Vísir - 22.11.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 22.11.1921, Blaðsíða 2
Vlu® Ef pið viljið fá Fieisir ksssar ai vernlega gíð- u eplnm euaþft, ðæelðir. Versluninni „Vísir“. Sími 5 5 5. Nýkomiö med „Gullfoss“« Fjölbréytt úrval af allskonar járnvörum, afar ódýrum, þ. á. m, Stofuskrár á 2.15, Hurðarhúnum á 2.15, Naglar, allar lengdir, aJar ódýrir, t. d. 2” á 1.90, 3” á 2.00, 4, 5 & 6” á 4.15 pk. Skrúfur, allar leng-dir með líku verði, t. d. 1” á 1.30 grossiS, Skautar, nikkel allar stærðir á kr. 9.50 pariö. Skautar, pól. stál allar stæröir 7.00 pari#. Lampabrennarar, allar stæröir afar ódýrir. Hjarir, allar geröir, stak- ír Hurðarhúnar og Lyklar m. m. fl. Dósamjólk 1 pd. dósir, heimsfræg merki, afar ódýr. Nýir ávext- ir: Epli, Vínber og Appelsínur á 20 aura stykkið. Carlsberg Ny Pilsner, Chocolade, margar teg., Málaravörur, ág. teg. langtum ódýrari en áður. Hvergi betri vörur. — Hvergi jafn lágt verð! Versl. B. H. BJARNASON. Símskeytl frá fréttaritara yísis. Khöfn 22. nóv. Washington ráðstefnan. Bandaríkin halda fast við tillögur sínar. Bretland lætur undan. Símaö er írá Washington, aö Bandaríkjastjórn hafi skýrt og skorinort lagt áherslu á, aö hún ’leyíi engar verulegar breytingar á tillögum þeim, sem Hughes bar fram, og ber þá að skoða þær sem einvaldsskipun til annara þjóöa. Japan hefir veriö tilkynt. aö þaÖ geti ekki fengiö aö hafa stærri flota en ráögert var. Étigland reynir árangurslaust, aö dragá úr kafbátahernaöinum. Bandaríkin hóta, aö beita Ölíu fjármagni sínu og iðnaðarvaldi til þess aö smíöa 'fleiri herskip en allar aðrar þjóöir. -Fjárhag Englands er svo komíð, aö þaö treystist ekki til aö leggja út í samkeppnina, og hefir þess vegna í raun og veru gefið upp hin ævagömlu yfirráö sín á haf- inu og dregið sig í hlé, ef til vill þó aö eins um stundarsakir. Þaö viröist jafnvcl fúst til, aö leggja cnn meira í sölurnar, þar á nieöal bandalagiö viö- Japan. Skoðanir Japans. Fulltrúaforingi Japans, Kato flotaforingi, hefir viðurkent, að bandalagið viö England væri dauðadæmt, og yröu afleiðingarn- ar þær, að gulu þjóðflokkarnir i Asíu mundu í kyrþey gera með sér örugt bandalag gegn Bretum og Bandaríkjunum. Frá Karli keisara. Karl, fyrverandi keísari og Zita tírotning hans, komu til Madeira á laugardaginn. Skærur í Ukraine. Berlinarblöö segja, aö stjórninni í FJkrainc, sem er andstæð stefnu bolshvíkinga, veiti betur. Hugo Stinnes í London. Símað er frá London, aö koma Hugo Stinnes þangað til borgar- innar, veki engu minni eftirtekt en ráðstefnan í Washington. Tilgangi fararinnar er haldið leyndum, en ætlað er, að Stinnes sé kominn 1 þeim erindageröum, að ræöa um mikilfenglegar ráðstafanir til að endurreisa fjárhag þjóðanna. Er IGlaxó getar verndað lieilsn barnsins yðar. þess til getiö, aö i ráði sé, að Eng- land, Bandaríkin og Þýskaland geri bandalag með sér til þess, aö nota auðsuppsprettur Rússlands, svo að bót verði ráöin á atvinnu- leysinu, og getu Þýskalands til aö standa í skilum. — (Hugo Stinnes er hinn voldugasti og at- hafnamesti maöur, sem nú er uppi í Þýskalandi, og hefir hans fyrir nokkru veriö minst ítarlega hér í blaðinu.) Dppgjö! skalða. Þegar styrjöldinní miklu vai lokiö, væntu hinar sigrandi þjóöir sér nýrra og betri tíma, en raunin hefir oröið öll önnur. í öllum lönd- um er hið mesta vinnuleysi, og skattar svo þungir, aö gjaldþrot vofir yfir fjölda þjóða. Iðnaður minkar, af því að enginn fæst markaöurinn, — gjaldþolið er aö hverfa. Úti um allan heim er rætt og rit- aö um, hvernig ráða eigi fram úr þessum vandræðum, og virðist svo, sem margir séu nú farnir að hverfa aö þeirri stefnu. aö eina ráðið ut úr ógöngunum sé, að hver þjóö gefi annari upp allar þær skuldir, sem ríkin stofnuðu á styrjaldarár- unum. Var þess nýlega getið 5 skeytum hingaö, aö Mr. Asquith hefði Iátið