Vísir - 03.01.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 03.01.1922, Blaðsíða 3
tYfSKB Landsverslunin Höfam fyrirliggjandí: er flatt 1 SmbMlskisið á Arair- híldiii við Iogðlfsstræti. Símskeytl frá fréttaritara Vísis. Khöfn 30. des. Rathenau fer til Frakklands. Símaö er frá Berlín, aö Rathe- nau hafi fariö til Parísar, sam- k vasmt bei'öni bandamanna, til þess aS sitja fundi skaöabótanefndar- innar, sem ræöir um ska'öabóta- greiöslur Þýskalands. Vera má aS hnnn taki og þátt í ráðstefnunni í Cannes. Bretar krefjast breytinga á V ersalafriðnum. Símaö er frá London, aS Bretar ætti, á rá'östefnunni í Cannes, aö kTefjast mikilla breytinga á Ver- .salafriSarsamningunum. Bolshvíkinga-þing. Rosta-fréttastofa tilkynnir, aS MÍunda alrússneska ráSstjórnar- þing sé hafiS í Moskva. Sitja þaS fulltrúar, sem voru á þinginu 1919 og einnig fulltrúar kommúnista frá Þýskalandi, Japan og Banda- ríkjunum. Khöfn r. jan. Verkfalli afstýrt. SímaS er frá Berlin, aS samn- mgar hafi tekist meS stjórninni og fulltrúum járnbrautamanna. Eru sættir á komnar og ver'Sur vinna tafarlaust tekin upp i suSvestur- héruSum landsins, þar sem verk- fall var þegar hafiS. Austurríki veðsetur .. listasafn. Símaö er frá Vínarborg, aS atjórn Austurríkis hafi veSsett Engjandi dýrmætasta listasafn landsins (hina heimsfrægu góbe- lín-dúka), fyrir láni er nemur þrem miljónum sterlingspunda. En safn þetta er metiö á 260 miljónir danskra króna. Alþjóðafélag stofnað til eflingar verslun og viðslriftum. SímaS er frá París, aö samþykt hafi verið á fundi fjármála-sér- fræðinga tillaga Englendinga um stofnun alþjóöafélags, er gréiöi fyrir verslun og viöskiftum viö þau framleiöslulönd, sem búa viS lágt gengi. FélagiS verSur í hönd- um einstakra manna, en undir stjómar-eftirlití. Rathenau hefir lofaS fyrir hönd Þýskalands, og. Krassin fyrir Rússlands hönd, aö ganga í félagiS. Hinn síSarnefndi hefir gengiS aS þeim skilyrSum, sem sett hafa veriS fyrir upptöku Rússlands í félagiS, en þau eru, aS Rússastjóm viSurkenni eignarrétt einstaklingsins. HöfuSstóll þessa félags er ein miljón sterlings- punda. Khöfn 2. jan. Bankahrun í ítalíu. SímaS er frá Róm, að stærsti banki ítalíu, Disconto-bankinn, hafi hætt útborgunum. Hlutafé bankans er 600 miljónir (lírar). Miklu fáti hefir slegiS á þá, sem áttu fé á vöxtum í bankanum. BlöSin reyna aS sefa almenning. Indland lýst lýðríki. Reuters fréttastofa tilkynnir. a'ð félag al-indverskra múhamedstrú- armanna hafi á fundi, undir for- ustu Ghandi, lýst yfir, aS Indland væri, lýSveldi í bankafylkja ein- ingu. Grænland og Island. f—O—i Út af nokkrum ummælum An- ders Hovden, norska skáldsins, um réttarstö'ðu Grænlands, sem „Vís- ir‘‘ flytur 29. des., vildi eg mega . koma fram meS stutta athuga- semd. ÞaS er rangt, sem greinarhöf. segir, aS Grænland hafi veriS „ó- háS“ íslandi. AS vísu hafSi Græn- land frjálsræSi t mesta rnæli, sem eðlilegt var, bæSi vegna fjarlægS- anna og staShátta, og eins vegna hins, aS allsherjar umboðsvald gerði sín ekki vart undir hinni ófullkomnu rikisskipun vorri til forna. En Grænland var nýlenda íslands frá upphafi íslenskrar byggingar þar vestra; og til þess aS verSa óháS, hefSi Grænland í þurft aS segja sig úr lögum viS ísland meS ákveSinni ráSstöfun — en enginn einasti stafur sögu né | sannana, né jafnvel líkinda, finst fyrir slikri gerS af hálfu Græn- lendinganna. Þvert á móti. Órækar 3kjalasannanir finnast t. a. m. i Grágás (í Vigslóða og ví'ðar) fyr- ir réttarsambandi milli landanna, sem bygSist á nýlendustöSu Græn- lands. Höf. fer enn rangt meS, þar sem hann vill sanna „ríkisstöSu" Græn- lands meS því aS landiS hafi geng- iS undir Noregskonung 1261, á undan íslandi. Fyrst og fremst var gengið milli einstakra manna j a f n s n e m m a á íslandi (Hall- varSur gullskór) meS tilbúiS er indi frá konungi um þaS, aS sverja „lönd