Vísir - 18.08.1921, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1921, Blaðsíða 3
VISIK eild'sala—imboðsYBPslm IF’ y sc R'J <sa.jQ.cll > ]M|ölliiir’brtiisar‘ ga.lv, 15 & 20 lítra (nýkomnir). Aiuminium vörur allsk. (ódýraatar á’þesan iandi). Vatnsfötur 28 — 30 — 82 cm. Eíaa.ilora.0a,if vörur alísk. sérlega ódýrar. Járnvörur, aðrar, i iriilxla úrvali. 3í m 1 7 2 0. Lækjargötn^6B. am“, en með framræsluskurðum og- vel geröum flóSgöröum efast eg ekki um, að hægt sé að bréyta þéim : véltækt engi, svo annað eins finn- ist trauðla hér á landi. Eins og kunnugt er, tilheyrir mestur hluti ,,foranna“ prestsetr- inu Arnarbæli, en þó eru ýmsar jarðir, sem 'einnig eiga þar engjar, sem sömu bleytu-annmörkunum eru háðar. — Eg efast alls ekki um, að eigendur téðra jarða myndu fúsir til að vera i samvinnu við hið opinbera, ef það fyndi hvöt hjá sér til að breyta „forunum" í vél- tækt engi. í rigningatíð tapast árlega hey úr „forunum" sökum vatnsflóðs, sem orsakast af þvi, að smá ár þær, sem renna eftir þeim, flóa upp úr farvegunum og flytja heyið út x Ölfusá. Eins er altítt, þá stór- streymt ei% að Ölfusá flæði upp í læki og rásir, sem að henni liggja, og gerir þá bændum með því stór heytjón. Mér hefir verið sagt, að þau flóð væru nú oröin tíöari en þau hefðu verið, sem orsakaðist af því, að fyrirhleðsla sú, sem hlaðin var í svokallaðan Þorleifslæk væiú I farin að ganga úr sér, eða meö öðrum 01‘ðum, að bændur væru ineð öllu hættir að halda henni við. Áður fyr nntn fyrirhleðsla þessi einnig hafa verið notuð sem brú yfir fyrnefndan læk, en nú er því hætt. Með línum þessum er eg að eins að vekja eftirtekt á „forunum", ef það skyldi verða til þess, að Bún- aðarfélag íslands eða hið opinbera fyndi livöt hjá sér til að athuga þetta, þá er minum tilgangi náð. p. t. Sigtúnum 14. ág. 1921. Dan. Daníelsson. Bæjarfrétti*4, E.s. Borg fór héSan áleiðis itil Spánar í gær, hlaðin saltfiski frá Copland stórkaupmanni. Farþegi var Wel- | lejus ritstjóri. j S^prsía um gagnfræðaskólann á Akur- j eyri, skólaórið 1920—21, hefir I. IriðgeÍFSSon I Ikúlason, Hafaarstræti 15. — Sími 465. Hafa fyrirliggjandi í heildsölu: Munntóbak 3 teg., Vindla, stóra og smáa, mjög ódýra, Kristals- sápu í tunnum og bölum, Þvottaaápu harða 2 teg., Sápuspæni, Þvottalút, Handsápu margar teg., Póstpappír atrikaðan og óstrik- afian, 4to og 8vo, Blek ýmsar teg., Pakturubindi 2 teg., Merki- sBðla, Papplrspoba, Toiletpappír. verið send Vísi. Fremst í skýrslunni eru minningarorð um skólameistara Stefán Stefánsson, með mynd. pá er hin síðasta skólasetningarræða Stefáns heitins, er hann flutti 1. okt. 1920. — Nemendur skólans voru: 33 í 3ja bekk, 38 í öðrum bekk og 36 í 1. bekk. — Árni por- valdsson magister hafði skólastjórn á hendi eftir lát Stefáns skóla- meistara, og er síðast ræða sú, sem hann flutti við skólauppsögn, 30. maí, í vor. Skjöldur fer til Borgarness í dag. VeðriS t morgurt. Hiti í Reykjavík 11 st., Vest- mannaeyjum 10, Grindavík 10, j Stykkishólmi 10, ísafirði 8, Akur- 5 eyri 9, Grímsstöðum 8, Raufarhöfn I 8, Seyðisfirði 10, Hólum í Horna- firði 9, pórshöfn í Færeyjum 9 st. Loftvog.lægst fyrir suðvestan land, fallandi. Hæg, suðaustlæg átt. — Horfur: Suðaustlæg átt. Dánarfregn. í gær andaðist á Landakotsspít- ala bóndinn Magnús Hannesson frá Meðalholtshjáleigu; vinsæll maður og velþektur af mörgum Reykvíkingum. Cróð saft á 3 kr. liter Sími 105. íþróttamótið. Kept verður í fimtarþrautinni grisku á íþróttamótinu 27. og 28. þ. m. ef nægileg þáttaka fæst. Sumarvislarbörn Oddfellowfélagsins er í ráði að komi til bæjarins með næstu ferð Skjaldar, á morgun. „Sirius“ fór frá Bergen í gær, á leið hingað. Gasverðiö vill gasnefndin nú láta lækka, frá síðustu mælisskoðun að telja, og á- kveða það fyrst um sinn þannig: gas til suðu og gangvéla 70 aura ten. metr., sjálfsalagas '5 au., gas til Ijósa 1 kr. ten. metr. T rúlofun. \ Ungfrú Olga Kristjánsdóttir og Ingibergur Runólfsson á Álafossi hafa opinberað trúlofun sína. :STELLA 84 Áður en hann fekk svarað nokkru, gekk Frank í milli þeirra og leit á hann tindrandi augum. rjóður og æstur í skapi. „Já, hvernig stendur á þessu, herra Adelstone?