þá skoðun í ljós, að hver þjóö gæfi annari upp hern- . aðarkuldir og skaðabótakröfur gegn Þjóðverjum yröu endurskoð- aöar og lækkaðar. Annar stórmerkur maöur, sem nýlega hefir rætt um þetta mál, er Mr. Reginald McKenna, fyrvcr- andi fjármálaráöherra Stór-Breta- lands. Hann er nú forstjóri stærsta banka í heimi. Komst hann í stjórn hans árið 1917, og lét þar brátt mikið til sín taka. Árið 1919 varö hann forstjóri bankans, eftir lát Sir Edwards Holdens, sem talinn var einhver mesti fjármálafræö- ingur Breta, og síðan liafa Mc- Kenna verið falin mörg önnur trúnaðarstörf í bankamálum. — 1 fyrra mánuði var hann staddur í Chicago, og hélt þar ræöu fyrir bankamönnum og kaupmönnum, og komst þá svo að orði, aö hann vildi gefa bandamönnum upp allar hernaöarskuldir við Bretland, ef það væri á hans valdi. „Bretland tapar meira á einu árl,“ sagöi hann, „á því, aö tvær miljónir manna gangi atvinnu- lausar, heldur en það fær í skaða- bætur frá Þýskalancli á 30 árum. Bretar geta ekki haft næga at- vinnu handa- almenningi, nema þeir hafi markað fyrir vörur sín- ar.“ Iðnaöur blómgast nú hvergi eins og í Þýskalandi, hinu sigraöa land- inu. Þaðan er flutt meira út en inn og herkostnaðurinn greiddur í vör- um, sem útrýmir varningi annara landa. Þýska markið fellur, og Þjóðverjar geta selt ódýrara en Bretar eða Bandaríkjamenn. Eins og fyrr segir, fjölga þeir óðum, sem vilja láta gefa upp all- ar herskuldir, en tiltölulega flesta fylgismenn á sú stefna innan frjálslynda flokksins á Englandi. Ekki hefir þess verið farið á leit viö Bandaríkin, að þau gefi Bret- landi upp hernaðarskuldir, en margir Englendingar vilja, að Bretland verði fyrst til þess að gefa upp þær herskuldir, sem það á hjá öðrum þjóðum, en láti hinar svo sjálfráðar um, livað þær geri. Island í erl. blððum. Grein um ísland, eftir próf. R, P. Cowl, birtist í enska blaðinu „Daily Mail“ 6. þ. m. Byrjar hann á þvi, að minnast á táknmynd Ein- ars Jónssonar (sem hann kallar „an Icelander of Genius“), „Einbú- ann í Atlantshafi“, og drepur síð- an.á andleg einkenni þjóöarinnar, segir sögu okkar í stórum drátt- um og minnist á ytri einkenni lands og lýðs. Er óþarft að geta þess, að greínin er hlýleg i okkar garð. * „Fræknir íslendingar" heitir greinarkorn i „Morning Post“ 5. þ. m. Segir hún frá því, að atvinnu- málaráðuneytið breska hafi sæmt Ástráð Ólafsson heiöurspeningi sínum, fyrir karlmensku, er hania. hafi sýnt viö tilraunir til aö bjargas skipshöfninni á botnvörpungnum E u r í p i d e s frá Hull, er strand- að hafi á Patreksfirði nóttina miltt 2. og 3. mars sl. Er lýst atvikuw við björgunina, og þess jafnframt getið, að tveir menn aðrir, er vtS hana fengust, hafi verið sæmdif fégjöfum. * Þýðing á Sambandslögunum, eftir íslenska textanum, var prent- uö í „Irish Times“ (Dublin) 26. sept. s.l., og mun hún vera eftir; próf. Cotvl. K. T. Sen. Skosk blöð gefa um fyrirleshnr er hann hélt fyrir skömmu í Edtn- borg um „Kína og þjóðabandalag- ið“. Skýröi hann frá því, aö kt«- verska þjóðin lieföi frá óminnis- tíð haft samúð með hugsjónitutí um bræðralag þjóðanna. Konfúsí- us hefði verið hinn eindregnastí friðarpostuli og æðsta hugsjórf hatts hefði verið alþjóða einíng. í kinverskum bókmentum værf ekki til neinn Nietzche eða Bem- Itardi, sem skrifað hefðu styrjöW- um til lofs og dýrðar. Þvert á moti væri það andstygð á styrjöldutsv sem hvervetna kæmi fram í bók mentum Kínverja, 0g engin af hi»- um sögulegu stórmennum þeirra, sem þeirn nú væru kærust, hefðti gert hermensku að æfistarfi sínu. í þjóðfélagsskipun þeirra værti fjórar stéttir: — lærðir menn’, bændttr, iðnaðarmenn og kattp- rnenn. Hermönnum væri enginii staður ætlaður. Þannig ræri það? enn í dag, að þatt einkehrii þjóðar- innar, sem mest bæri á, væru þol-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.