og þegna" undir erlenda um- boSsvaldiS, en hvergi finst neitt skjal í þá átt, aS Grænlendingar hafi þá meS almennri, sjálfstæSri ráSstöfun á GarSaþingi gengiS undir konung. í annan staS má ráSa af milliferSum Ólafs Græn- lendingabiskúps, um þetta sama leyti, aS hér var um sameiginlegt mál beggja þjóSkvísIanna íslensku aS ræSa, enda auSsjáanlega óskaS persónulegra eiSa helstu manna, af hálfu konungs, í báSum löndun- um. Mikilvægasta villa höf. er þaS þó, er hann segir, aS enginn sátt- máli hafi veriS gerSur þá viS kon- ung áS því er kom Grænlandi viS. — ÞaS vill svo vel til, aS varS- veitst hefir skýr sönnun fyrir skil- orðum gamla sáttmála, einnig aS því er snertir Grænland. f kunn- gerS FriSriks II, 11. april 1568 ' lýsir konungur því yfir, aS hann hafi, þegar hann kom til stjórnar, fengið að vita vissulega um „sátt- malla og skildaga vppaa begia ; sidv“, sem sé, að 2 skip skyldu i hvert ár sigla frá Noregi til Græn- j lands — en allir vita hvernig þessi I skildagi var haldinn. j Annars vil eg fúslega játa, að ; væri Grænland ekki að þjóða- rétti, sögurökum og sanngirni eign íslands, þá stæSu NorSmenn næst oss í því, aS heimta glögga endur- skoSun allra heimilda og meSferS- ! ar Dana á landinu fyr og síSar, áður en heimurinn samþykki þetta i nýja „nátn“ á nýlendu vorri hinni fornu, undir huliSskufli stranda- ! bannsins, og hins hneykslanlega forboSs á móti því, aS íslendingar mættu vera þar viSstaddir og gæta | réttar síns. Einar Benediktsson. Blysfðr stúdenta á gamlárskveld hófst metS því j að farið var af stað frá háskól- anum kí. 8 og haldið i fylkingu , upp Laugaveg og upp fyrir Skólavörðu. par var kveikt á blysunum, því ekki hafði feng- ist Ieyfi til þess að fara með blysin um götur bæjarins. Veð- ur var hið versta, hvassviðri mikið cg hriðarél öðru hvoru, svo illa gekk að kveikja á blys- IHLAXO er hm besta mjolk handa börntim og sjákling- um. Spyrjið um álil lasknis y*ar .......................' unum, og vildi deyja á þeim V leiðinni frá Skólavörðuuni og aS listasafnshúsi Einars Jónssonar. En þangað var förinni heitið, í þeim tilgangi, áð hylla Einar Jónsson lislamann. Blysfarar- menn staðnæmdust við lista- safnshúsið og var þá fyrst sung- ið eitt lag, og kom þá listamaS- urinn fram. Hafði þá Stefán Jóh. Stefánsson, stud. juris orð fyrir stúdentum og mælti: Einar Jónsson listamaður! — Vér islenskir háskólastúdentar heilsum yður og hyllum- Vér hyllum yðar fögru, göfugu, ramíslensku og ódauðlegu list. Alt af lifi íslands lang mesti listamaður! Var tekið undir það meS drynjandi húrrahrópum. Lista- maðurinn þakkaði þvi næst fyr- ir og bað menn hrópa húrra fvr- ir íslenskri list, viðgangi henn- ar og blóma. pá sungu stúd- entar enn nokkur lög, og hróp- uðu enri á ný húrra fyrir lista- manninum. Var þá haldið aftur til þess staðar, sem kveikt hafðl verið á blysunum, og sungm nokkur lög meðan þau brunnu út. pví næst héldu stúdentar í fylkingu niður Skólavörðustig, og sungu alt af á leiðinni niður að háskóla. par var farið inn og sungin enn nokkur í lög i and- dyri liáskólans. — Mesti mann- fjöldi hafði safriast saman upp við Skólavörðu og í kring umt listasafnshúsið, og fylgdist mannfjöldinn með niður í bæ- inn með stúdentum. Óhætt er að segja, að blysför- in hafi farið að öllu leyti vel fram, eftir því sem imt var, í svo slæmu veðri, þvi margir höfðu búist við að hún félli al- gerlega niður, vegna óveðurs. Stúdentar vildu með blysför þessari votta hinum mikla lista- manni þaldrir sínar og aðdáun. Tíðlcast það meðal erlendra stúdenta að hylla einstaka af- burðamenn með blysförum, og þykir )?að ætíð hinn mesti heið- ur. Tvær slílcar blysfarir voru farnar nú nýlega af stúdentum i Danmörku, önnur til heiðurs Px. Tagore, er hann gisti Kaup- mannahöfn, en hin til heiöurs Georg Brandes.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.