Vísir - 24.12.1921, Page 3

Vísir - 24.12.1921, Page 3
VISIR Evít #ól. Eg' man einkum eftir jólunum frá einu af skólaárum mínum. Viö fylgdum þeim gamla skólasi'ö aö láta hengja upp í bekknum skraut- riíaö almanak yfir sí’ðustu dagana fyrir jnlin : diés restantes (dagarn- ir. sem eftir eru). Skrautritarinn i bekknum lagði sig allan til, svo a.'ö tafla okkar meS áletruninni dies restantes skyldi ekki standa aö baki töflunum í hinum bekkj- untim. Þessi skrauttafla var vafa- laust tákn jólatilhlökkunarinnar. Á söngæfingum var helst sungiS: Nálgast jóla lífsglöð læti — og mikill var fögnuðurinn, er að- fangadagur rann upp. Jólin voru hvit. Það voru fyrstu hvítu jólin, er eg man eftir. Hvert sent augaö eygði var mjúkur, nýfallinn snjór. Frá efsta fjallstindi til flæðarmáls — snjór, snjór. Glitbrigði norður- Ijósanna Ijómuðu á bláhvolfi him- insins og kyrð var yfir öllu. í fjarska heyrðust ómar kirkju- klukknanna og eg bacst með mannfjöldanum. er leið hægt og rólega áfram til kirkju. Enginn así var á neinum, friður og ró skein út úr hverju andliti. Kvöld- ið var hcilagt. Hvert sem augað leít var helgisvipur vfir öllu. Kirkjan virtist orðin stærri og gnæfa hærra til himins en áður, húsin virtust orðin aö bústöðum íriðar og eindrægni, einhver tign- arsvipur skein út úr hverjum kirkjugesti. Snjórinn hafði óvána- leg áhrif á mig. Hvítt var minn litur. Aldrei hafði mér liðið eins vel og eitt sinn, er eg var stadd- ur uppi á fjallstindi um hávetur «g leit yfir landið. Alt var hvítt <t>g himnesk kyrð yfir öllu. Land- ið- lá laugað 5 faðmi hréinleikans Og fegurðarinnar. Hvítakristur var haun nefndur af því að þeir, er skírn tóku, voru íklæddir hvítri skikkju, tákni hreinleikáns. Heim- dallur var nefndur hvítastur ása. ■Hvít var í liaugi Högnadóttir. — ------Hvít jól. Hringt! Hringt! Tónbylgjan hóf dýrðarsöng jól- ariiía til himins; sorgir og áhyggj- ur þögnuðu og sálir mannanna vögguðu sér á hljómöldunum og leituðu upp í hæðirnar. Skærar barnsraddir runnu saman við hálf- brostnar raddir gamalmenna, en 'allir voru gagnteknir af guðlegri þrá. Jólaljósin voru teudruð — líkt og stjömurnar á 1>láhvolfi himiús brugðu gullsprotum yfir hauður og haf, glitruðu og titruðu jólaljósin í sálu min'ni. Mér fanst sál mín vera eins og mjöllin, er glitskrúð noi'ðurljósanna litmerl- ar. Mér fundust geislar jólaljós- anna smjúga inn í hvern aíkima sálar fninnar og er söngurinn tók til aftur og eg skynjaði, aö allar ríkustu og viðkvæmustu tilfinn- ingar k i rkj ugestanna blönduðust saman í margrödduðum hljóirium, cr liárust upp í hæðirnar. fanst in'ér alt í einu eitthvað losna við hjartarætur mér. Mér fanst allur þungi hverfa af mér og eg verða léttur eins og fuglitin fljiigandi. Mér varð litið til altarisins. Mér fanst presturinn vera horfinn og Kristur standa þar í hvítum klæð- um, breiða hendur sínar út móti söfnuðinum og blessa hann. En alt í kringum Krist fanst mér rúmið fyllast af hvítuni verum, englum. Þeir höfðu allir skínandi vængi, en hreyfðu sig ekki og horfðu all- ir í sömu átt — á mig, að mér íanst. Augnaráð þeirra var óum- ræðilega milt og blítt. Og eg fann ómælanlegan fögnuð streyma um sál mína og óskaði þess helst, að eg mætti sitja þarna að eilífu og horfa á englana.---------- Árin líða og nú era aftur kom- in.jól. Snjónum fennir niður og hreinleikans fang vefst um fold- ina. Frá fjallstindi til flæðarmáls. Þegar klukkunum er hringt mun eg stefna til kirkju, lauga sál mína í hljómanna hafi og skygnast eft- ir. hvort eg sjái Krist og englana. Alexander Jóhannesson. CLEÐÍLEGRA JÖLA óslcar öllum xnðskiftavinum sínum Verslunin Skógafoss. Gleðilegra jóla óskíi ég öllum mínum viðskiftamönnum. O. Ellingsen. CLEÐILECRA JÓLA ósl(ar öllum viSskiftavinum sínum Jón Hjartarson & Co. CLEÐILEC JÓL! Martánn Einarsson & Co. CLEÐILECRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Versluntn Vísir. CLEÐILEC JÓLl VaSariœraVerslunin Gepsrr. C LEÐILEC JÓL! Verslun Geir Zoega.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.