“, endurtók hann. „Hvers vegna hafið þér látið fara með okkur hingað — | lagt fyrir okkur tálsnörur?" Jasper Adelstone leit til hans í svip, en sneri: sér síðan að Stellu. „Eg er hræddur um, að eg; hafi móðgað yður,“ sagði hann rólega og horfði j fast á hana. ,,Móðgað!“, endurtók hún bæði hrygg og undr-j andi. „pér þurfið ekki að tala um móðgun, herra Adelstone. pelta,— þetta, sem þér hafið gert, er: svívirðing!“ Hann hristi hÖfuðið alvarlega. „pað er ekki svívirðing; eg ætlaðist ekki til þess, Stella —“ „Eg heiti Etheredge, herra Adelstone,“ greip j Stella fram í. „Gerið svo vel að ávarpa mig ætt- j arnafni mínu, eins og eg á rétt til, samkvæmt sjálf- sagðri kurteisi." -,Eg bið yður afsökunar,“ sagði hann hægt og seint. ..Ungfrú Etheredge, eg bið yður að minn- ast þess, að eg ætla ekki að neita því, að þér eruð hingað komnar að mínu undirlagi —“. „Við vitum það alt,“ sagði Frank reiðulega. „Við erum ekki að biðja um neinar vífilengiur af yðar hálfu; við, frænka mín og eg, viljum að eins fá skýlaust svar við þessari spurningu: „Hvernig stendur á þessu?“ pegar þér hafið svarað því, ætl- j um við að yfirgefá yður svo fljótt, sem verða má. j Ef þér viljið ekki svara, þá yfivgefum við yður án ! þess. í raun og veru hugsa eg, að okkur liggi í j léttu rúmi. hvort þér svarið eða ekki. Eg held okk- ur væ*f betra að fara og láia einhvern annan krefja yður skýringa og bóta. „Eg er fús til að láta yður skýringar í té,“ sagði Jasper við Stellu og lagði áherslu á orðið „yður . „Flýtið þér yður, við bíðum!“ sagði Frank hranalega. „Eg sagðist vilja láta yður skýringar í té, ung- frú Etheredge," sagði Jasper. „Eg hugsa, að betra væri að þér hlýdduð á mig einslega.“ „Hvað!“ kallaði Frank og tók um handlegg Stellu. ,,Einslega,“ endurtók Jasper. „pað mundi betra fyrir yður, okkur öll,“ sagði hann og lagði ein- kennilega áherslu á orðin, svo að Stellu varð hverft við. „Eg vil ekki hlusta á þetta!“ sagði Frank „Eg er hér kominn til þess að vernda hana. Eg þyrði ekki að yfirgefa hana eitt augnablik hjá yður. pér væruð manna vísastur til að myrða hana!“ Nú gaf Jasper í fyrsta sinni gaum að návist drengsins. „Eruð þér hræddar um, að eg mundi gera yður miska, ungfrú Etheredge?“ spurði hann og brosti l*eldranalega. Hann þekti Stellu. pessi kaldhæðni særði hana. „Eg er ekki hrædd við þá, sem eg fyrirlít," svar- aði hún reiðulega. „Farðu. Frank. pú kemur þeg- ar eg kalla á þig.“ „Eg ætla ekki að hreyfa mig,“ svaraði hann alvarlega. „pessi maður. — þessi Jasper Adel- stone, — hefir sýnt, að hann vílar ekki fvrir sér að fremja ólöglegt, glæpsamlegt athæfi. því að það er ólöglegt og glæpsamlegt að hefta frelsi nokkurs manns, og hann heíir heft frelsi okkar. Pú veist, að eg ber ábyrgð á þér.“ „Eg veit það,“ sagði hún lágum rómi, og tók þéttara um handlegg honum. „En, — en — eg held ‘það sé betra, að eg hlusti á hann.“ Hún varð skjálfrödduð, svo að Jasper Adelstone heyrði ekki, hvað hún sagði. ,,pú sérð,“ sagði hún, „aS við erum á valdr hans; við erum svo að segja fangar hans og hann sleppir okkur ekki fyrr en eg hefi hlustað á hann. pað verður hyggilegra að láta undan honum. Hugsaðu, Frank, um þann, sem er að bíða eftir okkur allan þenna tíma.“ „Jæja þá,“ hvíslaði hann og virtist skyndilega sannfærður. „Kallaðu strax á mig, þegar þú þarft á mér a.ð halda. Og mundu að kalla strax. ef hann verður ósvífinn.“ Hann þokaði sér nær dyrunura, en staðnæmdist og leit á Jasper Adelstone af allri þeirri fyrirlitningu og virðingarleysi, sem honum var unnt. „Eg ætla að fara, herra Adelstone, en eg bið yður að minnast þess, að það er að eins vegna tilmæla frænku minnar. pér gerið svo vel að segja fljótt, það sem þér þurfið að segja henni o.g segið það með allri kurteisi! “ Jasper Iauk upp dyrunum fyrir honum hægt og- rtillilega og Frank gekk fram í fremra herbergið. par lét hann hattinn á sig og gekk til dyranna; honum hafði flogið ágætt ráð í hug. Hann ætlaði að aka til Burtcn strætis og sækja Trevorne lá- varð. En þegar hann hreyfði við hurðarhandfang- inu. reis gamii Scrivel! úr sæti sínu og hristi höf- uðið. „Dyrnar eru lokaðar, herra,“ sagði hann. „Hvað segið þér?“ spurði Frank snúðugt. —• „Slepþið þér mér tafarlaust út, — strax!“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.