Vísir - 23.09.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1921, Blaðsíða 2
VÍSIK Goodyear bifreiðagámmí fáum yið með næstu skipum: ■4fam fyrirliggjaHdi: UaHðapappír i Rúllam 20-40 og 57 cn. í örkum 37 X 47 Sajðrpippir, Pippinpoki, flestir stærðir Clasetpippír fri fréttaritarm yí*iea Khöfn 22. sept. Verltsmiðjusprengingin t Oppau. Frá Berlín er símað, að við sprenginguna í litaverksmiðjunni í Oppau hafi bærinn algerlega jafn- ast við jöíðu. í Oppau vorú 6500 íbúar, og fórust meira en 1000 manns og meira en 2000 slösuðust. Sprengingarinnar varð vart í 80 km. fjarlægð alt umhverfis. Spreng- ing þessi er talin hið mesta óhapp, sem þýska iðnaðinn hafi hent. Er talið víst, að sprengingin hafi staf- að frá 4000 smál. af brennisteins- súru ammoniaki og saltpétri, sem voru í verksmiðjunni. Mannfall Gril(l(ja. Frá Konstantinopel er símað, að 20 j?ús. manns hafi fallið af liði Grikkja í Sakaria-orustunni. Lloyd George fér ekki ó ráSsiefn- una í Washington. Frá London er símað, að hvorki Lloyd George né Curzon, utanrík- isráðherra, ætli að sækja ráðstefn- una í Washington. Ný stjórn í Bayern. - Frá Berlín er símað, að Lerchen- feld greifi hafi tekið að sér að mynda nýju stjórnina í Bayern. Lerchenfeld er þjóðflokksmaður og eru því taldar betri horfur um gott samkomulag milli Bayernstjórnar og alríkisstjórnarinnar þýsku, sem framvegis mun njóta stuðnings þjóð- flokksins. Fisksalan. pað er alkunnugt, að nú um nokkurt skeið hefir verið mjög örð- ugt að selja fisk. Fiskverðið hefir fallið, og er nú víst 'nær ómögulegt að selja fisk. pað veldur auðvit- að nokkru um verðfallið hér á Iandi, að danska krónan hefir hækkað í verði. En aðallega stafa söluerfið- leikarnir af því, að óvenjumikið af fiski hefir borist á markaðinn á Spáni í sumar, vegna þess hve vel gekk að þurka fiskinn, og talsverfc af fiskinum sent í umboðssölu, eins og getið var um hér í blaðinu í gær. : Fiestir útgerðarmenn hér á landi, j og aðrir, sem við fisksölu fást, stað- hæfa það, að fyrst og fremst sé það umboðssölufyrirkomulagið, sem spilli markaðinum. pað er líka í samræmi við fregnir þær af fisksölunni á ! Spáni, sem Vísir flutti í gær. — En i í þeim fregnum mun of mikið gert úr því, hvað borist hafi á Spánar- markaðinn af fiski í umboðssölu í ! sumar. Og varlega skyldu menn byggja á því, þó að spænskir fisk- kaupmenn þykist hafa trygt sér mik- inn fisk héðan til umboðssölu fram- vegis. pað er alkunnugt, að spænsk- ir fiskkaupmenn vilja helst af öllu fá fískinn í umboðssölu, af því að það er áhættuminst fyrir þá. En til þess að fá fískinn í umboðssölu, er einmitt sennilegt að þeir láti í veðri vaka að þeim standi nógur fiskur til boða þannig. — En ef íslendingar eru þess fullvissir, að umboðssalan spilli markaðinum, hvers vegna taka þeir þá ekki alveg þvert fyrir hana? í Spánarfregninni er sagt, að fiskverð muni ekki fara að hækka aftur fyr en í janúar, ef þá berist ekki of mikið að af fiski í umboðs- sölu, eða til þess tíma. pað virðist þá / liggja næst fyrir seljendur hér, að í neita algerlega að selja þeim fisk- kaupmönnum, sem menn vita að ætla að senda fiskinn í umboðssölu. Um það ættu menn að mynda öflug samtök, og gæti þá svo farið, að fiskverðið hækkaði jafnvel fyr en í janúar. Störf Landssímans. Skýrsla um störf landssímans ár~ ið 1920, hefir verið send blaðinu. Á árinu var bygð símal. að lengd 59*/2 km. og lagður sæsími 6 km. Af nýjum þræði var strengt samtals 225% km. — Lengd landssímalínanna var í árslck 2419.9 km. (þar af sæ- sími 70,7 og jarðsími 7,1 km.). Lengd þráðanna var samtals 7232,7 km. (þar af sæsími 132,2 og jarð- sími 13,9 km.). — 4 nýjum stöðv- um var bætt við á árinu. — Innan- bæjartalsímakeríi átti landssíminn í Stœröir: 30 X 31/,, Non-Skid Tread Cfc. 30 X 37» AU-Weafcher Tread „ 31 X 4 - - - 33 X 4 Smooth Treld S. 8. 