál yrði til lykta leitt á viðunandi
hátt, áður en fiskframleiðendur
nevðast til að selja fiskinn langt
undir framleiðslukostnaði.
Ámi Sigfússon.
Aths. Þó að Vísir geti ekki fall-
ist á röksemdafærslu háttv. grein-
arhöfundar, þá hefir hann ekki tal-
ið rétt að synja greininni birtingar,
En ]>að virðist liggja í augum uppj,
að ef fiskkaupmenn teldu háa toll-
inn, 72 pes., yfirvofandi, þá rnyndu
þeir ekki láta sér nægja að ætla
fyrir honum að eins að hálfu leyti,
30—40 kr., eins og gr.höf. virðist
gera ráð fyrir. En munurinn á
hærra og lægra tollinum er rúmar
60 kr. á skp. Hins vegar er út-
gerðarmönnum í lófa lagið að afla
sér fullrar vissu um það, hvort
hærra verð væri fáanlegt fyrir fisk-
inn, en í boði er, ef hærri tollur-
inn væri ekki „yfirvofandi", eins
og gr.höf. fullyrðir að hann sé. Þar
á enginn v a f i að geta leikið á.
dtjfc.
fc. >h «fc i\fc *k
Bæjarfréttir,
r
tb Sf>
n
Brauðverðið.
Bakarar í bænum, aðrir en Al-
þýðubrauðgérðin, hafa nú lækkað
brauðverð sitt, og mun nú vera
sama verðlag hjá öllum brauð-
gerðarhúsum. Verðið er nú: Rúg-
brauð kr. 1.80 (]4 br. 90 au.),
fransbrauð 80 aur., súr- og sigti-
brauð 60 aur., vínarbrauð 15 og
16 aur., snúðar 12 aur., kökur 16
aur. (áður 20) og 6 (áður 8).
Slysfarir.
Pétur Hansson, verkstjóri hjá
Copland, datt niður í lest á e.s.
Borg í gærmorgun og meiddist
talsvert, en var ekki sagður mjög
þjáður í morgun. — Síödegis í
gær slasaðist Árni Ámason, ungur
maður, sem var að vinnu i kola-
skipinu Thormod Bakkevig. Það
slys atvikaðist svo, að verið var
að lyfta tveinr kolakörfum upp úr
lest skipsins, þegar lyftiásinn
(,,bóman“) brotnaði og féllu kola-
körfurnar niður í lestina og kom
önnur í höfuð Árna og skaddaði
hann allmikið. Var hann fluttur á
Landakotsspítala og var hann
sagður hress eftir vonum í morg-
un og í engri hættu staddur. —
Fyrir fjórum dögum slasaðist
verkamaðurinn Helgi Jónsson, á
Barónsstíg 12. Hann var í hafnar-
vinnu og slóst sveif á handvindu
fyrir brjóst honum og meiddist
hann mikið.
MessaS
verður í dómkirkjunni kl. 11 f.
h. á morg-un. Cand. theol. S. Á.
Gíslason prédikar.
Veðrið í morgun.
Eliti í Rvík 10 st., .Vestmanna-
eyjum 9, Grindavík 10, Stykkis-
hólmi 7, ísafirði ,6, Akureyri 5,
(engin skeyti frá Grimsstöðum),
Raufarhöfn 4, Seyðisfirði 8, Hól-
um i Hornafirði 11, Þórshöfn t
Færeyjum 7 st. Loftvog lægst fyr-
ir suðaustan land, stöðug eða hægt
stígandi. Hæg norðlæg átt. Regu
á Akureyri. Horfur: Svipað veður.
Skemtiför
fara prentarar á morgun á
Skildi kl. 10%. Félagsmönnum er
heimilt að taka með sér auk
skylduliðs kunningja sína og vini.
Trúlofun
sina hafa opinberað í Kaup-
mannahöfn ungfrú Anna Þorkels-
dóttir Hreinssonar og cand. theol.
Aage Thaarup Rasmussen, sonur
Rasmussens prests í Koldíng.
íslenskar kvikmyndir
af konungskomunni verða sýnd -
ar í báðum kvikmyndahúsunum i
kvöld. Þar gefst mörgum Reyk-
víking færi á að sjá sjálfan sig og
má búast við mikilH aðsókn.
Knattspyrna
verður háð á morgun, að öllu
forfallalausu, milli hermanna á
Fylla og knattspyrnufél. Þrándar.
Gengi erl. myntar.
Khöfn 12. ágúst.
Sterlingspund.........kr. 23.00
Dollar.................— 6.27
100 rnörk, þýsk........— 7.80
100 kr. sænskar.......—- 132.25
100 kr. norskar........— 81.65
100 frankar, franskir .. — 49.35
100 frankar, svissn. .. — 106.50
100 lírar, ítalskir .... — 28.00
IOO pesetar, spánv.....— 81.75
100 gyllini, holl......— t96-25
(Frá Verslunarráðinu).
‘t'.
Reykjtrpipar og tébikSTeski mikið árril í Hifnarbnðiiini. •‘■gpi
STELLA 80
Hverju átti hún að svara? Hún fékk ákafan
hjartslátt. -Hann var að þakka henni fyrir dreng-
inn í sömu andránni, sem hún var að hjálpa Frank
fil að draga hann á tálar — hennar vegna!
