Vísir - 20.08.1921, Side 4
rcfsii
Dansskemtun
verður haldin á Baldurehsga í kvöld kl. 9.
Allir velkomnir!
„Yæri J>að ekki réttara“,
að nota hinar þjóölcunnu bifreiS-
ar frá bifreiSastöS Steindórs Ein-
arssonar, sem ávalt eru til leigu
fyrir mjög sanngjarnt verö. Fast-
ar og ódýrar áætlunarfer'ðir til
Þingvalla og austur yfir fjall, dag-
lega. Símar 127, 581, 838.
tjörninni og semur vel. Unginn
semur sig alveg aö si'Sum gömlu
álftarinnar, baSar út vængjunum
um leiS og hún, o. s. frv.
Veðrið í morgun.
Hiti í Rvik 9 st., Vestmannaeyj-
um 10, Grindavík 9, Stykkishólmi
9, ísafiröi 9, Akureyri 8, Gríms-
stöSum 7, Raufarhöín 8, SeySis-
firSi 8, Hölum í HornafirSi 9,
Þórshöfn í Færeyjum n ^st. Loft-
vog lægst fyrir suöaustan land,
stígandi. Hæg norölæg og norö-
vestlæg átt. Horfur: Norðlæg átt,
Síldveiðin
er farin a'5 glæðast nyrðra. Hefir
veiöst vel undanfarna daga, bæði í
reknet og hringnætur. Síldin er
sögð mikil, bæöi grunt og djúpt.
íslensk skip, sem vei'Sar stunda, eru
nú með færra móti, en allmörg
norsk og sænsk skip eru að veið-
um þar nyrðra og salta alla síld
sína utan latldhelgi. Sum þeirra eru
þegar á förum heimleiðis.
E.s. ísland /
fór frá Leith kl. 2 í nótt, áleiðis
hingað. Kemur að eins við i Vest-
mannaeyjum. Mun koma hingað á
þriðjudag.
x
Gengi erl. myatar.
Khöfn 19. ágúst.
Sterlingspund ......... kr. 22.30
Dollar ................— 6.11
100 mörk, þýsk ........— 7.40
100 kr. sænskar.......— 130.15
100 kr. norskar.......’. — 79-50
ioo frankar, franskir . . — 47-50
100 frankar,. svissti ... — 103.50
100 lírur, ítal.......— 26.50
100 pesetar. spánv. . . kr. 69.25( ?)
100 gyllini. holl....kr. 189.75
(Frá Verslunarráðinu).
Vanrækt yandamái
þíngs og þjóðar
Svo heitir grein, er 'birtist í
„Tímanum" 13. águst. Þar eð eg
rn't held sumarfrí mitt og er mjög
„spentur" fyrir jarðsprungum og
hellum, tók -eg mér far suður í
Hraun í gær (sunnud. 14. ág.) til
þess að skoða hinn nýja helli, en
eftir leiðbeiningunni i Tímanum
tókst mér það ekki og var eg þó
með hann í vasanum. Skildi eg
ekkert í þessu, eftir eins nákvæma
lýsingu. Og eftir að eg kom heim
í gærkvöldi, fór eg með hjálp ann-
ars, að „pæla kortiö.“ Loftlínan
frá austasta húsi i Hafnarfirði
lendir á norðurhlið Setbergsham-
ars í malargrjóti. Mun hér vera um
stórmerkilegan fund að ræða, þar
sem Stefnir Árnason finnur hell-
inn, er hann er að svipast eftir
heílum suður í Hraunum, þvi ann-
atsstaðar en kringum Kapellu-
liraunið svipast enginn kunnugur
eftir þeim, — og mælir stefnu og
vegalengd í metrum og er þá alt í
einu staddur norðantil á Setbergs-
hamri.
Að skrifstofaí sé nauðsynleg og
forstöðumaður til þess a’S rannsaka
jarðgöng og hella, er augljóst,
einkum gæti slíkt á þessu svæði
— hrauninu til Setbergshamars
— með öðrum aukagöngfum orðið
til stórgagns þegar byrjað verður
á skipaskurði milli Hafnarfjarðar
og Reykjavikur, sem sumir eru
.i’arnir að álíta nauðsynlegan, vegna
hinna miklu samgangna mrlli þess-
ara staða. Mundi slikur skurður
að eins verða )á af skipaleið þeirrx
sem nú er farin, fyrir Gróttu og
Melshöfða, og er svo til ætlast, að
hann byrji við hafnarbryggjuna,
suður Tjörnina, fram hjá Nauthól.
Svo er siglt fyrir framan Kópa-
vogs og Arnarneshálsa og skurð-
urinn tekur aftur við hjá Hraun-
holtslæk, i gegiium hálsinn og
suður Háfnarfjaröarhraun og end-
ar við Hafnarfjarðai'bryggju.
Virðist svo, sem ekki megi leng-
ur draga þetta verk, eigi kol, olía
og bensín að haldast í þessu nú-
verandi ver.ði.
