Vísir - 08.09.1921, Blaðsíða 3
XltflM
r
UrsKtkappleikur,
7*
,F r a m‘ og ,Víkingur‘.
um Islandshornið.
árelðailiga tiikaiaasesti tappieite ársias.
Klukkan,
j?úsund lítrum. — Og það væri lag-
lega af sér vikiS! ....
pá er „jobbetiden" („braskara-
•öldin") á enda. Hér hjá okkur í
M. . . . er ill óreiSa í fjármálum.
Bankinn lánaSi meira en hann átti
og hafSi meS höndum, gegn óvissu
veSi. Nú er hann tómur, og fær eigi
inn, þaS sem hann á úti. pað hefi,-
verið mesta barátta að bjarga hon-
um frá hruni. ViS höfum safnaó
hlutafé á ný og höfum fengiS hjálp-
arloforð frá Noregs Banka, Björg-
vinjar Kreditbanka og fjármála-
ráðuneytinu. ViS vonum ]?ví, að
bankinn geti tekið til starfa á ný,
en tap verður hjá öllum þeim, sem
eitthvað eru viS hann riSnir (nema
hjá skuldunautunum). Eg tapa eigi
aS ráði á bankanum. En eg er í
pann veginn að tapa öllu sparifé
mínu í gjaldþroti hér í nágrenninu.
—- Jæja, maður lifir þó æfi sína á
«nda, meS eða án peninga........“
Heyverkunin og fiskverkunin eru
svo þýðingarmikil störf fyrir lands-
lýS, að þau mega einskis í missa, af
tíma þeim, sem til þeirra er hentug-
astur — sólartíminn og birtutíminn,
og vita allir, sem við þau fást, hvers
vegna þetta er þannig, svo er og
um önnur nauðsynjastörf um fleiri
mánaða bil skammdegisins, einkum
til sveita, og hafa bændur því hag-
að klukku sinni eftir því.
Nú er reglubundinn vinnutími
! viSurkendur nauðsynlegur vegna
! kaupgreiðslu, og eðlilegur vegna
| hvíldar, og af ofangreindum ástæð-
j um er nauðsynlegt að hann sé hag-
! kvæmur gagnvart öllum atvinnu-
{ greinum, og eins um íand alt, en
hagkvæmur verður hann ei nema
hann sé tilfæranlegur, og þyrfti helst
að vera lögboðinn, sem slíkur, og er
hér uppástunga til færsiunnar:
Flýia skal klukkunni I. febr. um
1 klt. og sömul. 1. mars um 1 klt.
Seinka henni aftur 1. apríl um 1
klt. og sömuleiðis 1. maí um 1 klt.
Júní óg júlí sé hún höfð jöfn símakl-
Flýta henni svo aftur I. ágúst um
1 klt. og sömul. 1. sept. um I klt.
Seinka henni aftur l. okt. um 1 klt.
og sömul. 1. nóv. um 1. klt. Janúar
og desemb. sé hún jöfn símaklukku.
Með þessum hætti mundi fást
„starfsklukka“, sem væri í hentugu
samræmi við birtutíma árstíðanna
og í ákveðnu sambandi við hina
nauðsynlegu símaklukku. A „til-
færsludögunum“ ætti hver heimilis-
faðir um land alt að leiðrétta klukku
sína, í samræmi við símaklujcku
næstu stöðvar, sem þá ætti að vera
ábyggilega rétt.
Er samræmi þetta nauðsynlegt,
alls vegna. Nægir í því sambandi
að benda á ýms fyrirfram ákveðin
störf: boðanir opinberra þinga og
mannfunda, ferðaáætlanir o. fl. —
Eflið islenskan iðnað.
Notið islenskar vörnr. 8
Utsalaii
á Alafossdáknm |
í Kolasiiiadi.
8 ■
ökomna atburði, minnig liðinna at-
burða -o. fl.
Sé þetta hagkvæmara en nú er,
virðist mér nauðsynlegt að fá því
framgegnt, en leiðirnar kunna að
vera ýmsar. Vill nú einhver af les-
endum blaðsins benda á greiða götu
til framkvæmda þessu, sem fyrst.
Júl. Ól
Dr. Charcot
heimskautafarinn franski. heíir nú
um hríö veriö við ýmsar rannsókn-
ir í norSurhlutá Atlantshafs á
skipi sínu „Pourquoi Pas“. Hefir
hann meöal annars athugaö prynn-
;n£<arnar í kringum Roclc ill og
tókst að lenda viö klett þennan og
gekk þar á land. Rockall er klettur
úti i Atlantshafi 260 enskar mílur
i vestúr af Hebrides- (suður-j
eyjum; eru talsverðar grynningar
] ar í nánd og hafa skip oft farist
þar og Rockall ]wí all iliræmdur.
Þ.aö er taliö aö þetta.-sé í 6 sinn,
sem mönnum hefir tekist aö lenda
svo aö sögur fari af..Dr. Charcot
geröi þarna ýmsar jarö- og stein-
fræöilegar athuganir.
JSTELLA 98
„Eg get ekki sagt honum þetta. „Ekki þetta,
Stella!“ '
„petta er besta óskin, sem eg á,“ sagði Stella
hrygg. „Eg óska þess — vegna okkar beggja
Og eg bið til guðs, að við megum aldrei sjást
:framar.“
Lilian kvaddi hana við vagndyrnar og enn þá
sást ekki votta fyrir tárum í hinum dökku og
sorgmæddu augum Stellu.
