Vísir - 24.08.1921, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1921, Blaðsíða 4
VilSIM Til Biílijóla og biíreiöa eru A^a-ljós tvlmælalauat þau bestu. — Leitiö upplýsinga hjá H1 ,tsaga“ Þakkarávarp. Mitt hjartans betta þakklseti vil ég færa öllum þeim mörgu nær og fjær, aem á einu eöa annan hátt glöddu mig með fé- gjöfum o. fi. síöaatliðinn vetur, viö fráfall mannsina míns og bróöur. Þvi miöur eru mér ekkikunn- ug nöfn allra þeirra, en sérstak- lega vil ég nefna Bjarna frá Vatnsleysu a Vatnsleysnströnd, sem gaf mér kistuna utan um hann framliðinn, og fintninginn til Hafnarfjarðar. Svo vil ég minnast Þorsteins Jónssonar, húseigandans, og fólks hans, sem færöu mér höfðingleg- ar gjafir, og þeirra Gtuömundar Jporsteinssonar og öuðmundar El- Issonar og þeirra fólks, fyrir þeirra miklu hjálp, og svo siðast en ekki sist þakka ég Jónbirni GHslasyni verkstjóra, fyrir hans miklu hjálp og hiuttekningu i minum eríiöu kjörum. Ollu þessu velgjöröafóiki biö óg al- góðan Guö að launa þegar því mest á liggur. 21.-8 1921 Steiuþóra Eiuarsdóttir, ekkja Bjarna Dagssonar Baronsstíg 12. Beykjavik. V---------------------------- I óbygðum. Vr dagbók Nafnlausafélagsins. (Framh.). 1 sólskini er fagurt á HlöSuvöll- um. par horfa að hinar tröllslegustu og harSneskjulegustu óbygðir lands- ins. SkriSjöklar og ógróin eldhraun, stórskorin fjöll og fisklaus vötn. paS er eins og skapaS fyrir tröll, sem engar torfærur hamla og þykir ekk- ert fyrir aS bregða sér til Hom- stranda á einum degi, ef 12 ára gamlan hákarl vantar í búið. Erida mun í fomöld ekki hafa verið eins þögult á þessum slóðum og nú er. pá bjó HlaðgerSur í Hlöðufelli. Hún var hið mesta flagð og sat fyrir ferðamönnum á Skessubása- veg. Hún mun ekki hafa verið mik- ið vergjörn, sem tröllkonum var títt, því ekki bjó hún með manni sín- um. Hann hét pórólfur og bjó í pórólfsfelli, sem nú heitir Kálfs- tindar, sunnan Hlöðufells. Son átti hún sem Bergþór hét. Hann bjó í Bláfelli og mun eg síðar geta hans. Ekki hittust tröll þessi að máli, held- ur töluðust við hvert úr sínu fjalli og má nærri geta, að oft hefir þá hátt rómað í tindunum kringum Langjökul. En nú eru tröllin dauð og gæta ekki lengur að manna- ferðum um óbygðina. Og engi trú- Overland-bifreið er til sölu, í á- gætu standi. Góðir borgunarskil- málar. Uppl. í síma 99. (274 Reykt kjöt, kæfa og ísl. smjör með niðursettu verði. Mikið af bús- áhöldum, leir- og email-vöru ný- komið. Jón Bjamason, Laugaveg 33.____________________________(284 Balance-lampi (Messing) borð- lampi (á háum fæti) og prímusvél, fæst keypt í dag kl. 3—5 á Lauga- veg 62. (283 Til sölu á Grundarstíg 8 niðri: 2 rúmstæði, 1 sófi, sem gildir jafnt og 2ja manna rúmstæði, 1 mjólk- urbrúsi ca. 10 lítra, Til sýnis kl. 7 —9 síðd. (282 Sérlega góð eldavél til sölu. Upp- lýsingar gefur pórður Breiðfjörð, Bræðaraborgarstíg 34. (280 Kápa til sölu á 12—13 ára telpu. A. v. á. (278 Karlmannsreiðhjól er til sölu með tækifærisverði. A. v. á. (277 Balar og allskoriar ílát úr tré undir slátur, fisk, kjöt og annað, eru nú aftur til í Völundi. (233 ir nú iengur á trunt-trunt og tröllin í fjöllunum. Eftir að við höfðum matast um morguninn, tókum við saman far- angur okkar og lögðum af stað nokkru fyrir hádegi, eftir okkar klukku, en hún var tveim tímum á undan þeirri klukku, sem sumir kalla landssímaklukku. Færðum við tímann fram, til þess að geta bet- ur notað dagsbirtuna, því að sólin í óbygðunum fer snemma á fætur. Hafði okkur reynst svo í fyrri ferð- ’ um, að menn vilja gjarna sofa, þó | að klukkan sé orðin sex, en vakna með andfælum, ef klukkan er orðin átta, \ó að hún sé tveim tímum of fljót. Sannast þar hið fornkveðna: Lýgur latur að sjálfum sér. Við héldum inn að suðurenda Hlöðufells og ætluðum inn með því austanverðu að Hagavatni. — Á í i Hlöðuvöllum, skamt frá fjallinu, er \ kofi, sem fjárleitarmenn munu hafa reist. Er hann mjög óvistlegur, eins og flestir slíkir kofar. pröngur og dimmur. Fyrir utan stóðu nokkrar móbergshellur og höfðu ýmsir ritað á ]?