Vísir - 24.12.1921, Síða 1
Gleöileg
Þessi orö, þessi gamla óslc, kemur til okkar eins og
góöur og hýr.gamall vinur á hverju ári þegar skamm-
degið er mest. Og nú ber þessi gamli kunningi enn einu
sinni að dyrum í kvöld.
Ef til vill dettur okkur það ekki í hug, hvað við erum
í rauninni í stórum hóp, þegar viö segjurn gleðileg jól
Ýms félög hafa sérstakt einkunnarorð fyrir meðlitni
sína, og þetta einkunnarorð eins og tengir þá saman.
Herirnir hafa eða höfðu sitt heróp, og það gaf þeitn þrek.
að heyra þúsundirnar sameinast í þessu sama orðtaki.
Það er kynjakraftur samábyrgðarinnar, máttur þess, að
vita sig tala úr flokki. sem grípur mann við það, að
heyra þetta orðtak.
En hvað er einstakt félag eöa her á móts við alla þá,
sem þetta kvöld segja „gleðileg jól“. A hundruðum mál-
lýska og af hundruöum miljóna manna er þessi gamla
og einfalda ósk borin frant: „g 1 e ð i 1 e g j ó 1“. Þeg-
ar við segjum þetta orð erum við í þeim stærsta atid-
lega félagsskap, hversu afskekt og einmana, sem viö
annars erum.
En mönnum þykir ekki tióg að segja þetta hver við
annan, heldur leita margra 'ráða til þess að korna þvt
víðar. Menn senda bréf og spjöld og skeyti í þúsund-
um og miljónutn á jólunum, og kosta upp á það miljóri-
um, að koma jólaóskinni til ættingja og vina.
Sú hugsun sýnist hafa gripið menn, og það ekki t svip
að eins, heldur Irefir hún .enst öldum saman. að i raun
og veru ættu allir að vera glaðir á jólunum, hvað sem
öðru líöur.
Hvað veldur?
Svarið þekkjum við öll, og það svo vel, að það er búið
að missa kraft sinn og kynjamátt.
En setjum svo, að við þektum ekki svarið, en hefðum
horft á alt þetta, alla viðhöfnina, sem jólunum fvlgir utn
víða veröld öld eftir öld.
Við heyrðum kór miljónanna: Gleðileg jól!
Og svo væri okkur sagt, að alt þetta væri í tilefni at
því, að eitt fátæklings barn hefði fæðst í afkima ver--
aldar fyrir h. u. b. 2000 árum síðan.
Getur ekki þetta gert jafnvel þann trúlausa trúaðan,
— að minsta kosti á jólurfúm ?
Ekki verður borið á móti því, að jólaóskin er oft borin
frara án allrar hugsiutar. En hvað sem um það er, þá
er hún þó einskönar játning, ein sú stysta og víðtækasta
játning. Hún er að minsta kosti játning þess, að heim-
urinn á ekki auðvelt með að losna við Krist.
Af Jesú eru sagðar rnargar kraftaverkasöguf, hvernig
hann lét blinda fá sýn, líkþráa hreinsast, daufa heyra og
dauða upp rísa.
Nú og oft áður hafa menn efast um alt þetta, og sann-
ast að segja má telja það með framförum þeim, seni
kristíridómurinn hefir til vegar komiö, að slíkir útvortis
viðburðir eru ekki orönir kjarninn í trúnni lengur.
Kraftaverkasögur eru sagðar af svo mörgum fleirum en
Jesu, og sanit haia þeir gleymst, og áhrif þeirra eru að
etigu orðin. Kraftaverkasögum trúir ein öldin og önnur
neitar þeim, á víxl. Þau efu ekki þaö í fari Krists, sem
varir.
Uni Krist hafa verið samin hin skarplegustu og hár-
fínustu fræðikerfi. Möskvar þeirra haía verið gerðir æ
srnærri og smærri, uns þeir hafa getað .veitt hvern, s.ent
vildi hreyfa sig.
lin i öllu þvi starfi hefir þess eigin feigð speglast. Hin-
ar nákvæmu útlistanir og hörðu hótanir ef út af væri
brugðið, hafa lýst því skarpar en nokkrar árásir gátu
gert, hve vel tnenn fundu veiluna í því öllu.
Fræðikerfi mannanna ttm Krist eru ekki heldur það
við hann, sem varir.
Það sem varir er hann sjálíttr.
Altaf þegar menn haia verið að reyna að sýria, aö nú
væri kristindómurinn feigur, þá hafa þeir vitnað í þetta
eöa hitt, sem um Krist héfir verið sagt og kent. En forð-
ast að benda á hann sjálfan.
1 Ileðileg jól getum við sagt enn þarin dag í dag, þvi
það er játning um hann sjálfan. Verum glaðir á jólun-
um, því hvað sem um hann er, i dag er hann fæddur og
þá eiga allir að vera glaðir.
Bendum nútímamönnunum á Jesúm Krist og vald hans
á liðnum öldum. Persóna hans og persónulegur máttur
er það undur, sem best er að láta hvern leysa, áður en
hann kastar. kristindóminum frá sér.
Auðvitað er, þrátt fyrir allar jóláóskirnar, talsvert
nnsjafnlega mikil jólagleði til hjá okkur, hverju um sig.
Svo hefir verið (3g svo verður meðan heimur stendur.
Þar kemur margt til greina, og ýmsum mun einmitt
nú finnast svo, sem annað sé nær en vera að hugsa um
jólagleði.
Við göngum um göturnar. Það er bjart í búðarglugg-
unum og mikið .af varningi er breitt út fyrir augum okkar.
Við höíum lesið blöðin og heyrt öll kostaboðin.
En við það hefir lent. Margur bíður jólanna tómhent-
ur af því að hann hefir ekki einu sinni átt fyrir „inn-
kaupsveröi" þess sem hann langaði í. Og máske haía
jólin verið hálf dapurlég framundan og okkur fundist
þau vera mest. tyrir blöðin og kaupmennina.
Já, margur liyggur auð i annars garði.
En, eftir alt. er þá jólagleðin, sem við óskum hvert
öðru, fólgin í þessu ?
Nei, allur þessi ys og þys, er ekkert annað en einhver
hamur, sem jótagleðin prjónar utan um sig, en sjálf er
hún aunað.
Við finrium Ixana, ef við' vérðtuji, eins og frelSarinn
sagði, aftur eins og börn.
Þá voru jólin „einhvern veginn" alt öðru vísi en allir
aðrir dagar, annar iltnur* í loftinu, annar litur, annar
smekkur, öntiur tilfinning um mami allan, eitthvað, sem
orð fá ekki lýst.
ViR fettgum þá áreiðanlega á jólunttm einhvern smekk
al' scðra héimi.
En var það ekki einmitt erindi jólabarnsins, að færa
mönnunum smekk'af æðra heimi?
Verðum rins og bö.rn á jólunum, því sltkra er guðs-
ríkið. Þá fáum við gleðileg jól. ;
M. J.