Skömmu síðar stóð Lilian við dyrnar að her-
bergi Leycesters. Hún hafði bárið tvisvar og varla
þorað að segja orð, en að lokum kallaði hún á
hann með nafni ,og hann opnaði dyrnar.
„Lilian!“ kaliaði hann og faðmaði hana að sér.
y,Ó, elsku bróðir,“ hvíslaði hún og horfði fram-
an í hann; ást og umhyggja skein út úr sofgbitn-
um augum hennar.
Hann hrökk við og dró hana fram í birtuna.
„Hvað er um að vera? Hvar hefir þú verið?“
spurði hann milli vonar og ótta.
„Eg hefi hitt hana!“ hvíslaði hún. „Ó, Lev,
Ley, eg er lirædd um að þáð sé vonlaust!"
Hann greip fastar um handlegginn á henni.
„Vonlaust!" cndurtók hann þreytúlega.
Hún hristi höfuðið. „Mig furðar ekki, að þú
elskir hana, Ley! Hún er ímvnd alls hins fagra
og göfuga. Og af því að hún er alt þetta og
meira til, þá verður þú að bera þetta eins og
maður, Léy!“ Hann brosti biturlega. „]?ú verð-
ur að bera þetta, Ley, eins vel og hún.“
„Segðu mér hvað uni er að vera,“ tók hann
fram í. „Gefðu mér eitthvað áþreifanlegt að fást
við og þá skaltu biðja mig um að bera það eins
og maður.“
„Eg get það ekki — hún getur það ekki. Hún
gat jafnvel ekki trúað mér fyrir því. Ley! Ör-
lögin eru ykkur andstæð. Eg finn, að þetta er alt
vonlaust, eg sem trúði því ekki, þó að þú segðir
mér það sjálfur, pað er engin von, Lcy!“
Hann lét hana setjast og stóð við hliðina á
henni. pað kom harðneskjusvipur á hann. „Ekki
það,“ sagði hann lágt. pú hefir leitað til henn-
ar. pað er annar, sem hægt er að snúa sér til
Hann ætla eg að tala við.“
Hún stóð upp, ekki æst, heldur með hátíðlegri
sannfæringu. „Gerðu það ekki,“ sagði hún, „nema
þú viljir bæta á raunir hennar. Ef þú reynir að
slá hann, hlýtur hún að verða fyrir högginu."
„Sagði hún það?“
„Já, hún sagði það og eg sá, að hún sagði
satt. Nei, það er vonlaust, Ley! pú getur ekki
náð til hans nema með því að gera henni mein.“
„Segðu honum," sagði hún við mig, „að alt
sem hann gerir í þessu skyni myndi bæta á ógæfu
mína. Segðu honum, að eg muni biðia þess, að
við sjáumst aldrei framar.“ — Ley, eg er ekki
kunnugri málavöxtum en þú, Ai eg veit. að hún
hefir á réttu að standa."
Hann horfði á hana og hnyklaði brýnnar: loks
svaraði hann: „pú ert hugrökk stúlka, Lil. Nú
verður þú að farf.; þú getur jafnvel ekki hjálpað
mér til þess að bera þetta. „Biðja þess, að við
sjáumst aldrei framar!“ Og ]ætta átti að verða
brúðkaupsdagur okkar!“
XXXIII. KAPÍTULI.
Eftir að I revorne lávarður sagði skilið við Stellu 1
greip hann örvænting. Hann fór ekki af landi
burt, en tók með ákefð þátt í öllúm skemtunum
í borginni. Érátt varð hann kunnur fyrir það, hve
miklu hann tapaði í spilurn og veðmálum um'
kappreiðar og menn álitu hann forsprakka hinna
„Stella“
fœst eflir
pöntun, tii
októberiok
á kr. 4C0
Stærð 4 400
bls Bóksölu
verb effcir
þ&ðkr 5,00
útsláttarsömustu óreglumanna í borginni. Hann
lagði lag sitt við rnarga af spiltustu og alræmdustu
mönnum í borginni og flestir spáðu illa fyrir hon-
um. Auðvitað fréttist þéssi orðrómur til Wynd-
ward og greifafrúin varð mjög áhyggjufull, þótt
hún léti ekki á því bera. Lilian frétti ein ekkerfc
um þetta. pegar Leycester heimsótti hana, tók
hún eftir því, að hann var.fölur og þreytulegur,
en hún kendi. það sorg hans yíir Stellu. Hún vissi
ekkert um óreglu hans í borginni, ,annars hefði hún
ef til vill getað talið lianij á að fara á brott úr
London og fara til útlanda. En síðan húii hitti
Stellu hafði hún verið mjög veik ok læknirinn hafði
bannað ,að láta haná komast í geðshræringu.
pannig leið sumarið og frám á haust og þrátt
fyrir fcrtölur Charlie Grayfords vildi Leycester
ekki fara úr borginni til þess að skjóta fúgla, eins
og flestir aðrir félagar hans gerðu.
Á meðan var alt um kyrt í Wyndward 1—
nema í höllinni, því að greifinn og kona hans voru
auðvitað mjög áhyggjuíull vegna sonar þeirra og
heilsu dóttur þeirra. Síðan eiskendurnir höfðu skil-
ið, var alt með kyrrum kjcrum í kofanum og alt
sem fyr, nema að þvf leyti að Jasper Adelstone
var orðinn þvínær daglegur gestur og Stella var
trúlofuð honum.
Afgreiðsla Vjsis, Reykjavik
Gerið svo vel að eenáR| mér
eiat, af sögunni „Stslla14
Nafö ..:......T...1......
Heimili .....:....................