Vísir - 29.08.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1921, Blaðsíða 2
VlBfS QlsemC Með Islaradi (®ngum við: KartiQar HrlsgrjóB irystálsópa ■hIíbi sóáa Þakpappa Taileipapplr Símskeyt frá fréttaritara Visis. Kaupmannahöfn 27. ágúst. Erzberger myrtur. — Nýjar stjórn- málaóeirSir í aðsigi t pýsfyalasdi. Frá Berlín er símaS, aS miS- flokksþingmaSurinn Eizberger, fyrr- um ,fjármálaráðherra, sem kunnur er bæSi af stjórnmálastarfsemi sinni og málaferluni, hafi veriS myrtur, er hann var á göngu í nánd við Greisbach í Baden, og hafi hann verið skotinn 12 skammbyssuskot- um. pað hyggja menn, að morðið hafi veriS framið af stjórnmála- ástæSum. Blaðið „Vorwaerts“ segir, að ómögulegt sé að ætla á það, hverj- ar afleiðingar morð þetta geti haft eða áhrif á stjórnmál pýskalands. pað hafi borið að á mjög örlaga- þrungnum tímum, því að í pýska- landi sé nú fyrir dyrum hin grimm- asta stjórnmálabarátta, og æsingar miklar gegn afturhaldsstjórninni, sem nú sitji þar að völdum. Æsing- ar þessar eru svo alvarlegar, að ný- lega varð blóðugur bardagi milli lýðsins og lögreglunnar í Berlín, og tvístraði loks sveit ríðandi lögreglu- manna múgnum. Írs1(u samningarnir. Frá London er símað. að svari Sinn-Feina sé' haldið leyndu, en Lloyd George hafi nú svarað heim aftur og |?að svar verið birt. Hann leggur áherslu á þaS, að varanleg j ar sættir geti ekki komist á, nema ; trar viðurkenni einingu ríkisins. j Hann vill veita írum eins langan frest og frekast verður talið þörf á, til nýrrar yfirvegunar og nýrra samninga. i Glengi erl. myntar. Khðfn 27. ágúst. Sterlingspund . . , kr. 21.56 Dellar .... 100 mðrk, þýsk 100 kr. sænskar 100 kr. norskar — 5.86 — 6 85 — 126.25 — 78.75 V 100 franbar, fransbir — 45.60 100 franbar, belg. . — 44.25 100 fratvbar, svissn, . — 99.50 100 lirur, ítal. ... — 25 25 100 pesetar, spánv. . — 76.25 100 gyllini, holl. . . — 183.25 Lántakan. Stjórnin hefir nú tel(ið háljrar miU jónar sterlingspunda gjaldeyris~ lán í Englandi. Lánið er veill iil 30 ára, yexir 7%. Stjórnin hefir verið aS ráða það við sig, síSustu þrjá mánuðina, hvort eða hvernig hún ætti að nota lán- tökuheimildina, sem hún fékk á síð- asta þingi. Fyrst leitaSi hún fyrir sér í Danmörku og mun hafa átt kost á 5—6 milj. króna láni þar. Síðan bauðst henni enskt lán, eins og áður hefir verið skýrt frá. En svo langt er nú orðið síðan, að menn voru helst farnir að halda, að hún væri hætt við lántökuna með öllu. Við og við hefir þó heyrst ávæning- ur af því, að verið væri að semja um „enska lánið“. Og nú er það loks „komið í kring.” Stjórnin hefir nú, að því er fjár- málaráðherra hefir skýrt Vísi frá, tekið 500 þús. sterlingspunda lán í Englandi, og höfðu þeir Sveinn Björnsson sendiherra og Kaaber bankastjóri verið sendir til Lundúna, til að ganga frá lántökusamningun- um og undirskrifa þá, fyrir land- stjórnarinnar hönd. A laugardag- inn barst stjórninni símskeyti frá Sv. Bj. um að því væri lokið. Lánið er veitt til 30 ára og vext- irnir 7%. Um lánskjörin að öSru leyti, hefir Vísir ekki fengið ná- kvæmar upplýsngar. pað mun þó láta nærri, að gengishagnaðurinn fari allur í afföll af láninu, þ. e., að lániS í krónum, miðað við nú- verandi danskt gen^i á sterlings- pundi (21.56), verði rúmar 9 mil- jónir. Fyrir óþarfan dráti á lántöþunni hefir lánið rýrnað um eina miljón bróna. Danska krónan hefir hækkað stórum í verði síðustu vikurnar, eða sterlingspundið fallið. pa.ð mun vera 'um kr. 2.20, sem þannig hefir tap- ast á hverju pundi. —- Á 500 þús. sterlingspundum verSur þetta tap því ein miljón króna, og vel það. — petta kostar þessi litli dráttur á lán- tökunni. Hverju landið hefir tapað á því, að lánið var ekki tekið ári fyrr, er ekki eins auðvelt að reikna út. pað er þó vafalaust annað eins í gengismun, auk þess sem lánskjör- in hefSu sennilega orSið töluvert miklu betri. — Og þá er enn ótalið alt óbeint tjón, sem landið hefir beSiS af gjaleyrisskortinum, sem stafaði af drættinum á lántokunni síðan í fyrra. En eftir aS stjórnin hafði í lengstu lög þverskallast við að taka þetta lán, hlaut þaS svo að fara, að hún yrSi þó loks að taka það. þegar í algert óefni var komið, og þá auð- vitað í ótíma. pað var vitanlega gagnstætt öllu hennar eðlisfari að ráðast í slíkt stórræði, en hana skorti þrek