,.Fraendi,“ sagði hún í hálfum hljóðum, .,þú
veist að eg elska þig! ]7ú veist það! ]?ú ætlar æv-
inlega að muna það og treysta því, hvað sem
'fyrir kann að koma.“
Hann kinkaði kolli algerlega grunlaus og brosti.
,,Hvað á nú að koma fyrir, Stella?“ spurði hann,
•en varla hafði hann slept orðunum, þegar draum-
höfgi færðist yfir hann og hann varð annars hug-
ar, og Stella, sem horfði framan í hann, svaraði
engu orði.
XXV. KAPÍTULI.
Jasper Adelstone kom stundvíslega til fundar
við lafði Lenore, og hann lyfti hattinum, þegar
hún kom í móti honum. Lafði Lenore hneigði
höfuðið drembilega og beið þess, að hann tæk:
til máls. En Jasper þagði. Hún hafði sent eftir
honum og hann var kominn!
,,]?ér fenguð orðsending mína, herra Adel-
stone?“ sagði hún loks.
„Eg er hér,“ svaraði hann brosandi.
„Eg sendi eftir yður,“ svaraði hún kuldalega,
eftir litla þögn, „af því að eg hefi fengið fregn-
ir, sem eg hugsaði, að yður þætti mikilsverðar og
mér datt í hug, að þær gætu orðið að liði,“
Hann kinkaði kolli, en vildi ekki láta sem hann
skildi hálfkveðna vísu. Honum fanst mátulegt, að
láta h^na segja, hvers vegna hún hefði gert hon-
I
um orð og hann ætlaði ekkert að gera, fyrr en
hún hefði gert það.
„pegar við hittumst síðast, sögðuð þér orð,
sem ekki er líklegt eg hafi gleymt. ]7ér þykist
vera fáanlegur — jafnvel óðfús — til að hindra
tiltekna ráðagerð.“
„Ef þér eigið við ráðahag Trevornes lávarðar
og — og Stell. . ungfrú Etheredge, þá er eg mjög
fús til þess; eg er ráðinn í að hindra þann ráða-
hag. !
„Eg er komin hingað í kvöld til að láta yður
í tje dálitla vitneskju um stúlkuna, sem þér seg-
ist leggja mikinn hug á.“
„pessi ,,stúlka“ ,sem þér talið um, mun vera j
ungfrú Stella Etheredge? “spurði hann stillilega.
en augun urðu skyndilega þykkjuleg. „Ef svo er,
þá leyfið mér að minna yðar tign á það, að hún
er hefðarmær!“
„Kallið þér hana, hvað sem þér viljið,“ svar-
aði lafði Lenore kuldalega og háðslega. „Eg átti
við hana.“
„Og manninn, sem þér leggið hug á?“ sagði
hann, jafnfyrirlitlega.
„Við skulum ekki tala um þá hlið málsins, ef
yður er sama, herra AdeIstone.“
„Mér skilst þá, að þér hafið komið hingað í
kvöld af eiginhvötum, til þess að gera mér greiða.
Skil eg það rétt?“
„pér megið skilja það eins og yður sýnist og
hugsa sem þér viljið,“ sagði hún lágt, í annar-
legum rómi, „við skulum ekki deila um það. Mig
langaði til að sjá yður og gerði yður orð og þér I
eruð hér komnir; látum það nægja. pér viljið
hindra hjónaband Trevornes lávarðar og hefSar- |
meyjarlnnar, sem þér sáuð hjá honum á þessum j
stað. ]?ér talið vongóðir um getu yðar & 1 ?ess; '
nú gefst yður skyndilegt tækifæri til að sýna dugn-
að yðar í verki. því að Trevorne lávarður ætlar
að ganga að eiga hana á morgun eða í siðasta
lagi hinn daginn.“
„Hvernig vitið þér það?“
„Af því að eg sá bréfið,“ svaraði hún og leit
stcrkandi á hann.
„pér hafið vissulega gert mér mikinn greiða,“
sagði liann og glotti háðslega.
„Yður!“ var komið fram á varir henni, en hún
sýndi á sér fyrirlitningarsvip, eins og það væri ó-
samboðið virðingu hemiar, að virða hann svars.
„pérlsáuð bréfið,“ sagði hann. „Hverjar voru
þessar ráðagerðir hans? Hvar og hvenær átti hún
að hitta hann? Fari hann bölvaður!“
„Hún á að fara til Londonar í fyrramálið,
klukkan ellefu, og hann ætlar að koma í moti
henni þar og fara með hana í Bruton. stræti nr.
24; drengur, frændi hennar, á að fylgja henni,“
sagði hún stuttlega.
„Á!“ sagði hann illgirnislega. „eg get kramið
þann orm. En hvað ætlast þau svo fyrir?“
Hún hristi höfuðið fyrirlitlega, eins og henni
stæði það á sama og laut yfir handriðið á stíflu
garðinum, niður í ólgandi, freyðandi hringiðuna.
„Eg veit ekki. En úr því að drengurinn á aS
fylgja henm, þá geri eg ráð fyrir, að hann kaupi
Ieyfisbréf og gangi að eiga hana. En ef til vill
er drengurinn aðeins skálkaskjól, sem Trevorne
lávarður losar sig við.“
„Og hvað þá?“
„pá,“ svaraði hún hægt. „Jæja, hugsunarhátt-
ur Trevornes lávarðar er sæmilega kunnur. A3
öllum líkindum finst honum engin þörf á að gera
stúlkuna — fyrirgefiö þér! þessa ungu hefðar-
mey — tilvonandi hertogaynju af Wyndward.