33 X 4 AU-Weather — S. S. 32 X 41/, - — — .S. S. 34 X 41/, — — — S. S. 35X6 — - — S. S. Allir aem bifreiðar nofca vita aö Goodyear „Fabric“ og „Cordtt dekk eru besfc, fresfcið þvi að kaupa gúmmi þar til við fúum birgð- ir okkar. Verðið miklu lægta en annarstaðar. Aðalumboðsmenn fyrir Coodyear Tiro & Rubber Co, Akron, OJUio. Jóh. Olafsson. & Co. Sfmar: 584 & 884. Reykjavík. Simnefni „Jnw«lw. 16 kaupstöðum og kauptúnum; not- endur 1604. — Starfsmenn símans voru í árslok 275. — Tekjur símans á árinu urðu kr. 1098437.45 (Af viðtölum og símskeytum innan- lands kr. 804018.15). Gjöldin urðu kr. 880195.43. Tekjur af bæjarsímanum í Rvík urðu tæplega 102 þús. kr., en gjöld rúml. 143 þús. Eftirtektarvert er það, að símtöl- um og símskeytum innanlands hefir fœkkoS (viðtalsbilum um 7.6% og skeytum um 4,7%) þó að tekjur af þeim hafi vaxið. Símskeytaviðskiftin við útlönd hafa vaxið allmjög: send 15,5% fleiri og meðtékin 21,2% fleiri skeyti en 1919, en tekjur af þeim skeytum hafa sama sem ekk- ert vaxið. Af símskeytum til útlanda voru 49.2% til Danmerkur, 21,2% til Englands og 11,3% til Noregs. — Af símskeytum frá útlcndum 47.6% frá Danmörku, 23.7% frá Englandi og 11 % frá Noregi. Alyörnmál. HOLT RÁÐ. Látið ekki blekkjast af útsölum, eða öðru þessháttar, en kynnið yð- ur þar sem annarsstaðar vörur og verð það, sem þar er á boðstólum. — Farið síðan í búð undirritaðs og skoðið þær vörur, sem þar eru —- þá mun vart hjá því fara, að þér komist að raun um það, að jafn- vel þótt einhver auglýsi vörur sínar með alt að 40% afslætti frá fyrra verði, þá eru sömu vörur þó engu að síður 20—30% dýrari en fá má f VERSL. B. H. BJARNASON. gjafarvaldið að gera þær ráðstaf- anir, er nauðsynlegar eru til varnar útbreiðslu þeirra sjúkdófna, sem á- valt eru vís afleiðing ólifnaðarins. Á fundinum taka meðal annars ýmsir af læknum bæjarins til máls. Eflaust má búast við góðri aðsókn að fundi þessum, en það ætti öllum að vera ljóst, að hér er um alvöru- mál að ræða, sem er þannig vax- ið, að enginn, sem lætur sér ant um framtíð þjóðarinnar má telja sér það óviðkomandi. K. Nú er svo komiö, að það er orðið öllu hugsandi fólki að áhyggjuefni hve mjög siðleysi eykst í landi voru, en þó einkum hér í Reykjavík. pað ætti að vera öllum lýð ljóst, hví- lík hætta þjóðinni allri stafar af því, bæði líkamlega og andlega, og það ætti að vera áhugamál allra al- varlega sinnaðra manna, að finna ;ráð, er reist geti rönd við þeim voða, er yrir vofír, ef lausungar- lösturinn nær að festa rætur hjá unga fólkinu og sýkja það. pví er það, að „Bandalag kvenna'V sam- kvæmt áskorun frá nokkrum félög- um innan Bandalagsins og í sam- vinr.u við verkakvennafél. „Fram- ■sókn“ gengst fyrir að opinber fund- ur verði haldinn, laugardaginn 24. þ. m. kl. 8K2 í Goodtemplarahús- ’ inu, til þess að vekja athygli á hætt- j unni, sem hér er á ferðum og koma j fram meö tillögur, er skora á lög- Bæjarfréttif. I. O. O. F. 103923814- Gullfoss kemur til Kaupmannahafnar kí. 8 í kvöld. Rúmar 5000 £rónur hafa gefist til hjálpar austurrísku börnunum, en samskotum er ekki lokið enn. Við gjöfum taka ungfrú Inga Lárusdóttir og frú Hólmfríð- ur porláksdóttir, Bergstaðasltr. 3. Minervu-fundur verður haldinn annað kvöld. Börn! Munið e'tir Ijósberantim á inorgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.