ti! að fara sinna ferSa. í þing- fylgi sínu hafSi hún engan stuðning til aS fara neinna ferSa, lét í raun og veru andstæðjnga sína ráða ferðinni j og Dárst sjáíí iíi^S straumnum. En | vafasamt er þó, aS iit'kkyrntíma j hefði nokkuð' orðið úr þessari Ián- töku, ef ekki hefSu í raun og veru óviðþomandi menn af eigin hvötum utvegað tilboð um lánið og róið að' því öllum árum að það yrSi tekið. paS er vitanlegt, ao stjórnin s jálf' hefir ekki rannsakað það til neinn- ar hlítar, og jafnvel ekkert grenslast eftir því, hvort ekki hefði veriS hægt að fá lán með betri kjörum. Hún hefir bara tekið það, sem aS henni var rétt. —- pegar svona er farið að, er ekki von að vel fari. Og svona á ekki stjórn að vera. Leikmótið, sem háS var hér núna á laugardag og sunnudag, var vel sótt af bæj- arbúum og fór vel fram af hálfu íþróttamanna. Auóvit.'ió var þa?i Tón Kaldal, ,,hlaupagikkurinn“, sem mesl að- dráttarafliíi haffii, og var öllum á- horfendum unun ah siá hann hlaupa. Hann var þó ekki sem best vi'8 því búinn, ah þreyta hlaup, en fáir munu þó hafa séð það á hon- | um, aS nþkknö væri ah fótunum. j Fyrst þrevtti hann 5 rasta hlaup í á laugardaginn, og kepti þá við | þrjá heimamenn og þar á mefial j methafann okkar, Guíijón Júlíus- son, sigurvegarann í Álafosshlaup- inu. Þorlcel Sigurhsson og Ingimar Jónsson. Jon tók forustuna strax í því hlaupi. en mjög langt var'ö aldrei milli þeirra Guöjóns. og Þor- kell var litlu seinni. Ingimar drógst strax langt aftur úr. og hætti eftir nokkrar umferKir. Jón rann skeihin á 16 mín. 20 sek., Gu'Sjón á 16 min. 33 sek., Þorkell á 16 mín. 44 sek. Met Guöjóns var r7 mín.. en Jóns Kaldal íí Kaupmannahöfn) t5 mín. 35,6 sek. To rasta hlaupiB þrevttu þeir Jón Kaldal. Þorkell SigurJSsson og Á- gúst Ólafsson til enda. Einn kepp-> andinn hætti í annari urnferö og annar siöar. — Þorkell Sigurösson tók forustuna í byrjun, en strax í lok fyrstu umféröarinnar var Jóri Kaldal korninn á hliö viö liann, og þannig hlupu þeir 25 umferðir, samhliöa og Jón þó heldur á eftir í bugöunutn. En allir sáu úrslitiri fyrirfram. Jón hljóp alt skeiöiö svo léttilega, að þaö var eins og fjaörir væru í fótunum á honum, og i byrjun síöustu umferöarinnar tók hann lokasprettinn og hélt hon- um til enda. Þorkell hljóp og af- bragðs vel, og herti nú einnig hlaupiö, og hljóp síðasta hálfhring- inn í skörpum spretti, og varö aö eins rúmum 11 sekúndum seinni en Jón. — Jón rann 10 rastirnar á 34 mín. 13,8 sek., en Þorkell á 34,25. Ágúst var orðinn alllangt á eftir, en hljóp skeiðiö á 36 tnín. 38 sek. — Óviðurkent ísl. met ef 38 mín. 19 sek. Enginn vafi er á því, að „tímar" Jóns hefðu orðið miklu betri, ef hann hefði veriö í „essinu sínu“, en ])ví fór nú fjarri, því áður en hann kom hingað heim liafði hanti' legið rúmfastur um hríð, og síðan hann kom heim, hefir hann sama sem ekkert getað æft, vegna þess aö hann meiddist í fæti á fyrsta æfingunum. Hann iuigsaði því litið um góðan tíma nú. - Til ga’maíiS skal þess getið, að heíiHshiét á þessörij vegalengdum eru: á 5 khh 14 mín. 36,6 sek., á 10 km. 30 mín. 40,2 sek. • ' Ný tnet voru ekki.Sett í öðrum íþróttum, en frá úslitunum verður sagt gerr í næsta blaði. SíldYetöaim. peim er nú að verða lokið. Ekkí vegna þess, að síldin sé horfin eða tíð svo mjög að spillast nyrðra. Síð- ustu dagana hefir viðrað afbragðs vel og sfldin veður inn allan Eyja- fjörð. Á föstudaginn var „snurp- aði“ mótorskipið „Helga" (Otto I ul.) 500 tunnur síldar fyrir innan Hjalteyrí, inn undir Hörgárgrunni. En tunnur og salt er á þrotum, svo að hætt verður veiðum mjög bráð- lega þess vegna. Fullyrt er, að sfldin hafi verkast afbragðs vel í sumar, því að yfir- leitt hefir verið stutt að sækja, en aldrei borist afskaplega mikið að og tfðin köld. Enda er talið /að horfur um verð og sölu séu góðar. Helgoland. Orð hefir leikið á því, að Bretar hefðu hug á því, að eignast Helgo- land aftur. — Nú hafa vígi pjóð- verja, sem þar voru, verið rifin nið- ur og eyðilögð, og litlar Iíkur ti? þess, að þeir geti komið því við að byggja þau aftur upp, enda er það bannað í friðarsamningunum. pó munu þeir ófúsir að láta eyj- una af hendi. En Helgolandsbúar vilja ekki Iúta yfirráðum pjóð- verja og hafa krafist sjálfstjórnar,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.