Hér jxarf að rannsaka, hvort
engin álma eða álmur, séu út frá
hinum nýfundna helli, sem gætu
sparað gröft, og það enx slík þjóð-
arþrif, sem athuga verður og hafa
augun opin fyrir, og. fá þá menn
til forstööu framkvæmdanna, sem
kunna áð ínæla út stefnur og vega-
lengdir, og enginn mun færari um
það en Stefnir Árnason. sá sem
hinn nýja helli fann.
Skrifstofukóstnaðutinn ætti ekki
að veröa tilfinnanlegur, þar eð
þessi hellir Stpfnis yrði sennilega
injög vel til þess fallinn að vera
„head quarters“ eða aðalskrifstofa
þessa nýja landfræðings.
Old Boy.
Járnvörndeilð
Jes Zimsen
hefur fengiö nýjar birgöir af
email. Búsáhöldcm.
Skaftpottar með og án bryggju.
Pottar með bryggiu.
Pottar flatbotnaðir,
Þvottaföt
Skálar stórar.
Kaffikönnnr.
Email. Balar stórir.
Pottar steyptir svaríir að utan.
Pönnur hvítt email. að innan,
Þvottagrindnr. [margar teg.
Vatnskönnnr og fl. fl.
Alt nýjar vörur og
mjög lágt verð.
Járnvörudeild
Jes Zimsen.
Mýtnið:
Aluminium Mjólkurbrésar, 2, 8,
4 og 5 Litrs.
Aluminum Pottar og Pönnur og
fl. fl
Járnvönideilð
Jes Zimsexi.
Lugtir til Mótor-
jjóla og Reiðhjóla
Karbítur og
Brennarar
fæst í
Fálfe&iw.
Hreinleg og iipur innistúlka get-
ur fengið vist á góðu heimili, frá.
1. okt. A. v. á. (246
Hreinsuð og piæssuð föt, á Bald-
ursgötu 1 uppi. (240
Ungur maður óskar eftir fastri
atvinnu hér í bænum. Getur ekiS
bifreið. A. v. á. (242
Undirrituð s a u m a r alskonar
kjóla, kápur og dragtir. Sníður
einnig og mátar. Kristín Briem, Oð-
insgötu 8 B, uppi. (240
Stúlka óskast í vist, I—2 mán.
tíma. A. v. á. (261
r"’" ■ ■■ ........--------------
Vel reikningsfær, trúverðug búð-
arstúlka, frá 18—20 ára, óskast í
álnavörubúð nú þegar. Uppl. á
Laugaveg 33. (255
Duglegur maður óskast í mán-
aðartíma í kaupavinnu. Uppl. í
Stýrimannaskólanum. (253
Unglingsstúlka óskar eftir atvinnu
við búðar- eða bakaríisstörf. A. v.
á. (252
Undirrituð saumar upphluti og
upphlutsskyrtur. Guðrún Sigui'ðar-
dóttir, Laugaveg 27 B. (248
2—4 herbergi og eldhús óskast
til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma-
948. (104
2—3 herbergi og eldhús vantar
mig frá i.*sept. eða 1. okt. Fyrir-
framgreiösla ef óskað er. Björn
Þorgrímsson, Lækjartorg 1, Sími
450- (195
isit. yisr-is.'vi.ar
vautar vöruflutningabifreið i
faiðalög eða ionaabajarvinnu,
þá talíð fyrnt við mig, Kmtján
J óhami8son,Þarsgöiu2l, simi 513.
Dívan til sölu. Uppl. frá 6—9
e. m. Kirkjustræti 8 B, 3. hæð. (260
Góð taða verður seld í dag kl.
4—6 við afgr. Skjaldar. (257
1 herbergj eða 2 minni og að-
gangur að eldhúsi óskast. Hjálp
við húsverk getur komið til mála.
A. v. á. (254
2—-3 herbergi ásamt eldhúsi
óskast 1. okt. Uppl. í Lækjargötu.
2 (Tóbaksbúðin). (251
2 herbergi og eldhús óskast tii
leigu frá 1. september. A. v. á.
(249
Túnmaðkur til sölu. Uppl. í síma
417 og 872, milli kl. 12—1. (247
Overlandbifreið er tii sölu. Er í
ágætu lagi. Góðir borgunarskilmál-
ar. Uppl. í síma 99. (225
Ti! sölu á Grundarstíg 8, niðri:
2 rúmstæði, 1 sófi, sem gildir jafn-
framt sem 2ja manna rúm, 1 prí-
mus, I mjólkurbrúsi ca. 10 lítra.
Til sýnis kl. 7—9 síðd. (258
Ferköntuð eldavél með einu suðu-
holi eða lítill skipsofn, óskast til
kaups. Olíubúðin, Vesturgötu 20.
Sími 272. (250
Hjólhestur til sölu með tækifær-
isverði. A. v. á. (256
Allir Ármenningar eru beðniv
að mæta á íþróttavellinum í kvöld
kl. 8. (259
| i
Sjálfblekungur hefir tapast niðri
í miðbæ eða inni á Landssímastöð-
inni. A. v. á. (262'
FélagsprentsmiiS j an.