ær fangamörk sín. Voru sum mörkin allgömul, frá því um miðja öldina sem leið. Við ristum mark okkar á eina helluna, með kveðju og guðsblessun, sem við fólum í blikkdós handa þeim, sem næst leit- aði skjóls í þessu ömurlega gistihúsi á Hlöðuvöllum. LÍTIÐ HÚS í grendinni, til sölu. Rif og flutningur fylgir í kaupun- um. Spyrjist fyrir á Grundarstíg 17, Reykjavík, kl. 6—7 síðd. (276 Til sölu stórt og vandað tveggja manna rúmstæði á Grundarstíg 8, 3. hæð. Uppl. frá 5—7.. (294 Notaður hefilbekkur til sölu ó- dýrt hjá Birni Sveinssyni, Brunnstíg 10. (291 LEl&A Smiðja til leigu fyrir smið. Uppl. L Bergstaðastræti 62. (288 f TAPAB - FDMDIB Yfirfrakki fundinn. Vitjist á Njálsgötu 50. (273 . Toilet-kommóða með stórum spegli til sölu. Fæst með miklum afslætti, ef samið er strax. A. v. á. (289 flllá HJÓN óskast til að veita litlu sveitaheimili forstöðu í vetur. A. v. á. (287 íbú'ÍS eöa 2 góö herbergi óskast. A. v. á. (5 • 2—4 herbergi og eldhús vantar mig frá 1. okt. n. k. Guöbjörn Guömundsson, prentsm. „Acta“, 2 herbergi og eldhús til leigu. Uppl. á pórsgötu 9, kl. 8]/2 e. m. (293 Til vörugeymslu fæst stórt og bjart og rakalaust kjallaraherbergi í góðu húsi. Afgr. tekur við umsókn- um, mrk. „50“. (292 Mancettuhnappur fundinn. Vkj- ist til Jónasar H. Jónssonar, Bár- unni. (286 Hestur. Stór jarpur hestur, dökk- ur á fax og tagl, aljárnaður, með litla skafla á framfótunum, tapað- ist aðfaranótt þriðjudags 16. þ. m. úr haga á pingvöllum. peir sem kynnu að hitta hestinn, geri svo veí að gera gestgjafanum í Valhöll að- vart, eða prestunum í Landakoti (264 Hjólsveif með bor, var skilin eft- ir í síðustu viku, á horninu við Mýr- ar- og Nýlendugötu. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila henni í slökkvistöðina. (285 Tapast hefir gylt kvenúr með skelplötu, í gær. Skilist gegn fund- arlaunum á afgr. Vísis. (281 Beisli tapaðist við Laufásveg 31. Finnandi skili í ísbjörninn. (279 t" ...— - • Lítil gylt kúla af hengilampa tapaðist í gær. Skilist á Bergstaða- stræti 31. (290 . Félagsprentsmittjan. Við fórum yfir háls þann, sem gengur út úr Hlöðufelli sunnanvert, til þess að stytta okkur leið. Var þar allerfitt yfir að fara fyrir hest- ana, og lá nærri, að við þyrftum að snúa við og Icrækja fyrir háls- inn. En með harðfylgi hafðist það, og við komumst klaklaust á jafn- sléttu, og þar áðum við nokkra stund. Fyrir framan okkur var Lamba- hraun, gróðurlaust og sandorpið. pað er stórt um sig og ná miklar kvíslir úr því niður í bygð. Hraun þetta.er álitið að hafi komið úr gíg, sem í því stendur og er tæpa mflu suðvestur af Hagavatni. Hvergi sást í grænan blett, hvar sem við litum í kringum okkur, nema á melbakka þeim, sem við áðum á. í norðri sást Langjökull eins og hvítt belti, sem bar við hraunröndina, en í suðri stóðu Laugardalsfjöllin í fylking og skýldu bygðinni. Voru þau víða snjódrifin og skiftu skýrt litum. Lágu fannirnar á fjöllunum eins og kyn- legar myndir, og fengu líf, þegar horft var á þær til lengdar. Við lögðum á hraunið og stefnd- um á eldbcrgir þær, sem upp úr því standa, þar sem það er hæst. í hrauni þessu eru sumstaðar vörðu- brct, og munu þau eiga upphaf sitt að rekja til þess tíma, er Norðlend- ingar sóttu skreið sína ti! Suður- lands. V'ar það á 17. og 18. öld. Fóru þeir alla leið út á Reykjanes- skaga og komu hvergi við í bygð- um á leiðinni. Fóru þeir beinustu leið yfir fjöll og fimindi. Nú er hinn svokallaði Eyfirðingavegur ekki lengur notaður, en víða sjást en* þá götuslóðar, sem troðnir hafa ver- ið af skreiðalestum Norðlendinga. í Lambahrauni sunnan og vestan- verðu er mikill sandur og víða laus, svo að mjög er þreytandi yfirferð- ar. Við þrömmuðum áfram þegj- andi og stefnduih á eldborgina. par héldum við vera góða útsjón og bjuggumst við að þaðan mundi sjást gi'einilega til Langjökuls og Haga- vatns. En þegar upp á hæðina var komið, bar ekkert nýtt fyrir auga. paðan sást að eins lengra í bnrtu önnur hæð. pangað gengum við. par var ekki betra útsýni. Enn sá- um við ekki Hagavatn. Enn lengra í burtu var önnur hæð. Við héldum áfram möglunarlaust, þó að svo væri eins og náttúran væri að reyna í okkur þolrifin og skapið. En hvort- i tveggja var enn þá í góðu lagi. Mér fanst eins og allir vöðvar vera að vakna og þeir heimtuðu erfiði, erf- iði, meira erfiði. Og eg gladdist af því, að enn var ekki dagleiðinni lokið. En framundan lá hraunið stórgrýtt og óvingjarnlegt með sand- hryggjum, sem drógu .máttinn ár fótunum. Firik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.